Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 44
MICROSOFT. einarj.
WlNDOWS. SKÚLASONHF
MORGVNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Velta land-
búnaðar-
ráðuneyt-
is meiii en
Eimskips
ÍSLENSKA landbúnaðarráðu-
neytið veltir meiri fjármunum á
ári hverju en Eimskipafélag Is-
lands hf. Velta heilbrigðisráðu-
neytisins er meiri en samanlögð
velta Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna og íslenskra sjávaraf-
urða. Þetta kom fram í ræðu Frið-
riks Sophussonar fjármálaráð-
herra á ráðstefnu um stjórnun í
ríkisrekstri sem haldin var í gær.
^ Sagði Friðrik að fæstir gerðu sér
Mfrein fyrir hversu umfangsmikill rík-
isreksturinn væri orðinn. Ráðuneyti
sem talin væru tiltölulega lítil í
stjórnkerfinu væru jafn umfangs-
mikil í rekstri og stærstu einkafyrir-
tæki hér á landi. Friðrik sagði að
þessar staðreyndir sýndu mikilvægi
þess að staðið sé rétt að ríkisrekstr-
inum. Sagði hann að engin heildstæð
stefna hefði verið mótuð um hvernig
klæða mætti ríkisreksturinn í nútí-
malegan búning til lengri tíma.
Vinnuhópar fjalla um umbætur
Fjöldi stjórnenda ríkisstofnana og
forystumanna samtaka á sviði hins
opinbera sóttu ráðstefnuna. Að
henni lokinni var ráðstefnugestum
skipað í vinnuhópa sem eiga að fjalla
um leiðir til nýsköpunar og umbóta
í ríkisrekstrinum á næstu vikum og
mun fjármálaráðherra kynna niður-
stöður þeirra á ráðstefnu sem haldin
verður í maí.
Sjá bls. 22-23: „ViH skoða...“
Dómur
fellur á
Flórída
Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
DÓMUR var kveðinn upp yfir
íslendingunum tveimur sem ját-
að hafa smygl á steralyfjum til
Flórída í gær. Var annar þeirra-
dæmdur til sjö mánaða fangelsis-
vistar og hinn til átta mánaða
fangelsisvistar. Hvor um sig var
dæmdur til að greiða 50 dollara
sekt. Sektardómur fylgir öllum
dómsuppkvaðningum í Flórída
og voru tvímenningarnir látnir
greiða lágmarkssekt.
Mennirnir hafa báðir setið í rík-
isfangelsi í Flórída frá því að þeir
voru handteknir við móttöku og
sölu steralyfja 13. nóvember í
fyrra. Sú fangelsisvist kemur til
frádráttar úrskurðinum nú þannig
aðannar er laus í júní og hinn íjúlí.
í stuttum varnarræðum lögðu
vetjendur Islendinganna áherslu á
að mál þeirra hefði vakið mikla
athygli á Islandi og þeir verið út-
hrópaðir í blöðum þannig að fjöl-
skyldur þeirra hefðu orðið verr úti
en skyldi vegna afbrota þeirra.
Verjendurnir sögðu eftir dómsupp-
kvaðninguna að þeir væru mjög
ánægðir með endanlega dóma í
málinu og alla málsmeðferð af
hendi ákæruvaldsins.
Hæstiréttur ógildir úrskurð heilbrigðisráðherra um lyfjaverð
Saltnotkun í Reykjavík í ár stefnir í algert met
Ofærðin kostaði 1-2 millj.
24 ruðnings- og moksturstæki voru kölluð út snemma í gærmorgun
til að ryðja snjó af götum borgarinnar og var algeng sjón í gær að
sjá bíleigendur og starfsmenn borgarinnar að glíma við ófærðina.
Byijað var á strætisvagnaleiðum en síðan tóku aðrar götur við.
„Við eigum nóg af salti og höfum alltaf átt en saltnotkunin í ár
stefnir í algjört met,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson gatnamála-
stjóri. í janúar var kostnaður við snjóruðning og mokstur 40 milljón-
ir og sagði Sigurður að fjárveiting fyrir allt árið væri langt komin.
„Það er ekki snjómagnið sem ræður heldur umhleypingar sem hafa
áhrif á kostnað," sagði hann. „Ætli klukkustundin kosti ekki um
150 þúsund krónur eða 4 til 5 þúsund á hvert tæki. Svona dagur
eins og í gær gæti kostað um eina og hálfa til tvær milljónir enda
er vakt frá klukkan 4 á nóttu til 11 á kvöldin og ef snjóar eftir
það halda menn áfram allan sólarhringinn."
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Sverrir
Dómurinn hefur í för
með sér 3% verðhækkun
HÆSTIRÉTTUR hefur lýst úrskurð heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra um lyfjaverð frá 18. desember sl. ógildan og Guðjón Magn-
ússon, skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu,
vanhæfan til setu í lyfjaverðlagsnefnd. Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðisráðherra segir að úrskurður Hæstaréttar hafi í för með sér
3% hækkun á útsöluverði lyfja og hafi fordæmisgildi fyrir stjórn-
kerfi landsins.
-------------
Gómaður við
sölu á landa
LÖGREGLUMENN í Breiðholti og
Grafarvogi handtóku í gærkvöldi
mann sem var að selja landa í
Hólahverfi og var hann með 20
lítra af landa í bílnum hjá sér
þegar hann var handtekinn. í
framhaldi af því handtóku lög-
reglumennirnir mann í vestur-
hluta borgarinnar sem játaði að
hafa framleitt veigarnar og voru
framleiðslutækin gerð upptæk.
Að sögn lögreglunnar í Breiðholti
játaði bruggarinn að hafa framleitt
og selt 200 lítra af eimuðum landa,
en engin framleiðsla var í gangi hjá
honum þegar hann var handtekinn
og fundust aðeins fímm lítrar af
-landa í fórum hans. Maðurinn sem
er um tvítugt hefur áður verið tekinn
fyrir framleiðslu á landa.
Félag íslenskra stórkaupmanna
höfðaði þetta mál á hendur heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra en
kærunni var vísað frá Héraðsdómi
Reykjavíkur. Málinu var áfrýjað til
Hæstaréttar 18. janúar sl. þar sem
það sætti flýtimeðferð.
Samkvæmt lyfjalögum skal heil-
brigðisráðherra skipa lyfjaverðlags-
nefnd eftir tillögum hagsmunaaðila.
Þá skipar ráðherra fimmta mann í
nefndina án tilnefningar, og skal
hann vera sérfróður um lyfsölumál.
Verði ágreiningur innan nefndarinn-
ar um lyfjaverð skal ráðherra skera
Úr.
Guðjón vanhæfur
Heilbrigðisráðherra skipaði Guð-
jón Magnússon, skrifstofustjóra heil-
brigðisráðuneytis, í lyfjaverðlags-
nefnd frá 1. maí 1992. Guðjón var
flutningsmaður að tillögum þeim
sem ágreiningur varð um í nefndinni
á fundi hennar 16. desember 1992.
Ágreiningnum var vísað til heilbrigð-
isráðherra og úrskurðaði hann um
málið 18. desember 1992, m.a. um
að heildsöluálagning lyfja skyldi
verða 12,5%. Urskurðurinn var í
samræmi við tillögur Guðjóns og án
forsendna, eins og segir í dómi
Hæstaréttar. Þar segir ennfremur
að fyrir liggi að það gæti fallið und-
ir starfssvið hans að hafa afskipti
af meðferð mála sem koma frá lyfja-
verðlagsnefnd og að undirbúa úr-
skurð ráðherra. Þátttaka hans í
störfum nefndarinnar myndi valda
vanhæfi hans til að gegna þeim
störfum í ráðuneytinu er leiða kunna
af ágreiningi í nefndinni.
Grundvallarbreyting á
stjórnkerfinu
Sighvatur Björgvinsson sagði að
niðurstaða Hæstaréttar gengi þvert
á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík-
ur og umboðsmanns Alþingis. Þrátt
fyrir það væri hún á margan hátt
eðlileg. Sighvatur sagði að dómur
Hæstaréttar hefði tvær afleiðingar:
„Álagning heildsala í lyfjaverslun
hækkar nú um 20% sem mun hækka
útsöluverð lyfja um 3%. Ég fæ ekki
séð af þessari niðurstöðu annað en
Hæstiréttur sé að fella hér mjög
fordæmisskapandi prófmálsúrskurð
sem þýðir einfaldlega það að í öllum
nefndum og ráðum ríkisins, sem
fjalla um mál sem hugsanlega geta
komið til úrskurðar ráðherra, sé
óheimilt að skipa ráðuneytisstarfs-
menn. Það er grundvallarbreyting á
því stjórnkerfi sem við höfum komið
okkur upp,“ sagði heilbrigðisráð-
herra.
Sighvatur kvaðst telja hugsanlegt
að Hæstiréttur væri að lagfæra
stjórnkerfí íslendinga, því hver dóm-
urinn af öðrum hefði gengið gegn
stjórnkerfinu fyrir Mannréttinda-
dómstóli Evrópu.
Birgir Rafn Jónsson, formaður
Félags íslenskra stórkaupmanna,
fagnaði niðurstöðum Hæstaréttar.
„Þetta er fyrsta málið sem fær flýti-
meðferð og það er mjög mikil rétt-
arbót að því, hvort sem um er að
ræða fyrirtæki eða einstaklinga,"
sagði Birgir Rafn.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Þór Vilhjálmsson, Gunnar M.
Guðmundsson, Haraldur Henrysson,
Hjörtur Torfason og Hrafn Braga-
son.
2 ára fang-
elsi fyrir
barnsrán
íjæstiréttur hefur dæmt
Donald Feeney í 2 ára fangelsi
og James Grayson í 8 mánaða
fangelsi, þar af 6 skilorðs-
bundna, fyrir að reyna að nema
á brott dætur Ernu Eyjólfsdótt-
ur. Sakbomingarnir sögðu eftir
dómsuppkvaðninguna að þeir
teldu sig ekki hafa fengið sann-
gjörn réttarhöld.
Sjá bls. 4: „Báðir Banda-
ríkjamennirnir dæmdir..."
Fórst með
Akurey AK
MAÐURINN sem fórst með
Akurey AK 134 hét Barði
""Érling Guðmundsson, 47 ára
gamall.
Hann fæddist 28. nóvember
árið 1944 og var til heimilis að
Vallholti 17, Akranesi. Hann
lætur eftir sig eiginkonu og þrjú
börn.
Barði Erling Guðmundsson