Morgunblaðið - 12.02.1993, Síða 45

Morgunblaðið - 12.02.1993, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 45 Tilvísanakerfið í ljósi heilsuhagfræðinnar Frá Ólafi Gunnarssyni: UNDIRRITAÐUR sótti nýlega nám- skeið í heilsuhagfræði hjá End- urmenntunarstofnun Háskóla ís- lands. Á þessu námskeiði eru mörg þeirra vandamála sem heilbrigðis- þjónustan stendur frammi fyrir skoðuð frá sjónarhóli hagfræðinnar og sýnt fram á hvernig hagfræðilegt mat á valmöguleikum getur leitt til betri nýtingar þeirra fjármuna sem varið er til þessa málaflokks. í til- efni af umræðu í fjölmiðlum um það hvort rétt sé að taka upp svokallað tilvísanakerfi er hér komið á fram- færi ýmsu af efni námskeiðsins auk eigin vangaveltna. Á undanfömum árum hefur það verið nokkuð til umræðu hvort byggja eigi í ríkara mæli á valfrelsi neytenda og fijálsri samkeppni í heilbrigðiskerfinu. Þegar þessu er haldið fram virðist sem ekki sé tekið nægilegt tillit til þess að heilbrigðis- þjónusta sem markaðsvara er í grundvallaratriðum frábrugðin hefð- bundnum vörum og þjónustu. Það J er nokkuð viðtekið sjónarmið í þjóð- félaginu að almennt séu samkeppni og valfrelsi neytenda til góðs fyrir | þjóðfélagið í heild. Vegna sérstöðu ' markaðar fyrir heilbrigðisþjónustu er vafasamt hvort sá markaður geti i auknum mæli byggst á þessum forsendum. Þær spurningar sem leita þarf svara við þegar valfrelsi neytenda er tekið til skoðunar í þessu sam- hengi eru aðallega tvær. I fyrsta lagi hvort sjúklingar og þegnar þjóð- félagsins almennt sækjast eftir meira valfrelsi í heilbrigðismálum og í öðru lagi hvort meira valfrelsi leiði til meiri hagkvæmni og jöfnuð- ar. Ekki liggur ljóst fyrir að almenn- ingur vilji meira valfrelsi að þessu leyti og virðast raddir þess efnis að auka þurfi eða viðhalda valfrelsi í heilbrigðismálum aðallega hafa heyrst frá læknum. Einnig virðist það nokkrum vafa undirorpið hvort aukið valfrelsi tryggi meiri hag- kvæmni og jöfnuð innan heilbrigðis- kerfisins. Áður en lengra er haldið er nauð- synlegt að gera grein fyrir nokkrum grundvallaratriðum varðandi heil- brigðisþjónustu sem markaðsvöru. Þegar neytandi kaupir venjulega vöru ber hann saman verð hennar og þann ábata sem hann telur að neysla vörunnar leiði af sér fyrir hann. Neytandinn er sá sem best er hæfur til að meta þennan ábata og hann greiðir fullt verð vörunnar. Sé ábatinn ekki jafnmikill eða mein en verðið sem sett er upp, kaupir hann ekki vöruna. Hvað varðar heil- brigðisþjónustu er yfirleitt hvorugu þessara skilyrða fullnægt. Sjúkling- urinn hefur ekki þá þekkingu sem þarf til að meta hverjar eru afleiðing- ar hinna ýmsu valkosta og hann greiðir aðeins hluta eða ekkert af kostnaði við þjónustuna, er hann nýtur hennar. Af þessu leiðir að þeim er leita sér lækninga eru hvorki að fullu ijósar læknisfræðilegar né kostnaðarlegar afleiðingar mismun- andi valkosta og því er vafasamt að færa ákvarðanavaldið í of ríkum mæli í hendur þeirra. Það fer þó eftir eðli sjúkdóma hversu erfitt er fyrir viðkomandi sjúkling að meta hvemig bregðast skuli við. Hugsum nú að því á hvaða for- sendum sjúklingur getur valið sér lækni þegar fullt valfrelsi ríkir. Hvernig á hann að vita úr hvaða sérfræðigrein hann ætti að velja sér lækni og síðan hversu góður hver einstakur læknir er á sínu sviði? Upplýsingar sem sjúklingurinn getur byggt ákvörðun sína á eru oft mjög ófullkomnar. Hann hefur í mörgum tilfellum takmarkaða þekkingu til að tengja saman einkenni og sjúk- dóm og þá hvaða sérgrein sjúkdóm- urinn tilheyrir. En það fer vissulega eftir eðli sjúkdómsins hversu erfitt þetta er. Upplýsingar um árangur og hæfíleika einstakra lækna eru honum ekki aðgengilegar og engin samantekt er til á árangri einstakra lækna, enda sjálfsagt erfítt eða Pennavinir Ellefu ára bandarískur piltur með margvísleg áhugamál: Scott Moore, 5435 Saratoga Street, Eugene, Oregon 97405, U.S.A. Frá Ghana skrifar 23 ára piltur sem safnar póstkortum og peninga- seðlum: Pater Sam, P.O. Box 172, Cape Coast, Ghana. Fimmtán ára kanadískur piltur með áhuga á tölvum o.fl.: Megan Watters, 56 Gardiner Avenue, Regina, Saskatchewan S4S 4P6, Canada. Ellefu ára bandarískur piltur með margvísleg áhugamál: Ardell Burns, 5435 Saratoga Street, Eugene, Oregon 97405, U.S.A. Bandaríska menntaskólastúlku langar mikið til að eignast íslenska pennavini: Tracie Nunnaley, 190315th Place, Yuma, Arizona 85364, U.S.A. LEIÐRÉTTING Flogið tvisvar á dag í frétt Morgunblaðsins sl. miðviku- dag af samningum Flugleiða og SAS var missagt að Flugleiðir flygju milli Kaupmannahafnar og Hamborgar tvisvar í viku frá með með 1. júní. Rétt er að flogið verð- ur tvisvar á dag milli þessara staða. ómögulegt að koma slíku við. Ein hlið á valfrelsi í heilbrigðis- þjónustu er sú að sjúklingur vill oft ekki velja heldur varpa þeirri ábyrgð yfir á lækna og heilbrigðiskerfíð. Aukið val væri íþyngjandi fyrir sjúkl- ing sem þannig hugsaði. Eins og áður kom fram hafa þeir sem leita sér lækninga oft ekki þær læknisfræðilegu forsendur sem þarf til að velja heilbrigðisþjónustu á eig- in spýtur og þurfa til þess aðstoð læknismenntaðs aðila. Heimilis- læknirinn er sá aðili sem frekast ætti að hafa þá heildaryfirsýn sem þarf til að velja fyrir sjúklinginn, þannig að tillit væri tekið bæði til hagsmuna sjúklingsins og þjóðfé- lagsins í heild. Einnig er þjónusta þeirra að jafnaði ódýrari en þjónusta sérfræðinga og því má ætla að hag- kvæmt sé að þeir sjái um þau læknis- verk sem ekki krefjast sérfræðiþekk- ingar. Af því sem að framan greinir virð- ist eðlilegast að heimilislæknar stýri að töluverðu leyti flæði um heilbrigð- iskerfið. Hlutverk heimilislæknisins yrði, auk þess að sinna ákveðnum sjúkdómstilfellum, að visa sjúkling- um áfram innan kerfisins. Ef vel væri að þessu staðið gæti þetta fyrir- komulag leitt til þess að notkun á heilbrigðisþjónustu yrði hagkvæm- ari, auk þess sem flæði sjúklinga gegnum heilbrigðiskerfið yrði mark- vissara. Áður en hlutverk heimilislækna i heilbrigðiskerfinu er aukið þarf að gera sér grein fyrir hvaða neikvæðar afleiðingar það gæti haft í för með sér, bæði fjárhagslegar og læknis- fræðilegar. Hvað þarf t.d. að eyða miklu ijármagni í uppbyggingú heilsugæslustöðva til að heimilis- læknar geti annað því aukna álagi sem fylgir tilvísanaskyldu? Fyrir sjúkling sem ekki fer á milli mála hvert á að leita getur tilvísanaskyld- an þýtt viðbótarlæknisheimsókn. Áður en endanleg ákvörðun er tekin þarf að skoða afleiðingar kerfis- breytingarinnar á breiðum grund- velli þannig að tekið sé tillit til allra þeirra þátta er skipta máli. Slík skoð- un gæti verið mjög flókin og viða- mikil. Hér hefur verið minnst á ýmsa þætti sem máli gætu skipt varðandi valfrelsi og tilvísanakerfi í heilbrigð- iskerfinu. Þessari grein er þó frekar ætlað að vekja spurningar en svara þeim, en vonandi er lesendum ljóst að þetta mál snýst ekki einvörðungu að læknum, heldur er nauðsynlegt að skoða málið einnig út frá sjónar- hóli sjúklinga og þjóðfélagsins í heild. ÓLAFUR GUNNARSSON, Ásvallagötu 4, Reykjavík. VELVAKANDI STORMUR MEIRA EN ROK? Víkveiji fjallaði um mælingar á veðurhæð í pistli um daginn og samkvæmt hans málvitund fannst honum stormur meiri vindur en rok. Samkvæmt mæl- ingum Veðurstofu íslands er það á hinn bóginn. Ég er sammála Víkverja í þessu máli og finnst rétt að benda á að Veðurstofan virðist ekki alveg sjálfri sér sam- kvæm, því hún gefur út storm- viðvaranir þegar búast má við mikilli veðurhæð, en ekki rokvið- vörun. Haraldur Ámason. „STASSEMI“ Undanfarið hefur borið mikið á umræðu um nýsköpun í at- vinnulífinu vegna atvinnu- ástandsins í hinum ýmsu byggð- arlögum landsins. Fjölmiðlar hafa keppst við að fá skoðanir forystumanna í atvinnulífí og stjórnmálum á ástandinu. Einn ónefndur forystu„sauð- urinn“ hefur þann sið að segja „stassemi" í stað starfsemi á mjög áberandi hátt og þá er eins og öll hjörðin þurfi að elta, bæði fréttafólk ljósvakafjölmiðlanna og fólk framarlega í atvinnulíf- inu. Hvemig væri að skoða eina grundvallarreglu málfræðinnar og athuga stofn orða? Steingrímur OSMEKKLEG AUGLÝSING Það er vægast sagt óviðfelldið að heyra í sjónvarpinu kvöld eftir kvöld notað upphaf ein- hvers fallegasta vers úr Heil- ræðisvísum sr. Hallgríms Pét- urssonar í ómerkilegri ölauglýs- ingu og aldeilis með ólíkindum að það skuli vera fyrrverandi prestur sem er útvarpsstjóri. Eða ræður hann kannski engu um hvað er borið á borð fyrir hlustendur? Soffía TILLAGA UM BARNAEFNI Vinsamlegast reynið að fella stutta fimleika- og dansþætti inn í bamaefnið ef það er lengur en 30-40 mínútur samfellt, t.d. á sunnudagsmorgun. í þáttunum þyrfti að hvetja áhorfendur til að standa upp og hreyfa sig eftir því sem sagt væri*til um og áýnt í útsending- unni. Anna Gísladóttir TAPAÐ/FUND- IÐ Föt týndust á Hótel íslandi Blár frakki og græn peysa töpuðust á Nemendamóti Versló á Hótel íslandi fimmtudaginn 4. febrúar sl. í vösum kápunnar var ýmislegt dót. Upplýsingar í síma 678058. Kjuklingar á tilbobi í febrúar! Velkomin í kjúklingakrœsingarnar okkar Verb 1990 kr. Fjölskyldupakki fyrlr 5. 10 kjúklingabitar franskar, sósa og salat Fjölskyldupakki fyrir 3. 6 kjúklingabitar franskar, sósa og salat Pakki fyrirl. 2 kjúklingabitar franskar, sósa og salat Verö 1290 kr. Verb 490 kr. I^uklingastaðurinn 99 SOUTHERW FRIED CHICKEN ^ Sími 29117 Hraófétta veitingastaóur í hiarta boraarinnar O Þú getur bæði tekib matinn meb þér heim eba borbab hann á stabnum llTA J| | |t 20-50% afsláttur II | Nl£| |1 »hummel^ II ■ ■■ [ VV íþróttagallar, iþróttaskór, SPORTBÚÐIN | ■jj^ ■ ■ HH ■ skíði, skídaskór o. fl. o. fl. ármúla 40 ■ símar 813555, 813655. cgzok

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.