Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
Unnur Sigmjóns-
dóttir — Minning
Fædd 13. júlí 1896
Dáin 14. mars 1993
Löngu lífshlaupi er lokið, hún
amma er horfín á vit feðra sinna á
nítugasta og sjöunda aldursári.
Þegar pabbi hringdi í mig og sagði
mér það helltust minningarnar yfir
mig. Um öll skiptin sem ég sat við
eldhúsborðið hjá henni og lærði vísur
hjá henni eða hlustaði á sögur frá
æskuárum hennar á Sandi, af mönn-
um og dýrum og svo mörgu öðru.
Mig langar til að minnast hennar í
^Trfáum orðum, en orð mín eru fá-
tækleg þegar kemur að öllu því sem
ég naut meðan samvistir okkar ent-
ust.
Amma var komin nær áttræðu
þegar ég man fyrst eftir henni þeg-
ar hún bjó enn heima á Laugabóli
með afa, Tryggva Sigtryggssyni.
Heilsu hennar var þá tekið að hraka
og síðustu tíu árin hefur hún dvalist
á sjúkrahúsinu á Húsavík. Smám
saman hvarf amma á vit minning-
anna frá æskuárunum, varð ung í
annað sinn. Þegar við heimsóttum
hana var hún önnum kafin að sinna
litlum börnum, gestum eða að vitja
dýranna og spurði ávallt um iíðan
foreldra sinna, og vísurnar mundi
hún jafn vel og fyrr, hún hætti að
þekkja okkur, enda alltof ung í anda
til að eiga uppkomin böm og bama-
börn. Það eru því minningar barns-
ins sem eru sterkastar um hana
ömmu Unni.
Amma fæddist á Sandi í Aðaldal
13. júlí 1896 og bjó þar fýrstu æviár-
in, en þegar hún var tæpra tíu ára
fluttust foreldrar hennar, Sigurjón
Friðjónsson og Kristín Jónsdóttir,
með fjölskylduna í Reykjadal. Þar
bjuggu þau fyrst í nokkur ár á Ein-
**í'sstöðum, en svo á Litlulaugum til
æviloka. Eftir að amma og afi gift-
ust byggðu þau nýbýlið Laugaból
úr landi Litlulauga.
Það voru mikil forréttindi að fá
að alast upp í návist ömmu og afa,
fyrst í kjallaranum hjá þeim og svo
síðar rétt að segja í næsta húsi og
geta því hlaupið yfir til þeirra í
„gamla“ Laugaból hvenær sem var.
Þegar hún mætti mér á tröppunum,
tók hún alltaf utan um hendur mín-
ar og spurði hvort mér væri ekki
kalt. Svo lékum við okkur að því að
máta saman lófa okkar og sjá hvort
mínir væru nú nokkuð orðnir jafn-
stórir og hennar.
Við sátum gjaman á tröppunum
og töldum saman niðja hennar
ömmu, þá gátum við ekki talið nema
tæplega 70 afkomendur. Nú lifa
hana níutíu niðjar.
Hún sagði mér gjaman sögur af
dýrunum sem hún hafði átt, forystu-
kindinni sinni sem var svo gáfuð og
dugleg, kom alltaf úr fjárhópnum
til ömmu ef hún vitjaði þeirra. Af
hænunum sem hún átti í kjallaranum
og ungunum þeirra, sérstaklega
þeirri gulu sem valurinn sló, þegar
hún var að vernda ungana sína á
hlaðinu.
Amma hló að því þegar ljósmóðir-
in fann hana uppi í brekku við geita-
kofann, og hafði áhyggjur af því að
hún þyrfti að ferðast burt úr sveit-
ít^ni og hvort ekki yrði í lagi með
ömmu. Henni fannst nú óþarfí að
hafa áhyggjur, það var meira en
mánuður í að Sveinn átti að fæðast.
Þá var hún rúmlega fertug og gekk
með sitt tíunda bam.
Fyrsti skólinn sem ég gekki í og
líklega sá besti var forskóli hjá afa
og ömmu á Laugabóli. Við Hilmar,
bróðir minn, sem er árinu yngri,
mættum til þeirra á hveijum morgni
kiukkan tíu og þá sat ég fyrst hjá
ömmu í eldhúsinu og lærði vísur,
eftir langafa og fleiri, meðan afi
k^nndi Hilmari að lesa í stofunni.
■^5 amma gátum líka fylgst með
þeim í gegnum litla gluggann sem
var úr eidhúsinu í stofuna. Þegar
fyrri kennslustundinni lauk skiptum
við og ég tók til við lesturinn í fangi
afa inni í stofu, en Hilmar var hjá
ömmu.
Amma kunni ógrynnin öll af kveð-
skap, enda alin upp við slíkt og fór
gjaman með vísur. Oft fór hún með
þessa vísu: Amma gamla er orðið
skar/ allir kveikir brunnir/ en einu
sinni ung hún var/ eins og hinar
stúlkurnar.
Hún var ekki gömul þegar hún
fluttist frá Sandi, en hún saknaði
alltaf sandsins og lífsins við sjóinn.
Henni þótti það mikið ævintýri þeg-
ar hún fékk að fara með föður sínum
niður á sand að sækja reka og
kannski að finna aðrar gersemar,
skeljar og jafnvel litaðar glerkúlur
af netum.
Hún sagði mér svo margar sögur
frá því að hún var ung, af systkinum
sínum, en hún var elsta stúlkan af
tíu systkinum sem komust á legg.
Ég fékk að kynnast lífinu á liðinni
öld, foreldrum og öfum hennar
ömmu í gegnum sögur hennar, en
hún þekkti hvoruga ömmu sína og
saknaði þess sárt sem lítil stúlka.
Ég fékk hins vegar að kynnast
ömmu og það fæ ég seint fullþakk-
að. Þau afi voru þær manneskjur
sem ég hefi borið mesta virðingu
fyrir í lífinu og þótti vænst um. Þau
báru djúpa virðingu fyrir náttúrunni
og landinu, kunnu að elska lífið og
þótti vænt um dýrin. Þessari virð-
ingu fyrir lífsins dásemdum miðluðu
þau til okkar og kenndu mér að elska
þetta allt saman, kenndu mér að lifa.
Ég þakka fyrir þær samveru-
stundir sem við áttum, það sem þú
gafst mér mun fylgja mér alla tíð.
Dagurinn líður og iækkar
líður án minnstu tafar.
Þú fylgdir mér fyrr til lífsins.
Nú fylgi ég þér til grafar.
Enn finnst mér þín líknsama ljóstrú
sem laug mér um vitund streymi.
Gangandi fór ég úr garði,
með geisla úr öðrum heimi.
Oft hef ég áður og síðan
eignast þess skýran vottinn:
Aðeins í gæsku og göfgi
getur þú fundið drottin.
En aldrei ég kynntist hjá konu
kærleika slíkum né meiri.
Þó entir þú ævina að lokum
einmana, líkt og fleiri.
En víst er það gott að geta
gefið þann tón í strengi,
sem eftir að ævin er liðin
ómar þar hlýtt og lengi.
Nú sit ég hér hljóður og hugsi
og horfi yfir gömul kynni..
Og söknuður breytist í blessun,
og bæn yfir minning þinni.
(Siguijón Friðjónsson)
Heiðrún Hauksdóttir.
Mér er það minnisstætt þegar ég
kom í Reykjadal í fyrsta sinn. Það
var að vorlagi, gróðurinn var að taka
við sér, sól skein í heiði og fjöllin
skörtuðu sínu fegursta. Það sem
mér þótti einkum eftirtektarvert var
hve landið var vel gróið, víða var
umtalsverður ttjágróður og sveitin
bauð gesti sína velkomna. Mér varð
hugsað til þess að þegar fyrir all-
löngu hafði verið þama öflugt menn-
ingarlíf miðað við það sem þá gerð-
ist annars staðar á landinu bæði á
sviði tónlistar og bókmennta. Þetta
gerði allt félagsiíf auðugra og ég
komst einnig fljótlega að raun um
það að þetta hafði sett sitt mark á
íbúana og mótað afstöðu þeirra til
lífsins.
Síðan þetta var eru næstum 37
ár en þá kynntist ég fyrst Unni Sig-
uijónsdóttur og Tryggva Sigtryggs-
syni eiginmanni hennar sem lést
árið 1986, en þau urðu síðar tengda-
foreldrar mínir.
Unnur fæddist á Sandi í Aðaldal
13. júlí árið 1896 og var hún því
næstum 97 ára þegar hún lést á
Sjúkrahúsinu á Húsavík 14. mars sl.
Foreldar Unnar voru Kristín Jóns-
dóttir og Siguijón Friðjónsson. Þau
áttu tíu börn og ólu upp einn fóstur-
son. Þau bjuggu fyrst á Sandi, en
fluttust í Einarsstaði árið 1906 og
að Litlulaugum árið 1913. Af þess-
um stóra systkinahópi eru nú fimm
á lífi á níræðis- og tíræðisaldri.
Árið 1920 giftist Unnur Tryggva
Sigtryggssyni frá Hallbjarnarstöð-
um og bjuggu þau nær allan sinn
búskap á Laugabóli í Reykjadal.
Þeim varð ellefu barna auðið og eru
tíu þeirra á lífi. Börn þeirra hjóna
sem enn eru á lífi eru: Ingi, fyrrver-
andi alþingismaður og fyrrverandi
formaður Stéttarsambands bænda,
Eysteinn, jarðeðlisfræðingur hjá
Norrænu eldfjailastöðinni, Ásgrím-
ur, rafmagnseftirlitsmaður hjá Raf-
magnsveitum ríkisins, Helga, lækna-
ritari á Landspítalanum, Kristín,
hjúkrunarfræðingur í Garðabæ,
Hjörtur, skrifstofumaður á Húsavík,
Ingunn, stjórnarráðsfulltrúi í
Reykjavík, Dagur, sparisjóðsstjóri
hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga,
Sveinn, húsasmiður á Laugabóli, og
Haukur, bóndi á Laugabóli. Alls eru
afkomendur þeirra nú um níutíu.
Meðan börnin voru að vaxa upp
var fjölmennt á Laugabóli. Ekki var
alltaf úr miklu að spila, heimilis-
hjálpin lítil og þ'ægindi á heimilum
þá voru fjarri því sem gerist nú á
dögum. Það varð því ærið starf fyr-
ir Unni að sjá um heimilið og ann-
ast börnin sem hún gerði með mik-
illi alúð og ósérhlífni.
Þau hjón voru bæði áhugasöm um
garðrækt og gróður. Aðstæðurnar
leyfðu ekki að Unnur sinnti þeim
störfum mikið og kom það því í hlut
Tryggva að sjá um það sem gera
þurfti á því sviði. Engu að síður
naut hún ánægjunnar af að sjá blóm-
in í garðinum springa út á vorin,
trén vaxa og dafna ár frá ári og að
fá góða uppskeru á haustin af hinum
margvísulegu garðávöxtum. Hins
vegar hugsaði hún þeim mun betur
um allan gróður innan húss sem oft
var hinn fjölbreyttasti.
Það var oft gestkvæmt á Lauga-
bóli. Bæði var það að fjölskyldan var
stór auk þess sem kunningjar þeirra
hjóna voru margir. Alltaf var tekið
vel á móti gestum og alltaf virtist
Unnur hafa nægan tíma til að sinna
þeim sem komu í heimsókn.
Unnur fór ekki mikið út af heim-
ilinu enda gafst ekki tími tii þess.
Heimilið var hennar starfsvettvang-
ur og þar vann hún sín afrek svo
að lítið bar á. Það var gaman að
sitja og spjalla við Unni þegar tóm
gafst. Hún las mikið bæði ljóð og
óbundið mál einkum eftir að fækk-
aði í heimilinu og stundir gáfust til
slíkrar tómstundaiðkunar. Hún var
því fróð um menn og málefni og
hafði gaman af að tala um það sem
var efst á baugi eða um það sem
hún hafði nýlega lesið. Hún var þá
létt í lund og oft var slegið á léttari
strengi.
Unnur var ákaflega orðvör og í
tali hennar var aldrei hallað á nokk-
urn mann. Yrði hún þess vör að ein-
hver talaði illa um fjarstaddan mann
var það nokkuð öruggt að hún tók
svari hans og færði hlutina til betri
vegar.
Börn okkar hjóna dvöldust löng-
um hjá ömmu og afa á Laugabóli á
sumrin þegar þau voru að alast upp.
Þetta var þeim dýrmætur tími og
þar hlutu þau gott veganesti sem
þau nýttu sér síðar á lífsleiðinni.
Unnur dvaldist einnig á heimili okk-
ar hjóna um lengri og skemmri tíma
áður en heilsan fór að bila og alltaf
miðlaði hún unga fólkinu af reynslu
sinni og þekkingu. Samvistanna við
hana minnist fjölskyidan með kærri
þökk.
Á síðari árum hrakaði heilsu
hennar og dvaldist hún síðustu árin
á Sjúkrahúsinu á Húsavík. Verst
held ég að henni hafi fallið þegar
hún varð þess vör að minnið var
byijað að bila. Þrátt fyrir það mundi
hún allt vel frá fyrri dögum, ekki
síst frá uppvaxtarárunum á Sandi,
en þaðan átti hún ýmsar ljúfar minn-
ingar.
Unnur er horfin til betri heima.
Löngum starfsdegi er lokið og miklu
dagsverki hefur verið skilað. Við sem
eftir lifum eigum góðar minningar
frá samvistum við Unni og þökkum
fyrir þá umhyggju sem hún sýndi
okkur og einnig fyrir allt það sem
hún miðlaði okkur af reynslu sinni,
ást og kærleika.
Hörður Lárusson.
Góð kona er látin í hárri elli.
Ævistarfið er mikið, unnið á langri
ævi af fórnfýsi og kærleik til alls
sem lifir. Unnur var fædd á Sandi
í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu.
Hún var dóttir Siguijóns Friðjóns-
sonar bónda og skálds, síðar á Litlu-
Laugum, og konu hans, Kfistínar
Jónsdóttur Olafssonar.
Unnur giftist Tryggva Sigtryggs-
syni frá Hallbjamarstöðum í
Reykjadal. Þau byggðu nýbýli í landi
Litlu-Lauga og nefndu það Lauga-
ból. Þau ræktuðu garðinn vel í þess
orðs fyllstu merkingu. Tryggvi var
mikill skógræktarmaður og frömuð-
ur í því efni. Hann sigldi t.d. til
Noregs til að kynna sér skógrækt
og fylgdist með skógrækt hér heima.
Hann ræktaði mikinn skóg í hlíðinni
fyrir ofan Laugaból. Unnur tók þátt
í því af áhuga og gladdist yfir vexti
tijánna. Heima við bæinn ræktuðu
þau fágætan blómagarð. Fjölbreytni
tegundanna ásamt fegurð litanna
og góðri skipulagningu gerði garð-
inn að listaverki. Tún voru sléttuð
og ræktuð vel. Bústofninn gaf því
vel af sér og silungsveiði í ánni.
Börnin urðu ellefu, öll mannvænleg
og vel menntuð. Ekkert var til spar-
að að veita þeim líkamlegan og ekki
síður andlegan þroska. Þau heita í
aldursröð: Ingi, Haukur (dó 17 ára,
öllum mjög harmdauði), Eysteinn,
Ásgrímur, Kristín, Helga, Hjörtur,
Ingunn, Dagur, Sveinn og Haukur
yngstur. Stór barnahópur þurfti
mikið í fæði og klæði. Þá kom sér
vel að hjónin voru samhent. Ullin
var táð og spunnin, pijónað og ofið
efni í föt, tvistur í skyrtur. Góð
frænka var hjálpleg að sauma. Hún
var systir Siguijóns og hét Hólmfríð-
ur og bjó hjá honum. Unnur og
Tryggvi ræktuðu allt grænmeti til
heimilisins. Það var óvanalegt á þeim
tíma að svo margar tegundir væru
ræktaðar og svo mikið notað til
matar. En jarðhitinn skapaði góð
skilyrði til ræktunar og var einnig
notaður til húshitunar og þvotta.
Unnur var komin á miðjan aldur
þegar ég kynntist henni, en mér
fannst hún ung. Við vorum vinkonur
upp frá því og aldrei bar skugga á
þá vináttu. Það var sumarið 1946
að ég kom norður í Reykjadal á
æskusióðir mannsins míns, Gísla T.
Guðmundssonar, en hann var fóstur-
sonur móðurbróður síns, Siguijóns
Friðjónssonar, og því fósturbróðir
Unnar. Systir Unnar, Halldóra í
Varmahlíð, forstöðukona Kvenna-
skólans á Laugum, hafði boðið mér
í sumardvöl með börnin. Þá kom ég
að Laugabóli. Það er mér ógleyman-
legt. Umhverfi allt fagurt, skógurinn
í hlíðinni, flóran fagra í garðinum,
inni blóm og bækur og allt í röð og
reglu í litla húsinu. Mér var tekið
fagnandi. Það var ekki talað um
veðrið og skepnuhöld. Það var talað
um bókmenntir og listir, ung skáld
og rithöfunda, tónlist, skólamál og
allt milli himins og jarðar. Fátt var
þessum gáfuðu hjónum óviðkom-
andi. Félagshyggja, jöfnuður og
samhjálp var þeim sjálfsögð lífsskoð-
un þótt þau gæfu sig lítt að pólitík.
Ég spurði Unni hvernig hún hefði
komist yfir að lesa svo mikið með
svo stóran barnahóp. „Ég las þegar
ég gaf börnunum bijóst og ég stal
af svefntímanum." Það var mann-
bætandi að kynnast þessum hjónum
og börnum þeirra sem öll hafa orðið
mitt vinafólk. Unnur sagði mér oft
frá því þegar pabbi hennar sótti
Gísla manninn minn átta mánaða
gamlan og mamma hennar tók hann
í fangið. Alltaf leit hún á hann sem
litla bróður sinn. Hún fylgdist með
börnum okkar og þroska þeirra og
gengi. Hún tók dóttur okkar Kristínu
átta ára gamla í mánaðartíma þótt
hún þyrfti að taka hana í rúm til
sín vegna plássleýsis. Stelpunni þótti
gaman og minnist enn þessarar
skemmtilegu sumardvalar.
Unnur og Tryggvi eignuðust
marga afkomendur, munu þeir vera
um 90. En alltaf var áhugi og um-
hyggja fyrir öðrum börnum og þeirra
gengi í lífsþroskanum. Síðustu árin
hefur Unnur dvalið á sjúkrahúsinu
á Húsavík og þrekið og minnið smá-
fjarað út. Hvíldin var því kærkomin.
Nú er komið að kveðjustund.
Minningarnar streyma fram og ylja.
Ég votta öllum aðstandendum Unnar
Siguijónsdóttur inniiega samúð.
Hennar er gott að minnast.
Rristín S. Björnsdóttir.
Nú er amma á Laugabóli dáin.
Hún var að verða 97 ára og var á
sjúkrahúsinu á Húsavík mörg síð-
ustu ár ævinnar svo að hún hefur
eflaust orðið hvíldinni fegin. Við sem
eftir stöndum erum sátt við að hún
sé nú komin til fundar við afa og
Hauk og yljum okkur við góðu minn-
ingarnar sem streyma fram í hugann
á kveðjustundu.
Það er svo margt sem kemur upp
í hugann þegar við hugsum til þess
tíma sem við áttum hjá afa og ömmu
á Laugabóli. Einhvern veginn fínnst
okkur að þá hafi alltaf verið gott
veður og þó lífið væri í föstum skorð-
um var samt alltaf eitthvað óvænt
og skemmtilegt að gerast. Amma
var ákaflega barngóð og sagði okkur
skemmtilegar sögur. T.d. af Smér-
bita og Gullintanna og fleiri
skemmtilegum náungum. Hún sagði
svo skemmtilega frá að stundum
hlógum við þangað til tárin runnu
niður kinnarnar. Við bárum alltaf
mikla virðingu fyrir ömmu og við
hefðum aldrei viljandi gert eitthvað
sem við vissum að henni var á móti
skapi. Hún var orðvör kona og aldr-
ei heyrðum við hana halla orði á
annað fólk. Þegar við vorum börn
og unglingar héldum við að aldrei
væri ósætti milli manna í Reykjad-
al, því að við heyrðum aldrei ýjað
að þess háttar. Amma bar mikla
umhyggju fyrir afkomendum sínum
og við vorum mörg barnabörnin sem
vorum hjá þeim lengri og skemmri
tíma. Amma las alltaf mikið og
hvatti okkur til að gera það líka.
Við fengum yfirleitt bækur frá þeim
í jólagjöf og sumum okkar kenndi
hún að lesa. Það var alltaf svo gott
að vera á Laugabóli, einhvern veginn
eins og maður ætti heima þar. Þeg-
ar við urðum eldri ræddum við oft
um lífið og tilveruna og eitt af því
sem hún sagði okkur var að það
skipti ekki öllu máli hveijar aðstæð-
ur fólks væru heldur það hvernig
það tæki því sem að höndum bæri.
Amma fæddist á Sandi í Aðaldal
13. júlí 1896. Foreldrar hennar flutt-
ust að Einarsstöðum í Reykjadal
þegar hún var tíu ára gömul en
ömmu þótti alltaf ákaflega vænt um
Sand og minntist oft bernskuáranna
þar. Seinna fluttist fjölskyldan að
Litlulaugum. Foreldrar hennar voru
Siguijón Friðjónsson frá Sandi og
Kristín Jónsdóttir ættuð frá Rifkels-
stöðum í Eyjafirði. Amma var næ-
stelst tíu systkina sem upp komust.
Hún átti einnig einn fósturbróður. í
dag eru fimm systkini hennar enn á
lífi í hárri elli. Hinn 28. júní 1920
giftist hún afa okkar, Tryggva Sig-
tryggssyni frá Hallbjarnarstöðum.
Þau reistu fljótlega nýbýli úr landi
Litlulauga sem þau nefndu Laugaból
og bjuggu þar síðan. Þegar afi dó
1. desember 1986 höfðu þau verið
gift í rúm 66 ár. Þau eignuðust ell-
efu börn og þau eru: Ingi, f. 1921,
Haukur, f. 1922, d. 1940, Eysteinn,
f. 1924, Ásgrímur, f. 1926, Kristín,
f. 1928, Helga, f. 1930, Hjörtur, f.
1932, Ingunn, f. 1933, Dagur, f.
1937, Sveinn, f. 1939, og Haukur,
f. 1941. Afkomendur ömmu og afa
eru nú um 90.
Að lokum langar okkur til að
þakka starfsfólki sjúkrahúss Húsa-
víkur fyrir frábæra umönnun síðustu
árin.
Guð blessi minningu ömmu okkar.
Unnur, Lárus, Tryggvi,
Anna og Hafdís.