Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
Hagfræðingur Neytendasamtakanna á fundi samtakanna um fjármál heimilanna
2.800 heimili með hálfs
árs vanskil húsnæðislána
TALIÐ er að ura 2.800 heimili i landinu séu sex mánuðum á eftir
með greiðslur húsnæðislána til Húsnæðisstofnunar ríkisins, en í ágúst
1992 voru um 7% þeirrar upphæðar sem var á gjaiddaga í febrúar
sama ár enn ógreidd. Þetta kom fram í máli Sólrúnar Halldórsdótt-
ur, hagfræðings Neytendasamtakanna, á opnum fundi samtakanna
um fjármál heimilanna sem-haldinn var í gær. Hún sagði að stór hluti
greiðsluerfiðleika með greiðslur af húsnæðislánum væri ekki vegna
þess að greiðslubyrði af þeim lánum væri meiri en greiðslugetan,
heldur hitt að heimilin hefðu tekið önnur lán og það haft í för með
sér að greiðslubyrðin væri orðin meiri en heimilin réðu við.
í máli Sólrúnar kom fram að á
undanförnum áratug hefðu skuldir
heimilanna aukist úr rúmum 60
milljörðum króna árið 1981 í 226
milljarða 1992, eða um 377%, og
sem hlutfall af landsframleiðslu
hefðu skuldir heimilanna numið 14%
árið 1980 en 53,5% í lok árs 1991.
Ástæður sem nefndar hefðu verið
fyrir þessu væri aukið fijálsræði á
peningamarkaði, afnám lánsíjár-
skömmtunar, aukið framboð á lánsfé
og stóraukin fyrirgreiðsla ríkisins á
sviði húsnæðislána.
Lán til að fjármagna neyslu
Sólrún sagði ljóst að lántökur
heimilanna hefðu ekki einungis verið
notaðar til að fjármagna íbúðarkaup,
heldur hefðu lán verið notuð til að
fjármagna neyslu og þá helst bíla-
kaup. Þannig hefði skuldaaukningin
árið 1991 verið 25,6 milljarðar og
þar af hefðu 22,6 milljarðar verið
lán til íbúðakaupa, e_n þrír milljarðar
verið „neyslulán". Árið 1992 hefði
skuldaaukningin síðan verið 28,8
milljarðar; 15,4 milljarðar hefðu ver-
ið lán til íbúðarkaupa og 13,4 millj-
arðar hefðu verið svokölluð neyslul-
án.
Sólrún sagði mjög erfitt að meta
vanskil heimilanna þar sem engar
tölur væru til um vanskil í bönkum
eða sparisjóðum. „En samkvæmt
upplýsingum frá þessum aðilum er
orðið algengara að fólk komi og
endursemji um skuldir sínar. Einnig
er orðið algengara að lán séu send
í innheimtu hjá lögfræðingum. Þetta
þarf þó ekki að þýða að vanskil séu
meiri en áður, heldur hefur harkan
í innheimtu aukist merkjanlega á
síðustu misserum. Greiðsluerfiðleik-
ar heimilanna magnast þegar krepp-
ir að á vjnnumarkaði og mörg heim-
ili hafa minna til ráðstöfunar en
áður. Afleiðingar minnkandi ráðstöf-
unartekna samhliða aukinni
greiðslubyrði eru þær að enn fleiri
lenda í greiðsluerfiðleikum sem þeir
komast ekki út úr af eigin ramm-
leik,“ sagði Sólrún.
Neytendasamtökin leggja áherslu
á að brugðist verði við fjárhagsvanda
heimilanna með skjótum hætti, en
Sólrún benti á að skuldaaukning
heimila væri ekki séríslenskt fyrir-
bæri, og þannig hefðu skuldir heimil-
anna stóraukist á hinum Norður-
löndunum á níunda áratugnum. Þar
hefði verið brugðist við þessum
vanda af skynsemi og skilningi á
ástandi og afleiðingum greiðsluerfið-
leika heimilanna.
Greiðsluaðlögun
Sólrún Halldórsóttir sagði að
Neytendasamtökin teldu að hluti
þeirra heimila sem eiga við greiðslu-
erfiðleika að stríða myndi geta feng-
ið aðstoð ef sett yrðu lög um
greiðsluaðlögun, eins og gert hefði
verið í Noregi, Danmörku og Finn-
landi. Með löggjöf um greiðsluaðlög-
un gætu þeir sem ekki hafa getað
borgað vexti og afborganir af lánum
samkvæmt upprunalegum láns-
samningi fengið lækkun á greiðslu-
byrði. Markmið slíkra laga væri að
hjálpa einstaklingum í verulegum
greiðsluerfiðleikum, en fjárhags-
vandinn yrði að vera það mikill að
viðkomandi einstaklingur sé ekki
fær um að greiða vexti og afborgan-
ir, og jafnframt yrðu greiðsluerfið-
leikarnir að vera viðvarandi. Leggja
Neytendasamtökin til að skipuð
verði nefnd sem skoði löggjöf Norð-
urlandanna um greiðsluaðlögun og
meti hvort sambærileg löggjöf kæmi
að gagni hér á landi.
Davíð Stefánsson lætur af embætti formanns SUS
Ungir sjálfstæðismenn
vaxandi fjöldahreyfing
DAVÍÐ Stefánsson lét í gær af embætti formanns í Sambandi ungra
sjálfstæðismanna, en hann hefur gegnt formennsku í SUS síðan
árið 1989. Davíð segir persónulegar ástæður liggja að baki afsögn
sinni nú, en kjörtímabili núverandi sljórnar SUS lýkur næsta haust.
Við formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna tekur Guðlaug-
ur Þór Þórðarson, sem verið hefur 1. varaformaður sambandsins
frá 1989.
„Ástæður þessarar ákvörðunar
eru eingöngu persónulegar," sagði
Davíð í samtali við Morgunblaðið.
Hann starfar sem deildarstjóri í
samgönguráðuneytinu og hefur
lagt stund á nám í stjórnmála-
fræði við Háskóla íslands undan-
farin ár. „Vegna áforma um að
ljúka háskólanámi á næstunni og
anna í starfí tel ég mig ekki geta
sinnt skyldum mínum sem formað-
ur SUS sem skyldi og álít heppi-
legra að 1. varaformaður taki við.
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur
starfað lengi fyrir unga sjálfstæð-
ismenn við góðan orðstír og á
traust þeirra til forystustarfa,"
sagði Davíð.
Mikið starf framundan
Davíð sagði að mikið starf væri
framundan hjá Sambandi ungra
sjálfstæðismanna og samtökin
þörfnuðust því formanns, sem
gæti veitt þeim alla starfskrafta
sína. „Nú þegar er undirbúningur
kosningastarfs fyrir komandi
sveitarstjómakosningar hafinn,
sem kallar á mikil ferðalög um
landið. Jafnframt er að fara af
stað umfangsmikil málefnavinna
vegna komandi SUS-þings næsta
haust og landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins. Ungir sjálfstæðismenn
hyggjast mæta margefldir á lands-
fundinn og blása nýjum krafti í
stefnu Sjálfstæðisflokksins," sagði
Davíð. „Ég sakna þess að mörgu
leyti að geta ekki tekið þátt í þess-
ari skemmtilegu vinnu, en ég taldi
mig ekki geta varið það fyrir sjálf-
um mér að geta ekki einhent mér
í þessi störf.“
Ánægður með góðan árangur
Davíð sagðist ánægður með
þann árangur, sem náðst hefði í
formannstíð hans. „Það er fjarri
mér að þakka mér einum þann
góða árangur, sem náðst hefur.
Að starfínu hefur staðið öflug for-
ystusveit ungra sjálfstæðis-
rnanna," sagði Davíð. „Aðildarfé-
lögum SUS á landsbyggðinni hefur
fjölgað undanfarin fjögur ár.
Haustið 1989 voru aðildarfélögin
29, en nú eru þau 35 og flest bend-
ir tii að þeim fari enn fjölgandi.
Skráðum félögum í hreyfingu
ungra sjálfstæðismanna hefur á
sama tíma fjölgað úr tæplega
4.000 í tæplega 5.900. SUS er
vaxandi fjöldahreyfíng og er raun-
ar stærri en nokkur af stjórnmála-
flokkunum, að Sjálfstæðisflokkn-
um einum undanskildum. Ég lít á
þessa miklu fjölgun sem vott um
að ungt fólk aðhyllist stefnu Sjálf-
stæðisflokksins í auknum mæli og
sé tilbúið að Ijá framgangi sjálf-
stæðisstefnunnar starfskrafta
sína. Vonandi mun sá góði andi,
sem ríkt hefur í Sambandi ungra
sjálfstæðismanna, áfram draga að
sér kröftugt fólk.“
Nýstárlegar aðferðir
í kosningabaráttu
Davíð sagði að í formannstíð
hans hefði tvisvar sinnum verið
háð hörð kosningabarátta. „Ég
held að á engan sé hallað þegar
ég segi að hlutur ungs fólks í kosn-
ingabaráttu Sjálfstæðisflokksins
hefur aukist," sagði Davíð. „Mikil
áhersla hefur verið lögð á að ná
til yngsta kjósendahópsins og við
Davíð Stefánsson, fráfarandi
formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna.
höfum beitt til þess ýmsum nýstár-
legum aðferðum, til dæmis gerðum
við bíóauglýsingar og gáfum út
hljómplötu í stærsta upplagi, sem
framleitt hefur verið á Islandi."
Fjörugt í pólitíkinni
Davíð sagðist kveðja starfið í
Sambandi ungra sjálfstæðismanna
með söknuði. „Þetta voru fjörugir
tímar í pólitíkinni, bæði innan okk-
ar flokks, í landsmálunum og ekki
síst í alþjóðamálum. Berlínarmúr-
inn féll og heimsveldi kommúnista
leystist upp. Ég vil koma á fram-
færi þökkum til alls þess harðdug-
lega fólks, sem starfaði með mér
í þessi tæplega fjögur ár,“ sagði
hann. „Ég hyggst ekki hætta þátt-
töku í stjórnmálum þótt ég láti af
formennsku og taki mér stutt hlé.
Ég vona að ég muni áfram koma
að störfum Sambands ungra sjálf-
stæðismanna og Sjálfstæðisflokks-
ins.“
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fundað um fjármál heimilanna
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í ræðustól á
fundi samtakanna um fjármál heimilanna. Hægra megin á myndinni
eru Per Anders Stalheim, forsljóri norska Neytendaráðsins, og Sól-
rún Halldórsdóttir, hagfræðingur Netendasamtakanna.
Bréf bankastjórn-
ar Islandsbanka til
Ragnars H. Hall
ÍSLANDSBANKI hefur óskað eftir því við Morgunblaðið að það birti
bréf bankastjórnarinnar til Ragnars H. Hall, hrl., skiptastjóra Fórnar-
lambsins hf., sem dagsett er 16. mars 1993. Bréfið er svohljóðandi:
„Bréf Islandsbanka til yðar, dags.
8. mars sl., sem var svar við bréfi
yðar dags. 23. febrúar sl., hefur
orðið yður tilefni til umfjöllunar í
fjölmiðlum. Þar hefur komið fram
misskilningur, sem við teljum mikil-
vægt að leiðrétta. Af þessu tilefni
viljum við taka fram eftirfarandi:
1. íslandsbanki var ekki spurður
álits á því hvort rétt væri að gera
umrædda samninga milli tveggja
fyrirtækja í desember 1990 eða lagði
á ráðin um gerð þeirra.
2. Samningar um kaup og sölu
eigna, t.d. fasteigna, eru undantekn-
ingalítið gerðir án samráðs við veð-
hafa. Venjulega er gert ráð fyrir að
veðhafar láti slíka samninga af-
skiptalausa raski þeir ekki hagsmun-
um þeirra.
3. Umræddir kaupsamningar frá
15. desember 1990 höfðu engin áhrif
á lán bankans, veð eða aðrar trygg-
ingar. Því var ekki tilefni til þess
að bankinn gerði sérstakar athuga-
semdir vegna samningsins sjálfs. Á
sama hátt hafa aðrir kröfuhafar,
sem eru fjölmargir, þ. á m. ýmsir
opinberir aðilar, ekki heldur séð
ástæðu til athugasemda, svo vitað
sé.
4. Beiðnir fyrirtækisins um form-
lega breytingu á skuldara á nokkrum
tilteknum lánum voru ekki sam-
þykktar, þar sem lánin voru í van-
skilum.
5. Kaupsamningar fyrirtækjanna
voru ekkert leyndarmál. Frá þeim
var skýrt opinberlega. Þar á meðal
var frá þeim skýrt í fréttabréfí fyrir-
tækisins nr. 26 í febrúar 1991, en
því fréttabréfí mun hafa verið dreift
víða. Þeir voru einnig til umfjöllunar
í Morgunblaðinu 28. febrúar 1991.
íslandsbanka var því kunnugt um
samninginn fljótlega eftir að hann
var gerður. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum fólst í samningnum að jarð-
vinnu-, virkjana- og véladeild var
sameinuð Hagtölu hf. og Vélsmiðj-
unni Kletti hf. undir nafninu Hag-
virki-Klettur hf. Byggingadeild var
gerð að sjálfstæðu hlutafélagi undir
nafni Hagvirkis hf.
6. Áhrif samningsins á Qárhag
fyrirtækjanna komu hins vegar ekki
fram fyrr en í ársreikningum þeirra,
sem bankanum bárust um mitt ár
1991. Bankinn gerði í október það
ár skriflegar athugasemdir við árs-
reikninginn og þar kom m.a. fram
að eignir, sem verðlagðar voru í
kaupsamningum frá desember 1990,
voru of hátt metnar að mati bank-
ans.
7. Að gefnu tilefni er ástæða að
upplýsa, að lánveiting bankans, sem
fyrrum fjármálastjóri fyrirtækisins
hefur gert að umræðuefni i fjölmiðl-
um var að nær öllu leyti varið til
greiðslu eldri skulda.
Ráðstefna um framtíð
landbúnaðar í Evrópu
UNDANFARIÐ hafa átt sér stað miklar umræður í Evrópu um fram-
tíð landbúnaðar í álfunni. Meðal annars hefur athygli beinst að land-
búnaði á norðurslóðum. Evrópubandalagið hefur ákveðið að halda
ráðstefnu í Reykjavík þriðjudaginn 23. mars nk. í samvinnu við Búnað-
arbanka íslands og Stofnlánadeild landbúnaðarins til að fjalla um
þessi mál. Ráðstefnan ber yfirskriftjna „Framtíð landbúnaðarins í
nýrri Evrópu". Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu, hefst á há-
degi og henni lýkur kl. 17.
Ræðumenn verða bæði fulltrúar
íslenskra hagsmunaaðila og fulltrúar
EB. Halldór Blöndal, landbúnaðar-
ráðherra og Aneurin Rhys Hughes,
sendiherra EB á íslandi og í Noregi,
flytja ávörp. Haukur Halldórsson,
formaður Stéttarsambands bænda,
talar um „íslenskan landbúnað í nýrri
Evrópu" og Jóhannes Geir Sigur-
geirsson, alþingismaður og bóndi,
fjallar um „Stöðu landbúnaðar í al-
þjóðlegu viðskiptaumhverfí". Gerald
Bruderer, yfirmaður samskipta EB
og EFTA í landbúnaðarmálum hjá
landbúnaðardeild Evrópubandalags-
ins í Brussel, flytur erindi sem heitir
„Endurbætur á sameiginlegri land-
búnaðarstefnu EB“. Bruderer er
landbúnaðarverkfræðingur að mennt
og hóf störf hjá framkvæmdastjóra
EB 1964. Hann hefur víðtæka þekk-
ingu á landbúnaðarmálum í álfunni
og hefur sérhæft sig í landbúnaðar-
málefnum EFTA-landa að íslandi
meðtöldu.