Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
Sérfræðingahópur sýknar Woody Allen af ákærum
aO ('t'; stend mcó böniunum niíisum,"
sagði hún.
!yögfnnðingur leikkonunnar, lOiea-
nor Alter, sagði að skýrsla sérfræð-
inganna vairi „ófuilkomin og óná-
kvaan".
Reuter
Borinn röngum sökum
Woody Allen hefur verið hreinsaður af ákærum um kynferðislega
misnotkun á sjö ára ættleiddri dóttur sinni.
Scalfaro styður
forsætisráðherra
Róm. Reuter.
OSCAR Luigi Scalfaro, forseti
Ítalíu, bar í gær til baka frétt-
ir um að Guiliano Amato for-
sætisráðherra hefði verið
kominn á fremsta hlunn með
að segja af sér vegna ósigurs
í mikilvægri atkvæðagreiðslu
í italska þinginu á fimmtudag-
kvöld.
Ríkisstjórnin varð fyrir áfalli í
gær þegar Attilio Bastianini, vara-
formaður Ftjálslynda flokksins,
sem er í stjórn, var handtekinn.
Ríkisstjórn Amatos lagði til á
fimmtudag að heimilaðar yrðu að
nýju opinberar framkvæmdir sem
stöðvast hafa vegna rannsóknar á
spilltum stjórnmálamönnum
landsins. Tillagan var felld í neðri
deild þingsins og greiddu nokkrir
stjórnarþingmenn atkvæði gegn
henni.
Orðrómur
Fregnir í gærmorgun hermdu að
Amato hefði gengið á fund forset-
ans eftir atkvæðagreiðsluna, stað-
ráðinn í að segja af sér. Forsetinn,
sem þykir öðrum ítölskum stjóm-
málamönnum fremri í siðferðileg-
Deilur vegna fyrirhugaðs skatts á innlenda orkugjafa í Bretlandi
Reuter
Handtekinn
Attilio Bastianini, sem handtek-
inn var í gær, grunaður um spill-
ingu.
um efnum, hefði hins vegar talað
um fyrir Amato og fengið hann
til að sitja áfram. Orðrómur þessa
efnis var svo hávær að forsetinn
sá sig knúinn til þess í gær að
vísa honum alfarið á bug.
Ihaldsþ ingmenn gagn-
rýna ríkissljóm Majors
London. Reuter.
FJÖLMARGIR þingmenn breska
Ihaldsflokksins tóku á fimmtu-
dag undir gagnrýni Verka-
mannaflokksins vegna áforma
stjómarinnar um að leggja 8%
virðisaukaskatt á innlenda orku-
gjafa, s.s. gas og rafmagn. Arið
1995 hækkar skatturinn í 17,5%
en þetta er liður í þeim áformum
bresku stjórnarinnar að afla 24,5
milljarða punda í auknum tekjum
á næstu fjómm ámm. Kröfðust
þingmenn þess að ellilífeyrisþeg-
um og þeim, sem þyrftu á félags-
legri aðstoð að halda, yrði bætt
þessi hækkun.
Ann Widecombe, aðstoðarfélags-
málaráðherra, neitaði því í fyrstu
algerlega að til greina kæmi að
hækka bætur vegna þessarar nýju
skattheimtu. Sagði hún í útvarps-
viðtali á fimmtudag að eina hækk-
unin á ellilífeyri, sem áformuð væri,
væri 1,7% hækkun til að vega upp
á móti verðbólgu.
Viðbótaraðstoð
Að loknum ríkisstjórnarfundi síð-
ar um daginn sagði hins vegar Pet-
er Lilley, félagsmálaráðherra, að
aðstoð yrði veitt. „Það er enginn
ruglingur í gangi. Ellilífeyrisþegum
á lágum bótum og þeim sem fá
tekjutengdar bætur verður veitt við-
bótaraðstoð. Við munum kynna út-
færslu þeirrar aðstoðar á hefðbund-
inn hátt í nóvember,“ sagði Lilley
við blaðamenn.
Minna atvinnuleysi
Samkvæmt tölum, sein birtar
voru í Bretlandi á fimmtudag, dró
úr atvinnuleysi í siðasta mánuði.
Atvinnulausum fækkaði um 22 þús-
und í febrúar og eru nú 2,97 milljón-
ir. Er þetta í fyrsta skipti í þijú ár
sem dregur úr atvinnuleysi og
sögðu hagfræðingar að þarna kynni
loks að vera komin vísbending um
að efnahagsbata væri farið að
gæta. Margar aðrar hagtölur, sem
birst hafa á síðustu dögum, benda
einnig til að ástandið fari batnandi.
Norman Lamont, fjármálaráð-
herra Bretlands, lýsti því yfir fyrr
i vikunni að ríkisstjómin hygðist
grípa til aðgerða til að auka atvinnu
í landinu. Fólki, sem verið hefur
án atvinnu í langan tíma, verða
boðin hlutastörf hjá sveitarfélögum
og einnig ætlar stjómin að grípa
til þess nýmælis að greiða fyrirtækj-
um, sem ráða starfskraft, sem ver-
ið hefur atvinnulaus í tvö ár, sér-
stakan styrk í eitt ár. Þá ætlar ríkis-
stjórnin að ráðast í viðamiklar fram-
kvæmdir í samgöngumálum sem
skapa munu mörg atvinnutækifæri
s.s. hraðlest á milli Heathrow-flug-
vallar og Paddington-járnbrauta-
stöðvarinnar.
Ein handtakan enn
Bastianini, varaformaður
Fijálslyndra, er sakaður um að
hafa brotið lög um fjármögnun
stjómmálaflokka og stórfellda
spillingu. Að sögn ítalska ríkis-
sjónvarpsins er honum gefið að
sök að tengjast greiðslum frá
ANAS, vegavinnufyrirtæki í rík-
iseigu, til stjórnmálaflokkanna
fyrir verksamninga. Unnt var að
handtaka Bastianini vegna þess
að hann situr ekki lengur á þingi
og nýtur því ekki þinghelgi. For-
maður flokksins, Renato Altis-
simo, sagði af sér fyrir skemmstu
þegar í ljós koma að rannsókn
beindist að honum vegna spilling-
Undarleg örlög líkamsleifa nasistaforingjans Adolfs Hitlers
Átti Jósef Stalín í löngu einka-
stríði við „falska“ beinagrind?
Moskvu. Dailv Teleeranh. Reuter. *
Moskvu. Daily Telegrraph, Reuter.
LEIFAR af hauskúpu Adolfs
Hitlers og skjöl, sem fundist
hafa í skjalasafni í Moskvu,
hafa bundið enda á allar
vangaveltur um örlög nasista-
leiðtogans, að sögn rúss-
neskra sagnfræðinga fyrir
skömmu. Franskir sérfræð-
ingar sem rannsakað hafa
málið segja á hinn bóginn að
Rauði herinn hafi sent brunn-
ar líkamsleifar annars manns
til Moskvu 1945 vegna þess
að Jósef Stalín hafi heimtað
að sjá lík Hitlers þegar eftir
að Sovétmenn höfðu tekið
Berlín. Enginn hafi þorað að
láta einræðisherrann í Kreml
bíða þar til búið væri að finna
réttu beinin.
Frakkarnir starfa við háskólann
í Lille og birtu skýrslu sína í dag-
blaðinu Le Monde. Þeir segja að
sovéskir læknar hafi fíýtt sér að
skoða leifarnar og rita skýrslu um
niðurstöðurnar þar sem staðfest
var að beinin væru Hitlers. í reynd
hafi bein nasistaforingjans fundist
tveim vikum síðar og þýskur her-
maður staðfest að um réttu beinin
væri að ræða. Enginn virðist nú
Adolf Hitler
vita með vissu hvar réttu beinin
hafi endanlega hafnað.
Aðeins eitt eista
I skýrslu Frakkanna segir að
sovésku læknarnir hafi að því er
virðist af ásettu ráði látið vera
nokkrar villur í niðurstöðum sín-
um, villur sem eingöngu sérfræð-
ingar myndu taka eftir. Markmið
Jósef Stalín
læknanna hafi verið að láta síðari
tíma starfsbræður sjá að unnið
hefði verið undir þrýstingi heryfir-
valda, meðal annars segi þeir að
tennur í efri góm hafi verið 15 en
þeir lýsi aðeins 14. Annað atriði
sem veki grunsemdir sé að hinn
látni hafi aðeins haft eitt eista;
ekki sé minnst á þetta í gögnum
lækna Hitlers.
Upplýsingar um beinagrindina
eru nú falar hæstbjóðanda að sögn
forstöðumanns rússneska ríkis-
skjalasafnsins, Sergej Míronenkos.
Hann segir að beinaleifarnar og
skjölin sanni fullkomlega, að Hitler
og lagskona hans, Eva Braun,
hafi látið lífið í neðanjarðarbyrginu
í Berlín 30. apríl 1945 en Jósep
Stalín hafi hins vegar séð sér hag
í að koma á kreik sögum um, að
Hitler hefði hugsanlega sloppið lífs
en tvífari hans verið líflátinn.
Vonbrigði Stalíns
Lev Bezímenskíj, sem var túlkur
Rússa við stríðsglæparéttarhöldin
í Niirnberg, segir, að Stalín hafi
verið svo heltekinn af hugsuninni
um líkamsleifar Hitlers, að hann
hafí látið grafa þær nokkrum sinn-
um á ólíkum stöðum. Það hafi svo
ekki verið fyrr en 1970 í valdatíð
Leoníds Brezhnevs, að þeim var
eytt að mestu í Magdeburg í Aust-
ur-Þýskalandi. „Stalín gat aldrei
sætt sig við að hafa ekki náð Hitl-
er iifandi og stóð síðan í nokkurs
konar einkastríði við brunnin bein-
in.“ Be/.ímenskíj og Míronenko
segja, að Stalín hafi fundist sem
Hitler hafi leikið á sig með því að
svipta sig lífi.