Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
9
YAMAHA
Á ferð um Suðurland!
Laugardaginn 20. mars verðum við á ferð um Suður-
iand og sýnum allar nýjustu gerðirnar af vélsleðunum
frá YAMAHA. Boðið verður upp á reynsluakstur ef
veður leyfir. YAMAHA fæst nú á hagstæðu verði og
greiðslukjörum. Ath.: 1992 árgerðirnar eru nú á stór-
lækkuðu verði!
Við sýnum á eftirtöldum stöðum:
SELFOSS:
Við Vöruhús KA kl. 10-13.
HVOLSVOLLUR:
Við byggingavörud. Kf. Rangæinga kl. 14-17.
Við Verslunina Grund kl. 18-20.
Varanlegar fermingargjafir
Teg. Megara Teg. Pacermo Teg. Parma
kr. 6.980,- stgr. kr. 14.900,- stgr. kr. 11.300,- stgr.
Allt úrvalsstólar með hliðarörmum.
Teg. 661 - 90 x 200 kr. 29.200,- stgr. m/svampdýnu
Visa-Euro roðgreiðslur
OPIÐ í DAG Tll KL 16.00
IC1HHHB1S1I
HÚSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKURVEGI66, HAFNARFIRÐI, SÍMI654100.
Hvað segja blöðin um
Landsbankamálið?
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bæta
eiginfjárstöðu Landsbankans og til efling-
ar tryggingasjóði viðskiptabanka hafa að
vonum verið mjög til umræðu síðustu
daga. í Staksteinum í dag er gluggað í
forystugreinar þriggja dagblaða um mál-
ið.
Uppsafnaður
vandi
I ritstjórnargrein Al-
þýðubiaðsinns í fyrradag
segir m.a.:
„Uppsafnaður vandi í
atvinnulífi landsmaima
hefur smám saman aukið
á erfiðleika Landsbank-
ans, sem gegnum árin
hefur verið mikilvægasta
tannhjólið í gangvirki at-
vinnulífs liér á landi. Mat
traustra sérfræðinga á
stöðu þeirra fyrirtækja,
sem bankinn á viðskipti
við, leiddi til þeirrar nið-
urstöðu, að óhjákvæmi-
legt varð að hækka af-
skriftarreikning bankans
fyrir síðustu áramót í 4,5
milljarða króna. Þetta
leiddi hins vegar til þess,
að rekstrartap bankans á
árinu 1992 jókst í um 1,7
milljarða. Sömuleiðis er
það mat sérfræðinga, að
á yfirstandandi ári þyrfti
enn að hækka afskriftir
á móti væntanlegum út-
iánstöpum í 5,8 milljarða.
Af þessum sökum er
nauðsynlegt að auka eig-
ið fé bankans til að hann
standist alþjóðlegar kröf-
ur um að hlutfall eigin-
íjár næði 8 af hundraði.
Við þessar aðstæður er
það óhjákvæmilegt, að
eigandi bankans, íslenska
ríkið, leggi bankanum til
aukið fjánnagu, til að
treysta eigiufjárstöðu
hans. Ríkisstjórn Islands
greip því til þess ráðs í
fyrradag — að höfðu
samráði við þingflokka
stjórnarflokkanna — að
Ieggja til við Alþingi að
hið opinbera léti bankan-
um í té þijá milljai'ða til
viðbótar víkjandi láni upp
á 1,2 miiyarða, sem ríkis-
sjóður veitti bankanum í
desember síðastliðnum.
Ákvörðun ríkisstjóm-
arinnar var hárrétt. Sem
eigandi bankans bar
henni skylda til að rétta
hlut hans, þannig að
traust viðskiptamanna
hans innanlands, og ekki
síður erlendis, rýmaði í
engu. Að baki þessari
ákvörðun stendur hver
einasti þingmaður stjór-
arliðsins."
Skjót af-
greiðsla
I ritsljómargrein
Tímans segir m.a.:
„Sem betur fer er
Landsbankinn víðs Qarri
þvi að vera gjaldþrota.
Því er óskiljanleg sú
ákvörðun iTkisstjórnar-
innar að ákveða á sér-
stökum neyðarfundi að
styrkja eiginfjárstöðu
bankans, og mælast til
þess að fundir Alþingis
yrðu felldir niður á með-
an, sem varð til þess að
magna áhrifin. Vonandi
tekst að eyða þeim áhrif-
um sem þetta skapaði hjá
almenningi, en spuming-
in er hver áhrif þetta
sjónarspil, og umræður í
stjómarflokkunum um
tilsjónarmenn og brott-
vikningu bankastjómar
stærsta banka þjóðarinn-
ar hafa á lánstraustið út
á við. Spumingar vakna
líka um traust á þeim
stjórnvöldum sem svona
halda á málum.
Heppilegast er úr því
sem komið er að afgreiða
þá lagasetningu sem þarf
vegna þessara aðgerða
með skjótum hætti og
reyna að koma kyrrð á
varðandi þessa aðgerð.
Rétt er fyrir stjómarand-
stöðuflokkana á Alþingi
að stuðla að því að svo
getí orðið.“
Blóðgjöf
í ritstjómargrein DV
segir m.a.:
Bankaeftirlitið hefur
lengi varað við slæmri
stöðu Landsbankans. Það
er þvi ekki vonum seinna,
að ríkisstjórnin grípur til
þess ráðs að knýja Al-
þingi til að heimila blóð-
gjöf, sem á að hindra, að
bankinn fljóti í átt til
gjaldþrots. Ríkisstjómin
gat ekki komizt hjá
þessu.“
Biskupinn vísiterar Garðasókn
BISKUP Islands, hr. Olafur
Skúlason, mun vísitera Garða-
sókn í Garðabæ, 21.-26. mars
nk.
Vísitasía biskups hefst sunnu-
daginn 21. mars nk. með guðs-
þjónustu i Garðakirkju, þar sem
hann mun prédika. Skólakór
Garðabæjar syngur ásamt Kór
Garðakirkju, undir stjórn Guð-
finnu Dóru ólafsdóttur og Ferenc
Utassy. Þá mun Eiríkur Orn Páls-
son leika á trompet.
Prófastur og héraðsprestur
Kjalamessprófastsdæmis þjóna
fyrir altari. Kaffíveitingar verða i
safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli að
athöfn lokinni og aðalsafnaðar-
fundur.
Biskup íslands mun heimsækja
fjölmargar.stofnanir innan sóknar-
innar ásamt prófasti. Mætti þar
nefna Fjölbrautarskólann i
Garðabæ, Flataskóla, Garðaskóla,
Hofsstaðaskóla og Tónlistarskól-
ann í Garðabæ.
Þá heimsækir biskup eldri borg-
ara í Kirkjuhvoli, St. Jósefssystur
í Garðabæ, sjúklinga og starfsfólk
á Vífilsstaðaspítala og Vistheimil-
inu á Vífilsstöðum.
Biskup mun skoða hina nýju og
glæsilegu Vídalínskirkju sem enn
er í byggingu við Kirkjulund í
Garðabæ. Vistasíu biskups lýkur
formlega 26. mars nk. er hann
fundar með prófasti og sóknar-
nefnd Garðasóknar í Kirkjuhvoli.
SKYNDIUTSALA
TONIC þrekhjól og þrekstigar
A VANDAÐ EN 0DYRT
A MEÐ RÓÐRASTÝRI
A BREITT, MJÚKT SÆTI
Verð kr. 10.928,- stgr.
(áður 16.812,-).
ATÖLVUMÆLIR MEÐ ÖLLU
A 8 KG. KASTHJÓL
A BREITT, MJÚKT SÆTI
Verð 13.892,- stgr.
(áður 21.373,-). -
A PULSMÆLIR (OG TOLVA)
\ 12 KG.KASTHJÓL
A BREITT, MJÚKT SÆTI
Verð 16.713,- stgr.
(áður 25.712,-).
OPIÐ LAUGARDAGA 10-13
PÓSTSENDUM UM LAND ALLT
RADOREIÐSLUR
SKEIFUNNI f f
VERSLUN SÍMI 679890 VERKSTÆÐI SÍMI 679891