Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 51 Fjölmenni á fyrsta fjölskyldudegi jeppamannsins á sunnudag 800 jeppar á faraldsfæti jjgg " T , 'ví'Vr Útivera að vetrarlagi Gunnlaugur Rögnvaldsson ÞÁTTTAKAN í fyrsta fjöl- mása í myndatökum af jeppunum, en þeim þykir íslendingar standa fremst í smíði jeppa til ferða- mennsku. skyldudegi jeppamannsins, sem Ferðaklúbburinn 4x4 og Bíla- búð Benna stóðu fyrir á sunnu- daginn varð mun meiri en bjart- sýnustu menn höfðu þorað að vona. í upphafi var búist við 300 jepp- um, 650 voru skráðir á sunnu- dagsmorgun en á endanum voru um 800 jeppar á ferð á Mosfells- heiði og í grennd við Nesjavalla- virkjun á degi þar sem él og sól- skin á víxl gáfu jeppamönnum sýnishorn af ekta ferðaveðri á flöllum, þó ekki væri langt farið frá höfuðborginni. „Það komu tvöfalt fleiri á jeppadaginn, en við gerðum ráð - fyrir. Við útbjuggum rúmlega 400 kassa með útbúnaði og nesti fyrir fólk, en þeir kláruðust löngu áður en allur hópurinn lagði af stað frá Bílabúð Benna. Þessi áhugi sýnir best hve stór hópurinn er sem hefur áhuga á ferðamennsku, þó meirihluti þeirra sem mætti núna hafi ekki ferðast mikið á fjöllum í jeppum sínum. Það var líka gam- an að upplifa samstöðuna meðal jeppamanna í ferðinni, því það er ekkert smá mál að aka með 800 jeppa á sömu slóðum,“ sagði Árni Páll Ámason formaður Ferða- klúbbsins 4x4, sem skipulagði daginn ásamt Bílabúð Benna, en meir en 100 starfsmenn lögðu deginum lið. Ekið var í mörgum hópum að Seljavöllum, yfirleitt vom 7-10 jeppar í hveijum hóp og valinn hópstjóri frá Ferðaklúbbnum leiddi hvem hóp. Sumir fóm létt- ustu leiðina yfir Mosfellsheiði, aðrir óku meðfram Ingólfshöfða og best búnu jepparnir fóm leið í grennd við Hengil. Um tíma leit út fyrir að éljagangur myndi tefja för hersingarinnar en fljótlega stytti upp og sól yljaði ferðalöng- unum. Margir ákváðu að fara ekki -alla leið inn að Nesjavöllum, heldur reyna jeppa sína á snjó- breiðunum á Mosfellsheiði, en hundmð jeppa óku þó alla leið að Nesjavöllum, þar sem kakó og meðlæti beið fólksins. Mikill fjöldi var af sérútbúnum jeppum undir stjóm alvanra fjallamanna og blaðamenn frá stærsta jeppatíma- riti Bandaríkjanna létu móðan Hundrað óbreyttra jeppa ösl- uðu snjólagða Mosfellsheiðina og fjölskyldufólk var í flestum þeirra, yfírleitt 3-4 í jeppa, og má því telja að meir en tvö þúsund manns hafi verið á ferðinni á þessum jeppadegi. „Fólk í einum jeppa stoppaði mig á leiðinni og hver einasta manneskja í jeppanum tók í höndina á mér og þakkaði okkur fyrir þetta framtak. Amman í jeppanum var svo þakklát að það lá við að ég klökknaði og þetta viðmót gerði alla vinnuna á þess- um degi þess virði,“ sagði Bendikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna, sem kostaði öll herleigheitin. „Mér fannst sérstaklega gaman að sjá hve margar konur vom undir stýri á jeppunum. Vegna þess hve mik- ið snjóaði dagana fyrir jeppadag- inn breyttist ferðaáætlunin lítil- lega, en ég held að allir hafí skemmt sér vel. Við lærðum líka hvemig á að framkvæma svona stóra hópferð og meðlimir Ferða- klúbbsins 4x4 lögðu mikla og fómfúsa vinnu í þennan dag. Við teljum að þetta eigi eftir að auka áhuga á ferðamennsku veralega, enda höfum við landið til þess að skoða náttúrana með berum aug- um á einfaldan máta, með jeppa.“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Leikur í snjó HUNDRUÐ jeppa óku um snjólagða Mosfellsheiðina og flestir þeirra óku að Nesjavallavirkjun. HEILU fjölskyldurnar mættu með börn á öllum aldri og eyddu deginum í akstur og skoðunarferð í sólríku veðri. Betel kaupir Samkomuhúsið í Vestmannaeyjum Ekkert hús lengur til fyr- ir kvikmyndasýningar Hvítasunnusöfnuðurinn Betel hefur keypt Samkomuhúsið í Vest- mannaeyjum og munu kvikmyndasýningar þar leggjast af en ekki er annað kvikmyndahús í Eyjum. Tómstundafulltrúinn segir þetta óviðunandi. Einar Sveinsson hjá Leikfélaginu segir ekki unnt að flytja kvikmyndasýningar í félagsheimilið. Hvítasunnusöfnuðurinn Betel hefur keypt Samkomuhúsið í Vest- mannaeyjum fyrir 11 milljónir króna. Að sögn Snorra Óskarsson- ar, safnaðarhirðis hjá Betel, er ætl- unin að nýta húsið til kirkjustarfs safnaðarins. Snorri sagði að þarna væri einnig fyrirhugað öflugt ung- lingastarf og ráðstefnuhald komi einnig til álita. í Samkomuhúsinu er stærsti samkomusalur Vest- mannaeyja. Húsinu hefur ekki verið haldið vel við undanfarin ár og sagði Snor>'i að kosta myndi um 30 millj- ónir króna að koma því í gott horf. Hann sagði að ekki væra fyrirhug- aðar kvikmyndasýningar í húsinu enda hefði aðili á Austurlandi þegár keypt kvikmyndavélamar sem þar eru. „Það er óviðunandi ástand að ekki sé kvikmyndahús hér í Vest- mannaeyjum, ekki síst vegna ung- linganna en einnig vegna annarra bæjarbúa," sagði Guðmundur Þ.B. Ólafsson tómstundafulltrúi. Hann sagði að þetta væri mikil breyting í félagslífínu til hins verra og yrðu bæjaryfírvöld að taka á málinu. í Vestmannaeyjum yrði að vera starf- andi kvikmyndahús sem rekið væri af fullum metnaði. „Þetta hús hefur verið að grotna niður og var orðið til lítils gagns en staðsetning þess er tvímælalaust sú besta hér í bænum fyrir sam- komuhús," sagði Sveinn Tómasson hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Hann sagði óviðunandi að ekki væri rekið kvikmyndahús í Vest- mannaeyjum en það væri ekki lausnin að heija kvikmyndasýning- ar í félagsheimilinu þar sem Leik- félagið hefur verið með starfsemi sína. Sagði Sveinn að þetta tvennt færi ekki saman og ef þetta yrði gert mundi starfsemi Leikfélagsins í Vestmannaeyjum leggjast af. 11. leikvika - 21. man 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Atalanta - Lazio - X - 2. Cagliari - Brescia 1 - - 3. Foggla - Ancona 1 - - 4. Juventus - Inter Milan - - 2 5. AC Milan - Parma - - 2 6. Fescara - Ccnoa - - 2 7. Roma - Napoli - X - 8. Sampdoria - Fiorentina 1 - - 9. Udinese - Torino 1 - - 10. Cosenza - Venezla 1 - - 11. Lecce-Bari 1 - - 12. Padova - Piacenza - X - 13. Piu - Ascoli - - 2 HeUdar\'inníiigsupphœAin: 18,0 milljónir króna | 13 réttir: 982340 J 12 réttir: 20.480 1 kr. 11 réttir: 1.430 1 kr. 10 réttir: 380 kr. Verðandi stofnuð 4 VERÐANDI, samtök ungs al- þýðubandalagsfólks, var stofnuð laugardaginn 20 mars. í fréttatil- kynningu frá samtökunum segir að um 80 manns hafi mætt á stofnfundinn. Markmið félagsins er að vera vettvangur til að byggja upp framtíðina og koma með nýjar lausnir við breyttar aðstæður. Verðandi er samtök ungs alþýðu- bandalagsfólks og óflokksbundins félagshyggjufólks á aldrinum sext-. án til þrátíu og fímm ára. Félagið er ekki ein af stofnunum Alþýðu- bandalagsins en markmið samtak- anna er samt m.a. að hafa áhrif á störf og stefnu þess flokks. Tryggvi Þórhallsson var kjörinn formaður Verðandi á stofnfundinum. -------» ♦ ♦ Evrópukeppni at- vinnudansara * Islenskt par í 20. til 22. sæti HAUKUR Ragnarsson og Esther Inga Níelsdóttir urðu í 20.-22. sæti í Evrópumeistaradans- keppni atvinnumanna í latin- dönsum, sem haldin var í Þýska- landi á laugardag. Auk þeiira tóku þátt í keppninni Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arn- grímsdóttir. Að sögn Níelsar Ein- arssonar hjá Nýja aansskólanum náðu Haukur og Esther að keppa í 24 para úrslitum, sem er mjög góður árangur, en 34 pör tóku þátt í keppninni. ■ SVEITARSTJÓRN Ölfus- hrepps tekur undir ályktun Út- vegsmannafélags Þorlákshafnar frá 25. febrúar 1993, þar sem mót- mælt er lengingu veiðibanns um páska á hefðbundnum vertíðar- svæðum úr 10 í 14 daga. Jafnframt er varað við þeim afleiðingum sem þetta veiðibann mun hafa á afkomu fólks og fyrirtækja í þessum lands- hluta. Sveitarstjórn Ölfushrepps vill benda á að gríðarlegur sam- dráttur hefur orðið í netaveiðum á undanfömum áram, þannig að meint ofveiði þorskstofnsins nú um stundir verður vart skrifuð á þessa veiðiaðferð sem er mikilvæg hér vegna aðstæðna. —efþú ipilar til að vinna! 11. leikvika - 20. mars 1993 Nr. Lákur:_______________ Röáin: 1. Arsena! - Southampton 1 - - 2. Aston Vffla - ShefT. Wed. 1 - - 3. Blackbum - Middlesbro - X - 4. Chelsea - Tottenham - X - 5. Ipswich - Coventry - X - 6. Llverpool - Everton 1 - - 7. Man. City - Man. l 'td. - X - 8. Oldham - Q.P.R. - X - 9. ShefT. Utd - C. Palace - - 2 10. Wbnbledon - Norwich 1 - - 11. Bristol-Watford 1-- 12. Lelcester - Grimsby 1 - - 13. Peterboro - Oxford - X - Heildarvinningsupphæöin: 120 milijónir króna 13 réttir: F 1.151.080 \ kr. 12 réttír: 26.520 | kr. 11 réttir: 2330 kr. 10 réttir: [ 600 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.