Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
Equitana ’93
Víkingaskip og bursta-
bæir í Islandshestabæ
_________Hestar______________
Valdimar Kristinsson
Að skoða til fullnustu vörusýn-
ingu í 16 stórum sölum sem sam-
tals teljast um 90 þúsund fermetr-
ar útheimtir skipulega skoðun og
nokkra einbeitingu. En ef mikill
hugur fylgir máli er það kannski
ekki svo mikið mál en til þess
þarf þó lágmark 3 daga. Á Equit-
ana getur að líta allt sem hugsast
getur sem þarf til hestamenns-
kunnar. Allar tegundir reiðtygja
eru þar bæði til sölu og sýnis, fóð-
urvörur, hesthús, hestabókmennt-
ir, hestaleigur, heyvinnutæki og
önnur vélknúin tæki sem þarf við
rekstur stórra hesthúsa og víst
þurfa hestamenn bíla. Þannig
mætti lengi telja.
Islensk fyrirtæki hafa um árabil
verið með bása á Equitana og svo
var einnig nú enda er sýningin kjör-
inn vettvangur til kynningar á vörum
og þjónustu sem höfðar til hestaá-
hugafólks í Evrópu. Meðal þeirra sem
nú voru á Equitana má nefna Flug-
leiðir, Félag hrossabænda, Edda
hesta, íshesta, Hestasport og Hesta-
ferðir Arinbjöms Jóhannssonar. Þá
voru Jón Steinbjömsson og Herbert
„Kóki“ Ólason með bása eins og á
undanfömum sýningum, en þeir reka
báðir hestamiðstöðvar í Þýskalandi
og auk þess er Kóki með umfangsm-
ikla reiðtygjaframleiðslu undir merk-
inu Top Reiter. íslendingar voru eins
og áður í samfloti með IPZV (Lands-
samband eigenda íslenskra hesta í
Þýskalandi) og ýmsum Þjóðveijum
sem höndia með íslensk hross. Voru
smíðaðir sérstakir básar í burstabæj-
arstíl fyrir sýninguna og vom menn
almennt sammála um að þeir hefðu
tekið sig vel út og vakið mikla at-
hygli. Burstabæirnir mynduðu um-
gjörð um torg i miðjunni þar sem
komið var fyrir miklu víkingaskipi
sem siglt var fyrir nokkrum árum
frá Þýskalandi til Hjaltlandseyja,
Færeyja, Grænlands og þaðan tii
Ameríku. Meðfram skipinu var tré-
pallur um metri á breidd og um það
bil 20 metra langur. Eftir þessum
palli var íslenskum hesti riðið nokkr-
um sinnum á dag og gangtegundim-
ar kynntar. Safnaðist áVallt hópur
fólks við pallinn þegar gangtegund-
irnar voru kynntar. Á gólfinu voru
tré- eða korkflögur sem einnig settu
mikinn svip á bæinn en vegna eld-
hættu þurfti að vökva básana og
torgið á hveiju kvöldi. Á miðvikudag
heimsótti Halldór Blöndal landbún-
aðarráðherra ásamt Sveinbirni Dagf-
innssyni sýninguna og var haldið boð
í íslandshestabænum þar sem boðið
var upp á íslenska rétti. Þótti boðið
takast með miklum ágætum en þó
varð að slíta því fyrr en ætlað hafði
verið þar sem brunaverðir töldu
mikla eldhættu stafa af tréflögunum
í gólfinu. Hætta ber leik þá hæst
hann stendur, segir máltækið og átti
Hið víðförla víkingaskip tók sig
vel út á torgi íslandshestabæj-
arins.
það líklega vel við þama.
Plastskeifur, fæðingarvari og
nýstárleg hestakerra
Alltaf er að fínna athyglisverðar
nýjungar á Equitana sem fróðlegt
er að skoða, svo ekki sé nú talað um
ef hægt er að prófa þær þegar heim
er komið. Nýjar plastskeifur voru
kynntar að þessu sinni sem eru Iímd-
ar á hófinn og skorðaðar a_f með plas-
stautum. Fengu margir íslendingar
sér sýnishorn og má reikna með að
einhveijir sjáist með þessar skeifur
undir fákum sínum þegar fer að vora.
Einnig mátti sjá tvær útgáfur af því
sem kalla má fæðingarvara en þar
er um að ræða gjörð sem sett er á
fylfullar hryssur sem komnar eru að
köstun. Á gjörðinni er senditæki sem
skynjar það þegar hryssan fer að fá
hríðir og sendir tækið þá merki til
móttakarans sem gefur frá sér hljóð-
merki. Getur þá eigandi hryssunnar
fylgst með köstuninni og tryggt að
ekkert fari úrskeiðis. Þá rakst grein-
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Olíufélagsins hf.
verður haldinn föstudaginn 26. mars 1993
á Hótel Sögu, Súlnasal,
og hefst fundurinn kl. 13.30.
DAGSKRÁ
1 ■ Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og
reikningar félagsins munu liggja frammi á
aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis,
viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða
afhent á aðalskrifstofu félagsins
Suðurlandsbraut 18, 2. hæð,
frá og með 22. mars, fram að
hádegi fundardags.
Stjórn Olíufélagsins hf.
Olíufélagið hf
AÐALFUNDUR
SJOVA-ALMENNRA
TRYGGINGA HF.
YERÐUR HALDINN
7. APRÍL 1993
AÐ HÓTEL SÖGU
Fundurinn verður í Súlnasal
og hefst kl. 15.00 síðdegis.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
samkvæmt 17. grein félagssamþykkta.
2. Tillaga um arðgreiðslur.
3. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Aðgöngumiðar verða afhentir
á skrifstofu félagsins, Kringlunni 5,
frá 2. apríl lil kl. 12.00 á fundardag.
SJÓVÁ-ALMENNAR
KRINGLUNNI 5, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 91-692500
Samband dýra-
verndarfélaga
Sækið ekki
nautaat
Á ALMENNUM fundi um dýra-
vernd sem haldinn var í Húsdýra-
garðinum í Laugardal sunnudag-
inn 21. febrúar sl. var skorað á
Samband dýraverndarfélaga ís-
lands að skrifa þeim ferðaskrif-
stofum sem skipuleggja ferðir til
Spánar að mælast til þess að þær
beini þeim tilmælum til farar-
stjóra sinna að hvetja farþega
ekki til þess að sækja nautaat.
Á Ólympíuleikunum í Barcelona
sl. sumar afhenti heimssambandið
í dýravemd spænskum yfirvöldum
hátt á þriðju milljón undirskrifta
víðs vegar úr heiminum. Þetta voru
mótmæli gegn þvi að naut eru pínd
til dauða í þágu skemmtiiðnaðarins,
en á hveiju ári er murkað lífið úr
meira en 17.000 törfum á spænsk-
um leikvöngum. íslendingar lögðu
sitt af mörkum og söfnuðu undir-
skriftum um allt land.
Skemmtidráp á dýrum er siðleysi
og skiptir engu þótt þeir sem hafa
hagsmuna að gæta beri fyrir sig
gamlar hefðir. Þeir Spánveijar sem
grundvalla lífsskoðun sína á mann-
úð berjast hatrammri baráttu gegn
nautaati og annarri dýramisþyrm-
ingu. Með því að sniðganga nautaat
leggjum við baráttu þeirra lið. Sam-
bandi dýraverndarfélaga íslands er
þessi áskorun frá almenningi kær-
komin og tekur heilshugar undir
þá bón til íslenskra ferðaskrifstofa
að þær láti hjá líða að hvetja far-
þega til þess að sækja nautaat.
(Fréttatilkynning)
3M
Til lækninga