Morgunblaðið - 28.02.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 28.02.1993, Síða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993 Pukur með bankabók ÚTSÖLUR eru það besta sem fyrirfinnst, einkum hér á landi því þá eru vörurnar loksins á réttu verði. Það versta er þó að fjölskyldur eru oft auralausar eftir jólavertíðina og margir fá þreytandi reikninga í janúar og febrúar. Þar sem mikilvægt er að grípa gæsina meðan hún gefst, fá sem sagt vöruna loks á réttu verði, nota margir krítarkortið sitt í þeirri sigildu blekk- ingu að vorið komi með blóm í haga í mars og apríl. Þeir sem nota aldrei krítarkort missa hins vegar af útsölunum, nema að þeir eigi aura inni á bók. Til skamms tíma var það ein- ungis aldamótakynslóðin hér á landi sem átti sparifé á bók. Kynslóðin sem hóf búskap sinn í verðbólgunni vissi varla hvemig slíkar bækur litu út. Evrópu- væri ljótasta gólfið í bænum. Mér var alveg sama, dauðfegin að vera laus við liðið. Ári seinna sáum við auglýst parket á tilboði og fórum strax þjóðir sem upplifðu mestu verðbólgu í sögu heimsins á kreppuárunum, hafa þó ekki látið slá sig út af laginu þeg- ar sparisjóðsbækur eru ann- ars vegar og hafa safnað ótrauðar áfram fyrir sumar- leyfinu, bílnum og væntan- legri háskólamenntun bama sinna. Innræta síðan afkom- endum sínum nauðsyn spam- aðar frá unga aldri. Þessar þjóðir borga ekki sumarleyfíð eða húsgögn með afborgunum, í fyrsta lagi vegna þess að þeir þurfa þess ekki, launin þeirra em hærri en hér á landi og vömverð miklu lægra, þannig að þeir em ekki mjög lengi að safna fyrir hlutunum, og í öðm lagi er það ekki til siðs. Almenni- legt fólk borgar ekki með afborgunum, þeim er vor- kennt sem gera það. Hjá þessu almennilega fólk tíðkast ekki að borga hlutina eftir á með krítarkorti, og ef maður reynir að útskýra fyrir- bæri eins og raðgreiðslur, fær það hláturskast. Hér á landi hefur hins vegar tíðkast að greiða dýra hluti með afborgunum. Söftiun á bankabækur hefur þótt óarðbær og sveitaleg. Það á heldur ekki við íslendinga að bíða eftir því að eignast hlutina. Blóðið rennur svo hratt í æðum okkar að við getum ekki beðið eftir neinu, við getum ekki einu sinni beðið í röð í bankanum, fáum bara kláða af stressi ef við þurfum að standa svona lengi. En það getur verið dýrt að kunna ekki að bíða. Ég fluttist um árið í nýtt hús og þurfti að kaupa parket á gólf- ið. Fór ég því með bóndann í fína parketbúð, svona til að grennsl- ast um verð og afborgunarskil- mála. Við gátum fengið tilskilið magn af því parketi sem okkur langaði í á 240 þúsund kr., með undirlagi. Þar sem við ætluðum ekki að greiða út í hönd, var okkur boðið að greiða parketið með raðgreiðslum í 18 mánuði. Sem svarinn óvinur krítarkorta fór ég strax í baklás og óskaði eftir öðrum greiðslumáta. En sölumaðurinn tók ekki vel í það, sagði að menn greiddu flestir með krítarkorti. Eftir útreikn- inga kom í ljós að ef við greiddum með raðgreiðslum í 18 mánuði yrði verð parketsins nær þijú hundruð þúsund. Urðum við bæði orðlaus en þegar við fengum málið aftur um kvöldmatarleytið, ákváðum við að nota gömlu, þýsku aðferðina og safna fyrir þessu fjárans park- eti. Mér var alveg sama þótt ég þyrfti að skúra steingólf í nokkra mánuði, en dæturnar þusuðu i hvert sinn sem þær áttu að skúra. Sögðust líka ekki geta haldið bekkjarpartý af því að þetta Morgunblaðið/Júlíus á staðinn. Og viti menn, þarna var sama parketið, frá sama fyr- irtæki þótt í annarri búð væri, og nú kostaði tilskilið magn 160 þúsund kr. Með undirlagi. Það var keypt samdægurs og borgað út í hönd. Ég man hvað mér þótti gaman að telja seðlana á borðið, einn í einu og sjá and- lit sölumannsins lengjast. Hann hafði nefnilega ekki séð neitt nema plastkort síðustu mánuði. Þannig að biðin borgar sig. Eftir að verðlag var nokkum veginn orðið stöðugt hér á landi, fóru sérvitringar að pukrast með bankabækur. Ég sá þá stundum í bankanum, sá karlana laumast í brjóstvasana á jökkunum sínum og skima flóttalega í kringum sig áður en þeir rifu upp bækum- ar. Ég vissi auðvitað hvað þeir vom með, þýddi ekkert að blekkja mig, ég var með eina svona í töskunni minni. Listin við að safna áurum á bók er að byija mjög smátt. Það er gert til að þjálfa þolinmæðina. Síðan er ágætt að færa út kvíam- ar, hætta einhveijum ósóma og leggja andvirði hans inn á aðra bók. Þegar tölurnar fara að hækka, eykst sjálfstraustið og öryggið, jafnvel þótt upphæðin sé hlægilega lág í augum efna- manna. Vextir á sparisjóðsbókum hækkuðu um áramótin, til dæmis hækkuðu vextir á Kjörbók Landsbankans úr rúmum 3% í 5%. Ef upphæðin liggur óáreitt um tíma geta þeir farið upp í 7%. Fyrir safnara þýðir það blóm i haga. Nú hefur maður vaðið fyrir neðan sig og safnar fyrir útsölum næsta árs. Enda vandalaust að opna eina bókina í viðbót í þeim tilgangi. Kristín Maija Baldursdóttir Cindy Crawford hefur tekist vel til þegar hún hefur verið kynnir á tiskuþáttum í sjónvarpi og er hún að verða eftirsótt í slík hlutverk. STJÖRNUR 630 þúsund krónur í laun á dag Tískusýningardaman Cindy Crawford sagði nýlega í pallborðsumræðum í Princeton- háskóla, þar sem verið var að ræða kvennamálefni, að hún væri í góðri aðstöðu til að af- hjúpa leyndardóm fegurðarinn- ar. Hún sagði að eflaust héldu allir sem sæju forsíðumynd af henni að hún væri aldrei með poka undir augunum né liti illa út. Hún benti á að þetta væri útkoman eftir tveggja stunda förðun og hárgreiðslu. „Jafnvel ég vakna ekki upp á morgnana eins og Cindy Crawford," sagði hún. Það er ekki tekið út með sæld- inni að halda líkamanum í formi, en hvað gerir maður ekki fyrir 630 þúsund krónur á dag? En það er sú upphæð sem Cindy er sögð vinna sér inn daglega. I tískuþætti í bresku dagblaði birtist nýlega grein um Cindy, sem ber yfirskriftina: Hreint víti að vera Cindy-dúkka. Hefst greinin á því, að aðalfrétt liðinn- ar viku sé, að Cindy Crawford hafí þyngst um nokkur pund, eftir því sem fréttir hermdu frá Chanel tískusýningunni. Þar segir: „í raun er Cindy ekki orðin feit, aðeins [sjástl húðfellingar hér og þar“. Síðar í greininni segir að Cindy hafí alltaf þurft að passa mataræði sitt og meðal annars hafi hún nánast lifað á örlitlum skammti af hýðishrísgijónum fyrir nokkrum árum. í framhaldi af því segir: „En samt sem áður, Craw- ford, þetta er starfið þitt. Þú hlýtur séx stafa tölu laun fyrir að borða hýðishrís- gijón. Þú mátt ekki vera feit. Við viljum ekki að fyrirsætur líti út eins og við og vegi það sama og við.“ En ef til vill er hún einmitt orðin leið á því að vera módel. Alla vega hefur henni tekisí vel upp sem kynnir í tískuþáttum MTV. Einnig hefur Fox-fyrirtækið áhuga á að hún verði kynnir í einhverjum sjónvarps- þáttum þeirra. Förðun og hár- greiðsla tekur tvær klukkustundir, áður en árangur- inn kemur í ljós, segir fyrirsætan Cindy Crawford. Cindy Crawford vakti athygli í París fyrir að hafa þyngst um nokkur pund. Ég hafði séð mynd í blaði af beinagrindarbúningi sem var málaður í svörtum fötum og þess vegna datt mér í hug að búa til þennan búning, sagði Auðunn Jónsson, en búningur hans vann til verð- launa á öskudaginn. Auðunn var ekki í búningnum sjálfur heldur hafði hann lánað bekkjarfélaga sínum, Skarphéðni Ársælssyni, hann. „Eg hafði nokkrum sinnum áður notað búninginn, en svo datt pabba í hug að nota herðatréð og þá varð búningurinn miklu flottari," sagði Auðunn. Hann hafði reyndar hugsað sér að vera beinagrind eitt árið í viðbót, en daginn fyrir öskudag rakst hann á úlfagrímu sem hann Auðunn Jónsson og Skarphéðinn Ársælsson halda á búningnum á milli sín. FURÐUFATNAÐUR Tíu ára hönnuður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.