Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 30
30 SJÁLFVIRKI OFNHITASTILLIRINN Stöðug þægindi óháo veðra- brigðum. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 SPARAÐU ÞÉR TfMA OG FYRIRHÖFN VIÐ ERLENDAR BRÉFASKRIFTIR Ný handbók sem inniheldur 180 viðskiptabréf á ensku með íslenskum skýringum | Kaflar í bókinni eru: • Almenn viðskiptabréf • Samskiptí við viðskiptamenn • Fyrirgreiðsla og úrbætur , • Bréf vegna lánafyrirgreiðslu • Sötubréf • Almenn uppsetning bréfa Pöntunarsímar 67-82-63 69-45-94 Framtíðarsýn hf. MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR. 23 MARZ 1993 Erlent Fyrsta Macintosh eftirlíkingin á markað BANDARÍSKA tölvufyrirtækið NuTek er að setja á markað ein- menningstölvu sem vinnur á sömu forsendum og Macintosh tölvurn- ar og getur því notað hugbúnað frá Apple. í frétt frá NuTek segir að fyrirtækið muni bjóða nýju tölvurnar á verði sem er mun lægra en sambærilegar Macintosh tölvur kosta. Apple hefur látið að því liggja að fyrirtækið muni hefja málsókn á hendur NuTek fyrir að virða ekki einkaleyfi Apple og útgáfuréttindi. Talsmenn NuTek segja hins vegar að hinir 15 tæknimenn sem hjá fyrirtækinu starfa hafi hannað nýju tölvuna frá grunni án þess að ganga á réttindi Apple. Auk þess sem NuTek er að binda endi á hina miklu sérstöðu sem Apple hefur haft á tölvumarkaðn- um undanfarin ár hyggst fyrirtæk- ið jafnframt setja á markað ein- menningstölvu sem getur notað hugbúnað frá Apple jafnt sem IBM. Norsk Data af skrá SKRÁNINGU hlutabréfa norska tölvufyrirtækisins Norsk Data hefur verið hætt í nokkrar vikur meðan fram fer gagnger endur- skipulagning á fjármálum fyrirtækisins. Skuldir þess nema um 650 milljónum norskra króna. Unnið er að skuldbreytingu en kaup- höllin í Osló segir óljóst hvaða áhrif sú aðgerð muni hafa á hluta- fé fyrirtækisins og eignarhald. Norsk Data hefur verið rekið með tapi undanfarin 5 ár. Forsvarsmenn Norsk Data gera ráð fyrir að samningum við lána- drottna verði lokið fyrir næstu mánaðamót og þegar samningur um skuldbreytingu liggi fyrir muni fyrirtækið birta reikninga sína fyr- ir árið 1992. Norsk Data tilkynnti hins vegar að Nordic Data, eignar- haldsfélag sem stofnað var í sept- ember 1991 og lýtur sömu fram- kvæmdastjórn og Norsk Data hafi skilað 92 milljóna n.kr. hagnaði af alls 806 milljóna n.kr. veltu. Frestast NAFTA íKanada? TALIÐ er hugsanlegt að kanadíski forsætisráðherrann, Brian Mulroney sem sagði af sér störfum í síðasta mánuði, muni ekki sækjast eftir staðfestingu þingins NAFTA samningnum áður enn hann lætur af embætti í júlímánuði. NAFTA er fríverslunarsamningur á milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó sem undiritaður var í des- ember en þing hvers lands þarf að samþykkja hann áður en samn- ingurinn tekur gildi. Haft er eftir einum af nánum ráðgjöfum Mulroney að samning- urinn verði ef tii vill skilinn eftir handa eftirmanni Mulroneys eða jafnvel þangað til almennum kosn- ingum er lokið í lok ársins. Samn- ingurinn er viðkvæmt pólitískt mál í Kanada en margir Kanadabúar kenna fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og Kanada frá ár- inu 1989 um vaxandi atvinnuleysi. Mettap hjá Volvo ífyrra SÆNSKA bílafyrirtækið Volvo hefur skýrt frá því að mettap hafi verið á rekstri þess í fyrra og arðgreiðslurnar verði lækkaðir í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins. Tap Volvo í fyrra fyrir skatta nemur 3,3 milljörðum sænskra króna, 28 milljörðum íslenskra, en árið áður var fyrirtækið rekið með 1,1 milljarðs sænskra króna hagn- aði. Volvo lækkaði arðgreiðslur Husqvarna Husky Lock Overlock saumavélar • Mismunaflutningur • fyrir prjón • Stiglaus sporbreidd • og sporfengd • Rúllusaumur • Verð fró 33.820,- kr. stgr. völusteinn», m0J Faxafen 14, Sími 679505 Umboðsmenn um allt land. sínar fyrir árið í fyrra um helming miðað við árið 1991, úr 15,5 í 7,75 s.kr. á hlut. Talsmaður fyrirtækis- ins sagði að þótt eftirspurnin eftir Volvo-bílum hefði aukist í Banda- ríkjunum væri ekkert lát á verð- samkeppninni og því væri mark- aðsstaða fyrirtækisins veik. NYOG 8000 FULLKOMNARI MÉRKIVÉL fyrir fyrirtæki, skrifstofur og heimili Prentar allt aö 5 línur, 10 leturgerðir, 6 stæröir og strikamerki. Prentar lárétt, lóörétt og spegilprentun. Prentar Þ og Ð Betra letur, betri borOar NO|__ NÝBÝLAVEGI28,200 KÓPAVOGUR SÍMI: 44443 & 44666, FAX: 44102 ENDURSKOÐENDUR — Á myndinni eru sigurvegar- arnir að taka við verðurlaunum frá Jóni Sigurðssyni viðskiptaráð- herra, þeir eru Benóný Torfi Eggertsson, Ulfar Örn Friðriksson, Halldór Arason, Sigurður P. Sigurðsson og Stefán D. Franklín. Stjórnunarkeppnin Endurskoðunarskrifstofa Björns Arnasonar sigraði ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFA Björns E. Árnasonar sigr- aði í landsúrslitum Samnorrænu stjórnunarkeppninnar sem haldin voru síðastliðinn laugardag og í öðru sæti var Ríkisbók- hald. í þriðja sæti var Ríkisendurskoðun. Liðin í fyrsta og öðru sæti munu fara til Bergen í lok þessa mánaðar og keppa um Norður- landameistaratitilinn í stjórnun en þar keppa 2 lið frá hveiju Norðurlandanna. Að sögn Ragnars H. Guðmundssonar markaðsstjóra keppninnar er þriðja sætið besti árangur ís- lensks liðs til þessa í norrænu keppninni. 10 lið kepptu til úrslita sl. laugardag. RÍKISBÓKHALD — Lið Ríkisbókhalds var í öðru sæti. Á myndinni eru Björn Snær Guðbrandsson, Alfreð Erlingsson, Guðjón Ríkharðsson, Pétur Jónsson, Elín Einarsdóttir og Ragnheiður Gunn- arsdóttir. Fyrirtæki Hagnaður Osta- ogsmjör- sölunnar 66 milljónir HAGNAÐUR Osta- og smjörsölunnar (OSS) fyrir endurgreiðslu til mjólkurbúanna var 66,6 milljónir króna sem er nokkuð minni hagnað- ur en árið áður þegar hann var 85,7 milljónir. Þrátt fyrir að sala hafi aukist í magni 1992 miðið við árið áður dróst heildarsala OSS saman um rúmar 150 milljónir króna. Minni heildarsölu má m.a. rekja til minni útflutnings og breytinga í neyslumynstri, úr feitari í annars vegar magrari og hins vegar ódýr- ari afurðir. Heildarvelta var 3.851 milljónir árið 1992. Eignir Osta- og smjörsölunnar nema rúmlega 989 milljónum króna en eigið fé er um 403 milljónir, það gerir um 40,7% eiginfjárhlutfall. lór-Panlojl pxtbí Niirinj; för IWf ''IUI ocll ilílM*i,r VÍTAMÍN, STEINEFNI OG JURTIR. FYRIR HÁR, HÚftOG NEGLUR BIO-SELEN UMB.SIMI: 76610 Veltufjárhlufall var 1,25 á síðast- liðnu ári. Aðalfundur Osta- og smjörsöl- unnar var haldinn hinn 5. mars sl. þar sem fram kom að ákveðið hefði verið að taka upp gæðakerfið ISO 9000 og stefnt væri að því að vott- un fyrir osta og viðbit Ijúki næsta haust. Aðalfundur Samtaka afurða- stöða í mjólkuriðnaði var haldinn hinn 4. mars sl. þar sem meðal annars kom fram að framleiðsla á mjólk dróst saman um 5,5% í fyrra í kjölfar nýja búvörusamningsins. Þá gekk töluvert á birgðir mjólkur- vara en þær minnkuðu um rúm 10,5%. 3M Slípiefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.