Morgunblaðið - 28.02.1993, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993
1176 Látinn Klængur biskup
Þorsteinsson.
1873 Látinn Guðmundur próf. Johnsen.
1950 27 Kínverjar og Bretar fórust í sjóslysi við Reykjanes.
1968 Flóð í Ölfusá; tugum hrossa bjargað við Ell- iðaár. • • • •
1653 Sjóorrustunni við Port- land lýkur með sigri Eng- lendinga á Hollending- um, sem misstu 11 her- skip, 40 kaupförog 1.500 menn fallna og særða, en 700voru teknirtil fanga.
1808 Franz II Austurríkiskeis- ari bandamaður Frakka til málamynda að tillögu nýs utanríkisráðherra, Metternichs.
1813 Karlisch-sáttmáli um hernaðarsamvinnu Prússa og Rússa gegn Napóleon.
1825 Bretar og Rússar semja um réttindi á Kyrrahafs- svæðinu.
1868 Benjamin Disraelifor- sætisráðherra í Bret- landi.
1876 Þriðja og síðasta Karl- istastríðinu á Spáni lýkur með ósigri Karlista í Baskahéruðunum, Kata- lóníu og víðar og flótta Don Carlosar, hertoga af Madrid.
1877 Tyrkir og Serbar semja frið.
1912 Albert Berry stekkur fyrstur manna í fallhlíf í Missouri.
1919 Barátta hafin á Banda- ríkjaþingi gegn aðild að Þjóðabandalaginu.
1922 Brezkri verndarstjórn lýk- ur í Egyptalandi, sem fær sjálfstæði.
1933 Mannréttindi skert í Þýzkalandi.
1942 Landganga Japana á Jövu.
1975 Stórslys í neðanjarðar- járnbraut Lundúna. Lest æðir inn í blindgöng, þrír vagnar þéttskipaðir far- þegum fóru í klessu og 35 létu lífið.
AFMÆLISDAGAR
Rafael (Raffaello Sanzio) 1483.
Einn fremsti myndlistarmaður
Endurreisnartímans á Ítalíu.
Michel de Montaigne 1533.
Franskur greinahöfundur, sem
hafði mikil áhrif í bókmennta-
sögunni með ritgerðasafninu
Essais (1580).
Charles Blondin 1824. Fransk-
ur loftfimleikamaður, sem gekk
yfir Níagara-fossa.
Sigurður Eggerz 1875. Ráð-
herra íslands 1914-1915; ráð-
herra í ráðuneyti Jóns Magnús-
sonar 1917-1920; forsætisráð-
herra 1922-1924.
Linus Pauling 1901. Bandarísk-
ur vísindamaður, sem hlaut
Nóbelsverðlaun í efnafræði
(1934) og friðarverðlaun Nóbels
(1962).
Brian Jones 1942. Breskur
rokktónlistarmaður, stofnandi
The Rolling Stones.
Umsátri Búa
um Lady-
smith aflétt
1900 Fjögurra mánaða umsátri Búa um
setulið Breta í Ladysmith í Natal, Suður-
Afríku, var aflétt í dag. Björgunarlið Sir
Redvers Bullers hershöfðingja sótti inn í
bæinn rúmum mánuði eftir sigur á Búum
við Spion Kop, þar sem 1.000 Bretar féllu.
Áður höfðu Bretar misst 2.000 menn undir
stjórn Bullers við Stormberg, Magelsfontein
og Colenso í „svörtu vikunni“ 10. til 15.
desember. Einn þeirra sem þá féllu var son-
ur Roberts lávarðar, marskálksins sem kom
til Höfðaborgar fyrir nokkrum vikum til
þess að taka við stjórninni af Buller. Þegar
striðið hófst í október voru hermenn Breta
helmingi færri en skæruliðar Búa, sem eru
miklir hestamenn og góðar skyttur, en eiga
lítið af fallbyssum. Brezku rauðstakkarnir
hafa getað varizt í Kimberley, Ladysmith
og Mafeking; stór hluti skæruliðahers Búa
hefur setið um bæina og Bretar hafa notað
tímann til að senda liðsauka á vettvang. Nú
eiga Búar við ofurefli að etja. Fyrir hálfum
mánuði leysti Roberts lávarður Kimberley úr
herkví og í dag hefur Buller fengið uppreisn
æru eins og heillaóskaskeyti frá Viktoríu
drottningu sýnir og sannar.
Olof Palme
myrtur
1986 Olof Palme, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, var
myrtur á götu í Stokk-
hólmi í kvöld. Okunnur til-
ræðismaður skaut hann til
bana þegar hann gekk
heim til sín frá kvikmynd-
húsi ásamt konu sinni, sem
særðist í árásinni. Laun-
morðinginn komst undan
og enginn hefur lýst sig
ábyrgan á verknaðinum.
Engin augljós ástæða virð-
ist vera fyrir morðinu.
Palme var maður friðelsk-
ur og deildi hart á hemað
Bandaríkjamanna í Víet-
nam; kom á fót nefnd til
þess að banna kjarnorku-
vopn í Evrópu og var sátta-
semjari Sameinuðu þjóð-
anna I styijöld írana og
íraka. Hann er fyrsti
stjórnarleiðtogi í Evrópu,
sem hefur verið veginn í
embætti í 47 ár.
a hafa brezk-
meginlandi
isiu 50 ónn
því draga úr
týzka hersins
SSSnw og Eutler tll
Bandaríkjanna
Bainaskólahúsið í Hníisdfll inuk
oí grunni með 35-40 bornu
---------- 'iSkólastjóti og 5 börn meuldust
1» 1
Barnaskólinn fauk
1953 Sá einstæði atburður gerðist í gær í Hnífsdal
við ísafjarðardjúp, að barnaskójahús kauptúnsins
fauk af grunni sínum í stórviðri, sem gekk yfir af
suðvestri. Kennsla stóð yfir í skólanum og voru 35-40
börn og tveir kennarar í húsinu. Lyftist skólinn, sem
er einlyft timburhús á steyptum grunni, af grunninum
og kurlaðist í sundur á fáum sekúndum. Þetta gerð-
ist um kl. 11 fyrir hádegi. Fimm barnanna meiddust
töluvert og voru fjögur þeirra ásamt skólastjóranum,
Kristjáni Jónssyni, sem fékk heilahristing og missti
meðvitund, flutt á sjúkrahúsið á ísafirði.
Indíanar
í vígahug
1973 Herskáir Indíánar
náðu í dag á sitt vald þorp-
inu Wounded Knee í Suð-
ur-Dakota, Bandaríkj-
unum, og skoruðu á yfir-
völd að endurtaka fjölda-
morð, sem þar voru framin
á Sioux-Indíánum fyrir
rúmum 80 árum. Indíán-
arnir hafa tekið 10 menn
í gíslingu. Þeir krefjast
þess að höfðingjar þeirra
verði kosnir í fijálsum
kosningum, að allir samn-
ingar við Indíána verði
endurskoðaðir og að ná-
kvæm rannsókn verði gerð
á starfi stofnunar, sem fer
með málefni Indíána. Mót-
mælendur úr röðum Indí-
ána höfðu aðalstöðvar
þeirrar stofnunar í Wash-
ington á sínu valdi í nóvem-
ber í fyrra. Rauðskinnarn-
ir eru úr Hreyfingu banda-
rískra Indíána (AIM), sem
komið var á fót fyrir fimm
árum. Síðustu átök banda-
rískra hermanna og Indí-
ána áttu sér stað í desem-
ber1890, þegar 7.banda-
ríska riddaraliðið hóf skot-
hríð á Sioux-höfðingjann
Stóra fót og stuðnings-
menn hans í Wounded
Knee og varð 300 körlum,
konum og börnum að bana.
/
Osigraður
1906 Tommy Burns sigraði
Marvin Hart í 20 lotum í Los
Angeles í kvöld og tryggði
sér heimsmeistaratitilinn í
þungavigt. Áhorfendumir
höfðu meiri áhuga á dómar-
anum, James L. Jeffries, sem
afsalaði sér heimsmeistarat-
itlinum í fyrra án þess að
hafa verið sigraður. Honum
tókst að veija titilinn 22 sinn-
um og dró sig í hlé vegna
þess að hann fann ekki nógu
verðugan andstæðing.
EHSKIR SJÚMENN BRENNDIR Á BÁLI
1574 Tveir Englendingar og einn
íri voru brenndir á báli í Mexíkó-
borg í dag og þar með urðu Evrópu-
menn í fyrsta skipti spænska rann-
sóknarréttinum að bráð í Nýja
heiminum. Síðan píningarprestar
réttarins komu til Nýja Spánar fyr-
ir þremur árum hafa þeir notað
ofurvald sitt til þess að útrýma síð-
ustu menjum heiðinna trúarbragða
Azteka meðal fjölmargra Indíána,
sem hafa tekið kristni. Þeir sem
voru líflátnir í dag höfðu gerzt sek-
ir um „lútherska villutrú". Auk
þeirra voru 68 Englendingar
húðstrýktir opinberlega og þeir
hafa verið úrskurðaðir í margra ára
galeiðuþrældóm. Upphaflega voru
þeir þrælasalar sjálfir, þar sem
þeir höfðu siglt með flota Sir Johns
Hawkins og Sir Francis Drakes frá
Plymouth fyrir sjö árum og tekið
þræla í Afríku til þess að selja á
Karíbahafs-eyjum í trássi við
spænsk lög. Spænsk herskip veittu
flotanum fyrirsát undan strönd
Mexíkó og þótt Hawkins og Drake
kæmust undan urðu þeir að skilja
eftir tvö skip og áhafnir þeirra.
Meðal þeirra sem komust af voru
þeir sem rannsóknarrétturinn lét
taka af lífi í dag.