Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 13 Alþjóða veðurdagur- ínn 23. mars 1993 eftir Trausta Jónsson Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) hefur valið 23. mars ár hvert til kynningar á starfsemi sinni auk rannsókna og þjónustu veður- stofa um allan heim. Að þessu sinni er dagurinn helgaður alþjóðlegum tæknisamskiptum á sviði veður- fræði og aðstoð við þróunarlöndin. Frá því í árdaga hafa tækni- framfarir í vaxandi mæli mótað allt umhverfi mannsins. Veðurfræði er ein þeirra fræðigreina sem hvað mest hefur notið góðs af framförum síðustu áratuga. Sími og loftskeyta- tækni gerðu mönnum kleift að safna saman upplýsingum um veður í heilum heimshlutum á örskots- stund og sköpuðu þannig grundvöll fyrir veðurspár eins og við nú þekkj- um þær. Allt frá upphafí hefur þró- un fjarskipta- og veðurathugana- tækni verið ör og sífellt gert veður- spár og alla vinnslu veðurgagna auðveldari og öruggari. Nýjasti tæknibúnaður er oneitanlega dýr, en starf Alþjóðaveðurfræðistofnun- arinnar hefur ætíð beinst mjög að því að þjóðir þriðja heimsins fari ekki á mis við þessa þróun. Stofnun- in hefur á margvísiegan hátt stuðl- að að því að fátækari þjóðir geti tekist á við þær kröfur sem gerðar eru til nútíma veður- og vatnafræði- þjónustu af öllu tagi. Aðstoð hefur þó mest verið beint að eftirfarandi efnisflokkum: 1. Samgöngum, þar með þjón- ustu við flug. 2. Náttúruhamfarspám, (storm- ar, flóð, fellibyljir). 3. Landbúnaðarþjónustu, þar á meðal úrkomuspám fyrir heilar árs- tíðir. 4. Varðveislu og nýtingu vatns- gæða. 5. Mengunarrannsóknum og að- gerðum gegn mengun. A vegum Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar eru rekin mörg al- þjóðleg rannsókna- og samstarfs- verkefni. Öðru hveiju er stefna samtakanna á þessum sviðum end- urskoðuð og búnar til 10-ára starfs- og rannsóknaáætlanir. I núverandi 10-ára áætlun eru sjö stóra meginverkefni. Rétt er að tí- unda þau hér í mjög stuttu máli. 1. World Weather Watch (WWW). Þetta meginverkefni hefur staðið í 30 ár um þessar mundir og hefur að meginmarkmiði að sam- ræma gagnaöflun og fjarskipti allra veðurstofa heimsins auk samvinnu um vélreiknaðar veðurspár sem síð- an er dreift til allra aðildarþjóða. Sett hefur verið upp mikið sam- skiptanet sem stjómað er frá 3 megin miðstöðvum (í Washington, Moskvu og Melboume) og 29 svæð- ismiðstöðvum víðs vegar um heim- inn. Veðurstofan hefur bein sam- skipti við svæðismiðstöðina i Bracknell í Englandi. WWW er auk þess samsett úr 3 meginsviðum, því sem nefnist „Global Observing System“ (alþjóða veðurathugana- kerfíð, GOS), „Global Telecomunic- ation System" (alþjóða veðurfjar- skiptanetið, GTS) og „Global data Processing System" (alþjóða veður- gagnaúrvinnslunetið, GDPS). Á síð- ari ámm em ekki aðeins hefð- bundnum veðurathugunum dreift gegnum þetta kerfí heldur er kerfið í auknum mæli að tengjast sjálfvirk- um athugunum, bæði á landi, sjó, lofti, og athugunum frá gervihnött- um og ratsjám. Það er rétt að benda á að allar upplýsingar á GTS-kerf- inu em aðgengilegar öllum þeim veðurstofum sem senda kerfínu upplýsingar. 2. World Climate Programme (WCP). Þetta verkefni fjallar eins og nafnið bendir til um veðurfarsleg vandamál og greinist í fjögur undir- verkefni, sem hafa ýmist rannsókn- ir, gagnasöfnun eða og aðstoð við þróunarlöndin að markmiði. Að- stoðin við þróunarlöndin beinist ekki síst að því að tryggja sam- fellda gagnasöfnun sem víðast um heim og úrvinnslu í heimalandinu. í því skyni hefur WCP dreift hug- búnaði og tölvum sem henta í þessa vinnslu til þeirra þjóða sem em að taka upp eigin veðurþjónustu. 3. Atmospheric Research and Environment Programme (AREP). AREP leggur megináherslu á veð- urathuganir sjálfar sem og rann- sóknir á eðlis- og efnafræði loft- hjúpsins. 4. Global Atomsphere Watch (GAW). Megináhersla er lögð á að fýlgjast með gróðurhúsalofttegund- um, örlögum þeirra og uppsöftiun, ásamt mati á ósoneyðingu. 5. Aplications of Meteorology Programme (AMP). Fjallað er um hagnýta veðurfræði er svo má kalla. Haldin em alþjóðleg námskeið og vinnufundir um hagnýtingu verður- fræði á ýmsum sviðum. Meðal ann- ars má nefna landbúnaðarráðgjöf í þriðja heiminum og dreifingu veður- gagna í alþjóðaflugi sem og til far- Trausti Jónsson „A vegnm Alþjóðaveð- urfræðistofnunarinnar eru rekin mörg alþjóð- leg rannsókna- og sam- starfsverkefni. Öðru hverju er stefna sam- takanna á þessum svið- um endurskoðuð og búnar til 10-ára starfs- og rannsóknaáætlanir.“ skipa. Á síðastliðnu ári var sett af stað verkefni um alþjóðlega veður- þjónustu við hinn almenna neytanda með áformum um stöðlun á formi og innihaldi veðurspáa. Einnig er lögð áhersla á kynningu veðurþjón- ustu, en algengt er að þeir sem nota þurfa veðurspár viti ekki hvemig eigi að bera sig eftir þeim. 6. Hydrology and Water Reeo- urces Programme (HWRP) og 7. Hydrological Operational Multipur- pose System (HOMS), fjalla um vatnafræði og hagnýtingu hennar á ýmsum sviðum. Alþjóðaveðurfræðistofnun stund- ar veigamikla útgáfustarfsemi. Gefnar eru út leiðbeiningar, kennslubækur og sérfræðiálit. í framtíðinni mun alþjóðaveður- fræðistofnunin leggja aukna áherslu á dreifíngu þekkingar sem stuðlar að sjálfbærri þróun í sem flestum löndum heims. Hún hefur um margra ára skeið varað við of- nýtingu á takmörkuðum gæðum náttúrunnar og tekið þátt í alþjóð- legri stefnumótun á því sviði. Margar nefndir um ýmis málefni starfa á vegum Ajþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar. ísíendingar taka þátt í sumum þessara nefnda. Mikil- vægt er að fyígjast vel með á þessu sviði, en smæð þjóðarinnar og fá- menni í veðurfræðingastétt valda því að velja verður vel úr og er slíkt val eítt og sér ærið verk eins og sjá má hér að ofan. íslendingar hafa fengið ýmsa sérfræðiaðstoð frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni einkum á fýrri árum, en hafa líka lagt sitthvað af mörkum. Fullvíst er að við eigum á komandi árum eftir að njóta góðs af þeirri þekking- amámu sem Alþjóðaveðurfræði- stofnunin er. Höfuadur er veðurfræðiagur. HAROVIBABVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 • • Orfá sœti laus vegna forfalla - seld í dagl f Njóttu lífsins í Dublin um páskana í góðum félagsskap. Gisting á Burlington hótelinu vinsæla, Dublin í vorskrúði, pöbbarnir, matsölustaðirnir og menningin í blóma. V i ð o p n u m k I u k k a n 9 . Innifalið: Flug, gisting með morgunverði á Burlington hótelinu frá fimmtudegi til mánudags, akstur til og frá flugvelli erlendis og (slensk fararstjórn. Ekki innifalið: Flugvallarskattar og forfallagjald, samtals 3.550 kr. Samviiiniilerúir Liiiulsvii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Reykjavíkurvegur72* S. 91 - 5 11 55* Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400*Símbréf 92 -13 490* Akureyri: Ráðhústorgi 1 *S. 96 - 27200 • Símbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Símbréf 98 -1 27 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.