Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 20 Morgunblaðið/Rúnar Þór Samningar um kaup ÚA undirritaðir SAMNINGAR um kaup Útgerðarfélags Akureyringa á 60% hlut í þýska útgerðarfélaginu Mechl- enburger Hochseefischerei voru undirritaðir í vikunni, en í gær komu til Akureyrar m.a. dr. Feit- er, sem fer með sjávarútvegsmál í Þýskalandi, og Brick, Iandbúnaðarráðherra í héraðinu Mechl- enburger Vorpommern. Þeir kynntu sér starfsemi Útgerðarfélags Akureyringa þar sem þessi mynd var tekin í gær. Á myndinni eru frá vinstri Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA, Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, og þeir Feiter og Brick. Tvö hreindýr í Herðubreiðarlindum Ovíst hvenær lirein- dýr sáust síðast á Mývatnsöræfum Björk, Mývatnssveit. FYRIR nokkru voru vélsleðamenn á ferð í Herðubreiðarlindum. Töldu þeir sig hafa orðið vara við spor og önnur ummerki sem gætu verið eftir kindur. Að vísu var þetta mjög óljóst, en samt þótti ástæða til að kanna það nánar. Strax og þetta fréttist fóru tveir menn héðan úr sveitinni niður í Herðubreiðarlindir. Farið var á bíl og var færð mjög góð og mikið ekið á svelli. Ekki urðu þeir varir kinda, en fundu þó einhver óljós merki eftir skepnur. Tóku á rás Ekki voru allir sáttir við þetta, því síðastliðinn miðvikudag fóru tveir menn á bíl í lindarnar, veðrið var ekki hagstætt, mjög hvasst er á daginn leið. Skammt norðan við Þorsteinsskála sáu þeir tvö hrein- dýr. Þótt þau væri í nokkurri fjar- lægð tóku þau á rás er þau urðu manna vör. Annað dýrið var greini- lega stærra og homin að sama skapi stór. Hitt mun minna, þó voru homin á því nokkuð stór. Ekki er ósennilegt að þarna séu tveir tarfar. Óvíst er hvenær hreindýr sáust síðast á Mývatnsöræfum. Úm 1930 var á því svæði hópur hreindýra, en veturinn 1936, sem var bæði harður og snjóþungur, er talið að hreindýrin hafí horfíð vestan Jök- ulsár á fjöllum. Síðan hafi kannski eitt og eitt dýr komist vestur yfir ána, en aldrei til að vera. Kristján Fjárframlög til Iþrótta- og æskulýðsráðs 10 millj. fram úr áætlun Eini málaflokkurinn sem fór fram úr áætlun FJÁRFRAMLÖG til íþrótta- og æskulýðsmála hafa farið umtals- vert fram út áætlun og er þetta eini málaflokkurinn sem það gerði á fjárhagsáætlun siðasta árs. Bæjarsjóður þarf nú að glíma við þetta gat sem er upp á tæpar 10 milljónir króna. Nokkrar umræð- ur urðu um þetta mál á fundi bæjarstjómar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Matreiðslumenn á Bautanum stilltu sér upp við kræsingarnar. Amerískir fjölskyldu- dagar á Bautanum AMERÍSKIR fjölskyldudagar standa nú yfir í veitingahúsinu Bautan- um og verður bandariskt yfirbragð yfir staðnum fram til 28. mars næstkomandi. Sigurður J. Sigurðsson formað- ur bæjarráðs gerði grein fyrir þessu á bæjárstjómarfundinum og nefndi í upphafi þau áföll sem bærinn hefði orðið fyrir vegna galla sem upp hefðu komið í sund- laug við Glerárskóla, er, rúmum fimm milljónum króna hefur verið varið til viðgerða á þessu þriggja ára gamla mannvirki. Færri tímar í máli Sigurðar kom fram íþrótta- og æskulýðsmálaflokkur- inn væri sá eini sem hefði farið fram úr áætlun og væri þar verið að glíma við tæpar 10 milljónir króna. Á því væru margar skýring- ar, skólar hefðu keypt færri tíma í húsunum, viðhald verið m'eira en búist var við og fleira og eins hefðu viðbótarútgjöld vegna Skíðastaða í Hlíðarfjalli farið um einni milljón fram úr áætlun. Nefndi Sigurður að kostnaður við kaup á heitu vatni fyrir Sund- laug Akureyrar væri umfram það sem áætlað hafði verið, en hægt væri að spara umtalsverða fjár- muni með því að kaupa yfir- breiðslu og talið að hún myndi borga sig upp á skömmum tíma. Minni tekjur Heimir Ingimarsson (G) sagði að á sama tíma og tekjur hefðu dregist saman um tæpar 2,3 millj- ónir hefði launakostnaður hækkað um rúmar 2 milljónir. Ekki hefði verið brugðist við samdrætti í notk- un húsanna með því að draga úr launakostnaði. Þórarinn E. Sveins- son (B) sagði að kafa þyrfti ofan í þetta mál, því bagalegt væri að keyra fram úr áætlun, en ljóst væri að mörg íþróttamannvirki í bænum þyrftu á miklu viðhaldi að halda. Messur á Akureyri Akureyrarkirkja, sunnu- dagaskólinn kl. 11 fyrir há- degi, messað verður kl. 14. Altarisganga. sr. Þórahallur Höskuldsson. Aðalsafnaðar- fundur Akureyrarsóknar verð- ur í safnaðarheimilinu eftir messu. Æskulýðsfélagið heldur fund í kapellunni kl. 17. Biblíu- lestur verður í safnaðarheimil- inu nk. mánudag kl. 20.30. Glerárkirkja. Biblíulestur og bænastund kl. 13 í dag, laugar- dag. Bamasamkoma kl. 11 á morgun. Messa kl. 14. Þorgrím- ur Daníelsson guðfræðingur predikar. Foreldrar fermingar- barna hvattir til að mæta. Kirkjukaffi í safnaðarsalnum eftir messu. Æskulýðsfundur kl. 17.30. Stefán Gunnlaugsson, einn eig- enda Bautans, sagði að þetta væri gert til tilbreytingar. „Það er gam- an að bjóða upp á eitthvað nýtt og gera eitthvað annað en venju- lega. Á meðan á þessum amerísku dögum stendur mun hinn hefð- bundni matseðill víkja og gestum verður gefínn kostur á að prófa ýmsa algenga rétti frá Bandaríkj- unum, sagði Stefán." Bautamenn hafa víða leitað fanga og viða að sér hráefni til matseldarinnar, m.a. sækja þeir skötusel til ísafjarðar. Síðasta haust voru haldnir þýsk- ir dagar í Bautanum þar sem boð- ið var upp á algenga þýska rétti og mæltist það vel fyrir og væntir Bautafólk þess að gestum líki ekki síður við þá bandarísku. Á matseðli Bautans þessa daga má m.a. nefna svínarif BBQ, Lam- bastein Creola, safaríka kjúklinga- steik, kalt roast-beef með pipar- rót, T-bein steik, djúpsteiktan físk með frönskum og sjávarréttir Jambalaya. Þá eru samlokur af ýmsu tagi á boðstólum, s.s. kalk- únasamloka, risahamborgarar og matarmiklar súpur eins og chilli- súpu er að finna á seðlinum. LÍFSINS LVSTISEhDIR Skíði Páskaegg Leikhús Málshœttir PÁSKA TILBOÐ á gistingu HOTEL NOeBURLRNO Akureyri Sími 96-22600 Fax 96-27962 I solu a Akureyn hársnyrtistofa í fullum rekstri. Góð staðsetning. Allar nánari upplýs- ingar veittar í síma 96-25607.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.