Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
Þriggja ára drengur lætur lífið í sprengjutilræði
Segja IRA stefna
að eigin rannsókn
innan samtakanna
Warrington, Dyflinni. Reuter.
ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) hefur lýst yfir ábyrgð á
sprengjutilræði í borginni Warrington í Norður-Englandi
síðdegis á laugardag. Tvær sprengjur, sem faldar höfðu
verið í öskutunnum, sprungu þá í fjölförnu verslunar-
hverfi með þeim afleiðingum að þriggja ára drengur, Jonat-
han Ball, lét lífið og tæplega sextíu til viðbótar særðust,
sumir þeirra lífshættulega. Ball er yngsta fórnarlamb IRA
til þessa og hefur þetta hryðjuverk vakið gífurlega reiði
á Bretlandi. Heimildir innan lýðveldishersins hermdu í gær
að til stæði að kanna tildrög málsins innan samtakanna.
Spilling á Ítalíu
Reuter.
Hættur
GIANNI Fontana sem sagði
af sér embætti landbúnaðar-
ráðherra Italíu um helgina.
Ráðherra
hrekstúr
embætti
Róm. Reuter.
GIULIANO Amato, forsætis-
ráðherra Ítalíu, tilnefndi í
gærkvöldi þingmanninn Alf-
redo Diana sem nýjan land-
búnaðarráðherra í ríkisstjórn
sína í kjölfar þess að Gianni
Fontana, sem gegnt hafði því
embætti, sagði af sér á sunnu-
dag. Fontana, sem er kristi-
legur demókrati, lét af emb-
ætti í kjölfar þess að saksókn-
arar í borginni Verona
greindu honum frá því að þeir
væru að kanna aðild hans að
spillingarmáli.
Fontana er fimmti ráðherrann
í ríkisstjóm Amatos, sem verður
að hætta störfum, vegna gruns
um spillingu. Hann hefur setið
á þingi í rúmlega tuttugu ár og
sagðist ætla að „hreinsa mann-
orð sitt fyrir framan dómstóla
við fyrsta mögulega tækifæri".
Amato sagði um helgina að
hann hefði hug á að reyna að
fá fleiri flokka inn í ríkisstjóm
sína að lokinni þjóðaratkvæða-
greiðslu þann 18. apríl nk. I þjóð-
aratkvæðagreiðslunni munu ít-
alir taka afstöðu til þess hvort
breyta eigi kosningakerfi Ítalíu
á þann veg að tekinn verði upp
meirihlutakosning við kosningar
til efri deildar þingsins. Ef það
verður samþykkt má telja líklegt
að næst verði reynt að breyta
neðri deildinni á sama veg, en
þar situr þorri þingmanna.
Margt var um manninn í miðborg
Warrington á laugardag enda héldu
Bretar „Mömmudaginn“ hátíðlegan
á sunnudag og því mikið um böm
í búðum að leita að gjöfum handa
mæðrum sínum. Að sögn lögreglu
var um 500 grömmum af sprengi-
efninu Semtex komið fyrir í ösku-
tunnum. Hvatti lögregla almenning
til að aðstoða lögregluna við að
fínna hina seku. „Einhver veit hver
bar ábyrgð á þessu og ég myndi
hvetja þann hinn sama til hugsa ráð
sitt rækilega," sagði Leslie Lee,
yfirlögreglumaður. Itarleg rann-
sókn er einnig hafin á upptökum
myndbandavéla í nærliggjandi
verslunum í þeirri von að á ein-
hverri þeirra sjáist til hryðjuverka-
mannanna.
Hefnd IRA?
Breska öryggislögreglan taldi
hugsanlegt að IRA hefði sprengt
sprengjurnar til að hefna þess að
þrír liðsmenn samtakanna vom
handteknir í Warrington í síðasta
mánuði í kjölfar þess að þeir
sprengdu gasgeyma í borginni í
loft upp. Lögreglunni hefur orðið
vel ágengt í baráttunni gegn IRA
á síðustu vikum og er því einnig
talið hugsanlegt að lýðveldisherinn
hafi viljað sýna fram á styrk sinn.
Bretar eru æfir vegna þessa
máls og gætti þess greinilega í fyr-
irsögnum dagblaða á sunnudag.
Heimildir innan IRA héldu því í gær
fram að aldrei hefði verið ætlunin
að barn léti lífíð í sprengingunni
og yrði gerð rannsókn á tildrögum
málsins innan Lýðveldishersins. Það
lægi í augum uppi að þetta hefði
ekki verið með vilja gert þar sem
barnsmorð af þessu tagi myndi
skaða ímynd IRA á alþjóðavett-
vangi.
Sorg
ÍBÚAR Warrington í Norður-Englandi leggja blómvendi á verslunar-
götuna þar sem tvær öflugar sprengjur sprungu á laugardag. Þriggja
ára drengur lét lífið og um sextíu manns særðust í sprengingunni
sem írski lýðveldisherinn segist bera ábyrgð á.
Sósíalistar bíða afhroð í þingkosningum í Frakklandi
Stefnir í mesta þing-
meirihluta sögunnar
París. The Daily Telegraph, Reuter.
FRANSKI Sósíalistaflokkurinn fékk hrikalega útreið í fyrri
umferð frönsku þingkosninganna sem fór fram á sunnu-
dag. Hlaut flokkurinn einungis tæplega 19% atkvæða mið-
að við 34,7% í síðustu kosningum, árið 1988. Bandalag
hægriflokkanna RPR og UDF fékk 39,6% atkvæða í fyrri
umferðinni og er því spáð að þeir muni fá 440-476 þing-
menn af 577 að lokinni þeirri síðari. Yrði það mesti þing-
meirihluti í sögu Frakklands. Hægrimenn fara nú þegar
með völdin í öldungadeildinni og í 20 af 22 héruðum.
Með þessum kosningum virðist
valdatímabili sósíalista í Frakklandi
vera lokið en þeir tóku við völdum
í kjölfar sigurs Francois Mitterr-
ands í forsetakosningunum árið
1981 og þingkosninga næsta ár.
Hægrimenn fóru með völd í ríkis-
stjórninni árin 1986-1988 en eftir
að Mitterrand var kosinn aftur for-
seti til sjö ára árið 1988 efndi hann
til þingkosninga og að þeim loknum
var mynduð minnihlutastjórn sós-
íalista.
Sósíalistar endanlega úr leik?
Þessi afgerandi ósigur sósíalista
hefur vakið upp spurningar um
hvort flokkurinn eigi jafnvel enga
framtíð fyrir höndum. Hafa nokkrir
helstu forystumanna sósíalista þeg-
ar velt þeirri spurningu fyrir sér
opinberlega hvort réttara væri að
mynda nýjan flokk fyrir næstu for-
setakosningar, sem fram eiga að
fara 1995.
„Ósigur sósíalista, sem er á
mörkum þess að vera niðurlægj-
andi, snýst ekki bara um að nýir
menn taka við völdum. Það er búið
að bola vinstrimönnum frá og það
eru litlar líkur á að þeir komist
aftur að í bráð,“ sagði dagblaðið
Libération í gær.
Flokkurinn tapaði jafnvel í kjör-
dæmum sem hafa verið sterkustu
vígi hans í áratugi, s.s. í borginni
Lille í norðurhluta landsins og í
Marseille. Lionel Jospin, fyrrverandi
formaður Sósíalistaflokksins, sagði
líkur á því að flokkurinn fengi færri
en fimmtíu þingmenn en sósíalistar
eru nú með 276 þingmenn. „Ég er
niðurbrotinn," sagði Jospin. Margir
af forystumönnum áttu í miklum
erfíðleikum með að ná kjöri og sum-
ir heltust úr lestinni þegar í fyrstu
umferðinni. Þeirra á meðal var t.d.
Michel Sapin fjármálaráðherra, sem
bauð sig fram í úthverfi Parísar.
Laurent Fabius, formaður Sósíal-
istaflokksins, kenndi í gær hinu
mikla atvinnuleysi í Frakklandi
(10,5%) um ófarir flokksins í kosn-
ingunum sem og því að menn yrðu
sljóir gagnvart almenningsálitinu
þegar þeir væru mjög lengi við völd.
Á mörgum stuðningsmönnum sós-
íalista var hins vegar að heyra að
fjölmörg hneykslismál tengd
flokknum hefðu haft mest áhrif á
kjósendur. Flokkurinn hefur löng-
um reynt að byggja upp þá ímynd
að hann sé fulltrúi siðbóta í stjórn-
málum en raunin hefur verið önnur.
Sigurvegarinn
JACQUES Chirac, leiðtogi flokks
nýgaullista, á kjörstað.
Búist hafði verið við að sameigin-
legur listi tveggja umhverfls-
vemdarflokka myndi ná töluvert
miklu af óánægjufylginu á vinstri
kantinum en sú reyndist ekki raun-
in. Græningjar hlutu einungis 7,6%
atkvæða sem er helmingi minna en
þeim hafði verið spáð. Þjóðarfylking
Jean-Marie Le Pens hlaut 12,4%
atkvæða.
Síðari umferðin á sunnudag
Síðari umferð þingkosninganna
fer fram á sunnudag og verður þá
kosið í þeim kjördæmum þar sem
enginn frambjóðandi fékk meira en
50% atkvæða í fyrri umferðinni.
Eru allir frambjóðendur sem fengu
meira en 12,5% atkvæða í fyrri
umferðinni með í hinni síðari. Ekki
er nauðsynlegt að fá helming at-
kvæða í síðari umferðinni heldur
nær sá frambjóðandi kjöri sem flest
atkvæði fær.
Að síðari umferðinni lokinni mun
Mitterrand ákveða hveijum hann
mun fela stjómarmyndunarumboð.
Er talið líklegt að Edouard Ballad-
ur, fyrrverandi fjármálaráðherra,
verði fyrir valinu verði RPR stærsti
flokkurinn en Valéry Giscard
d’Estaing, sem verið hefur forseti
Frakklands, hljóti umboðið ef UDF
fær fleiri þingmenn. í fyrri umferð-
inni fengu gaullistar aðeins fleiri
atkvæði en UDF, eða 20,4% á móti
19,2%.
Ekki er búist við að grundvallar-
breyting verði á stjórn landsins
þegar hægrimenn þar taka við völd-
um. Staðan í efnahagsmálum er
frekar slæm, atvinnuleysi mikið og
kreppa í jafnt landbúnaði sem sjáv-
arútvegi. Nokkurs ótta gætir í öðr-
um Evrópuríkjum vegna ítrekaðra
yflrlýsinga jafnt Chiracs sem Gisc-
ards þess efnis að Frakkar eigi að
beita neitunarvaldi sínu innan Evr-
ópubandalagsins gegn samningi EB
og Bandaríkjanna um landbúnaðar-
mál innan GATT-viðræðnanna.
Giscard hefur raunar gengið skrefí
lengra en Chirac og lýst því yfír
að hann telji að seqja eigi upp á
nýtt um þær breytingar á hinni
sameiginlegu landbúnaðarstefnu
EB (CAP), sem samþykktar voru í
fyrra.