Morgunblaðið - 28.02.1993, Qupperneq 27
fippr f!'ATíríta,'ir>i
MORGUNBLAÐIÐ
SAMSAFnfiSísuiiSraÍ
í AigWToOTO'Wí
28. FEBRUAR 1993
W
B
SÍMTALID...
ER VIÐ BÖRK THORODDSEN TANNLÆKNI
Tónlist hjá tannlæknum
625299
Tannlæknastofumar Borgar-
túni, góðan dag.
- Góðan dag, þetta er á
Morgunblaðinu, gæti ég fengið
að tala við Börk Thoroddsen tann-
lækni?
Halló.
- Komdu sæll, er það rétt
sem ég er að heyra, að fólk geti
fengið heymartól á höfuðið og
hlustað á Vivaldi og Mozart með-
an þið tannlæknamir borið?
Jú það er rétt.
- Er þetta algengt hér á
landi? Hver átti þessa snjöllu hug-
mynd?
Þetta er nokkuð algengt en ég
veit nú ekki hver átti hugmynd-
ina. í nágrannalöndum okkar hef-
ur það sýnt sig að stór hluti fólks
er haldið tannlæknaskrekk. í Dan-
mörku var þetta kannað og kom
í ljós að um 10% fólks er haldið
svo miklum skrekk að það forðast
að fara til tannlæknis, eða allt þar
til verkur rekur það á staðinn.
Svo langt hefur það gengið að
hjónabönd hafa klofnað vegna
hörmulegrar tannhirðu makans.
- I alvöm?
Þetta er hreinn sannleikur og
því verðum við tannlæknar með
að gera þessa meðferð þægilega
fyrir fólkið með einhveijum ráð-
um. Hlustun á tónlist er aðeins
ein aðferð til að
draga úr tann-
læknaskrekk.
Einnig til að stytta
fólki stundir þegar
það þarf að sitja
lengi í tannlækna-
stól.
- Eru það
bæði börn og full-
orðnir sem notfæra
sér þetta?
Kannski frekar
fullorðnir, böm em
yfirleitt ekki hrædd
við tannlækna.
Þegar afar okkar
og ömmur vom
ung, vom allt aðrar
aðferðir í tannlækningum og
tannlæknar lærðu ekki að með-
höndla böm. Nú em breyttir tímar
og kennsla í bamatannlækningum
við Tannlæknadeild Háskóla ís-
lands er aldeilis frábær. Allir
tannlæknar sem hafa útskrifast
undanfarin ár kunna að með-
höndla böm, þannig að þau verða
ekki haldin tannlæknaskrekk þeg-
ar þau verða eldri.
- Nú era foreldar farnir að
greiða hluta af kostnaði við tann-
lækningar bama sinna, hafa tann-
skemmdir eitthvað minnkað?
Tannskemmdir hjá tólf ára
bömum í Reykjavík hafa minnkað
um helming á undanfömum tíu
ámm, og annað hvert tólf ára
bam á íslandi er með allar tennur
heilar og enga viðgerða.
- Mér þykir þú segja mér
fréttir.
Já, og þetta er öflugu tann-
vemdarstarfi tannlækna að
þakka. Forvamarstarfíð hefur
borið árangur þrátt fyrir að sæl-
gætisneysla hafi ekki minnkað.
- En fullorðnir, hafa þeir
nokkuð efni á að fara til tann-
læknis, nú á þessum tímum?
Ja, ég get ekki betur séð en
að það láti sig hafa það að fara
til tannlæknis þrátt fyrir allt. En
líklega frestar fólk því að fara til
tannlæknis þegar hart er í ári og
minna er endurgreitt. Annars get
ég nefnt það, að í
Noregi greiðir full-
orðið fólk tann-
lækningar úr eigin
vasa en í Danmörku
greiðir sjúkrasam-
lagið helming, samt
er tannheilsan í
Danmörku ekki
betri. Þannig að
það er spurning
hvort þessi endur-
greiðsla ríkisins
hjálpi nokkuð upp á
tannheilsuna.
- Já, það er
spuming, en ég
þakka þér fyrir
spjallið.
Börkur Thoroddsen
Skíðafélag Reykjavíkur lét reisa minnisvarða í Hveradölum
til minningar um L.H. Miiller og Kristján Ó. Skagfjörð og
voru þessar myndir teknar við það tækifæri.
íj j ^
Upphaf lyftualdar á Islandi. Eins og sjá
má er lyftuhúsið gamalt pallhús af her-
bíl og ekki er stólunum fyrir að fara í
lyftunni.
Hér hefur
tækninni
fleygt nokk-
uð fram þótt
enn vanti
stólalyftuna.
ÞANN 5. nóvember 1848
kom út fyrsta tölublað
Þjóðólfs, en tilkoma þess
blaðs markaði þáttaskil í
íslenskri blaðamennsku.
Þjóðólfur var fyrsta blað
sinnar tegundar á íslandi
og mátti segja að hinn ytri
búningur þess bæri í alla
staði nýtt svipmót og gæfi
til kynna þróun í átt til
dagblaða og fréttablaða
seinni tíma. Þjóðólfur kom
út hálfsmánaðarlega fyrstu
árin og var í stærra broti
en tíðkaðst hafði um eldri
tímaritin. „Ekkert raun-
verulegt blað, sem risið gat
undir því nafni, var gefið
út í landinu allt til þess að
Þjóðólfur kom út,“ segir
Einar Laxness í bók sinni
um Jón Guðmundsson rit-
stjóra og alþingismann,
sem þetta fréttaljós er að
hluta unnið úr.
að var einmitt Jón sem gerði
Þjóðólf að stórveldi í íslensku
þjóðlífi þess tíma. Jón var samt
ekki fyrsti ritstjóri Þjóðólfs. Séra
Sveinbjörn Hallgrímsson ritstýrði
blaðinu til ársins 1852, er Jón tók
við því. Það má því til sanns veg-
ar færa að Sveinbjöm sé fyrsti
íslenski blaðamaðurinn, undir
stjórn hans varð Þjóðólfur strax
áhrifamikill. Talið er að sú ráðstöf-
un að Jón Guðmundsson tæki við
Jón Guðmundsson ritstjóri
gerði Þjóðólf að stórveldi i ís-
lensku þjóðlífi um miðja síðustu
öld.
Þjóðólfi hafi verið afleiðing af hin-
um örlagaríka þjóðfundi árið
1851, þar sem Jón og aðrir þjóð-
kjömir fulltrúar, undir forystu
Jóns Sigurðssonar, risu á fætur
allir sem einn og mótmæltu fmm-
varpi dönsku stjórnarinnar að inn-
lima ísland sem amt í Danmörku.
Hina einörðu afstöðu sína varð Jón
Guðmundsson að gjalda fyrir með
því að falla í algera ónáð hjá yfir-
völdum og vera þar með útilokað-
ur frá embættum.
Þjóðólfur var stofnaður til þess
að gerast boðberi hinna þjóðlegu
og frjálslyndu skoðana sem menn
höfðu þá tileinkað sér undanfarið
ár í íslenskum stjómmálum. Blað-
ið hóf göngu sína með þessum
orðum:„Guð gefi yður góðan dag.
Vér getum ekki neitað því, að það
hefur lengi verið svo að orði kveð-
ið, að vér svæfum og þyrftum
FRÉTTALJÓS
ÚR
FORTÍD
Þjóðólfur
og blaða-
mennskan
endilega að vakna. Og vér getum
heldur ekki borið á móti því, að
það hafa hljómað til vor raddir,
sem hafa haft það markmið að
vekja oss af svefni.“
Yfirvöld litu strax hornauga
þetta djarfmælta blað sem geyst-
ist fram á völlinn og gerðu marg-
ar tilraunir til að koma blaðinu
fyrir kattamef. Um flesta hluti
var Þjóðólfur auðvitað mjög ólíkur
dagblöðum nútímans. Efni þess
var þó af margvíslegu tagi, en
ríkust áhersla var lögð á að blaðið
væri málsvari og boðberi hinna
róttæku skoðana í íslenskum
stjórnmálum. Það var þannig
stefna blaðsins að flytja þjóðinni
grundarvallarkenningar Jóns Sig-
urðssonar.
Á síðum Þjóðólfs var boðað til
Þingvallafunda og þeim lýst. Einn-
ig var sagt frá störfum Alþingis.
Langir pistlar frá landsbyggðinni
birtust og einnig var allmikið um
erlendar fréttir, svo einangruð al-
þýða manna gæti fylgst með
helstu heimsviðburðum. Blaðið var
Stefna Þjóðólfs var að flylja
þjóðinni grundarvallarkenning-
ar Jóns Sigurðssonar.
sent út á landsbyggðina á baki
póstanna. Jón setti markið hátt
sem blaðamaður, en ráðagerðir
hans um að stækka blaðið og birta
í því meira af skemmtiefni strönd-
uðu á erfíðum fjárhag þess. Kaup-
endur Þjóðólfs voru í upphafí um
700. Árið 1853 voru þeir orðnir
900 en vom síðan lengst af um
1.200. Landsyfirvöld settu Jóni
afarkosti í sambandi við prentun
Þjóðólfs, og hann átti ekki annars
úrkosta en ganga að. Þetta olli
sífelldum íjárhagsvandræðum í
útgáfunni. Hinn 15. ágúst 1855
segir Jón: „Ja, Þjóðólfur — nú
held ég annaðhvort hann drepist
líka eða ég yfir honum.“
Svo illa fór þó ekki. Jón og Þjóð-
ólfur lifðu saman langa tíð. Þjóð-
skáldið Matthías Jochumsson
keypti seinna Þjóðólf fyrir 900 rd.
Var kaupsamningurinn undirrit-
Dr. Hannes Þorsteinsson þjóð-
skjalavörður tók við blaðinu
árið 1892 og stýrði því til ársins
1909.
aður heima hjá Jóni Sigurðssyni
í Kaupmannahöfn hinn 11. febrúar
1874. Matthías fékk fyrir að vera
meira skáld en ritstjóri. Þorleifur
Jónsson stýrði Þjóðólfi um tíma.
Áhrifamestur varð Þjóðólfur eftir
daga Jóns Guðmundssonar undir
stjóm dr. Hannesar Þorsteinsson-
ar þjóðskjalavarðar, sem tók við
blaðinu árið 1892 og stýrði því til
ársins 1909. Á 50 ára afirnæli Þjóð-
ólfs, 5. nóvember 1898, birtist
grein eftir Hannes um Jón Guð-
mundsson, hins sókndjarfa fyrrum
ritstjóra Þjóðólfs. Þar segir m.a.:
„Þeim heiðri verður Jón aldrei
sviptur, að hann hafi fyrstur hafið
íslenska blaðamennsku til vegs og
virðingar, og sýnt að hún væri
„vald“ sem menn ættu að óttast
og virða ef rétt væri að farið."
Útgáfu Þjóðólfs var hætt árið
1912.