Morgunblaðið - 28.02.1993, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993
A F SPJÖLDUM SÖGUNNAR
Katrín II, keisaraynja af Rússlandi, hefur að undanförnu verið í brennidepli vegna
sjónvarpsþátta í ríkissjónvarpinu. Hér segir af ævi hennar og ástum.
Katrín
Sú gamla.
Katrín II á efri
árum. Koparstunga
fráárinu 1789.
mllda
Samantekt: Sveinn Guðjónsson og Urður Gunnarsdóttir
; ÞAÐ HEFUR löngum vafist fyrir sagnfræðingum að samræma flókna
þætti í persónu Katrínar II, keisaraynju af Rússlandi. Hún var hörku-
tól, en um leið rómantísk og full af orku og ástríðum. Hún verður
tæpast talin í hópi mestu harðstjóra sögunnar, en hún krafðist skilyrð-
islausrar hlýðni og fór með sauðsvartan almúgann eins og skynlausar
skepnur ef henni bauð svo við að horfa. Sagan segir að hún hafi ver-
ið hrein mey fram til 23 ára aldurs, en eftir það hafi hún aldrei geng-
ið ein til hvílu. Hvað sem því líður er hitt víst, að Katrín II var í
hópi merkilegri kvenna sem setið hafa á þjóðhöfðingjastóli í saman-
lagðri veraldarsögunni.
Drukkið dusilmenni
Katrín og Pétur voru gefin
saman í hjónaband í ágúst 1745
að býsönskum sið og íburði. Sag-
an segir að á brúðkaupsnóttina, að
lokinni íburðarmikilli veislu og við-
hafnardansleik, hafi brúðguminn
verið borinn ofurölvi í brúðarsæng-
ina, en engum sögum fer af því
hvort Katrín var því sár eða fegin.
Eftir brúðkaupið hélt Pétur upptekp-
um hætti, drakk vodka og fylkti tind-
átum sínum á rúmábreiðunni í stað
þess að sinna skyldum sínum sem
eiginmaður. í hjónasænginni var
hann getulaus að því er sagt var.
Heimildum ber saman um að líf
Katrínar sem stórhertogafrúar hafi
verið afar erfítt enda var hún gift
dusilmenni, sem lét einskis ófreistað
að gera henni lífið leitt auk þess sem
hörkutólið Elísabet keisaraynja vakti
yfir hveiju fótmáli hennar. Sagt er
að Katrín hafi enn verið hrein mey
eftir sex ára hjónaband og skal eng-
um getum að því leitt hér hvort sú
staðhæfing átti við rök að styðjast
eður ei. Hitt má ljóst vera að stúlk-
an ólgaði af ástarþrá og ákvað loks
að láta undan kröfum holdsins og
fara á fjörurnar við einn af herberg-
isþjónunum, Serge nokkurn
Saltykov, sem naut mikillar kven-
hylli þótt kvæntur væri, og vissi af
því sjálfur. Þau urðu elskendur og
öllum virtist standa á sama, ekki
síst Pétri. Upp frá þessu hélt Katrín
áfram að kenna ungum mönnum
keisaraleg hvílubrögð allt fram á
elliár enda virðist hún hafa verið
haldin taumlausri ástarþrá og löng-
un til ungra og fríðra karla, svo sem
frægt hefur orðið í sögunni.
Arið 1754 fæddi Katrín son, sem
nefndur var Páll stórhertogi. Elísa-
bet keisaraynja tók frá henni barnið
til uppeldis og er talið að Katrín
hafi tekið það svo nærri sér að hún
hafi aldrei beðið þess bætur. Sumir
segja að þetta áfall hafi mótað mjög
skapgerð Katrínar og stálhert hjarta
hennar, sem síðar varð svo áberandi
þáttur í fari hennar. Fjórum árum
síðar eignaðist Katrín annað barn
og er hvorugt talið barn Péturs.
Biðstaða í valdatafli
Með fæðingu Páls ríkisarfa töldu
margir að hlutverki Katrínar innan
rússensku hirðarinnar væri lokið,
enda var hún svipt flest öllu nema
elskhugunum. Saltykov hafði verið
ráðlagt að fara úr landi og róman-
tískur, ungur Pólveiji, Stanislas Pon-
iatowski greifi, tók hans stað í bóli
stórhertogafrúarinnar. Hann varð
síðar peð í pólitísku baktjaldamakki
og rekinn úr landi.
Eftir að Pólveijinn hafði verið
hrakinn út í kuldann úr hlýjum faðmi
stórhertogaynjunar kom fram á
sjónarsviðið sá maður sem átti eftir
að reynast Katrínu hvað best og
sannarlega haukur í horni á þeim
viðsjárverðum tímum þegar barist
var upp á líf og dauða um völdin í
keisaradæminu. Það var Grigori
Soffía Ágústa Friðrikka af
Anhalt-Serbst, fæddist í
Stettin í Pommeren í apríl
1729. Faðir hennar var
Kristján Ágúst prins, héraðsstjóri í
Stettin, sem þrátt fyrir blátt blóð
var snauður maður, góðhjartaður en
duglaus. Móðir hennar, Jóhanna
prinsessa, var af ætt hertoganna í
Holstein, slungið kvenskass, kona
óánægð með hlutskipti sitt í lífinu,
sem hún taldi hvorki sæma ættemi
sínu né hæfileikum.
En örlögin ætluðu Soffíu litlu
annað og meira hlutverk í lífínu en
að koðna niður í hinu afskekkta
kotríki Anhalt. Dularfull bréf, með
keisaralegum innsiglum, tóku að
berast og móðirin Jóhanna var öll
sem á nálum. Áður en varði voru
þær mæðgur lagðar af stað til hirð-
ar Elísabetar keisaraynju af Rúss-
landi. Soffía hafði verið valin sem
hugsanlegt konuefni Péturs stórher-
toga, og vísast að undirlagi Friðriks
mikla af Prússlandi, sem líklega
hefur gengið að því vísu, að lág staða
hennar meðal konungborinna íjóð-
veija myndi gera hana auðvelda við-
fangs í valdatafli Evrópu síðar meir.
Ógæfulegt mannsefni
Ekki er erfitt að gera sér í hugar-
lund viðbrögð hinnar ungu og vel
gefnu þýsku prinsessu, er hún leit
væntanlegan eiginmann sinn aug-
um. Hann var þá sextán ára, ári
eldri en hún, andlegt og líkamlegt
dusilmenni, óheflaður, heilsuveill,
viljalaus, heimskur og ófríður. Heim-
ildir herma að hann hafi ýmist hegð-
j að sér eins og blautgeðja bamssál
eða fordrukkinn fantur. Hann lék
| sér gjarnan að tindátum og sagan
segir að eitt sinn hafi hann látið
draga rottu fyrir herdómstól fyrir
að naga einn þeirra. Rottan var
dæmd til dauða og tekin af lífi. En
skynsemi Soffíu sagði henni að fleira
: hengi á spýtunni en stórhertoga-
ómyndin. Sjálft rússneska keisara-
dæmið var innan seilingar.
Stórhertoginn var systursonur
Elísabetar, ríkjandi keisaraynju, og
dóttursonur Péturs mikla, sem er sá
þjóðhöfðingi rússneskur, sem hvað
mestum ljóma hefur stafað af. Pilt-
urinn átti þó ekki eftir að bera gæfu
til að feta í fótspor afa síns, en það
átti verðandi eiginkona hans hins
vegar eftir að gera.
Eftir hæfilega athugun ákvað El-
ísabet keisaraynja að Soffía hin unga
myndi verða ákjósanlegt kvonfang
fyrir Pétur, enda fór það ekki fram
hjá neinum að hin unga, þýska prins-
essa naut vaxandi vinsælda í ríkinu.
Keisaraynjan. Katrín mikla í blóma
lífsins. Myndin er af málverki eftir
F. Rokotov, sem nú er í Sögusafni
ríkisins í Moskvu.
Stórhertoginn fann hins vegar sár-
lega fyrir því hversu ófríður og úr
sér vaxinn hann var og virðist sú
vanmetakennd hafa brotist út í
kvalalosta og furðulegri áráttu að
vekja andstyggð hinnar verðandi
brúðar sinnar á sér. Fyrstu árin
gátu þau þó af og til unað sér í fé-
lagsskap hvors annars, blaðrað sam-
an eins og böm, farið í feluleik og
ærslast á göngum hallarinnar.
Katrína Alexejena
í júní 1744 var trúlofun Soffíu
og Péturs opinberuð og um svipað
leyti tók Soffía grísk-kaþólska trú
og hlaut nafnið Katrína Alexejena.
Allt frá því hún steig fæti á rúss-
neska jörð hafði hún sýnt öllu því
sem rússneskt var mikinn áhuga og
lagði hart að sér við að læra málið
sem fljótast og best. Af þessum sök-
um naut hún sívaxandi vinsælda og
virðingar. Það kom þó sífellt betur
og betur í ljós að hjónaefnin báru
lítinn þokka hvort til annars og það
fór í taugarnar á stórhertoganum
hversu vel Katrín reyndi að si’nna
skyldum sínum. Hann reyndi að
skaprauna henni á ýmsan hátt og
sagði henni meðal annars að hann
væri ástfanginn af Elísabetu Vor-
ontsov, einni þernu frænku sinnar.
En Katrín lét engan bilbug á sér
finna og var samþykk þeirri ákvörð-
un að flýta brúðkaupinu. Þegar hér
var komið sögu hafði Jóhanna móð-
ir Katrínar komið sér út úr húsi við
hirðina og hvarf hún aftur til Þýska-
lands, en þær mæðgur sáust aldrei
upp frá því.
Hallarbylting
Þetta voru örlagarík tímamót í
lífi Katrínar og hún hafði þá skyn-
semi til að bera að bregðast rétt við
þeim hættum sem nú steðjuðu að.
Pétur hataði hana, svívirti og hótaði
henni fangelsi og skilnaði. Ejóðin
hataði hins vegar og fyrirleit þetta
mannkerti, sem í ofanálag lá hund-
flatt fyrir Friðriki Prússakonungi og
öllu sem þýskt var. Sú furðulega
þverstæða var nú komin upp, að
rússneskir ættjarðarvinir slógu
skjaldborg um hina þýsku eiginkonu
keisarans, sem í raun var orðin rúss-
neskari í sér en þeir sjálfir.
Um vorið 1762 yfirgaf keisarinn
Pétursborg, ásamt frillu sinni Elísa-
betu Verontzov, og má telja það
táknrænt sjónarspil að um um leið
og hann ók út um borgarhliðin ók
hann jafnframt út úr keisaradæmi
sínu. Katrin gerði hallarbyltingu
með aðstoð lífvarðasveitanna og
Pétur var dreginn hljóðandi út úr
höll sinni í Oranienbaum og hneppt-
ur í varðhald. Nokkrum vikum síðar
var hann allur og hefur því verið
haldið fram að hann hafi verið myrt-
ur að undirlagi Katrínar þótt sjálf
hafi hún gefið yfirlýsingu þess efnis
að hann hafi látist af völdum veik-
inda (úr hjartaslagi samkvæmt einni
heimildinni, en iðrakveisu sam-
kvæmt annarri).
Upplýst einveldi
Við fráfall Péturs varð Katrín II
einvaldur í Rússlandi og undir stjórn
hennar varð Rússland eitt helsta
stórveldi Evrópu og á valdatíma sín-
um kom hún á margvíslegum umbót-
um.
Stjómandinn Katrín II horfði
einkum til Evrópu með hugmyndir
sínar. Hún hafði lesið verk frönsku
heimspekinganna af áhuga og
kynntist mörgum þeirra, þar á með-
al voru heimspekingurinn Voltaire
og kvennaflagarinn og skrumarinn
Casanova, sem taldi mörgum trú um
að hann væri heimspekingur.
Franskir rithöfundar voru fengnir
til Rússlands og ungir rússneskir
menntamenn flykktust til Evrópu til
náms. Leikhúsum fjölgaði og um
Orlov, glæsilegur maður sem átti
ættir að rekja til tatara. Hann þótti
ekki sérlega vel gefinn en þeim mun
fimari á milli rekkjuvoðanna og hon-
um tókst að vekja upp með Katrínu
þann eldmóð og kraft sem þurfti til
að leiða hið flókna valdatafl sem
framundan var til sigurs. Orlovbræð-
urnir voru orðlagðir fyrir hreysti og
gjörvileik og öll fjölskyldan var
hreykin af ástarsambandi Katrínar
og Grigoris og sór stórhertogaynj-
unni ævarandi tryggð. Orlovfjöl-
skyldan hafði talsverð áhrif innan
hersins og það átti eftir að reynast
Katrínu heilladijúgt.
Um áramótin 1761 og ‘62 lést
Elísabet keisaraynja og þar með var
Pétur orðinn zar allra Rússa, og
kallaður Pétur keisari III. Hann
kunni sér auðvitað ekki læti yfir
þessari nýfengnu upphefð og varð
sér rækilega til skammar við útför
frænku sinnar þar sem hann lét eins
og fáviti og kom raunar engum á
óvart. Katrín kom hins vegar vel
fyrir að vanda, klædd í sorgarklæði
og virðuleg, og duldist engum við-
stöddum hvílíkur reginmunur var á
þeim hjónum til orðs og æðis á allan
máta.