Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 Drög að heildstæðri utanrí kisstefnu eftir Björn Bjarnason Hvarvetna eru ríkisstjórnir, þjóðþing, menntastofnanir, fyrir- tæki og einstaklingar, alþjóða- stofnanir og alþjóðasamtök að laga sig að breyttum aðstæðum í heimsmálum. Er brýnt fyrir alla að skipulega sé að slíkri aðlögun staðið þannig að höfuðatriði falli ekki í skuggann í umræðum sem snúast oft um tímabundin við- fangsefni. Það sem hæst ber á hverri stundu þarf síður en svo að skipta mestu til lengdar. í því skyni að huga að stöðu íslands í hinu alþjóðlega umróti og sérstaklega með hliðsjón af öryggis- og varnarmálum skipaði Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra nefnd manna í júní sl. til að auðvelda íslenskum stjórn- völdum að meta áhrif hinna um- fangsmiklu breytinga í alþjóða- málum og bregðast við þeim með viðeigandi hætti. í nefndina völd- ust embættismenn úr forsætis- ráðuneyti auk tveggja þingmanna og er sá, sem þetta ritar, annar þeirra. Nefndin lauk nýlega störf- um og hefur gefið út skýrslu Ör- yggis- og varnarmál íslands (54 bls.). Er skýrslan til sölu í utanrík- isráðuneytinu. Nefndin fór ekki þá leið að setja fram sérgreindar tillögur, enda ekki falið það í erindisbréfi utan- ríkisráðherra. Á hinn bóginn fer Ný gerð bamabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verðkr. 10.998,- Borgartúni 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 Wlterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! m lesandinn ekki í grafgötur um við- horf nefndarinnar til þeirra megin- þátta sem hún skoðaði. Þá er ljóst að nefndin er til dæmis eindregið fylgjandi því að ísland sé aukaað- ili að Vestur-Evrópusambandinu (VES), svo að nefnt sé nýmæli í öryggis- og varnarmálastefnunni. Skýrir grunnþættir Nefndinni var sérstaklega falið að fjalla um tvíhliða varnarsam- starf íslands og Bandaríkjanna. í því skyni að gera sér sem gleggsta grein fyrir stefnu bandarískra stjórnvalda fór nefndin til Was- hington og hitti þar fulltrúa utan- ríkisráðuneytis, vamarmálaráðu- neytis, herráðs Bandaríkjanna og forsetaembættisins. Að loknum þessum fundum í Washington í september var gefin út tilkynning. Þar kemur fram að í viðræðunum hafi báðir aðilar þeirra ítrekað áframhaldandi mikilvægi þess samstarfs þeirra sem byggist á varnarsamningi ríkjanna frá 1951 og hafi stuðlað að því að tryggja öryggi þeirra og Atlantshafsbandalagsríkjanna allra. í tilkynningunni segir: „Bent var á að vamarsamstarf íslands og Bandaríkjanna hefði sérstak- lega mikilvægu hlutverki að gegna sem liður í öryggiskerfinu er teng- ir NATO-ríki Evrópu og Norður- Ameríku um Atlantshaf. Þeir [við- ræðuaðilarnir] staðfestu vilja sinn til að halda áfram samstarfi sínu báðum til hagsbóta á grundvelli náinnar samvinnu og samráðs í anda varnarsamningsins frá 1951.“ Það skipti höfuðmáli fyrir starf nefndarinnar að geta byggt á hinni skýra stefnumörkun sem felst í þessari Washington-tilkynningu. Þar eru homsteinar stefnu íslands í öryggis- og varnarmálum nefnd- ir, það er samstarf Atlantshafs- ríkjanna innan NATO og tvíhliða varnarsamningurinn við Banda- ríkin. Nefndin segir: „Varnarsam- starfið við Bandaríkin og þátttaka íslands í samstarfínu innan Atl- antshafsbandalagsins era og verða hin bjargfasta undirstaða öryggis landsins." Hin höfuðforsendan í skýrslu nefndarinnar er að hran Sovétríkj- anna og aðrar breytingar tengdar upplausn heimsvaldakerfis komm- únismans dragi ekki úr þörf ís- lendinga á að gæta öryggishags- muna sinna. Með öðrum orðum sé hér um varanlega hagsmuni að ræða og þá verði að tryggja. Jafn- framt er lögð áhersla á að skil- greina verði þessa hagsmuni á víð- tækari hátt en gert hefur verið og ekki verði staðinn vörður um þá nema með virkri þátttöku í al- þjóðlegu samstarfí og með varnar- samstarf við vinveitt nágrannaríki. Þátttaka í fjölþjóðasamstarfi í skýrslu nefndarinnar er rætt um þátttöku íslands í fjölþjóða- samstarfí. Sérstaklega er fjallað um Atlantshafsbandalagið, Norð- ur-Atlantshafssamstarfsráðið (þ.e. samstarfsvettvang NATO- ríkja og ríkjanna í Mið- og/Austur- Evrópu og Sovétríkjunum fyrrver- andi), Vestur-Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar, Ráðstefn- una um öryggi og samvinnuna í Evrópu, Evrópuráðið, Norður- landasamstarfið og tengsl íslands við Evrópubandalagið. Ýmsir hafa haldið því fram í umræðum um þátttöku íslands í starfi Vestur-Evrópusambandsins (VES), að hún sé í andstöðu við aðildina að NATO og varnarsam- starfíð við Bandaríkin. Nefndin kemst að gagnstæðri niðurstöðu. í skýrslu hennar segir: „Áukaaðild íslands að VES er í fullu samræmi við grundvallar- þætti íslenskrar öryggisstefnu. Hún er árangursríkt_ skref til að koma í veg fyrir að ísland heltist úr lestinni í samráði og sameigin- legri stefnumörkun Evrópuríkja í öryggismálum. Nauðsynlegt er, að ísland tali máli Atlantshafssam- starfsins innan sambandsins.“ Björn Bjarnason „Við íslendingar þurf- um eins og aðrar þjóðir að tileinka okkur nýjar áherslur í umræðum um alþjóðamál almennt og öryggis- og varnar- mál okkar sjálfra sér- staklega. Nefndar- skýrslan sem hér hefur verið lauslega kynnt ætti í senn að geta orð- ið grundvöllur um- ræðna og stefnumótun- ar við breyttar aðstæð- ur. Aðrar kröfur Nefndin vekur athygli á þeirri staðreynd að spennan í samskipt- um austurs og vesturs hafi valdið því að rödd íslands hafði oft meira vægi á alþjóðavettvangi en annars hefði verið. Aðstaðan sé nú önnur að þessu leyti. Sé ákaflega mikil- vægt að stjórnvöld og almenningur átti sig á þessari breytingu. Islend- ingar verði að laga sig að henni og haga starfi sínu á alþjóðavett- vangi í samræmi við það. Við hin- ar nýju aðstæður kunni að vera erfiðara en áður að láta rödd Is- umboði Sameinuðu þjóðanna eða Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu. Af þeim sökum öllum hafa minnkandi umsvif Norðurflota Rússa einungis tak- mörkuð áhrif á mikilvægi Kefla- víkurstöðvarinnar fyrir íslendinga og bandamenn þeirra.“ Hér skal öðrum látið eftir að draga ályktanir af þessum ábend- ingum nefndarinnar. Til skýringar á þeim má meðal annars nefna þá staðreynd að á tímum Persa- flóastríðsins fóru um 1500 fleiri flugvélar um Keflavíkurflugvöll en við venjulegar aðstæður. Grundvöllur stefnumótunar lands heyrast eða fá aðrar þjóðir til að taka tillit til hennar. Þessi viðvöranarorð eiga erindi þótt nefndin sé eindregið þeirrar skoðunar að ísland hafí áfram mikla þýðingu fyrir hagsmuni NATO á Atlantshafi og í Evrópu, eða eins og segir í skýrslunni: „Breyttar aðstæður og nýjar áherslur í varnarstefnu NATO hafa aukið mikilvægi Iandsins fyr- ir frið og stöðugleika í Evrópu. Keflavíkurstöðin tengist náið þeim möguleika að NATO-ríkin beiti sér utan varnarsvæðis bandalagsins í Við íslendingar þurfum eins og aðrar þjóðir að tileinka okkur nýj- ar áherslur í umræðum um al- þjóðamál almennt og öryggis- og varnarmál okkar sjálfra sérstak- lega. Nefndarskýrslan sem hér hefur verið lauslega kynnt ætti í senn að geta orðið grundvöllur umræðna og stefnumótunar við breyttar aðstæður. Enn er vafalaust ágreiningur um það á stjórnmálavettvangi hér, hvort íslendingar þurfi að gæta einhverra öryggishagsmuna. Deil- ur um það settu fyrr á árum mik- inn svip á stjórnmálabaráttunni og eigi að síður sú leið að semja við Bandaríkjamenn um gæslu þessara hagsmuna. Umræður um þessa þætti hafa tekið á sig nýjan svip og deilur um þá eru ekki jafn- miklar og áður. Fallist menn á það með nefnd- inni að nauðsynlegt sé að gæta hinna varanlegu öryggishags- muna hefur starf hennar strax skilað árangri. Þá verður auðveld- ara en ella að nálgast það sem lýst er á þennan hátt í skýrslu nefndarinnar. „Breytingar þær, sem átt hafa sér stað, gera að verkum að renna þarf fleiri stoðum undir íslenska öryggishagsmuni en varnarsamningnum við Banda- ríkin og aðildinni að NATO. Að- stæður nú útheimta fjölþættari og virkari þátttöku í alþjóðastarfí og að ísland axli meiri byrðar en áður. Aðlögun að breyttum aðstæðum í heiminum kalla á ráðstafanir til að kröftum á heimavelli sé stillt saman og þeim beitt með skilvirk- um hætti. Allt krefst þetta heildstæðrar utanríkisstefnu og markvissrar þátttöku íslenska ríkisins." Líta má á þessa skýrslu sem viðleitni til að draga fram atriði sem hljóta að einkenna heildstæða utanríkisstefnu. Slík stefna verður að njóta almenns stuðnings og hann fæst ekki nema með umræð- um fyrir opnum tjöldum. Skýrslan er vonandi góður grannur að nauð- synlegum umræðum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tónlistarfélag Reykjavíkur með tónleika í íslensku óperunni Lágfiðlu- og píanó- verk meistaranna Tónlistarfélagið í Reykjavík stendur fyrir tónleikum í Is- lensku óperunni, í dag, þriðju- daginn 23. mars, kl. 20.30. Á tónleikunum leika þær Ásdís Vaidimarsdóttir, víóluleikari, og Steinunn Birna Ragnars- dóttir, píanóleikari, verkin „Marchenbilder op. 113, eftir Robert Schumann, Sónötu fyrir píanó og lágfiðlu í f-moll op. 120, eftir Johannes Brahms og Sónötu op. 147 fyrir lágfiðlu og píanó eftir Dmítrí Sjostako- vitsj. Ásdís Valdimarsdóttir lauk meistaragráðu í lágfiðluleik frá Juillard-skólanum í New York, og einleikaraprófi frá Tónlistarhá- skólanum í Detmold í Þýskalandi árið 1987. Henni hefur boðist að leika á mörgum þekktustu kam- mermúsíkhátíðum heims, þar á meðal í Marlbora, þar sem hún komst í kynni við Miami-kvartett- inn sem hún starfaði með í eitt ár. Hún er nú búsett í Frankfurt, og leikur með „Deutche Kam- merphilharmonie" í flestum helstu tónleikasölum þeirra og reglulega í Berlín, Vín og M?nchen, auk þess sem hún spilar kammertónl- ist með ýmsum öðrum hópum víða um Evrópu. Töluvert er um liðið síðan Ásdís lék hér á landi síðast. Steinunn B. Ragnarsdóttir lauk píanókennaraprófi (1979) og ein- leikaraprófi (1981) frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík, en meist- aragráðu hlaut hún frá New Eng- land Conservatory árið 1987. Hún Ásdís Valdimarsdóttir Steinunn Birna Ragnarsdóttir starfaði á Spáni um tíma sem ein- leikari og þátttakandi í kammer- músíkhópum. Þar hlaut hún Gran- Podium-verðlaunin sem veitt eru- af„Juventuts del Musicals" í Barc- elona. Steinunn kom í fyrra fram á vegum útvarps-og sjónvaps- stöðvarinnar bandarísku WGBH í klukkustundarlöngum þætti sem sendur var út þar í landi og víð- ar. Hún starfar nú við Tónlistar- skólann í Reykjavík. i í » » » » » I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.