Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
félk í
fréttum
BANDARIKIN
Heppin grænmetisæta á þorrablóti
Aðalvinningfur kvöldsins dregfinn út. Páll Pétursson (t.v.), Óli Miolla,
bandaríski vinningshafinn og sendiherrafrúin, Hjördís Gunnarsdótt-
ir, lengst til hægri.
Ljósm./Sigurborg Ragnarsdóttir
Íslensk-amerísk fjölskylda á þorrablótinu. Eygló Gunnarsson fyrir
miðju ásamt börnum og tengdabörnum.
Washington. Frá Sigurborgu Ragnars-
dóttur.
Það hefur löngum verið siður hjá
íslendingafélaginu í höfuð-
borg Bandaríkjanna að blóta þorra
á góu og var engin undantekning
gerð að þessu sinni. 220 manns
hittust á Holiday Inn í Tysons Com-
er rétt fyrir utan Washington, D.C.
Jóhanna Johnston formaður fé-
iagsins bauð gesti velkomna og
veislustjóri, Óli Miolla, stjórnaði
blótinu af miklum skörungsskap.
Páll Pétursson sá til þess að úthlut-
un happdrættisvinninga drægist
ekki á langinn og sendiherrafrúin,
Hjördís Gunnarsdóttir, dró aðal-
vinning kvöldsins, ferð til íslands
með Flugleiðum.
Vinningshafínn er Bandaríkja-
maður, sem undirrituð hafði hitt
fyrr um kvöldið, en þá kynnti hann
sig sem grænmetisætu. Hann
kvaðst einlægur aðdáandi alls þess
sem íslenskt er og hafði nú þegar
sótt tvö þorrablót á þessu ári. Hann
sagði það ekki há sér að vera græn-
metisæta á þorrablótunum og að
hann borðaði aðallega rófustöpp-
una. Eftir að hafa borðað ljúffengan
mat lék hljómsveit I. Eydal við mikl-
ar vinsældir gesta.
Malín Bergström í „baði'
WsmVISA ISLAND
SKEMMTUN
Boxaðsér
tíl skemmtunar
Ekki minnkar fjölbreytni skemmtistaðanna við að
að brydda upp á nýjungum í þeim tilgangi að laða
til sín gesti. Að þessu sinni var það Casablanca sem
bauð upp á boxsýningu síðastliðið föstudagskvöld og
fylgdust gestir forvitnir og spenntir með.
Því miður var ekki hægt að fá
mynd af Borgari í hlutverki
Karls Marx, en Borgar sagði að
það væri bara hægt að birta
mynd af sér eða Marx. Þeir væru
hvort sem er eins.
stoltur af að vera eini útlendingur-
inn. Hann leikur á dönsku en ekki
færeysku, fer með hlutverk Dana.
Frá Islandi kemur einnig Kristbjörg
Kjeld leikkona, sem er færeysk í
aðra ættina og talar málið, þótt hún
hafí ekki leikið á færeysku áður.
Morgunblaðið/Sverrir
Örn Árnason, Dísa Ágústsdóttir
og Linda Ósk gæða sér á finnsku
vodka og ígulkerjahrognum.
SOFNUN
Tapparnir toga Malín
í heimsmetabókina
A
Atján ára gömul sænsk stúlka
að nafni Malin Bergström er
að freista þess að komast í Heims-
metabók Guinnes og eins og svo
margir, velur hún ekki hefðbundnar
leiðir til þess arna.
Malin þessi hefur safnað töppum
frá því að hún var smástelpa. Alls
konar tappar eru í safni Malínar,
einkum þó af gos- og bjórflöskum.
Einhveiju sinni lýsti hún tappaár-
áttu sinni í viðtali við dagblað og
þeim ásetningi sínum að komast í
Heimsmetabókina frægu. Eftir það
rigndi yfir hana töppum úr öllum
áttu. Velunnarar um gervalla Sví-
þjóð vildu leggja stúlkunni lið og
losna við svolítið af sorpi í leiðinni.
Fyrir skömmu fór fram síðasta
tappatalning og reyndist Malín þá
eiga rúmlega 100.000 stykki. Vega
þeir 220 kg. En betur má ef duga
skal, því metið sem stúlkan hefur
ásett sér að slá hljóðar upp á
136.000 tappa.
Eins og nærri má geta, taka
100.000 tappar sitt pláss og hefur
Malín lagt baðherbergið undir sig
og geymir „safnið" í baðkarinu.
Þeir eru orðnir margir sem hafa
lagt Malínu lið, sent henni tappa
og tappa og stundum hefur hún
fengið heilu kassafarmanna frá
öðrum söfnurum sem eru að gefast
upp á tiltækinu og vilja hjálpa
henni. Malín segist aldrei munu
gleyma velunnurum sínum og hveij-
um og einum verði sent sérstakt
þakkarbréf þegar sess hennar í
Heimsmetabókinni er tryggður.
SJONVARP
Islenskur Marx í
danskri auglýsingu
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur fréttaritara Morgunblaðsins.
Undanfarið hefur sjálfur Karl
Marx auglýst btjóstsykur í
sjónvarpinu hér. í auglýsingunni
prédikar hann sameignarstefnuna
um leið og hann laumast til að
draga til sín bijóstsykurspoka sem
hann vill sumsé ekki deila með nein-
um, því eitt er kenningin og annað
framkvæmdin. Þarna er Karl Marx
bókstaflega lifandi kominn, en við
nánari aðgæslu er andlitið líka
kunnuglegt fyrir íslending, því með
hlutverk Marx í auglýsingunni fer
Borgar okkar Garðarson leikari.
Aðspurður sagðist Borgar hafa
verið beðinn um að taka hlutverkið
að sér. Hann sagðist vera í danska
leikarafélaginu og á þess vegum
hefur verið gefínn út myndalisti,
„með mynd af vörunni", eins og
hann komst að orði. Þar fann aug-
lýsingastofan sinn Marx, eftir að
ýmsir höfðu verið prófaðir og létt-
vægir fundnir. Borgar sagði þetta
vera í fyrsta skipti sem hann léki
í auglýsingu. Hann hefði hvorki
viljað gera það á íslandi né í Finn-
landi, þar sem hann léki, en í Dan-
mörku skipti það sig ekki máli, því
hér stæði ekki til að leika.
Borgar hefur búið í Danmörku í
nokkur ár, þar sem kona hans Ann
Sandelin vinnur hjá Norrænu ráð-
herranefndinni, en hún var á sínum
tíma forstjóri Norræna hússins. I
mars er hann að fara til Færeyja
til að Ieika í leikgerð eftir Glötuðum
snillingum Heinesens, sem verður
frumsýnd 8. maí. Hann sagði þetta
stórsýningu, sem öll leikfélög í
Færeyjum og Norðurlandahúsið
legðu saman í. Sér þætti öldungis
yndislegt að þegar allt væri í kalda-
kolum í Færeyjum og bullandi at-
vinnuleysi, drifu Færeyingar sig í
þetta stórvirki, sem nokkurn veginn
mætti reikna með að sérhver eyja-
skeggi sæi. í sorgarsöngnum og
barlómnum á Norðurlöndum mættu
menn hafa þetta færeyska framtak
í huga.
Allir færeyskir leikarar á Norður-
löndum hafa verið kallaðir heim til
að vera með, en Borgar sagðist
Gestir fylgjast með viðureign boxaranna síðastliðið föstudagskvöld.
Höföabakka 9 • 112 Reykjavfk
Slmi 91-671700
IVAKORTALISTI
Dags. 23.3.1993. NR. 125
5414 8300 1028 3108
5414 8300 1064 8219
5414 8300 1130 4218
5414 8300 1326 6118
5414 8300 2728 6102
5414 8300 2814 8103
5414 8300 3052 9100
5421 72**
5422 4129 7979 7650
5221 0010 9115 1423
|Ofangreind kort eru vákort,
semtakaberúrumferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
KREDITKORTHF.,
Ármúla 28,
108 Reykjavík,
sími 685499
. 3. 1993 Nr. 323
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4507 4300 0004 4817
4507 3900 0003 5316
4507 4300 0014 8568
4543 3700 0007 3075
4548 9000 0042 4962
4548 9018 0002 1040
AfgreiAslufólk vinsamlegast takið ofangreind
kort úr umferö og sendið VISA Islandi
sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir aö klófesta kort og visa á vágesl.
V^terkurog
V3 hagkvæmur
auglýsingamiöill!