Morgunblaðið - 28.02.1993, Page 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRUAR 1993
Doktor í skógfræði
AÐALSTEINN Signrg-eirsson, skógfræðing-ur, varði 25. september
sl. doktorsritgerð í skógfræði við sænska landbúnaðarháskólann
(Sveriges Lantbruksuniversitet) í Umeá, Svíþjóð. Ritgerðin nefnist
Insights into the evölution of Picea inferred from chloroplast DNA
(Þróunarsaga greniættkvíslarinnar í ljósi breytileika DNA grænu-
koma.
Ritgerðin skiptist í samantekt og
sex greinar. Út frá þeim breytileika
sem finna má í DNA grænukoma
(chloroplast DNA) hjá núlifandi
tegundum, er í ritgerðinni leitast
við að skýra þróunarferil greniætt-
kvíslarinnar; að varpa ljósi á þann
breytileika sem er að finna innan
einnar tegundar (rauðgrenis; Pixea
abies), og að greina áhrif erfða-
samruna (introgression) tegunda á
erfðafræðilega stofngerð sitkagren-
is (P. sitchensis) og hvítgrenis (P.
glauca). Með kjamsýrubútagrein-
ingu (RFLP analysis) á DNA
grænukorna meðal 31 grenitegund-
ar og fulltrúa tveggja undirætt-
kvísla furu (Pinus) leiðir höfndur
að því rök, að greniættkvíslin hafi
greinst í núlifandi ættleggi mun
síðar en furuættkvíslin, og að Norð-
ur-Ameríka sé líklegri upprunastað-
ur greniættkvíslarinnar en Evrópa
eða Asía. Lagðar eru fram tilgátur
um þróunarferil (phylogeny) grenis
og skyldleika einstakra tegunda.
Fjölbreytni er að fínna í DNA
grænukoma hjá rauðgreni, en þó
er erfðafjarlægð mun minni milli
rauðgrenieinstaklinga en milli rauð-
grenis og náskyldra tegunda. Fund-
in voru erfðamörk á DNA grænu-
koma hvítgrenis og sitkagrenis sem
sértæk eru fyrir hveija tegund.
Þeim var beitt við athuganir á
erfðaflæði milli tegundanna á nátt-
úrulegum útbreiðslusvæðum í vest-
anverðri Norður-Ameríku. Af þeim
niðurstöðum má ráða, að erfða-
samruni hefur átt sér stað milli
tegundanna á nokkrum landsvæð-
um um norðanvert útbreiðslusvæði
sitkagrenis. Af þessum niðurstöð-
um má meðal annars draga þá
ályktun að þeir erfðahópar sitka-
grenis sem notaðir eru til ræktunar
hérlendis séu að verulegu leyti orðn-
ir til við erfðasamruna tegundanna.
Leiðbeinendur Aðalsteins við þær
rannsóknir sem fjaliað er um í rit-
gerðinni voru þeir Dag Lindgren,
prófessor í skógerfðafræði við
erfðafræði- og lífeðlisfræðideild
sænska landbúnaðarháskólans í
Umeá, og Alfred Szmidt, dósent við
sömu deild. Andmælandi við dokt-
orsvörnina var David Wagner, pró-
fessor í skógerfðafræði við háskól-
ann í Lexington, Kentucky, Banda-
ríkjunum.
Aðalsteinn Sigurgeirsson er
fæddur í Reykjavík 12. júní 1962,
sonur Sigurgeirs Kjartanssonar
læknis og Höllu Siguijóns tann-
læknis. Aðalsteinn er kvæntur
Steinunni Geirsdóttur og eiga þau
tvær dætur. Hann lauk stúdents-
prófí frá Menntaskólanum við Sund
árið 1981 og B.Sc.-prófí í skóg-
fræði við Albertaháskóla, Edmon-
ton, Kanada 1986. Hann stundaði
nám og rannsóknir í Umeá frá 1987
til 1991, er hann hóf störf sem sér-
fræðingur í erfðafræði og kynbót-
um tijáa á Rannsóknastöð Skóg-
ræktar ríkisins að Mógilsá.
Eríndi á
Kjarvals-
stöðum
í TILEFNI af norrænu listsýn-
ingunni „Hvað náttúran gefur“
sem nú stendur yfir á Kjarvals-
stöðum efna bændasamtökin i
samvinnu við Kjarvalsstaði til
fyrirlestrakvölds um íslenska
þjóðmenningu þriðjudaginn 2.
mars kl. 20.30.
Þar flytur Jónas Kristjánsson
forstöðumaður Ámastofnunar fyr-
irlesturinn „íslensk _ menning —
bændamenning" og Ámi Bjömsson
þjóðháttafræðingur erindi sem
hann nefnir „Búvit eða hégiljur".
Listasýningin „Hvað náttúran
gefur“ var sett upp að fmmkvæði
Norrænu bændasamtakanna og var
fýrst formlega opnuð í Linköping í
Svíþjóð árið 1991. Hefur sýningin
síðan farið sem leið liggur til Hels-
inki, Þrándheims og Björgvinjar,
Kaupmannahafnar og loks til
Reykjavíkur.
Tveir listamenn frá hveiju Norð-
arlandanna eiga verk á sýningunni.
íslensku listamennimir eru Jóhann
Eyfells og Jón Gunnar Ámason.
Með listsýningu þessari vilja
norrænir bændur undirstrika áhuga
sinn á listum og menningu og jafn-
framt því að á sama hátt og bónd-
inn á allt sitt undir því sem náttúr-
an gefur er náttúran einnig sá
bmnnur sem listamaðurinn sækir
efnivið sinn í.
Fyrirlestrakvöldið verður á
Kjarvalsstöðum og hefst sem fyrr
segir næsta þriðjudagskvöld klukk-
an 20.30.
(Fréttatilkynning)
---------------
Námskeið í
framtíðar-
stjömuspeki
HALDIÐ verður námskeið í
framtíðarstjörnuspeki laugar-
daginn og sunnudaginn 6.-7.
mars nk. Þátttakendum er kennt
að finna tímabil I lífi sínu, í nú-
tíð og framtíð.
Markmið framtíðarstjömuspeki
er að hjálpa okkur að skilja þá orku
sem er sterk hveiju sinni. Með því
að þekkja tímabilin getum við forð-
ast það neikvæða og fundið hentug-
an tíma til athafna.
Gögn með námskeiðinu em bók
með áður óútgefnu efni um eðli
allra helstu tímabila og ráðlegging-
um um æskilegar athafnir, 12 mán-
aða framtíðarkort Og einkatími fyr-
ir hvem þátttakenda.
Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guð-
mundsson, stjömuspekingur. Nán-
ari upplýsingar má fá hjá Stjömu-
spekimiðstöðinni, Kjörgarði.
(Fréttatilkynning)
Á sunnudögum kemur út efnismikið og áhugavert blað með fjölmörgum greinum og viðtölum.
Birt eru viðtöl við athyglisverða einstaklinga, íslenska sem erlenda, til sjávar og sveita, borga og
bæja. Metnaðarfullir blaðamenn skrifa um málefni sem tengjast öllum hliðum mannlífsins.
Á hverjum sunnudegi er umfjöllun um það nýjasta úr heimi kvikmynda og dægurtónlistar.
Einnig er að finna stutta pistla þar sem lesendur fræðast umýmis athyglisverð mál svo sem
læknisfræði, siðfræði, vínsmökkun, umhverfismál og stangveiði. Þeir sem hafa gaman af dular-
fullum glæpasögum fyrri tíma fá nýja sögu í hverri viku og fastir liðir eins og Reykjavíkurbréf,
Helgispjall og Gámr em á sínum stað. Allt þetta og miklu meira er í sunnudagsblaðinu.
Fylgstu með á sunnudögum!