Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
Spasskí um einvíg-ið umdeilda við Fischer í Sveti Stefan/Belgrad
Hefði verið fús að tefla
við hann niðri í eldgíg
HÁRIÐ er orðið næstum hvítt, hann hefur gildnað talsvert en
augun eru enn snör og rómurinn sem fyrr djúpur, fasið valds-
mannslegt. Borís Spasski, fyrrverandi heimsmeistari í skák,
dvaldist hér á landi í nokkra daga í tengslum við landskeppni
Frakka og Islendinga í skák sem nú er að Ijúka, var sendur
hingað af franska skáksambandinu og naut sama viðurgern-
ings og frönsku keppendurnir, þótt hann treysti sér ekki tíl
að tefla að þessu sinni. í fyrra háði hann einvlgi við Bobby
Fischer I Svartfjallalandi og Serbíu, sem frægt er orðið og
tapaði á ný fyrir Bandaríkjamanninum. Sumum finnst einnig
að tala megi um bræðrabyltu því að Spasski og Fischer hafí
tapað samúð umheimsins sem fordæmi þá ákvörðun þeirra að
tefla um milljónir dollara frá Serbum meðan saklaust fólk var
murkað niður í grannlandinu Bosníu. Blaðamaður Morgun-
blaðsins ræddi við Spasski um einvígi, Fischer og pólitík, einn-
ig ástandið í gamla heimalandinu, Rússlandi. Framan af er
Spasski á verði, hefur líklega heyrt ávæning af harkalegri
gagnrýni hér heima vegna einvígisins í fyrra. Augun skjóta
gneistum þegar honum fínnst spurningarnar ósanngjarnar,
rússneski hreimurinn verður sterkari og það bregður fyrir
handapati; hann hefur búið í Frakklandi frá 1977.
heimsins meira að Júgóslavíu fyr-
ir vikið en ég held að það hafi
verið full þörf á þvi, að fólk fengi
meiri og ítarlegri fréttir frá land-
inu, af hörmungunum á þessum
slóðum.
Um þetta leyti var rekinn mjög
harður, einhliða áróður gegn
Serbíu í ijölmiðlum á Vesturlönd-
um. Nú hefur þetta lagast mikið,
til allrar hamingju, fólk fær miklu
betri upplýsingar. Fólk skilur að
Serbía er ekki vandinn í sjálfu sér
og þetta fínnst mér mjög mikil-
vægt. Mér fannst frá upphafí að
ekki væri hægt að skeíla skuld-
inni á einhveija eina þjóð þegar
átökin hófust í Júgóslavíu, engin
þeirra er sek en engin þeirra er
heldur alveg flekklaus. Allt valda-
kerfí í löndum gömlu Júgóslavíu
er enn byggt á gamla kommún-
báða bóga, allir gegn öllum. Sum
þorp Serba voru gersamlega jöfn-
uð við jörðu. Sumir sem urðu vitni
að grimmdarverkunum gegn
Serbum, þ. á m. franskur blaða-
maður, eiga ekki orð til að lýsa
hryllingnum, þetta á sér engin
fordæmi í nútímanum, ekki einu
sinni í borgarastríðinu í Rússlandi
eftir byltinguna 1917. Múslimar
haga sér jafnvel enn verr en Ser-
bamir. Þar sem Serbar eru
stærsta þjóðin á svæðinu eru þeir
þolinmóðari, þeir hafa vanist því
að vera stóri bróðirinn í þessu
sambandi, hafa talið sig eiga að
tiyggja jafnvægi. Þegar litlu þjóð-
imar fengu loks tækifæri til að
fremja grimmdarverk þá gengu
þær víða víða berserksgang.
Þetta er harmleikur fyrir slava,
af sama tagi og í Rússlandi. I
Enn í eldlínunni
Morgunblaðið/Sverrir
BORIS Spasskí: „Mér fannst frá upphafí að ekki væri hægt að skella skuldinni algerlega á ein-
hveija eina þjóð þegar átökin hófust í Júgóslavíu, engin þeirra er sek en engin þeirra er heldur
alveg flekklaus."
Nýlega varð Spasskí að lúta í
lægra haldi fyrir 16 ára undra-
bami í skák, Judith Polgar frá
Ungveijalandi, fyrstu konunni
sem hefur jafnvel í fullu tré við
allra fremstu stórmeistara og er
spáð miklum frama. Spasskí er
fyrst spurður um framtíðarhorfur
Polgar, hvort hún sé efni í heims-
meistara.
„Það erfítt að meta þetta", seg-
ir hann. „Hún er ekki nema sext-
án ára svo að það er litlu hægt
að spá af viti, aðeins hægt að
segja að hún eigi bjarta framtíð
fyrir höndum. En hún markar
söguleg tímamót, engin kona hef-
ur áður náð svo langt. Þeir sem
kenndu henni höfðu í huga að hún
yrði eins konar minni útgáfa af
Kasparov. í nútíma skák er lögð
áhersla á að fóma til að ná í stað-
inn frumkvæði, klassíski skólinn
var öðruvísi. Þá var markmiðið
ná yfírhöndinni í liðsafla, vinna
eítt eða fleiri peð, vinna skipta-
mun eða koma peði upp í borð.
Þegar ég fór yfír skákimar henn-
ar meðan ég var að undirbúa mig
fannst mér að hún tefldi á marg-
an hátt eins og bandaríski snill-
ingurinn Morphy sem uppi var á
síðustu öld. Hún tefldi mjög vel í
einvíginu, þetta var lærdómsríkt,
kannski hefði ég getað gert betur
en það er mitt vandamál. Hún var
frábær.
Atvinnumenn í skák og öðmm
íþróttum leggja miklu harðar að
sér núna en áður tíðkaðist, það
er ein af ástæðum þess að kom-
ungir menn, Anand, Kramnik,
Shirov, em í toppbaráttunni, þeir
þoia álagið. Ég held ég hafí gefíð
Short gott ráð einu sinni þegar
ég sagði að hann skyldi velja og
hafna en ekki tefla á öllum sterk-
um mótum sem byðust. Annars
myndi hann bíða tjón á heilsu
sinni. Ég held að Kasparov vinni
Short en það verður ekki auðveld-
ur sigur. Ég hef ekki kynnt mér
þessar deilur þeirra við Alþjóða-
skáksambandið og vil þess vegna
ekki tjá mig um þær“.
Verðlaun og Vasiyevic
Spasskí segist ekki hafa heyrt
í Fischer um hríð en viti að hann
hafí verið enn í Belgrad 9. mars.
Blaðamaður spyr hvort Spasskí
hafi fengið sinn hluta af verð-
launafénu frá ævintýramanninum
Jezdimir Vasiljevic sem nú mun
vera flúinn til Israels. Fyrst svar-
ar Spasskí að hann geti eiginlega
ekki sagt neitt um þetta af per-
sónulegum ástæðum, þetta sé
mjög flókið mál. Loksins segir
hann þó hlæjandi að hmn bank-
ans sem Vasiljevic átti, Jugosc-
andic, hafi verið „mikið áfall“ fyr-
ir sig en neitar að tjá sig frekar.
Hann segist heldur ekki vita neitt
um fjárreiður Fischers, þær séu
hans mál. Rifjað er upp að Fisch-
er hafí sagt á blaðamannafundi
eftir einvígið að hann myndi
kaupa sér „einhver leikfóng" fyrir
verðlaunaféð. „Já og eftir fundinn
reyndi ég að fá hann ofan af því
að kaupa sér rándýran Mercedes
Benz! Ég sagði honum að hann
gæti fengið þægilegan bíl fyrir
miklu lægri fjárhæð. Hann ætti
að huga að því að allt væri svo
dýrt í þessa bíla, ef skipta þyrfti
um pústkerfi yrði hann að punga
út með 2.000 dollara. „Já kannski
þú hafir rétt fyrir þér, þetta er
líklega gott ráð hjá þér,“ svaraði
Bobby“.
Meðsekir um stríðsglæpi?
—Þið hafíð verið sakaðir um
að bijóta gegn samþykktum Sam-
einuðu þjóðanna um samskipta-
bann á Serba. í forystugreinum
dagblaða í Evrópu og Bandaríkj-
unum var sagt að þið væmð að
styðja með óbeinum hætti
grimmdarverk Serba á óbreyttum
borguram í Bosníu, væruð allt að
því meðsekir um stríðsglæpi.
Hvernig viltu svara þessum ásök-
unum?
„Ég hef aldrei getað skilið
hvaða brot þetta var, hvers konar
bann var eiginlega um að ræða.
Þetta var eingöngu' skákeinvígi.
Auðvitað beindist athygli um-
„ Auðvitað skipti það
mig máli að ég gat
nælt mér í mikið fé en
eins og sumir af að-
stoðarmönnum mínnm
sögðu þá var þetta
slíkt kraftaverk að til
greina hefði komið að
tefla án þess að fá
greiðslu. Ég er alger-
lega sannfærður um
að þetta einvígi olli
ekki nokkrum manni
skaða, staðhæfingar í
þá veru eru aðeins
pólitískur áróður.“
istaveldinu, jafnvel einnig í Slóv-
eníu, og þarna em rætur vand-
ans. Þegar Serbar í Bosníu krefj-
ast yfírráða má ekki gleyma að
þetta em oft lönd sem þeir hafa
ráðið í margar aldir. Múslimamir
bjuggu í smábæjunum innan um
Serbana og Króatana".
—Hvað með svonefndar
þjóðahreinsanir Serba?
„Þetta er tómt rugl, alveg út í
hött. Þetta vom og em dráp á
Kákasus em rússneskir minni-
hlutahópar en þar er hafín þjóða-
hreinsun af hálfu smáþjóðanna.
Rússar geta ekki leyft sér að gera
slíkt hið sama í eigin löndum,
þeir era stórþjóð og yrði ekki fyr-
irgefíð þess konar framferði
vegna aflsmunarins. Þeir reyna
einnig að sýna þolinmæði".
—Flestar alþjóðastofnanir
sem hafa fulltrúa á staðnum segja
að Serbar bera mesta sök á
ástandinu ...
„Ég er ósammála. En það sem
skiptir meginmáli er að ég er at-
vinnuskákmaður. Skákin er mitt
líf. Mér bauðst tækifæri til að fá
Bobby Fischer aftur að taflborð-
inu og hefði fús að tefla við hann
ofan í eldgíg hefði það verið óhjá-
kvæmilegt! Mér fínnst enn að
þetta hafí verið kraftaverk, að
Bobby skyldi koma fram á sjónar-
sviðið á ný. Hvort hann heldur
áfram að tefla er annað mál, það
kemur í ljós. Hann er í miklum
vanda, mikilli hættu vegna við-
bragða stjómvalda í Bandaríkjun-
um. Auðvitað skipti það mig máli
að ég gat nælt mér í mikið fé en
eins og sumir af aðstoðarmönnum
mínum sögðu þá var þetta slíkt
kraftaverk að til greina hefði
komið að tefla án þess að fá
greiðslu. Ég er algerlega sann-
færður um að þetta einvígi olli
ekki nokkrum manni skaða, stað-
hæfíngar í þá veru em aðeins
pólitískur áróður".
Fischer
—Hve góður er Fischer?
„Ég hygg að hann sé á meðal
tíu bestu skákmanna í heiminum
núna“.
—Það hefur verið sagt að þú
sért eini vinurinn sem Bobby Fisc-
her hafí eignast meðal skák-
manna. Er það rétt?
„Já þetta er sennilega rétt en
ætli við séum ekki frekar kallaðir
samverkamenn í stríðsglæpum
núna frekar en vinir! Hvílíkt bull!
Bandaríkjamenn segja að Bobby
sé sekur maður. Þetta er allt mjög
hryggilegt en sem stendur er hann
ekkert óánægður, hann er svo
himinlifandi yfír öllum peningun-
um!
Strax eftir einvígið 1972 spáði
ég því í samtali við Jóhann Þóri
Jónsson að titilinn yrði ekki til að
gera Bobby hamingjusamari, hann
myndi verða mjög vansæll. Þetta
gekk eftir. Stundum fínnst mér á
einhvern undarlegan hátt að við
Fischer séum eins og bræður. Við
áttum nefnilega að ýmsu leyti við
svipaðan vanda að stríða, voram
félagslegir útlagar. Hann var ein-
angraður á sinn hátt, ég á minn
af því að ég var í uppreisn gegn
Sovétkerfínu, hvomgur okkar tók
þátt í samtökum stórmeistara, við
vomm báðir tortryggnir. Það urðu
yfírleitt fagnaðarfundir þegar við
hittumst. Sjálfur held ég að á þess-
um áram, skömmu fyrir 1970,
hafi ég verið öflugasti skákmaður
í heimi en Fischer hafí verið kom-
inn fram úr 1971. Síðustu tvö
árin var ég því í hásætinu en ekki
við völd!“
—Þið hittust oft þegar þið vomð
komungir menn. Sýndi Fischer
aldrei neinn áhuga á kvenfólki?
Ungverska vinkonan segir núna
að þau séu aðeins góðir vinir ...
„Ég veit svo fátt um þessi mál
hans en hún átti mikinn þátt í að
fá hann aftur að skákborðinu.
Einhveijar aðrar stúlkur höfðu
áður reynt að fá hann til að tefla
en mistekist".
Jeltsín - og Gorbatsjov
Meira vildi Spasskí ekki segja
um kvennamál Fischers. Spasskí
býr í Frakklandi en er með bæði
franskan og rússneskan ríkisborg-
ararétt. Hann segist hafa heim-
sótt Rússland síðast fyrir 11 ámm.
Hvað segir hann um ástandið í
Rússlandi núna og valdamenn
þar? „Þetta er mjög slæmt, getur
orðið verra en í gömlu Júgóslavíu.
Ég er ekki hrifínn þeim sem þama
bítast um völdin, engum þeirra.
Líklega er Jeltsín á sinn hátt hug-
rakkur maður en ég er mjög
hræddur um að fortíð hans sem
kommúnista sé honum fjötur um
fót, sjóndeildarhringurinn er
þröngur, ipótaður af menntun
hans og uppeldi í gamla kerfínu.
En auðvitað er auðvelt fyrir mig
að vera gagnrýninn. Ástandið er
skelfílegt í Rússlandi og ég er viss
um að það er sama hver væri við
völd, hann ætti í vök að veijast.
Mér fínnst Jeltsín betri en Gorb-
atsjov sem er hreinræktaður
glæpamaður, reyndar mjög snjall
glæpamaður. Hann er líka afburða
leikari og snillingur í að slá ryki
í augu fólks. Ég er viss um að
hann verður einhvem tíma dreg-
inn fyrir rétt vegna glæpa sinna.
Það er alveg hugsanlegt að hann
hafí sjálfur verið á bak við valda-
ránið 1991 sem líktist allt saman
skringilegu ieikhússverki, þetta
var alveg prýðilega hannað“.
—Að lokum, þú ert ekki í
franska landsliðinu sem nú er að
keppa við íslendinga. Hvers
vegna?
„Nei það gat ég ekki. Ég er enn
ákaflega þreyttur eftir einvígið við
Polgar og þar áður Fischer, er
einfaldlega smeykur við að snerta
á taflmönnum! En það er mjög
ánægjulegt að koma hingað. Þetta
er spennandi keppni en þar að
auki langaði mig til áð hitta
nokkra gamla og góða vini hérna,“
sagði Spasskí að lokum.
Viðtal: Kristján Jónsson.