Morgunblaðið - 28.02.1993, Síða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993
frá Víetnam var mér boðin staða
við Washington Postogheí bráðum
verið þar í 25 ár. En atburðimir í
Dallas voru sem sagt byijunin á
ferli mínum sem ljósmyndara og
þess vegna varð ég svona fljótt
hvíthærður," segir hann og tekur
bakföll af hlátri. „Ég geri oft grín
að þessu, ég fór nefnilega aftur til
Víetnam árið 1985 þegar kommún-
istar höfðu verið við völd í tíu ár,
og þegar ég kom á flugvöllinn í
Saigon, hitti ég þar vin minn frétta-
ritara sem var að fara heim. Við
settumst saman inn í veitingasal
hótelsins, þar sem ég hafði oft
drukkið kaffi meðan á stríðinu stóð.
Tveir þjónar tóku pöntun okkar
og í stað þess að hverfa frá borðinu
stóðu þeir þarna steinrunnir og
störðu á mig. Ég brosti kjánalega
og 'þá segir annar þeirra: Þú? Þú
varst með svart hár!
Já sagði ég, þar var fyrir lifand-
is löngu. Nú er ég orðinn eins og
jólasveinn!
Eftir nánari athugun kannaðist
ég við báða þjónana úr stríðinu.
Um kvöldið snæddi ég þarna aftur
og þeir þjónuðu mér. Við tókum
tal saman og þá kom í ljós að þeir
höfðu verið í leyniþjónustu komm-
únista i stríðinu, notfært sér stöðu
sína sem þjónar og fylgst með öll-
um upplýsingum sem við frétta-
mennirnir létum frá okkur fara.
Og það sem meira var, sendu þær
áfram til yfirmanns síns sem var
leigubílstjóri fyrir utan hótelið!
LYKT FORTÍDARINNAR
Frank segist hafa orðið fyrir
undarlegri reynslu í þessari för
sinni. Hann fór ásamt öðrum mönn-
um að stað sem skildi áður Norð-
ur- og Suður-Víetnam að, og þar
sem hann hafði tekið þátt í hörðum
bardaga sautján árum áður.
„Við komum að á þar sem landa-
mærin höfðu verið og ég kannaðist
strax við staðinn. Þarna hafði verið
háður mikill bardagi sautján árum
áður. Þetta var í fyrsta sinn sem
ég fór yfir í Norður-Víetnam og
var því afskaplega taugaóstyrkur.
Þegar við vorum að aka yfir brúna
helltist fortíðin yfir mig og ég upp-
lifði hvert atriði bardaganæturinn-
ar forðum. Ég heyrði, sá, og fann
lyktina. Menn fóru út úr bílnum á
norðurbakka árinnar en ég sat einn
eftir eins og hrúga í sætinu og
hafði svitnað svo mikið að ég var
holdvotur. Eins og vatnsfötu hefði
verið hellt yfir mig.
En ég var nú kominn í norður-
hlutann og Víetnami sem átti að
vera mér innan handar fór með
mig á svæði þar sem enginn ljós-
myndari hafði áður verið. Sá sem
þar réð ríkjum fór með mig í undir-
göng spm voru um kílómetri á
lengd. í þessum göngum höfðust
íbúar þorpsins við í stríðinu, um
1.500 manns. Þeir notuðu göngin
bæði sem sjúkraskýli og skólastofu.
Það sem ég furðaði mig á, var að
öll verksummerki stríðsins voru í
göngunum og í þorpinu, ekkert
hafði verið fjarlægt. Ég hefði hald-
ið að þarna væri enn stríð hefði
ég ekki vitað betur. Við enda undir-
ganganna tók við annað svæði,
gerólíkt hinu. Hálfgerð paradís,
strönd með pálmatijám.
í Hanoi hitti ég fyrrum ljósmynd-
ara Ho Chi Minh. Eg hafði oft tek-
ið eftir myndum hans í stríðinu,
því þær voru afbragðsgóðar. Það
fór vel á með okkur, við sátum í
fimm tíma og spjölluðum saman
um ljósmyndun. Hörmuðum það að
hafa ekki getað hist í stríðinu.
Aður en við kvöddumst kom hann
með fangið fullt af ljósmyndum
eftir sig og spurði hvort ég vildi
eiga eina. Eg var nú aldeilis hrædd-
ur um það og rétti hann mér þá
mynd af sér og vini sínum þar sem
þeir sátu yfír tafli!
Menn eru alls staðar eins, sama
hvar er í heiminum. Og það má
segja að þessi ferð hafí gert mig
að algjörum friðarsinna.“
Ljósmynd Frank Johnston
MORÐIN i GUYANA
í nóvember 1978 voru um 900 bandarískir
þegnar neyddir til að fremja sjálfsmorð með
blásýru í Jonestown-héraði í Guyana í Suður-
Ameríku. Fólkið tilheyrði sértrúarhópi Jims Jo-
nes, en hann fyrirskipaði sjálfsmorðin þegar
honum fannst veldi sínu ógnað. Heilu fjölskyld-
urnar létu lífíð, jafnt böm sem fullorðnir og
fyrir tilviljun var Frank Johnston eini ljós-
myndarinn sem fór inn á svæðið stuttu eftir að
hinn hörmulegi atburður hafði átt sér stað.
„ Aldrei þessu vant hafði ég verið að skemmta
mér með vinum mínum á laugardagskvöldi, og
þegar ég kem heim seint um kvöldið hringir
ritstjórinn og segir að ég hafi 45 mínútur til
að koma mér út á flugvöll. Ég eigi að fara til
Guyana þar sem trúarleiðtoginn Jim Jones hélt
sig ásamt söfnuði sínum.
Þannig var að nokkrir safnaðarmeðlimir
höfðu skrifað heim og sagt að þeim væri mis-
þyrmt af trúarleiðtoganum og mönnum hans.
Því hafði maður verið sendur á staðinn til að
rannsaka aðstæður þessa sértrúarhóps, en verið
drepinn. Ég átti að ná myndum af líki þessa
manns og aðstseðum öllum.
Ég mundi nú varla hvar Guyana var, en um
morguninn var ég kominn til Georgetown, höf-
uðborgar Guyana, þar sem haldinn var blaða-
mannafundur í ráðuneytinu. Sértrúarhópurinn
hélt sig í frumskógum nálægt Jonestown-héraði
og hafði hugrakkur fréttamaður komist inn á
svæðið og sloppið þaðan aftur frá mönnum Jims
Jones. Því var ákveðið að hann færi nú aftur inn
í þorpið með ljós-
myndara með sér. Við
sátum þarna einir 25
ljósmyndarar og þar
sem aðeins einn mátti
fara, skrifuðum við
nöfn okkar á miða
sem settir voru í hatt.
Síðan var dregið og
mér til armæðu kom
nafnmittupp.
Við flugum til Jonestown og síðan fór þyrla
með okkur yfir þorpið þar sem söfnuðurinn
hélt sig. Úr lofti leit þorpið út eins og sumarbúð-
ir. Á þessu augnabliki hafði enginn hugmynd
um hvers konar hryllingur hafði átt sér stað
þama nokkrum tímum áður.
Við flugum mjög lágt og allt í einu sá ég
hvar fólkið lá eins og hráviði um allt svæðið.
Ilvergi sást hreyfing. Ég var svo sleginn að ég
mundi ekki eftir á hvort ég hafði tekið mynd
eða ekki. En ég gerði það, það var fyrsta mynd-
in. Við lentum, fórum tveir út og þyrlan fór til
baka. Fólkið lá á grúfu, hélt hvert utan um
annað, með bömin á milli sín. Þau voru öll lát-
in, jafnvel dýrin vom dauð. Þetta var skelfileg
reynsla. Ég var ekki með sjálfum mér, en gekk
milli líkanna og myndaði. Ég fór yfír í stærstu
bygginguna, þar lágu einnig líkin á gólfínu og
á löngu borði voru ótal plastmál sem þeir höfðu
notað til að útdeila blásýmnni. Til vinstri var
pallur og uppi á honum stóll sem líktist há-
Ljósmynd Frank Johnston
sæti. Þar hafði Jim Jones setið þegar hann tal-
aði til fólksins.
Við urðum að hafa hraðan á því þyrluflugmað-
urinn gat ekki flogið eftir að myrkur var skoll-
ið á. Um tíma leit út fyrir að við yrðum þarna
tveir meðal hinna látnu yfir nóttina, því aldrei
bólaði á þyrlunni. Loks kom hún, fór með okkur
út á flugvöll, en þá var vélin að skríða í burtu.
Við sluppum þó fyrir horn, náðum að komast
inn í farangursgeymsluna.
Þegar við komum á hótelið í Georgetown, þar
sem allir biðu, vissi enginn hvað gerst hafði í
þorpinu. Ég var spurður hvort ég hefði náð
myndum af líki mannsins sem var að rannsaka
málið og ég neitaði því. Hvers konar myndir
ertu þá með, spurðu þeir. Þeir ætluðu ekki að
trúa mér þegar ég sagði hvers konar myndir
ég væri með. Enn meiri varð skelfingin þegar
myndirnir voru framkallaðar. Við sendum
fimmtán myndir strax til AP-fréttastofunnar
og innan klukkustundar voru þær komnar út
um allan heim.“
HVÍTA HÚSID TÆMT
Frank hefur myndað forseta
Bandaríkjanna í bak og fyrir og
gert bók um Hvíta húsið, þar sem
andrúmsloft þess merka húss kem-
ur glöggt fram. Hann segir að tveir
forsetar hafi einkum verið sér
minnisstæðir, Lyndon B. Johnson
og Gerald Ford. „Johnson var sér-
lega litríkur persónuleiki," segir
hann og hlær innilega. „Ég mynd-
aði líka Ford mikið og undir lokin
urðum við ágætis vinir.
Þegar það var ákveðið að ég
gerði bók um Hvíta húsið, spurði
einkaljósmyndari forsetans mig
hvort ég vildi bara ekki byija á því
að mynda Ford forseta? Koma í
Hvíta húsið klukkan átta næsta
Ljósmynd Frank Johnston
Vetur í Virginíu.
dag, því þá gæti ég verið með hon-
um einum um stund? Ég hélt það
nú og mætti á tilsettum tíma.
Þegar mér var vísað inn á skrif-
stofu forsetans, sat hann við sím-
ann, hálfsnúinn í sætinu og skrif-
aði eitthvað niður hjá sér. Eg vafr-
aði um skrifstofuna á meðan og
smellti af nokkrum myndum, eða
þar til forsetinn lagði frá sér sím-
ann og sagði: Jæja hvernig hefurðu
það Frank? Gott, herra forseti,
sagði ég og stillti mér upp fyrir
framan skrifborðið hans. Hann
spurði mig þá hvort ég ætlaði til
Colorado yfír jólin? Ég jánkaði því
og sagðist hlakka mikið til. Hann
spurði hvort ég ætlaði á skíði,
teygði sig yfir borðið og sýndi mér
mynd af húsinu sínu í Colorado.