Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR. 23 MARZ 1993
31
*
Afkoma VIB íjárnum
á síðasta ári
Verðbréfafyrirtæki
AFKOMA Verðbréfamarkaðs íslandsbanka (VÍB) var í járnum á
sl. ári. Nam hagnaður eftir skatta um 1 milljón króna sem er
svipuð afkoma og árið 1991. Rekstrartekjur námu 204 milljónum
og rekstrargjöld um 188 milljónum sem er um 12% lækkun frá
fyrra ári. Eigið fé VÍB í árslok var alls um 143 milljónir. Verð-
bréfasala jókst lítillega milli ára og nam alls um 25 milljörðum
en þar af nam sala skuldabréfa rúmlega 24 milljörðum og sala
hlutabréfa 817 milljónum.
Vaxandi þáttur í starfsemi VÍB
á síðustu misserum hefur verið
rekstur sjóða og miðlun verðbréfa
til stórra fjárfesta. Fjármunir í
vörslu og umsjón VÍB eru nú rúm-
ir 7 milljarðar. Auk verðbréfasjóð-
anna sér VÍB um rekstur 5 lífeyris-
sjóða ásamt því að annast ávöxtun
fjármuna fyrir ýmsa sjóði fyrir-
tækja, stofnana og einstaklinga.
Umsvif Almenns lífeyrissjóðs VÍB
jukust verulega á árinu og eru
sjóðfélagarnir nú tvöfalt fleiri en
þeir voru í ársbyijun 1992. Raun-
ávöxtun sjóðsins á árinu 1992 var
7,4% og heildareignir í árslok 260
milljónir.
A árinu 1992 annaðist Verð-
bréfamiðlun VÍB útboð að íjárhæð
rúmlega 16,6 milljarðar. Þar bar
hæst útgáfa á skuldabréfum og
víxlum fyrir íslandsbanka. Einnig
annaðist VÍB uppboð á skuldabréf-
um Húsnæðisstofnunar ríkisins,
Hugbúnaður
sem var nýjung á markaðnum á
sl. ári, ásamt útboðum fyrir Glitni
og Iðnlánasjóð. Þá annaðist VÍB
hlutabréfaútboð á árinu fyrir Þor-
móð ramma á Siglufirði og Granda
en þessi þáttur í starfseminni dróst
nokkuð saman. Loks sá fyrirtækið
um sölu á hlut ríkisins í íslenskri
endurtryggingu í tengslum við
einkavæðingarverkefni ríkis-
stjórnarinnar.
Heildareignir verðbréfasjóða
VÍB eru rúmir 3 milljarðar og
minnkuðu um 900 milljónir á sl.
ári. Heildareignir verðbréfasjóða í
landinu minnkuðu úr 11,9 milljörð-
um í 9,3 milljarða á árinu. Sjóður
1 er stærsti einstaki verðbréfasjóð-
urinn í landinu með um 17% mark-
aðshlutdeild. VÍB hefur unnið að
því að markaðstengja eignir verð-
bréfasjóðanna og er stefnt að því
á þessu ári að 90% af eignum
þeirra verði í markaðsverðbréfum
í sem líkustum hlutföllum og verð:
bréf eru á markaði hveiju sinni. í
byijun þessa árs var um 2A hluti
eigna sjóðanna ávaxtaður í mark-
aðsverðbréfum. Seint á sl. ári var
tekin ákvörðun um sameiningu
þriggja sjóða við aðra sem fyrir
voru og rekur VÍB nú fimm sjóði
i stað átta áður. Vanskil hafa ver-
ið tiltölulega lítil hjá sjóðunum
samkvæmt upplýsingum fyrirtæk-
isins eða aðeins 1-1,5% af heildar-
eignum.
Ráðgjöf
Iðntækni-
stofnun
opnar
útibú á
Akureyri
IÐNTÆKNISTOFNUN hefur
ákveðið að ráða tvo nýja starfs-
menn sem hafa mun aðsetur á
Akureyri. Með þessu hyggst
stofnunin bæta þjónustu sína við
fyrirtæki í bænum og nágrenni
hans. Starfmönnunum er jafn-
framt ætlað að stunda kennslu
við Háskólann á Akureyri. Þetta
er liður í þeirri stefnu stofnun-
arinnar að auka samstarf við
fyrirtæki utan höfuðborgar-
svæðisins og koma til móts við
þarfir þeirra.
Starfmennimir munu einkum
verða í samstarfi við fyrirtæki í
almennum matvælaiðnaði og í full-
vinnslu sjávarafurða. Einnig er
þeim ætlað að byggja upp tengsl
við fýrirtæki á öðrum sviðum, eins
og t.d. í málmiðnaði og efnaiðn-
aði. Þannig ætti fyrirtækjum á
Akureyri að reynast auðveldara
að fá aðstoð og ráðgjöf á sviði
vöruþróunar, hagnýtra rannsókna
og varðandi tæknilegar úrlausnir,
að því er segir í frétt frá Iðntækni-
stofnun.
Starfmennirnir munu hafa
starfsaðstöðu við Háskólann á
Akureyri þar sem þeir munu kenna
við rekstrardeild og sjávarútvegs-
deild.
Tokkaupir
Skattafjölvann
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Tok hefur gert samning við Rögg
- verkfræðiþjónustu og Viðskiptamiðlunina um kaup á forritinu
Skattafjölvanum sem jafnframt hefur verið nefnt Framtalsfjöl-
vinn. Með þessu forriti er unnt að gera skattaframtöl fyrir ein-
staklinga og fyrirtæki. Það er fyrst og fremst ætlað endurskoðend-
um og öðrum sem vinna við framtalsgerð. Forritið kom fyrst á
markað fyrir einu ári en hefur nú verið mikið endurbætt.
Tok mun bjóða Skattafjölvann
sem hluta af sínum hugbúnaði en
gert er ráð fyrir að þeir Helgi
Geirharðsson hjá Rögg - verfræði-
þjónustu og Ingimundur Helgason
hjá Viðskiptamiðluninni vinni
áfram við þjónustu og þróun á
forritinu.
Með Skattafjölvanum er m.a.
hægt að prenta út öll framtals-
eyðublöð. Nokkrum eyðublöðum
er þó ekki hægt að skila til skatt-
stjóra beint nema með sérstöku
leyfi. Til að leysa þetta vandamál
er hægt að að prenta beint á for-
prentuð blöð frá ríkisskattstjóra
eða á hvítan pappír til ljósritunar
yfir forprentuðu blöðin. Útreikn-
ingar eru allir sjálfvirkir og er
m.a. unnt að reikna út áætlun
yfir opinber gjöld.
Notendur þurfa að hafa yfir að
ráða 386 einmenningstölvu með 4
mb innra minni, Excel 3.0a töflu-
reikni, Windows gluggakerfi og
helst geislaprentara. Verð á þessu
forriti er kr. 31.125 með virðis-
aukaskatti.
Lærðu til að veiða Naprapat
— nútímalegt starf
Naprapati er algengasta sérmeðferðin, sem beitt er þegar reynt er að lækna
óþægindi í hrygg, liðamótum og vöðvum með höndum.
Læknisfræðilega efnið:
Líffærafræði, líftækni, lífefnafræði, lífeðlis-
fræði, taugasjúkdómafræði, matvælafræði,
bæklunarsérfræði, meinafræði.
Sjúkraþjálfun:
Rafsegulfræði, liðamótafræði, nudd, teygjur.
Lækning með höndum (manucll medicin):
Sjúkdómsgreining, tæknileg lífeðlisfræði, hag- ,
kvæm líffærafræði, losunar- og hreyfingatækni.
íþróttalæknisfræði:
Íþróttalífeðlisfræði, íþróttasálarfræði, „tejpning“.
V_______________________________________________
í kennaraliðinu eru dósentar, læknar, háskóla-
kennarar og doktorar í naprapati.
Menntunin samsvarar 160 p.
Naprapathögskolan
Menntun, sem leiðirtil sjálf-
stæðs og mikilverðs starfs.
Observatoriegatan 19-21, 113 29 Stockholm
Tel. 08-16 01 20
___________________________________/
Vélar & þjónusta hefur nýlega flutt inn þessar nýju
Ursus dráttarv.élar frá Póllandi. Þá hefur fyrirtækið einnig verið
að flytja inn nýjustu Case Magnum og Case Maxxum frá Case
IH verksmiðjunum í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Gunnar Gunn-
arsson framkvæmdastjóri Vélar & þjónusta segir að Case vélarnar
séu ótvírætt einar fullkomnustu dráttarvélar sem fluttar hafi verið
inn til landsins. Aðspurður um horfur í dráttavélainnflutningi sagði
Gunnar búast við næstu fimm árin yrðu væntanlega fluttar til
landsins 200 eða færri að meðaltali, sem er enn frekari samdrátt-
ur en verið hefur. A sl. ári voru fluttar inn um 250 vélar saman-
borið við 368 árið áður. Undanfarin 10 ár hefur meðaltalsinnflutn-
ingurinn verið um 350 dráttarvélar.
Cfí
Hornsófi hannaður af
Inga Þór Jakobssyni.
Staerð: 217 X 217 cm.
Afgreiðum eftir niálum
í ýmsum stærðum
Verð: 122.900 kr. stgr.
oðwtttifi klífýÖfH
Suchirlandtfbraut 54 • fílóu bú.nn v/Foxafen • S: 682866
isa«ÉiSji
Nýsköpun er nauðsyn
Fundur á Egilsstöðum
Ræðumenn verða Jón Sigurðsson,
iðnaðarráðherra
og fulltrúar frá Iðnlánasjóði, Iðntæknistofnun
og Iðnþróunarsjóði.
Fundurinn er öllum opinn en höföar einkum til
þeirra sem láta sig varða atvinnumál á Austur-
landi. Fjallað verður um aðgeröir og verkefni til
að styðja við frumkvæöi í nýsköpun og auknum
atvinnutækifærum.
Fundartími: 25. mars 1993 kl. 20:00
Fundarstjóri: Hermann Nielsson
Staöur: Menntaskólinn á Egilsstöðum
jj|| iðnaðarráðuneytið
(Q) IÐNIÁNASJÓÐUR
Idntæknistof nun Í3
S IÐNÞRÓUNARSIÓÐUR