Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 32 Sigríður J. Ragnar Sigríður J. Ragnar kennari lést á heimili sínu, Smiðjugötu 5, ísafirði, 10. mars sl. Hún fæddist á Gautlöndum í Mývatnssveit 26. júlí 1922. Sigríður flyst til ísaijarðar árið 1948 ásamt eiginmanni sínum, Ragnari H. Ragnar, sem ráðinn var til að setja á stofn Tónlistarskóla Ísaíjarðar. Ævistarf hennar var kennsla í tónlistarskóla, grunnskóla eða lífs- ins skóla, allir fóru af hennar fundi fróðari en þeir komu. Með tónfræðinemendum heima í borðstofu. Með börnum í grunnskól- anum þar sem námsefnið nær langt út yfir skólabækurnar. Með kvenna- listakonum í stofunni sinni á kafi í jfpólitík. Með stjóm tónlistarfélagsins að skipuleggja tónleika og taka á móti listamönnum. í eldhúsinu að baka vöfflur, þær bestu. Með kenn- urum tónlistarskólans að undirbúa nemendatónleika. Með Sunnukórn- um að syngja á ítölsku, ungversku og íslensk ættjarðarlög. Með inn- lendum og erlendum listamönnum. Með fullt hús af gestum, með fullt hús af nemendum tónlistarskólans. Víðlesin, fróð og kát, fordómalaus. Þannig minnist ég hennar. En best er að hafa átt þess kost að tala við hana eina, einn sumar- dag í sólskini úti í garði. Tala um blómin, náttúruna, fá að létta á hjarta sínu, þiggja góð ráð. Hlæja. | Hlusta á hana segja frá æskuslóðum sínum fyrir norðan, æskuheimili sem ávallt var í nánd þó að ástfóstri væri tekið við aðra sveit og ævi- starfí skilað þar. Og maður fer heim miklu ríkari en áður. Blessuð sé minning hennar. Bára Einarsdóttir. Undanfarið hef ég verið með hug- ann heima á ísafírði, hjá okkar allra besta og traustasta heimilisvini í ® tugi ára, Sigríði J._ Ragnar, þeirri dásamlegu konu. Isfírðingar voru svo lánsamir að fá þau heiðurshjón Sigríði og Ragnar H. Ragnar til að flytjast frá Vesturheimi heim á ísa- fjörð til að taka við nýstofnuðum tónlistarskóla þar í bæ. Með þeim hjónum kom eldri dóttir þeirra, Anna Áslaug. Síðar bættist við önn- ur dóttir, Sigríður, og sonurinn Hjálmar Helgi. Öll hafa þau stofnað eigin heimili og eru bamabömin fímm. Systkinin em öll mikið tónlist- arfólk eins og þau eiga kyn til. Þau hjón tóku við tónlistarskól- anum og gerðu hann að einum þeim besta hér á landi, eins og sést best á því hversu margir nemendur það- ían hafa komist vel áfram. í skólan- um var sérstaklega góður agi sem og uppeldisáhrif. Þar vom allir nem- endumir látnir spila á tónleikum þrisvar á vetri. Fyrst jólatónleikar, síðan miðsvetrar- og síðast vortón- leikar. Vom þá allir nemendur látn- ir spila á sviði Alþýðuhússins. Þetta gerði bömin upplitsdjarfari. Ekki er mér kunnugt um hvort aðrir skól- ar hafí verið búnir að taka upp þann sið fyrir fjörutíu ámm, þó að það sé algengt í dag. Heimili þeirra Siggu og Ragnars var heimili allra nemenda skólans. Þar fór fram kennsla alla daga. Svo vom á hveijum sunnudegi samæf- £ Tökum að okkur erfidrykkjur í ný uppgerðum Gyllta salnum. Hlaðborð og nýlagað kaffi kr. 790,- HótelBorg sími 11440. ingar fyrir alla nemendurna, öllum var tekið opnum örmum. Faðmur Siggu var stór og hlýr. Hún vildi veg allra nemenda sem mestan og gladdist yfír hveijum einasta sem spjaraði sig. Þetta var ekki lítið álag á heimil- ið, en það var fleira, t.d. bauð hún fyrir hver jól öllum kórfélögum til veislu. Ekki má heldur gleyma öllum þeim listamönnum sem þau hjón fengu heim á Isafjörð, margir hveij- ir heimsfrægir sem gáfu okkur mikla upplifun. Eftir tónleika var svo sest að veisluborði þar heima. Ef ég þurfti að bregða mér af bæ var yngri dóttir mín fljót að flytja heim til þeirra hjóna, en þar var líka Sigga litla, besta vinkonan. Þar var dekrað við hana svo að ég þurfti ekkert að flýta mér. Það var með ólíkindum hvað Sigga komst yfír. Hún kenndi í bamaskólanum, var lífið og sálin í tónlistarskólanum og söng í Sunnu- og kirkjukórnum; tók á móti fyölda gesta eins og ekkert væri sjálfsagð- ara, saumaði á sig og á börnin og hafði aldrei húshjálp. Hún kvartaði þó aldrei, ekki einu þegar hún veikt- ist í fyrra. Hún ætlaði sér að sigra, enda á góðum aldri. Það var einu sinni í haust að hún leit inn til mín, svo lifandi og hress. Því kvöldi gleymi ég aldrei. Hún var svo yndislega skemmtileg, var að segja mér frá afmælinu sínu og hvernig allir vildu allt fyrir hana gera. Hún átti ekki nógu stór orð til að hrósa öllum þeim sem gerðu daginn ógleymanlegan og var snort- in yfír þessari góðsemi. En átti hún þetta ekki skilið? Sigga er án efa ástsælasta kona sem Isafjörður hefur nokkru sinni átt; svo hispurslaus og yndislega góð við alla. Og ekki bara þar held- ur líka hjá frændfólki fyrir norðan, vítt og breitt um landið og langt út fyrir landsteinana náðu vinsældir hennar. Það er því engin furða þótt dimmt sé yfír góða, gamla bænum okkar, Isafírði, og drungalegt, við að sjá á bak slíkri konu. En það er víðar dimmt yfír og dimmast hjá þeim sem þekktu hana best. Hún var sú gest- risnasta kona sem við höfum kynnst. Ekki bara við mig og mína, heldur voru allir svo innilega velkomnir hjá þeim hjónum báðum. Já, minningamar era svo margar og fallegar. En það var ekki nóg að biðja og óska að allt snerist á betri veg, þótt vonin væri enn til staðar eftir elskulega jólakveðju frá Siggu. Ragnar, eiginmaður hennar, lést fyrir rúmum fimm áram og var hans sárt saknað. Heimili þeirra var öllum öðram ólíkt. Ragnar var haf- sjór af fróðleik og eftir því skemmti- legur. Þau hjónin vora svo samval- in. Slíkir öðlingar gleymast aldrei. Elsku bömum þeirra, sem mest hafa misst, svo og barnabörnunum fímm, systkinum Siggu og tengda- fólki, vottum ég og dætur mínar einlægustu samúð. Hjartans þakkir fyrir allt. J.B.I. Við fráfall Sigríðar Ragnar bregður ísafjörður litum. Þá er lok- ið einstæðum kafla í menningarsögu bæjarins. Sú saga hófst á árinu 1948, er þau Ragnar H. Ragnar vora kvödd til Ísaíjarðar í þágu tón- listarinnar, sem þau helguðu líf sitt af fölskvalausum trúnaði. Hann tók Sérfræðingar í blóinaskrcyliiiguin við »11 tækilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 við starfí skólastjóra í nýstofnuðum Tónlistarskóla ísafjarðar og síðar við margháttuðum öðrum störfum á þeim vettvangi. Hún gekk ekki feti skemur fram í þeirri baráttu, sem þá hófst. Saman lögðu þau lífs- hamingju sína að veði og voru svo samvalin, að afrek annars var afrek beggja. Sigríður Ragnar var af traustu þingeysku bergi brotin. Hún var fædd á Gautlöndum í Mývatnssveit 26. júlí 1922, dóttir hjónanna Önnu Jakobsdóttur frá Narfastöðum í Reykjadal og Jóns Gauta bónda og oddvita Péturssonar ráðherra Jóns- sonar. Á Gautlöndum var löngum rómað menningarheimili, eins og alkunnugt er. Um það var sagt, að allir hefðu þar virt í einu sæmd sína og sóma heimilisins, bæði húsráð- endur og vinnuhjú. Þeir, sem þekktu heimili þeirra Sigríðar og Ragnars að Smiðjugötu 5 á ísafírði, geta gert sér í hugarlund, að ekki hafi tilviljun ein ráðið sköpum í þeim ranni. Heimili Sigríðar og Ragnars H. Ragnar varð mörgum sem besti háskóli. Þangað sótti fólk á öllum aldri ómælda lífsfyllingu. Þarna var hinn raunveralegi samastaður Tón- listarskólans í hartnær fjóra ára- tugi. Þar var nemendum mætt með virðingu og hlýju og þeim öllum kennt „eins og þeir væra séní“, svo sem Ragnar komst að orði í útvarps- viðtali fyrir mörgum áram. Hver viðburður í tónlistarmenningu bæj- arins varð að hátíð á þessu heimili. Menn hafa sagt og haft fyrir satt, að þar hafi alla þá tíð, er þau lifðu bæði Sigríður og Ragnar, staðið óslitinn mannfagnaður í hinni sönnu merkingu þess orðs. Þar stóð hús- bóndinn í stafni með eld og reisn í fasi. Húsfreyjan átti þar ekki lakari hlut. Hún stýrði fleyi þeirra af skör- ungsskap og var eins og hann fræð- ari af lífí og sál. Börn þeirra þijú, Anna Áslaug, Sigríður og Hjálmar, sem einnig hafa helgað tónlistinni líf sitt og starf, bera órækan vott um trausta heimanfylgju. Sigríður Ragnar var að mörgu leyti einstök kona, stór í sniðum, ráðsnjöll og atorkusöm. Hún var kona, sem kunni að lifa, veita og njóta. Um fáa hefur mér fundist betur að eiga skilgreining Jónasar Hallgrímssonar á langlífí: Lífs- nautnin fijóva, alefling andans og athöfn þörf. Hugur hennar var leit- andi en hún lét ekki þar við sitja. Hugsjónir loguðu en athöfn fylgdi orðum. Hún vildi knýja á og leita fram en gaf um Ieið gaum að hinu smáa og fagra í rúmhelgri önn dags- ins. Hún lét sér í einlægni annt um það, sem máli skiptir í lífínu. Við Inga Ásta eigum Sigríði mik- ið upp að unna og þeim Ragnari báðum. Heimili þeirra stóð okkur ppið öll þau ár, sem við bjuggum á ísafirði. Þar nutum við vináttu þeirra og mannbætandi alúðar. Þar fengu drengirnir okkar styrkari stoð í tilverana með ömmu Siggu á eina hlið. Við eram þakklát fyrir þann ríkulega þátt, sem þau áttu í því að tryggja ísafírði sérstakan sess í hugum okkar og sona okkar um ókomna daga. Pétur Kr. Hafstein. í dag fer fram frá ísafjarðarkap- ellu útför Sigríðar J. Ragnars. Þá er fallin frá einn mesti máttarstólpi kórsins okkar. Skyndilega verður skarð sem erfitt verður að fylla. Þannig er einmitt nú hjá okkur í Sunnukórnum á ísafírði, þegar einn besti af okkar félögum, hún Sigga okkar, er horfin yfír móðuna miklu. Ég ætla ekki að rekja ævi Sigríð- ar, það veit ég að einhver annar gerir sem þekkir betur til. Ég vil aðeins rita nokkur fátækleg þakk- arorð sem hún á svo sannarlega skilið frá okkur Sunnukórsfélögum. Sigríður starfaði í áratugi með kórn- um og studdi kórfélaga með ráðum og dáð og var ávallt vakin og sofin með okkur félögunum. Hún vildi veg kórsins sem mestan. Merkilegt hvað hún Sigga hafði alltaf tíma til alls, svo önnum kafín sem hún var. Henni féll aldrei verk úr hendi, meðan við nutum stuðnings þeirra heiðurs- hjóna, hennar og Ragnars H. Ragn- ar, okkar ástkæra söngstjóra til íjölda ára. Þau voru máttarstólpar kórsins í áratugi, en nú eru þau bæði horfín af sjónarsviðinu og erf- itt verður að fylla upp í það tóma- rúm sem hefur myndast vegna frá- falls þeirra beggja. Blessuð sé minn- ing þeirra. Það eru ljúfar minningar sem koma upp í hugarin þegar við hugs- um til Siggu okkar. Það er svo margt að minnast á í starfí kórsins með Siggu. Mig langar þó aðeins að minnast á eitt sem er nærtækt atvik. Sunnukórinn fór I söngför til Norðurlands fyrir tveimum áram og farið var um bernskubyggðir Siggu. Sigga sagði mér að því miður gæti hún ekki farið með okkur í þessa ferð, þar sem hún þyrfti að vera í Reykjavík á sama tíma, þó að löng- unin væri mikil að vera með okkur. Norður fóram við án Siggu og okk- ur fannst vanta svo mikið þegar hana vantaði. Þetta var svipað og barnahóp vantaði móður sína. Já, hún var okkur eins og móðir. Á öðram degi voram við á Akureyri, og allt í einu var Sigga meðal okk- ar. Við gátum tekið gleði okkar aft- ur. Hún hafði búið svo um hnútana að hún gæti verið með okkur. Ogleymanlegar eru þær stundir sem við áttum með henni í ferðinni og allur sá fróðleikur sem hún miðlaði okkur. Ógleymanleg er ferðin sem við fóram kringum Mývatn og Skjól- brekku með Siggu og bróður hennar Böðvar sem leiðsögumenn. Þessi ferð var alveg sérstök og gleymist seint. Svona var Sigga alltaf tilbúin að hjálpa og miðla þeirri þekkingu sem þún hafði. En þó að hún sé horfín frá okkur, vitum við að hún vakir yfir okkur. Við Sunnukórsfélagar þökkum Siggu samverana og samstarfið í öll þessi ár er hún starfaði með okkur. Við vottum bömum hennar og ættingjum innilega samúð og sendum hlýjar kveðjur. F.h. Sunnukórsins á ísafirði, Reynir Ingason. Flautuleikarinn, sem franski mál- arinn Manet málaði, hlustaði upp á vegg á allar samæfíngar í Smiðju- götu 5 því að húsið var að hluta til I útlöndum. Þau okkar sem komu á þessar samæfingar en urðu ekki músíkantar lærðu heilmikið um ann- að en músík í þessu húsi. Hluti námsefnisins var forgangsröðun líf- snauðsynja. Þar vora músík, bækur og myndir ofar á lista en I öðram húsum bæjarins og eins og lífíð í þessu húsi væri sterkara en víða annars staðar. Þótt ég kynntist einungis Sigríði sem nemandi í tónfræði í nokkra vetur sem unglingur var eins og ég væri að hitta gamla vinkonu og jafn- öldra í hvert skipti sem ég Hitti hana síðan. Hún var alltaf jafn skemmtileg, sjarmerandi og orku- mikil og landlægur bölmóður fjarri henni. Fyrir nokkram áram þegar ég var að tala við hana um myndir og íslenska náttúra fór hún með nokkr- ar línur úr Áföngum Jóns Helgason- ar (utanað að sjálfsögðu): Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjum garði; áburð og ljós og aðra virkt enginn til þeirra sparði; mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði. og ég hugsaði um þesar línur þegar ég frétti að Sigríður væri horfín. Ef líkja má fólkinu fyrir vestan við jurtir, og þá helst harðgeran mel- grasskúfínn, þá vora þau Sigríður og Ragnar einkennileg blóm. Þau vora harðgerð að því leyti að vinnu- harka þeirra var mikil, en jafnframt bára þau með sér angan útlanda og heimsmenningarinnar. Sam- ferðamönnum þeirra á Isafírði hefði tilveran verið svo heilmiklu lit- lausari án þeirra. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þeim. Svala Sigurleifsdóttir. Þeim, sem voru svo heppnir að kynnast og mótast af Siggu og Ragnari þegar þau vora á fullu að byggja upp margfrægt skólahald sitt á ísafirði á 6. og 7. áratugnum, gengur illa að minnast annars þeirra án hins. Þau mynduðu teymi. Það sem varð, hefði orðið einhvern veg- inn allt öðru vísi, nema vegna þess að einmitt þau tvö unnu verkið sam- an. Þótt okkur sem í dag störfum að tónlistarfræðslu þyki stundum þungt fyrir fæti, vora þetta tímar sem ómæld orka fór í að sannfæra fólk um að eitthvert vit væri í að veija fé til tónlistarfræðslu barna. Kaup á einu píanói gat vafist lengi fyrir heilli bæjarstjórn og almenn- ingur var hreint ekki of viss um, hvort börn gætu yfirleitt lært að spila að nokkru gagni, þannig að sú mennt væri ómaksins verð. Enn síður var sú hugsun fædd hérlendis, að viðfangsefnið kynni að hafa þro- skagildi langt umfram fingrafímina við hljómborðið. Að segja að þau hafi „verið á fullu" er ekki orðfæri í ströngum minningargreinastíl, en nær þó nokkurn veginn því óformlega and- rúmi, andlega fjöri og lífskrafti, sem ríkti í kringum þessar óvenjulegu manneskjur og smitaði þá sem minna höfðu af slíku frá náttúrunn- ar hendi. Eiginleikar eins og hlýja og alþýðleiki era þó miklu ofar í huga, þegar Siggu er minnst, heldur en annríki og stress. Hún var ein af þeim góðu manneskjum á ísafirði, sem ég átti griðastað hjá, er sá ógnvaldur heijaði í minni eigin fjöl- skyldu, sem nú hefur lagt hana sjálfa að velli. Sigríður J. Ragnar var merkisberi menningar og mennta án minnsta votts af hroka og yfirlæti, vegna þess að hún var það sem hún boðaði, vandvirk elju- manneskja og skemmtileg í tilbót. Því þurfti hún hvorki að setja sig í stellingar né breyta um tungutak, hvort sem umræðuefnið var hús- haid, stjórnmál eða list. í skóla Ragnars og Siggu ríkti það grandvallarviðhorf, að öll eðlileg börn væra nógu músíkölsk til að geta komið fram og skilað vel unnu verki, væri þess gætt að verkefnið væri vð hæfí hvers og eins. Nærri má geta að brösótt hefur verið að framkvæma slíka stefnu oftsinnis á hveiju skólaári, einkum á meðan skólinn var svo til eingöngu píanó- skóli. Málamiðlun milli góðrar upp- eldisstefnu og makræðis mannfólks- ins kom þó ekki til greina, allir skyldu taka á honum stóra sínum. Þeir nemendur, sem enn áttu í erfið- leikum með lögin sín á aðalæfíngu í Alþýðuhúsinu fyrir tónleika skól- ans að kvöldi, voru gjarnan sendir heim í stofu til Siggu í Smiðjugöt- unni, sem tók þeim opnum örmum og beitti hinum þrautreyndu megin- reglum við leikniþjálfun, endurtekn- ingu, uppörvun og vongleði. Þau meðul hrifu oftast og allt fór vel, þótt ekki mætti tæpara standa kapphlaupið við tímann. Við Sigga áttum það sameigin- legt að starfa bæði sem tónlistar- skólakennarar og kennarar í al- menna skólakerfínu. Ég hef verið talsmaður þess að sameina þá tón- listarfræðslu byijenda sem nú fer fram í tónlistarskólum, almennings- fræðslu í almenna skólakerfinu. Það kom mér nokkuð á óvart að þessi boðskapur minn lagðist ekki vel í alþýðufræðarann Sigríði J. Ragnar, sem vildi halda þessu tvennu að- skildu. Tvívegis tókumst við á um þetta, í góðu. Eftir að hafa sjálfur orðið fyrir niðurskurðarhníf skóla- manna, sem enn hafa ekki áttað sig á að í tónlist lærir fólk meira en tónlist, munu varnaðarorð Siggu fá mig til að hugsa tvisvar. Starf Sigríðar og Ragnars á fsafírði breytti ýmsu um mannlíf þar og lífsstefnu ýmissa ungmenna, þ. á m. þess sem þetta ritar. Þeim sem fengu að sitja við það andlega og líkamlega veisluborð, sem stóð í Smiðjugötu 5 í nær fjóra áratugi, hlýtur að finnast sem ákveðið tíma- skeið sé á enda runnið nú, að þeim báðum gengnum. Við það borð rannu gjarnan saman dagur og nótt, starf og skemmtun, gaman og al- vara. Fyrir þær stundir þakka ég. Þórir Þórisson tónlistarkennari. Fleiri minningargreinar um Sigríði J. Ragnar bíða birt- ingar og munu birtast á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.