Morgunblaðið - 28.02.1993, Síða 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993
TM Us. U.S Pat Oft.—aJl rtghta raaarvad
• 1993 Loa Angataa Tlmaa Syndlcata
HANNA!!! Pabbi, er líka hægt að nota jójó
á tunglinu?
HÖGNI HREKKVÍSI
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Heilræði Hallgríms og Flosa
Frá Einari Sigurbjörnssyni:
í BYRJUN ársins fóru að birtast
auglýsingar í Sjónvarpinu, þar sem
Flosi Ólafsson talaði í gátum.
Hann var greinilega að auglýsa
einhveija vöru. Heimilisfólkið mitt
fylgdist af áhuga með þessu og
reyndi að geta sér til um hver
varan væri. Og skyndilega rann
upp fyrir mér ljós: Flosi er að
auglýsa malt! Jafnframt montinu
yfir því að takast að leysa gátuna
setti að mér ótta: Ætlar Ölgerðin
að fara að breyta áletruninni á
maltflöskunum, sem verið hefur
óbreytt um áratugaskeið? Það má
ekki gerast, hugsaði ég! Hún er
eitt af því sem er fast í tilverunni
og maður má ekki við meira rask-
ist nú á þessum síðustu og verstu
tímum.
í gleði minni yfir því að Ölgerð-
in var ekki að koma með nýja
áletrun á maltflöskurnar tók ég í
fyrstu ekki eftir því að Flosi not-
aði hendingu úr Heilræðavísum sr.
Hallgríms til þess að koma boð-
skapnum á framfæri. Ég tók eigin-
lega ekki eftir því fyrr en bömin
mín fóru að fara með heilræði
Flosa! Ólafur Oddsson og Helgi
Hálfdanarson gerðu báðir athuga-
semd við þennan gjörning Flosa,
sömuleiðis biskupsritari, sr. Þor-
björn Hlynur Arnason. Ég virði
sjónarmið þeirra og tek undir við-
varanir um að menn seilist ekki
um of þegar verið er að auglýsa
vöru og virði þjóðleg og menning-
arleg verðmæti. Hins vegar verð
ég að játa það að mér þótti auglýs-
ingin smellin og varan sem verið
er að auglýsa, blessað maltölið,
er góð og holl börnum á öllum
aldri.
Það eru heilræði sr. Hallgríms
líka. Við sem komin erum fram á
og yfir miðjan aldur lærðum þau
á heimili og í skóla þegar við vor-
um ung. Og eldri kynslóðum ís-
lendinga var innrætt að sú siðsemi
sem heilræði Hallgríms hvöttu til
byggðist á 1. erindinu:
Ungum er það allra best
að óttast Guð sinn Herra,
þeim mun viskan veitast mest.
og virðing aldrei þverra.
í þessu erindi endurómar vís-
dómur Salómons konungs, sem
segir í Orðskviðum sínum: „Ótti
Drottins er upphaf viskunnar og
að þekkja Hinn heilaga eru hygg-
indi“ (9.10). Flosi notaði hendingu
úr lokaerindi heilræðanna. Þar
heyrum við bergmál af reglu heil-
ags Benedikts, ora et labora —
biðja skaltu og iðja:
Víst ávallt þeim vana halt
vinna, lesa, iðja,
umfram allt þú ætíð skalt
elska Guð og biðja.
Auglýsingin frá Ölgerðinni varð
til þess að minna á heilræði sr.
Hallgríms, ekki síst þessa vísu.
Jafnframt vakti hún spurninguna:
Hvemig höfum við farið með þessi
heilræði, íslendingar? Ég held við
þurfum að hyggja að því og þar
beinist athyglin að skóla, kirkju
og öðrum uppeldisaðilum svo sem
útvarpi. í nýjum skólaljóðum, sem
nefnast Ljóðspor og út komu árið
1988 hjá Námsgagnastofnun, er
að fínna brot úr Heilræðavísum
sr. Hallgríms. Þijú erindi birtast
þar. Þau eru almenns eðlis, með
almenna skírskotun til breytni, en
enga til guðsótta. Ég held ekki
að neinn hafí vakið athygli á því,
ég gerði það ekki og iðrast þess.
Svo gaf Iðunn út Vísnabók Iðunn-
ar árið 1990. Þar eru Heilræðavís-
ur Hallgn'ms ekki lengur. Mér
sámaði þegar ég sá það í annars
ágætri vísnabók, en vakti enga
athygli á því, því miður. Heilræða-
vísurnar voru í Vísnabókinni
gömlu, sem próf. Símon Jóhann
Agústsson annaðist útgáfu á fyrir
Iðunni.
Fleiri dæmi mætti nefna. Ég
sleppi því, en hvet aðila eins og
Skálholt, útgáfufélag þjóðkirkj-
unnar, til að grípa tækifærið og
nota tilefnið og gefa Heilræðavísur
sr. Hallgríms út og auglýsa þær
vel. Ölgerðin hóf auglýsinguna.
Kannske hún mundi styrkja útgáf-
una í framhaldi af því! Er svo
hægt að fara fram á það við Ríkis-
útvarpið að það gangist fyrir
kynningu á Heilræðavísunum t.d.
í Stundinni okkar í sjónvarpi og
einhveijum barnaþætti í hljóð-
varpi? Ég er viss um að góður
upplesari gæti fengist til að flytja
vísurnar. Flosi Olafsson mundi
gera það mjög vel. Einhver söng-
hópur kom Heilræðavísunum á
framfæri með góðu lagi fyrir
nokkrum árum. Utvarpið ætti að
dusta rykið af þeirri plötu og láta
hana hljóma. Ég held við varðveit-
um menningararfinn best með því
að tryggja aðgang að honum og
halda honum að fólki. Það má líka
gera á gamansaman hátt. Sr.
Hallgrímur hafði kímnigáfu. Allir
þekkja kímnigáfu Flosa. Ég er
sannfærður um að Guð hefur líka
kímnigáfu!
Spurning til Sjónvarpsins: Af
hveiju megum við, sem ekki höfum
Stöð 2, ekki fá að vera í friði fyr-
ir sjónvarpi á laugardags- og
sunnudagsmorgnum? Hvaða þörf
er á þeirri röskun á heimilislífi sem
þetta morgunsjónvarp veldur?
EINAR SIGURBJÖRNSSON,
Hólatorgi 8, Reykjavík.
atvinnurekstri almennt, ekki sízt
í sjávarútvegi, viðunandi rekstrar-
umhverfi. Atvinnulífíð verður að
skila kostnaðarlegri undirstöðu
þeirrar búsetuaðstöðu, sem fólk
unir við. í annan stað þarf að stór-
bæta samgöngur milli staða sem
mynda, eða geta myndað, at-
vinnu-, byggða- og þjónustusvæði.
í þriðja lagi þarf að sameina sveit-
arfélög og fyrirtæki, sem er for-
senda þess að þau öðlist styrk til
að tryggja þau búsetuskilyrði, sem
halda fólki í heimahögum og laða
aðra að.
Eitt atriði enn. Á Vestíjörðum
hafa lögheimili rúmlega 600 nem-
endur á framhaldsskólaaldri. Þar
af stunda um 240, eða 40%, nám
í kjördæminu. Sex af hveijum tíu
framhaldsskólanemum stunda
nám utan Vestfjarða, flestir í
Reykjavík eða 196. Skila þessir
framhaldsskólanemar, sem sækja
nám utan landshlutans, sér í
heimahaga að námi loknu? Sjálf-
sagt einhveijir, en naumast allir.
Það er mjög mikilvægt að ungt
fólk geti sótt jafn sjálfsagða þjón-
ustu og framhaldsskólanám til
heimahaga. Stór og sterk sveitar-
félög standa að þessu leyti og að
flestu leyti betur að vígi en fá-
menn og veik til að halda landinu
öllu í byggð.
Víkverji skrifar
Arið 1993 byijaði ekki jafn vel
og Víkverji hefði helzt kosið.
Sex þúsund og þijú hundruð ís-
lendingar á vinnualdri voru at-
vinnulausir í janúarmánuði, sam-
kvæmt upplýsingum frá Vinnu-
málaskrifstofu félagsmálaráðu-
neytisins. Þetta eru sorgleg tíð-
indi, því fátt brýtur heilbrigðan
og vinnufúsan einstakling fyrr og
rækilegar niður en atvinnuleysið;
það að geta ekki séð sér og sínum
farborða með vinnu hugar og
handa.
Það blæs heldur ekki byrlega
fyrir framhaldið næstu misserin.
Stjómendur fyrirtækja í atvinnu-
rekstri telja þörf á því að fækka
starfsmönnum enn um 900 á land-
inu öllu, þar af 600 á höfuðborgar-
svæðinu. Þessi var niðurstaðan í
atvinnukönnun íjóðhagsstofnunar
samkvæmt fréttabréfi hennar
dagsettu 22. febrúar síðastliðinn.
Það er einkum í iðnaði, húsbygg-
ingum, verzlun og veitingastarf-
semi sem samdrátturin þjóðarbú-
skapnum. Um það þarf þjóðarsátt.
Hitt vekur furðu Víkveija að
forysta ríkisstarfsmanna (BSRB
og Kennarasambandið), sem búa
við allt annað atvinnuöryggi en
launþegar á hinum almenna vinnu-
markaði, telji nú, þegar á sjöunda
þúsund vinnufærra manna ganga
atvinnulausir, ástæðu til að halda
út í verkföll, og það í miðri
kennsluönn skólaársins, til að
knýja fram stærri hlut sér til
handa af minnkandi skiptahlut á
þjóðarskútunni’. Þetta eru naumast
réttir menn með réttar kröfur á
réttum tíma. Það er góð hugmynd
hjá formanni Alþýðuflokksins að
senda fólk með svoddan ranghug-
myndir um stöðu íslenzkra efna-
hagsmála til fyrirbyggjandi náms
í Færeyjum.
xxx
Byggðastefna síðustu áratuga
hefur ekki skilað tilætluðum
árangri. Fólksstraumurinn til höf-
uðborgarsvæðisins á síðustu ára-
tugum jókst með vaxandi byr í
segl meintrar byggðastefnu.
Landsmönnum hefur fjölgað jafnt
og þétt; landsbyggðin hefur sætt
viðvarandi fólksflótta.
Víkverji _sá það í blaðinu Vest-
firðingi á ísafirði að Vestfírðing-
um hefur fækkað stanzlaust síðan
1981 en níundi áratugurinn, fram-
sóknaráratugurinn, var hápunktur
svokallaðrar byggðastefnu. Vest-
fírðingur staðhæfir að á síðustu
tíu árum hafi orðið 7,4% íbúafækk-
un í kjördæminu. Mest var fækk-
unin í V-ísafjarðarsýslu 16,6%.
Víkveiji telur að þrennt skipti
mestu máli til að styrkja byggð
úti á landi. í fyrsta lagi að búa
m