Morgunblaðið - 28.02.1993, Side 14

Morgunblaðið - 28.02.1993, Side 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993 I sviösljósinil/Jon Kjell Seljeseth arkitekt og hljóðfæraleikari er höfundur laganna sem sigruðu í Söngvakeppni Sjónvarpsins og keppninni um Landslagið. Dægurlög úr Þræudalögum í bakhúsi við Laugaveginn býr Jon Kjell Seljeseth, síðbúinn land- námsmaður úr Þrændalögum íNor- egi. Hann flutti til íslands fyrir þrettán árum og er kvæntur ís- lenskri konu. Jon Kjell er arkitekt að mennt og starfaði hér sem slík- ur þartil hann gerðist hljóðfæra- leikari að atvinnu. Hann hefur ekki sent frá sér nema tvö dægurlög og unnu bæði til fyrstu verðlauna í Söngvakeppni Sjónvarpsins og keppninni um Landslagið. eftir Guónc Einarsson Mynd: Sverrir Vilhelmsson ilviljun réði því að tónlistaruppeldi Jons Kjells hófst snemma á lífsleið- inni. „Foreldrum mínum gekk illa að finna fyrir mig dag- heimili. Loks fengu þau inni á stofnun sem hét „Musikalsk barnehage". Þetta var eins konar tónlistarleikskóli og þama kviknaði áhuginn fyrir tónlistinni. Við lékum okkur með ásláttarhljóðfæri og lærð- um nótur. Tónamir vom tengdir litum, þannig var C-ið ljósblátt og D-ið appelsínugult, svo spiluðum við lög í litum,“ segir Jon Kjell. I Noregi stend- ur enginn skóli undir nafni nema í honum sé lúðrasveit. Jon Kjell byrjaði sex ára í lúð- rasveit bamaskólans og fór að blása í klarinett, síðar bættist þverflautan við. Hann spilaði í lúðrasveit til nítján ára ald- urs. Aunglingsárunum smitaðist Jon Kjell af poppá- huga og fór að fíkta við hljómborðsleik í ungl- ingahljómsveitum. Eftir stúd- entsprófíð tók við herþjónusta í eitt ár. Hljóðfærakunnáttan kom sér vel í hemum. „Þeir sem voru í herlúðrasveitinni fengu ókeypis í bíó. Það vant- aði saxófónleikara og ég bauð mig fram, þótt ég hefði aldrei haldið á slíku hljóðfæri. Ég fór heim með gripinn og æfði eins og vitlaus maður þar til ég fór í inntökupróf. Stjómandanum þótti frammistaðan nógu góð fyrir herinn svo ég fékk frítt í bíó meðan á hermennskunni stóð.“ Eftir herþjónustu hóf Jon Kjell nám í rafmagnsverkfræði og ætlaði með því að feta í fótspor föður síns. Fljótlega kom á daginn að piltinn brast þolinmæði til að halda verk- fræðináminu áfram. „Þetta var fræðastagl í þrjú ár áður en maður fór að læra um batt- eríin svo ég skipti yfir í arki- tektúr, enda alltaf haft gaman af að teikna." Þrátt fyrir erfítt nám var tónlistin aldrei langt undan. Stúdentarnir í Þrándheimi höfðu til umráða gamalt fjöl- leikahús þar sem listaspírur og tómstundaáhugafólk af öllu tagi fékk útrás. Áhugafólk um sígilda tónlist, stórsveitadjass, kórsöng, leiklist og ljósmynd- un, svo nokkuð sé nefnt, átti þar afdrep. Jon Kjell var með- al félaga á „Musikerloftet" og lék bræðingstónlist (fusion) á saxafón og hljómborð með hljómsveitinni Over Evne. Nafnið merkir Framar getu og er sótt til Ibsens. Jafnframt arkitektúmáminu og músíkst- ússinu sótti Jon ýmis nám- skeið í tónlist, meðal annars í stjórnun. Annað hvert ár setja þrænskir námsménn upp stóra revíu og kom það í hlut Jons Kjells að stýra tónlistinni í einni slíkri uppsetningu. Eiginkona Jons Kjells er Elín Ebba Ás- mundsdóttir iðju- þjálfi og eiga þau tvo syni, Kjell Þóri 5 ára og Jon Ingva 3 ára. Það var gest- risni systur Jons að þakka að þau Elín Ebba kynntust. Elín Ebba fór til náms í Þrándheimi og vantaði húsnæði þar til skólinn hæfíst. „Systir mín var ein heima, pabbi og mamma voru í fríi, ég í Marokkó og bróðir minn sömuleiðis að heiman. Systir mín bauð þess- ari ókuiinu íslensku stúlku að búa hjá sér. Hún var flutt inn í tómstundaherbergið mitt þegar ég kom heim frá Mar- okkó.“ Það leið ekki á löngu uns með þeim Elínu Ebbu og Joni Kjell tókust náin kynni. Þegar bæði höfðu lokið námi fluttu þau til íslands og komu hingað á hlaupársdag 1980. „Hlaupár hafa alltaf verið happaár í lífí mínu. Við giftum okkur á hlaupári, fluttum hingað á hlaupári, eignuðumst fýrsta bamið á hlaupári og svo sendi ég lögin í keppnimar á hlaupári!" segir Jon Kjell. Norðmanninum unga þótti íslenskt þjóðfélag fremur með amerískum brag en evrópsk- um. „Unga fólkið hlustaði á „Kanann“ og í búðunum var mikið af amerískum vörum, sem fengust ekki í Noregi. Þar þekkist hvorki Cheerios né Coco-Puffs. Mér fannst líka meiri hraði á hlutunum og kraftur í fólkinu hér. Líkt og það hefði olnbogana lengra út en fólkið heima. Mér fannst ótrúlegt að í borg sem var minni en Þrándheimur var fjöldi leikhúsa og málverka- sýningar opnaðar á hveiju kvöldi. Það er svo mikil lífs- orka í Islendingum og hún endurspeglast í _ þjóðlífínu. Þess vegna eiga íslendingar heimsmet í öllu - miðað við fólksijölda. Þeir vilja alltaf vera bestir. Þegar um íþrótta- keppni er að ræða dugar ekk- ert minna en að sigra. Þetta er ótrúlegt." Ion fór að starfa sem arkitekt hjá Húsnæðs- stofnun ríksisins. Síð- ar flutti hann sig yfir iknistofu Ingimundar Sveinssonar en hætti þar um það leyti sem stofan fékk það verkefni að teikna Perluna. Hann lagði frá sér blýantinn og sneri sér að tónlistinni. Þótt teikniborðið sé komið út í horn um sinn er byggingalist- in er ekki langt undan. Jon Kjell er að standsetja gamalt steinhús við Laugaveginn. Það var illa farið og þurfti að rífa allt niður í steypu, meira að segja sumt af steypunni líka. Hann hefur hannað endurbæt- ur og breytingar á húsinu og vinnur sjálfur við smíðarnar. Joni þykir gott að taka sér hamar og sög í hönd til að dreifa huganum. Oft fæðast líka góðar hugmyndir þegar hamast er með smíðatólin. - Hvers vegna skiptir þú yfir í tónlistina úr arkitektúrn- um?_ „Ég saknaði alltaf spila- mennskunnar. Meðan ég vann sem arkitekt frétti ég af FÍH skólanum og fór að læra þar á saxófón,“ segir Jon Kjell. í skólanum kynntist hann mönnum sem voru að spila með Gunnari Þórðarsyni á Broadway. Um þetta leyti vantaði Gunnar hljómborðs- leikara og var Jon beðinn að mæta í prufu. „Ég var búinn að átta mig á því að Gunnar var þungavigtarmaður í popp- inu hér. Hann bauð mér starf og ég spilaði með hljómsveit Gunnars í þijú ár, tók þátt í uppsetningu á mörgum sýn- ipgum og spilaði fyrir dansi. Ég vann sem arkitekt á daginn og spilaði allar helgar á skemmtistöðum og oft í upp- tökum á kvöldin. Gunnar var mjög mikið í því að gera hljóm- plötur og tónlist fyrir auglýs- ingar. Ég fór fljótlega að vinna fýrir hann í þessu einnig. Þannig hafði ég nóg að gera í tónlistinni og ákvað að leggja arkitektúrinn á hilluna í bili.“ - Hvernig er íslensk dæg- urtónlist samanborið við þá norsku? „íslendingar standa mun framar. Ég hef oft sent út hljóðritanir af því sem hér er að gerast, bæði til einstaklinga og á útvarpsstöðvar, og það vekur almennt hrifningu." Jon segir það misskilning að norsk dægurlög séu bara harmón- ikkulög. Hann minnir á að Norðmenn eigi stórpoppara á borð við A-ha og fleiri. Sjálfur þoldi hann ekki dragspil í æsku. „Það var einu sinni aprílgabb í norska ríkisútvarp- inu að búið væri að finna upp harmónikkusíu sem þurrkaði öll harmónikkuhljóð úr útvarp- inu. Fjöldi fólks varð vonsvik- inn yfir því að þetta var bara gabb.“ emur arkitektúr- inn að gagni í tónlistinni? „Ég held að allt nám nýtist manni í lífinu. íTfffrrof;rr Fullt af nýjum bútum og nú dagar útsölunnar og enn meiri verðlækkun Frábær efni frá 2oo kr. meterinn Opið í dag Sunnudag: NÓATÚN Rofabæ NÓATÚN - Hamraborg Kópavogi NÓATÚN í Mosfelisbæ - NÓATÚN Furugrund Kóp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.