Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
Morgunblaðið/Sverrir
Maria Cederborg þverflautuleikari og Michael Hillenstedt gítarleikari
Norræna húsið
Þverflauta og gítar
MARIA Cederborg þverflautu-
leikari og Michael Hillenstedt
gitarleikari halda tónleika í Nor-
ræna húsinu, á morgun sunnu-
daginn 21. mars.
Maria er sænsk, hún er með ein-
leikarapróf frá tónlistarháskólanum
í Gautaborg, þar sem kennari henn-
ar var prófessor Gérard Schaub.
Michael er frá Hamborg. Hann lauk
gítarkennaraprófi frá tónlistarhá-
skólanum þar árið 1989. Kennari
hans var prófessor Eike Funck.
Michael hefur einnig lagt stund á
tónvísindi og er með MA-próf í
þeirri grein.
Bæði eru búsett á íslandi og
starfa sem tónlistarkennarar, Maria
er flautukennari við tónskóla Sigur-
sveins og Michael kennir við tónlist-
arskóla Árnesinga. Michael og
Maria eru bæði í íslenskunámi við
Háskóla íslands. Þau hafa spilað
saman i rúmt ár og hafa haldið
nokkra tónleika hérlendis, en þetta
er í fyrsta skiptið sem þau koma
fram opinberlega í Reykjavík.
Á efnisskránni eru verk eftir
Giuliani, Baron, Ibert, Nielsen,
Báck o.fl. Tónleikarnir hefjast
klukkan 17.
Sinfóníutónleikar
Tónlist
Jón Asgeirsson
Sinfóníuhljómsveit íslands var
með sína föstu tónleika sl. fimmtu-
dag í Háskólabíói. Á efnisskránni
voru verk eftir Haydn, Lutoslawskí
og Brahms. Einleikari var Wendy
Wamer en stjómandi Wojciech
Michniewskí. Tónleikarnir hófust á
sinfóníu nr. 49, en af rúmlega 100
sinfóníum era aðeins 6 í moll-tón-
tegundunum og nr. 49 er næst síð-
ust af þeim. Þetta er fallegt verk
var sérlega vel leikið og auðheyrt
að stjómandinn hafði ýmislegt um
það að segja og samkvæmt flutn-
ingi hljómsveitarinnar, tóku félag-
arnir í henni mikið mark á því, sem
stjórnandinn hafði fram að færa og
hafðist upp úr því skemmtilegt sam-
spil stjórnanda og hljómsveitarinn-
ar.
Wendy Warner er tvítugur selló-
snillingur og lék hún einleik í selló-
konsert eftir Lutoslawskí, ágætu
verki, samið 1970, en þá vora tón-
skáld að gera tilraunir með óhryn-
bundið tónmál, fijálsan Ieikmáta og
umfram allt, að yfirgefa tólftóna-
tækni Schönbergs. Wendy Warner
lék frábærlega vel og sérstaklega
fyrsta kaflann, sem er undirleiks-
laus einleikur á selló. Óhætt er að
fullyrða, að hér er á ferðinni frá-
bært efni í einleikara, sem trúlega
á eftir að láta til sín taka á tónleika-
pallinum í framtíðinni.
Tónleikunum lauk með þriðju
sinfóníunni eftir Brahms og þar fór
stjómandinn eiginlega yfír strikið,
því alvarleikinn í þessu meistara-
verki var yfirkeyrður með tilfinn-
ingasemi. Tónlistin hjá Brahms er
þrangin og umfram allt, þá er til-
finningasemin hátíðleg og jafnvel
þungbúin en aldrei grátklökk eða
sefasjúk. Margt var fallega gert hjá
hljómsveitinni og nokkrar einleiksst-
rófur fallega útfærðar. Ýmislegt
sem stjórnandinn lagði áherslu á,
varð einum of sýnilegt, eða með
öðram orðum leikrænt, sem á ákaf-
lega illa við hjá Brahms en kom
sérlega vel út í sinfóníunni eftir
Haydn.
Samstarf okkar er
bara rétt að byrja
- segja Asdís Valdimarsdóttir víóluleikari og Steinumi B. Ragn-
arsdóttir píanóleikari sem halda tónleika í íslensku óperunni.
TILHLOKKUN ljómar af andlit-
um þeirra Steinunnar Birnu
Ragnarsdóttur pianóleikara og
Ásdísar Valdimarsdóttur víólu-
leikara, þegar blaðamaður og
ljósmyndari Morgunblaðsins líta
inn hjá þeim, þar sem þær æfa
af kappi fyrir tónleika sína sem
þær halda á vegum Tónlistarfé-
lags Reykjavíkur í íslensku óp-
erunni næstkomandi þriðjudags-
kvöld.
Þær stöllur hafa aðeins einu
sinni leikið saman áður á tónleik-
um, enda býr Ásdís í Frankfurt í
Þýskalandi, þar sem hún starfar
með „Deutsche Kammerphilharm-
onie“ en Steinunn hefur undanfarin
þijú ár verið búsett hér á landi,
og unnið einvörðungu við píanóleik.
Þess eru engin merkj að samstarf
þeirra sé nýtt af nálinni. Þær tala
saman, leika saman, hlæja saman,
gráta saman, þegar fegurð tónlist-
arinnar, sérstaklega Márchenbilder
Schumanns, ætlar að verða þeim
um megn, eins og þær hafi þekkst
og unnið saman frá blautu barns-
beini. „Það gerðist bara þegar í
fyrsta verkinu sem við spiluðum
saman, að við náðum þessum sam-
hljómi, og honum nær maður ekki
með hveijum sem er. Það má því
bóka að þetta er aðeins upphafið
að löngu og góðu samstarfi okk-
ar,“ segir Steinunn.
Ásdís segist vera sest að erlend-
«is. Hún hafi reynt að skipuleggja
það í alllangan tíma að halda tón-
leika hér heima, en það hafi bara
Skottís - Myrk-
ir músíkdagar
Frumfhitningur nýrra sönglaga
SÉRSTÆÐIR söngtónleikar verða haldnir í Hafnarborg í Hafnarfirði
mánudagskvöldið 22. mars. Þar verða flutt 20 ný sönglög eftir jafn-
mörg íslensk tónskáld. Flytjendur verða söngvararnir Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Sverrir Guðjónsson, Þorgeir Andrésson
og John Speight, ásamt píanóleikurunum Önnu Guðnýju Guðmundsdótt-
ur og Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30
Tónleikarnir eru hluti Myrkra varpsins.
músíkdaga og Skottís hátíðarinnar
og voru fyrirhugaðir 12. febrúar, en
var frestað vegna óveðurs. Flest lag-
anna, sem flutt verða vora samin
sérstaklega fyrir þessa tónleika. Tón-
skáldin era af öllum kynslóðum; Árni
Bjömsson, Sigfús Halldórsson og
Skúli Halldórsson, þeir elstu, og Atli
Ingólfsson, Hilmar Þórðarson og Rík-
harður Friðriksson, þeir yngstu.
Ljóðin era allt frá dróttkvæðum vís-
um íslendingasagna til nýrra ljóða
Þórarins Eldjáms og Gyrðis Elías-
sonar.
Elín Ósk Óskarsdóttir hefur komið
fram á tónleikum hér heima og á
Ítalíu og m.a. sungið með Kammer-
sveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljóm-
sveit Islands. Árið 1983 hlaut hún
önnur verðlaun í Söngkeppni sjón-
Sigrún Hjálmtýsdóttir hefur víða
komið fram sem einsöngvari, m.a.
með Sinfóníuhljómsveit Islands, ís-
lensku hljómsveitinni og á tónleikum
með kóram. f febrúar 1992 söng hún
á hátíðartónleikum í óperanni í Vil-
nius í Litháen við undirleik sinfóníu-
hljómsveitarinnar í borginni.
Sverrir Guðjónsson hélt sína fyrstu
opinbera tónleika árið 1988. Sl. vetur
hélt hann ljóðatónleika í Gerðubergi
auk þess að koma fram víðar sem
einsvöngvari, m.a. á vegum Listahá-
tíðar í Reykjavík. Þá hefur Sverrir
starfað með Bach-sveitinni í Skál-
holti og sungið í sönghópunum Cap-
ella Media frá Þýskalandi og hinum
íslenska Vocis Thulis.
Þorgeir J. Andrésson var ráðinn
söngvari í kór ríkisóperannar í Ham-
Þrátt fyrir stífar æfingar, geta þær Ásdís og Stéinunn tekið sér
stutt hlé og brugðið á leik, þegar Sverrir ljósmyndari mundar
myndavélina.
ekki gengið fyrr en nú. „Ég hitti
Steinunni af tilviljun fyrir tæpu
ári, og sú hugmynd kom upp að
halda tónleika saman - hugmynd
sem nú er að verða að veruleika,"
segir Ásdís. Hún bætir því við að
sem betur fer hafi Tónlistarfélagið
tekið að sér að skipuleggja tónleik-
ana fyrir þær, því slíkt sé mjög
erfitt fyrir hana, erlendis frá.
Ásdís lauk meistaragráðu í lág-
fiðluleik frá Juilliard-skólanum í
New York, og einleikaraprófi frá
Tónlistarháskólanum í Detmold í
Þýskalandi árið 1987. Steinunn
lauk píanókennaraprófi (1979) og
einleikaraprófi (1981) frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík, en meist-
aragráðu hlaut hún frá New Eng-
land Conservatory árið 1987.
- Hvað ætlið þið svo að leika í
íslensku óperunni á þriðjudag-
svöldið?
„Þetta era allt gamlir og góðir
kunningjar, sem ég lærði á mínum
fyrstu námsáram í New York ,“
segir Ásdís, og Steinunn bætir við:
„Þetta eru allt sérstklega falleg
verk .“ Verkin á efnisskránni era
Marchenbilder op. 113, eftir Robert
Schumann, Sónata fyrir píanó og
lágfiðlu í f-moll op. 120, eftir Jo-
hannes Brahms og Sónata op. 147
fyrir lágfiðlu og píanó eftir Dmítrí
Sjostakovitsj.
Texti: Agnes Bragadóttir
Sverrir Guðjónsson
borg 1986-1987 og við Wagner-
hátíðina í Bayreuth 1987. Þorgeir
hefur haldið einsöngstónleika og
sungið einsöng með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, Kammersveit Akur-
eyrar og fjölda íslenskra kóra.
John Anthony Speight hefur sung-
ið víða á Englandi og íriandi, bæði
í óratóríum, óperum og á Ijóðatón-
leikum. Hann hefur einnig haldið
ljóðatónleika ásamt Sveinbjörgu víða
um land og sungið með Sinfóníu-
hljómsveit íslands, Kammersveit
Reykjavíkur og íslensku hljómsveit-
inni.
Anna Guðný Guðmundsdóttir er
löngu landsþekkt sem einleikari og
meðleikari, bæði á tónleikum víða
Sigrún Hjálmtýsdóttir
um land og í útvarpi og sjónvarpi.
Hún hefur starfað með íslensku
hljómsveitinni frá stofnun hennar,
leikið með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, haldið tónleika erlendis og
leikið inn á hljómplötur.
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir hefur
komið fram bæði hérlendis og erlend-
is. Hún hefur spilað á fjölda kammer-
tónleika með hinum ýmsu hljóðfæra-
leikuram. Einnig hefur hún spilað
með kóram og söngvuram, en þó
aðallega með John Speight, en þau
hafa haldið fjölda tónleika í Reykja-
vík og úti á landi á undanförnum
áram, auk þess að koma fram í út-
varpi.
(Fréttatilkynning)
LADA ER I SERSTOKUM VERDFLOKKI
- LADA ER ÓDÝRASTI BÍLLINN Á ÍSLANDI!
KR. 100.000
....I ■!
200.000
—I—
300.000
400.000
500.000
600.000
700.000
KANNADU DÆMIÐ!
800.000
900.000
■
1.000.000
■
LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
ARMÚUWrS.SfMI, 68 12 00
BEINN SlME 3 12 36
1.100.000
.....■ ......