Morgunblaðið - 28.02.1993, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
VELVAKANDI SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993
B 25
Nokknr orð til Björns
Bjarnasonar alþingismanns
FráJens Guðmundssyni:
ÉG HEFÐI nú haldið það, Bjöm
minn Bjarnason, að þú bærir meiri
virðingu fyrir sjálfum þér, tilveru
þinni og forfeðrum en mér finnst
hafa fram komið í skrifum þínum
og umræðum um þetta mikla alls-
heijar EES-mál, sem nú á eitt að
verða sú allsheijarhamingja, sem
gríga við gætum í allri lífssögu okk-
ar Islendinga. Mikið af skrifum þín-
um og ræðum hefur gengið út á það
að skamma ráðherra fyrrverandi
stjómar, að mfnnsta kosti Framsókn-
ar og Alþýðubandalags, fyrir að
ganga frá fyrri afstöðu sinni gagn-
vart þessu bandalagi eftir að í stjóm-
arandstöðu komu, og þar með ganga
á móti þessari helgu framtíðarsýn,
sem alla lukku, að þínu mati, skal
leggja á framtíðarbraut okkar erfiðu
daga. En hafi þeir þessari endemis-
vitleysu verið fylgjandi í sinni fýrri
stjómarveru, skyldi ég svo sannar-
lega leggja þeim til gildis þá vizku-
legu göfgi að átta sig á umfanginu
og gera sér grein fyrir afleiðingum
þess og umfangi öllu, þá fram líða
tímar. Það mætti svo sannarlega
þakka hveijum og einum, sem svo
mikla framtíðarsýn hefði í sínum
huga til að bera, að geta nú í huga
sér lesið í þær ristu rúnir, sem þið
nú allir frumkvöðlar þessara óheilla
allra viljið rista í bergvörður okkar
allra íslendinga, að þar við okkar
landsmenn megi um alla framtíð lesa
þann ófögnuð, sem þessi andskota-
gangur allur á í skauti sér eftir að
bera, þjóð okkar allri til ama og kval-
ar.
Ekki þurfti við neinn drottin að
deila, að mati viðskiptaráðherra okk-
ar, er hann sem æðsti prestur þess-
ara mála útmálaði með engum smá-
vegis bægslagangi hinn helgasta
„salómonsdóm" hinnar háttvirtu
fjögramannanefndar, að nú þyrfti
ekki um að villast um allan réttinn
og allt öryggið, allt sem þar á móti
mælti væri marklaus mælgi, og sjálf-
ur þú hinn mæti maður ekki dregið
dul á það öryggi og það réttlæti sem
þessi dómur hinna íjögurra manna
hafði inni að halda. Én það sem rak
mig til að senda þér þessar línur,
Bjöm minn Bjarnason, er að spyija
þig að því, hvort þú teljir alla þá
merku menn, sem á vísindalegan
máta hafa í tugatali skrifað hinar
merkustu ritgerðir til andsvara þess-
Frá Ingu og Sæmundi Óskarssyni:
MEÐ ólíkindum er að hægt skuli
vera að fara til Kanaríeyja og Bras-
ilíu; vera að mestu leyti á 4ra og 6
stjörnu hótelum með morgunverði í
þijár vikur og greiða aðeins 98.500
fyrir alla veizluna. Þetta er nú engu
að síður satt og eigum við sem nutum
slíkrar ævintýraferðar Andra Ing-
ólfssyni hjá Heimsferðum hf. það að
þakka.
Farið var 28. jan. sl. til Kanarí-
eyja og gist þar.í sex nætur í nýlegu
raðhúsahverfí sem heitir Koala. Þar
eru nokkrar smásundlaugar og ein
stór sem er upphituð. Nálægt voru
kjörbúðir, matsölustaðir, dansstaður
og önnur þjónusta sem ferðamenn
þurfa. íbúðirnar voru sérstaklega
skemmtilegar, vel innréttaðar og
þrifalegar. Ef verið er um kyrrt á
þessum stað kostar þriggja vikna
ferð hjá Andra aðeins 59 þúsund
krónur fyrir manninn. Flogið var
með spænsku leiguflugi (Boeing
747). Matur var sérlega góður og
mátti velja um kjöt- eða fiskrétt (eins
og á Saga-class).
Hinn 3. febrúar var flogið til Tene-
rife og síðan þaðan til Salvador Ba-
hia í Brasilíu og dvalizt á 4ra stjömu
hóteli sem heitir Hotel Victoria Mar-
ina. Farið var í ýmsar ferðir, meðal
annars heilan dag á báti úti í litlar
eyðieyjar; dvalizt allan daginn á hvít-
um fallegum baðströndum og borð-
aður veizlumatur. Þessi ferð með
langferðabílum, bátsferð og mat
kostaði aðeins 3 þús. ísl. kr. á mann.
Margar ferðir var um að velja, allar
á mjög hóflegu verði.
Hinn 8. febrúar var svo.flogið til
um stóra dómi fjórmenninganna, séu
einhveijir fábjánar út í loftið, sem
ekkert mark sé á takandi, né minnsta
vit hafi á þessu stórvægilegasta
máli sem á dagskrá okkar þjóðar
borið hefur um aldir? Viltu kannski
halda því fram, svo dæmi sé tekið,
að hin, að mínu mati ágætasta grein
Björns Þ. Guðmundssonar, prófess-
ors í stjórnarfarsrétti við Háskóla
íslands, í Morgunblaðinu 1. septem-
ber, sé bara bull og kjaftæði út í
loftið, og maðurinn sá hafi ekki
nokkra minnstu hugmynd um hvað
það er sem svona þrúgar hug ykkar
og hjarta. En við skulum bara telja
okkur trú um að hér hafí allt verið
með viskulegu viti gert, en þurfti
æsingurinn og töfrasprotinn allur
fyrir tilurðinni í máli þessu að rista
svo í hamaganginn allan í framkomu
ykkar, að einræðið í vondri gerð,
reið svo röftum að til einmuna má
telja. Ekki nóg með að þið forsmáðuð
og fyrirlituð vilja fólksins og kröfur
um þjóðaratkvæði, heldur lætur þú
hafa þig í þann einræðisverknað að
reka hinn mætasta íslending úr
formannsstöðu utanríkismálanefnd-
ar, sem þar hefur alla tíð staðið sem
hetja þjóðar sinnar í fararbroddi fyr-
ir mörgum framtíðar stórmálum, og
hreiðrar svo um þig sjálfur í sætinu
hans, vitandi það, sem eðlilegt er,
að á svona hlutum og gerðum hafa
allir forsmán og fyrirlitningu, að sá
er í slíku stendur getur aldrei litinn
orðið sömu augum af nokkrum
manni. Nei, Bjöm minn elskulegur,
að falla með heiðri og sæmd er hveij-
um manni hollt, en að koma málum
sínum fram með slíkum aðförum sem
þessum afmáist aldrei nokkumtím-
ann úr farteski nokkurs manns.
Það verður að segjast eins og er
að þremenningarnir þeir í Sjálfstæð-
isflokknum sem atkvæði greiddu
móti EES-samningnum voru sannar-
lega menn ársins 1992. Þeir komu
mannlega fram í gerð sinni allri, með
engum undirferlum eða ómanneskju-
legheitum, og mæltu þar allir af
þeirri kærleiksríku trú og sannfær-
ingu sinni, gamalgróinni tilfinningu
til lands síns og þjóðar, að til engrar
óvissu mættum við fórna neinum
þeim minnstu gerðum sem þeim trú-
að væri fyrir að varðveita landi sínu
og þjóð til handa. Frá þeim ómuðu
þau dýru orð, sem svo dýrum huga
eru greypt í þjóðarvitundina, og aldr-
borgar fegurðar og gleði, sjálfrar
Ríó De Janeiro. Þegar við komum
þangað hafði þetta fjögurra stjörnu
hótel sem við áttum að gista á verið
yfírbókað svo ekki var pláss fyrir
okkur öll þar. Heimsferðir hf. sýndu
þá þann höfðingsskap að koma okk-
ur öllum fyrir á lúxus 5 stjömu hót-
eli, 30 hæða með sundlaug á efstu
hæðinni og fagurt útsýni þaðan yfir
Cobacabana ströndina, Sykurtoppinn
og hluta af Ríó. Hótelið sjálft heitir
Ríó Othon Palace og er á miðri
Cobaeabana-ströndinni.
í Ríó var hægt að velja um ýmsar
ferðir, m.a. ferð upp að Kristslík-
neskinu, upp á Sykurtoppinn, ferð
út í eyðieyjar, kabarett-kvöld og
margt fleira.
Allar flugferðir frá íslandi og heim
aftur voru með spænsku leiguflugi
(það skýrir að hluta verðið á ferð-
inni) og vorum við öll sem tókum
þátt f þessari ferði (46 alls) sammála
um að matur (tvíréttað) og þjónusta
í vélunum hefði verið með afbrigðum
góð.
Ekki má gleyma fararstsjóranum
okkar, ungum og bráðskemmtilegum
manni sem heitir Þorsteinn Stephen-
sen. Hann sá um að allir hlutir væru
í 100% lagi enda fengum við mun
meira út úr þessari ferð en lofað var.
Við munum fylgjast vel með aug-
lýsingum frá Heimsferðum hf. næstu
árin og kynna okkur fyrst hvað ferð-
in kostar hjá Andra, áður en annað
er ákveðið.
Beztu þakkir, Andri.
INGA OG SÆMUNDUR
ÓSKARSSON,
Ofanleiti 3, Reykjavík.
ei þaðan gleymast munu: Við mót-
mælum allir! En sameining allrar
Evrópu í eitt fylki er svo umfangs-
mikið kapítal, að ekki nokkur lifandi
maður getur gert sér í minnstu hug-
arlund hvaða afleiðingar það nýja
Sóvét í höndum sér borið getur um
ókomna framtíð. Við sáum bara sem
lítið brot alla doðrantana sem mynd-
aðir voru í einu blaðanna um daginn,
og þá eindæma endileysu, sem í blöð-
um kom í sumar að allt að 40 manns
á fullu kaupi dunduðu við þýðingu á
iví klabbi öllu, en svo ekki síst sú
rúsína í öllum pylsuendanum, að
breyta verði 70-80 lagabálkum til
samræmis þessari nýju þjóð, en svo
að auki samræma allar gerir okkar
lessu kapítali um alla framtíð.
En að endingu vil ég votta forset-
anum okkar elskulega einlæga sam-
úð vegna undirskriftar hennar undir
Dessi dæmalausu lög, því það ber
myndin af henni með sér í Morgun-
blaðinu 14. janúar sl. að þar gengur
hún ekki glöð til verka.
Ég segi þér það satt, Björn minn
Bjamason, að ég sendí þér þessar
línur ekki af því að mér sé á nokk-
urn hátt illa við þig, heldur hreint
og beint til að sýna þér fram á þá
niðurlægingu sem þú hefur með
þessu máli sjálfum þér bakað, og
ekki verður af þér máð í bráð og
lengd.
JENS GUÐMUNDSSON
í Kaldalónij
Kirkjubæ, Isafirði.
Hver er maðurinn
Þessi mynd fannst í dánarbúi sr.
Matthíasar Jochumssonar í
Sigurhæðum.
■ Ef einhver kannast við manninn
þá vinsamlega hafi hann samband
við Auði í síma 91-30882.
Pennavinir
Frá Bretlandi skrifar 33 ára kona
með áhuga á íþróttum, leikhúsi,
skák, ferðalögum, bókmenntum
o.fl. Með mikinn íslandsáhuga og
reynir að læra íslensku:
Ruth Evans,
44 Larkspur Close,
Taunton,
Somerset,
TAl 3XA,
England.
LEIÐRÉTTING
Safnstjóri
í frétt um þjóðminjaþing í Morg-
unblaðinu í gær var rangt farið
með starfsheiti Lilju Árnadóttur
safnstjóra. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
------------------——|
GM)AFLÍSAR Á GÖÐU VEKÐI
rð
ai i-U
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
Tekið ofan fyrir Andra
/
D a n s
12 ára stúlka óskar eftir dansherra
Hefur dansað í mörg ár og tók síðast þátt í
íslandsmeistarakeppni í 8 dönsum nú í febrúar.
Upplýsingar í síma 20857.
LAUFIÐ
y
v.
Voivömrnar komnar
Vinsælu, frönsku stretsbuxurnar fást hjá okkur.
LAUFIÐ,
iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1, s. 11845.
Dagur
harmonikunnar
er haldinn í Tónabæ við Skaftahlíð í dag kl. 15.00. Stór-
sveit Harmonikufélags Reykjavíkur, minni hópar og einleik-
ararflytja klassískog léttklassísk lög auk jazz og dægurlaga.
Harmonikufélag Reykjavíkur.
□
Fyrstir til að bjóða viðurkennt svissneskt-amerískt próf-
skírteini á háskólastigi í hótelrekstrarfræðum.
ri 1 ár - sem lýkur með prófskírteini með rétt til fram-
haldsnáms.
□ 2 ár - hótelrekstrarnám sem lýkur með prófskírteini
viðurkenndu í Sviss og Bndaríkjunum.
Gjörið svo vel og fáið ókeypis ráðgjöf/námsmat.
SIMI 90 41 25 81 38 62.
Fax. 90 41 25 81 36 50.
Skrifið SHCC Colleges Admissions Office,
CH-1897 Le Bouveres.
Reykjavík: Opinn kynningarfundur miðvikudaginn 10.
mars 1993, kl. 17-19 á Hótel Sögu, Hagatorgi.
Tilkynning frá framleiðanda og umboðsaðila
Einstakt tœkifærí
Utwrles
snyrtivörurnar - 40% ufsláttur
Öll starfsemi Charles of the Ritz snyrtivörumerkis-
ins leggst niður í Evrópu. Charles of the Ritz
vörurnar verða því ófáanlegar innan skamms.
Við viljum nota tækifærið og veita viðskiptavinum
okkar 40% afslátt af öllum Ritz snyrtivörum í eftir-
töldum verslunum:
Reykjavík:
Hagkaup, Kringlunni
Laugavegs Apótek, Laugavegi 16
Mikligarður v/Holtaveg
Sigurboginn, Laugavegi 80
Landið:
Bjarg, Akranesi
Hagkaup, Akureyri
Krisma, ísafirði
Smart, Keflavík
^twrtes o | tl*e &»fx
á ÍsMi bakkar sinum Iryggu vidskiptavinum
viðskiptin síöusta 17 áiin.