Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
21
Fundur um
blýhögl
SKOTVEIÐIFÉLAG íslands,
Náttúrufræðistofnun íslands og
Umhverfisráðuneytið halda fund
i dag, laugardaginn 20. mars frá
klukkan 09 til 12 um blýhögl og
áhrif þeirra í umhverfinu.
Á fundinum heldur Eiður Guðna-
son umhverfisráðherra inngangser-
indi og Arnór Sigfússon ræðir um
áhrif blýs á fugla og menn. Þá flyt-
ur Ævar Petersen erindi um rann-
sóknir á blýmengun í fuglum og
Sverrir Scheving Thorsteinsson tal-
ar um járnhögl í veiðibyssur. Þá
kynnir Roy Stevenson nýjungar frá
Eley. Að lokum er gert ráð fyrir
að fram fari umræður.
■ GAGNABANKINN Villa
verður með kynningu á tölvudögun-
um I Kolaportinu um helgina og
verður m.a, beint tölvusamband við
tölvuáhugafólk og gagnabanka víðs
vegar um heim. Meðal annars verð-
ur tölvufræðingur í Króatíu vænt-
anlega á linunni en hann starfar á
miðju ófriðarsvæðinu og segist vera
með sprengjudrunurnar I eyrunum
þar sem hann situr við tölvuna,
■ í DAG, á voijafndægri, laugar-
daginn 20. mars, verða sælifskerin
sett á Miðbakka í gömlu höfninni
á ný. Þau verða nú staðsett á Nýja
Miðbakkanum, niðurundan Póst-
hússtræti. Fyrst um sinn verða til
sýnis, þegar lofthiti leyfir, botndýr
utan af Kollafirði. 1 undirbúningi
er að í tengslum við sælífskerin
geti gestir fengið aðstoð við að afla
sér fróðleiks um lífverurnar og
stunda athuganir á þeim.
■ JÓN Einarsson kynnir sunnu-
daginn 21. mars grasalækningar á
íslandi að fornu og nýju. Jón er
sonur Ástu Erlingsdóttur grasa-
læknis. Þekking þeirra á lækninga-
mætti íslenskra jurta hefur gengið
mann fram af manni í ætt þeirra.
Fyrirlesturinn er haldinn í Stúden-
takjallaranum við Hringbraut og
hefst kl. 16. Allir áhugamenn um
náttúrulækningar og þjóðleg fræði
eru hvattir til þess að kynna sér
þessa hefð sem er í fullu gildi enn
í dag, segir í fréttatilkynningu frá
Ásatrúarfélaginu.
■ ÁRLEGUR kynningardagur
Stýrimannaskólans í Reykjavík
verður í dag og hefst kl. 13. Nem-
endur og kennarar kynna starfsemi
skólans. Fjölmörg fyrirtæki í sjáv-
arútvegi og stofnanir íþágu sjávar-
útvegs og siglinga kynna starfsemi
sína, Landhelgisgæslan, Slysa-
varnafélag Islands og Slysa-
varnaskólinn. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar kemur á svæðið kl. 14.
Nemendur keppa í vírasplæsingum
og reyna krafta sína. Siglinga- og
fiskveiðisamlikar (hermar) verða í
gangi. Kvenfélagið Hrönn verður
með kaffisölu og um kvöldið halda
nemendur á árshátíð Stýrimanna-
skólans á Gauk á Stöng.
(Fréttatilkynning)
Aðstoð við Landsbanka lögfest
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að efla eiginfjár-
stöðu innlánsstofnana var í gær samþykkt sem lög frá Alþingi með
34 samhljóða atkvæðum. Stjórnarandstæðingar studdu þær greinar
frumvarpins sem ákveða beint fjárframlag til Landsbanka Islands.
í atkvæðagreiðslum um einstakar greinar og breytingartillögur voru
ríkisstjórnarflokkarnir fullkomlega samstiga. Þingmenn Framsóknar
sátu þjá að því frátöldu að Páll Pétursson (F-Nv) greiddi atkvæði
með breytingartillögu þegar önnur flokkssystkini sátu hjá. Þingflokk-
ur Samtaka um kvennalista klofnaði nokkrum sinnum. Alþýðubanda-
lagsmaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) ýtti einu sinni á
rangan hnapp.
Á tveimur fundum Alþingis í
gær fór frumvarp ríkistjórnarinnar
um ráðstafanir til að efla eiginfjár-
stöðu innlánsstofnana I gegnum
2. og 3 umræðu. í frumvarpinu
eru bæði lagagreinar sem varða
innlánsstofnaðir almennt en einnig
er þar gert ráð fyrir 2.000 milljóna
króna fjárframlagi til Landsbanka
íslands og heimild er fyrir ríkis-
ábyrgð á 3.000 milljóna króna lán-
töku tryggingarsjóða viðskipta-
banka og sparisjóða. Af þeirri fjár-
hœð er Landsbankanum ætlaður
einn milljarður.
Við atkvæðagreiðslu voru breyt-
ingartillögur Steingríms J. Sigfús-
sonar (Ab-Ne), sem skipar minni-
hluta efnahags- og viðskiptanefnd-
ar, felldar með atkvæðum stjórnar-
liða. Framsóknarmenn sátu hjá
nema hvað Páll Pétursson (F-Nv)
greiddi atkvæði með þeirri tillögu
að 6. grein yrði fellt á brott en
hún kveður á um að gerður skuli
samningur milli lánstofunnar sem
fær aðstoð og viðskipta- og fjár-
málaráðherra um ráðstafanir til
að bæta afkomu og eiginfjárstöðu.
Þingmenn Kvennalista greindust
nokkuð I afstöðu sinni til einstakra
breytingartillagna. Þeir studdu t.d.
allir tillöguna um brottfall 6. grein-
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
Einkavæðing ríkisbanka
verður vandlega imdirbúin
JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra er sammála forsætisráðherra um
að nú sé ekki rétti tíminn til að selja eignarhluta ríkisins í bönkum,
en það er óbreytt stefna ríkisstjórnarinnar breyta rekstarformi ríkis-
bankanna í hlutafélag. Til þess verður valinn réttur og hentugur tími.
Við 3. umræðu í gær um frum-
varp ríkisstjórnarinnar um ráðstaf-
anir til að efla eiginfjárstöðu inn-
lánsstofnana ítrekuðu stjórnarand-
stæðingar gagnrýni sína á fram-
göngu ríkisstjórnarinnar í málinu.
Talsmenn Kvennalista og Fram-
sóknar sögðu að þeir vildu ekki
standa gegn þessu frumvarpi vegna
brýnnar nauðsynar þess að styrkja
stöðu Landsbankans.
Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-
Rn) gagnrýndi ríkisstjórnina harð-
lega og Jón Sigurðsson viðskipta-
ráðherra sérstaklega. Ólafur Ragn-
ar taldi sig ekki geta undan því
vikist að inna viðskiptaráðherrann
eftir því hvað liði áformum um að
breyta ríkisbönkunum í hlutafélög.
Viðskiptaráðherra hefði hvað eftir
annað lýst því yfir að það væri
markmiðið að selja þessa banka. í
tengslum við þá atburði sem hefðu
orðið varðandi Landsbankann hefðu
bæði Davíð Oddsson forsætisráð-
herra og Jóhannes Nordal Seðla-
bankastjóri lýst því opinberlega yfir
að nú væri ekki tími til að einka-
væða bankana. Hann vitnaði til
orða Davíðs Oddssonar I Morgun-
blaðinu 17. mars: „Ég hygg að nú
sé ekki rétti tíminn til að einka-
væða bankana. Menn verða að bíða
þar til markaðurinn er hagstæðari.
Hvenær það verður vil ég ekki spá
um.“
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra sagðist geta staðfest að um
þessar mundir væri ekki réttur tími
til að selja eignahluta ríkisins í
bönkum ef það væri merking orðs-
ins einkavæðing. Hvað varðaði
spurninguna um rekstrarform
bankanna, þá væri það mál í eðlileg-
um farvegi. „Að því máli er unnið
og það mun líta dagsins ljós í fyll-
ingu tímans, þegar til þess er hent-
ugur tími.“ Viðskiptaráðherra vitn-
aði eins og Ólafur Ragnar Grímsson
í fyrrgreint Morgunblaðsviðtal.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði þar: „Ég held að menn ^jái í
hendi sér að það er ekki rétti tíminn
til að einkavæða banka í bili. Á
hinn bóginn hefði getað verið kost-
ur að bankinn væri hlutafélag, þótt
ríkið hefði átt hann.“ Auðvitað sæi
hver maður að þetta væri ekki rétti
tíminn til að selja þessar eignir. „En
formið á bönkunum er áfram við-
fangsefni þessarar ríkisstjórnar.
Hún ætlar sér að breyta þeim í
hlutafélög. Hvenær tíminn er réttur
til þess kemur í ljós, m.a. vegna
þess óhjákvæmilega og vandaða
undirbúnings sem að því. þarf að
hafa.“
ar. En hins vegar sátu Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) og
Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) hjá
við atkvæðagreiðslu um heimildir
til banka um að taka þátt í rekstri
utan síns verksviðs, til að tryggja
hagsmuni sína. Þórhildur Þorleifs-
dóttir (SK-Rv) studdi aftur á móti
þessa tillögu.
Þær greinar frumvarpsins sem
vörðuðu beina aðstoð við Lands-
bankann voru samþykktar sam-
hljóða en afstaða stjórnarandstæð-
inga til annarra greina var blendn-
ari. Þingmenn Framsóknar sátu
hjá og það gerðu alþýðubandalags-
menn einnig, nema Ólafur Ragnar
Grímsson greiddi atkvæði gegn 3.
grein, Honum varð það á í ógáti
að ýta á nei-hnappinn, Úrslit at-
kvæðagreiðslunnar standa en
þingmaðurinn mun koma á fram-
færi athugasemd I þingtíðindum.
Við atkvæðagreiðslu eftir 3,
umræðu var frumvarpið samþykkt
með 34 samhljóða atkvæðum.
Þingmenn stjórnarflokkanna
greiddu atkvæði með frumvarpinu
og það gerðu einnig tveir þing-
menn Kvennalistans, Anna Olafs-
dóttir Björnsson (SK-Rn) og Krist-
ín Ástgeirsdóttir. En hins vegar
sátu þingmennirnir Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir og Þórhildur Þor-
leifsdóttir ásamt þingmönnum Al-
þýðubandaiagsins hjá. Nítján þing-
menn voru fjarverandi.
MMAGI
RYMINGARSÖLUNNI
Vogue í mjódd
Viltu læra að hanna oq sauma þinn eigin fataskáp
★ Fatastíll
★ Fatasamsetning
★ Saumanámskeið
Upplýsingar gefa: Anna Gunnarsdóttir í
síma 686410 og Nanna Lovísa í síma 30021
Misstu ekki af einstöku tækifæri til að
gera reyfarakaup!
ATH. verslunin í Skeifunni
verður lokuð næstu daga
vegna breytinga.
SKEIFUNN110
108 Reykjavík • (91) 68 74 99