Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 11 Ráðhús Reykjavíkur Helgi Skúlason og Helga Bachmann. Morgunblaðið/Þorkell Myndir úr Brekku- kotsamiál í Tjamarsal LEIKARARNIR Helga Bachmann og Helgi Skúlason flytja leik- lestrarþátt sem nefnist „Myndir úr Brekkukotsannál", á morgun, sunnudaginn 21. mars, lukkan 17.00 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur. Leiklestur er líflegt. samband af upplestri og leiklist. Leikendur ganga úr einu hlutverki í annað, hreyfa sig og tjá. Hér er ekki um hátíðlegan upplestur að ræða, né heldur er ætlast til að áheyrendur sitji stífir og formlegir. Þátturinn „Myndir úr Brekku- kotsannál" er eilítið stytt lesút- gáfa bókar Halldórs Laxness, Brekkukotsannáll, sem gefin var út árið 1957 og kvikmynduð árið 1972. Leikleiklestrarþátturinn hefur verið fluttur víða, innan- lands og utan og hvarvetna hlotið mikið lof. Áhorfendur hafa verið úr öllum aldurshópum, bæði börn og fullorðnir. Nú þegar þátturinn verður fluttur í Tjarnarsal ráðhússins, mætti jafnvel orða það svo að hann sé kominn heim. Bakgrunn- inn, útsýnið út um risaglugga Tjarnarsalarins, er einmitt af hinu upphaflega bæjarstæði Brekku- kots og því enn auðveldara að lifa sig inn í anda sögunnar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Jón Baldvins- son með mál- verkasýningu JÓN Baldvinsson opnar mál- verkasýningu í Portinu, Strand- götu 50, Hafnarfirði, í dag. Sýningin opnar klukkan 14 og er opin daglega frá klukkan 14-18 nema þriðjudaga. Sýningunni lýk- ur 4. apríl. Til sýnis eru 16 olíumyndir málaðar á þessu og síðasta ári. Á síðasta ári sýndi Jón í Perl- unni og Kunstforeningen í Hors- ens. (Fréttatilkynning) Jón Baldvinsson við eitt verka sinna. Snorrastefna STOFNUN Sigurðar Nordals hef- ur gefið út bókina Snorrastefnu. í bókinni eru tuttugu fyrirlestrar sem fluttir voru á ráðstefnu sem stofnunin gekkst fyrir dagana 25.-27. júlí 1990. Viðfangsefni ráðstefnunnar voru forn norrænn átrúnaður, Snorra- Edda sem heimild um forna trú og óðfræði miðalda og skilningur síðari tíma manna á norrænni goða- og skáldskaparfræði í ljósi Snorra- Eddu. Efni erindanna er fjölbreytt og er ráðstefnuritið góð heimild um hve margbreytileg rannsóknarefnin í norrænni goðafræði og óðfræði eru og hver staða rannsóknanna er. Ritstjóri Snorrastefnu er Úlfar Bragason. Snorrastefnan er fyrsta ritið sem Stofnun Sigurðar Nordals gefur út. Ritið er 283 bls. Háskóla- útgáfan annaðist umbrot. Steindórs- prent-Gutenberg prentaði. Hið ís- lenska bókmenntafélag sér um dreif- ingu. (Fréttatilkynning) -^BÚSETI Búseti húsnæðissamvinnufélag, Miðholti 9,270 Mosfellsbæ, sími 666870 Skrifstofan er opin frá kl. 17.00-19.00 þriðjudaga og fimmtudaga. Almennar íbúðir (fyrir félagsmenn yfir tekju- og eignarmörkum). Nýjar íbúðir til úthlutunar. Staður: Miðholt 11 og 13, Mosfellsbæ. Tvær íbúðir 4ra herb. 107 fm og tvær íbúðir 3ja herb. 94 fm. Umsóknir í þessar íbúðir þurfa að berast fyrir 29. mars 1993. -ák BÚSETI Mosfetlsbæ. Stakfell Fasteignasala Suðurlandsbraut 6 687633 Einbýlishús YSTIBÆR Mjög gott einbhús á einni hæð 138 fm. 32 fm bílskúr. Mjög vel meö farin eign á gpðri lóð á ein- um besta stað í Arbæjarhverfi. Þjónustuíbúð SKÚLAGATA 40 Til sölu glæsileg 4ra herb. íbúð 99,5 fm á 4. hæð í húsi aldraðra. Mjög fallegt útsýni. íb. fylgir stæði í bílskýli. Mikil og góð sam- eign. Verö 11,5 millj. 6 herb. íbúð HÁALEITISBRAUT 6 herb. góð endaíbúð með 4 svefnherb. Tvennar svalir. Bílsk. 21 fm. Áhv. 6,7 millj. húsbréf o.fl. Verð 9,7 millj. PÁSKAEGGIN ERU KOMIN í BARNABOXIN •«• Hótel Esja 1] 11 Mjódd 68 08 09 + 682208 fttwgisstMafrifr Góðandaginn! -JÚt # # # # # # # TILBOÐSVERÐ CILDIR 8.6. - 31.8.** SÉRTILBOD TIL Orlando í APRÍL • •••••••• FLUC OC BÍLL VERÐ FRA 34.400 KR. FULLTRÚAR11 GISTISTAPA A FLORIDASKACA OC FULLTRÚA BÍLALEICANNA HERTZ OC ALAMO ERU Á STAÐNUM. CLÆSILECUR FERDAVINNINCAPOTTUR 1. vinningur: Flugfar og hótelgisting í tvær vikur fyrir 2 í Orlando. 2. vinningur: Flug og bíll fyrir 2 í eina viku. 3. vinningur: Flug og bíll fyrir 2 í eina viku. Seðlar með nöfnum þeirra sem koma á Floridakynninguna og vilja freista gæfunnar, verða settir í einn pott. Dregið verður úr pottinum í beinni útsendingu á Bylgjunni kl. 15.30 í dag. v "4* í herbergi á Ramada Hotel Resort í Verð frá 39.200 kr. a ■ kr á mann m.v nætur. Otlando í 6 Hotd Kesort t Orlando 2 fullorðna 1 herbe g mánudagskvö\dum. :^SS-^iðiuJöBum08 ——“ ##########« verF;áhfST * 9' «>•' ~---- 11 aral116 nætur, 18 4 .4 5 rT ”]11 m'V' 2 ^orðna og 2 börn (2 Frá 83.850 kr á 3 Enclave Suites. 8 n U aniann , lónætur, 18.4. ■ 4.5., á EndaveSuiíes. # # # #' # # # "# ' ; ií Verð frá 34.400 kr. á manninn m.v. 4 í bíl í A-floktó»viku Verð frá 44.200 kr. á manninn m.v. 2 fullorðna b J (Verð gildir frá 24.5. - 31.8.1993.) *2 fuUorðnir og 2 bom (2-11 ara). í DAC KL. KL. lO - 16. Hafðu samband við þína ferðaskrifstofu, söluskrifstofur okkar og umboðmenn um allt land eða í síma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 - 18 ). Flugvallarskattur er ekki innifalinn í tilgreindu verði. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur/eirSafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.