Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 21 Framsóknarflokkurinn lítur á launajöfnun sem lykilatriði Ný þjóðarsátt er forsenda bata í efnahagsmálunum Aukið rannsókna- og þróunarstarf NÝ þjóðarsátt er nauðsynleg ef takast á að vinna þjóðina út úr þeim miklu erfiðleikum sem við blasa nú segir í nýútkomnum til- lögum Framsóknarflokks um úr- bætur í efnahags- og atvinnumál- um. Steingrímur Hermannsson, formaður flokksins, segir að lyk- illinn að þjóðarsátt felist í launa- jöfnun. Af öðrum atriðum undir yfirskriftinni, grundvöllur og meginmarkmið, má nefna að rekstrargrundvöllur sjávarútvegs og iðnaðar verði treystur til lengri tíma, auðlindir nýttar skipulega og verðbólgu og erlend- um skuldum haldið niðri. Á blaða- mannafundi kom ennfremur fram að í vaxandi mæli væri litið á þekkingu sem grundvallaratriði. Kjarajöfnun og vaxtalækkun Framsóknarmenn vilja stuðla að kjarajöfnun með því að hækka skatt- leysismörk, koma á hátekjuskatti með einu eða tveimur þrepum, sam- ræma skattlagningu fiármagns- tekna skattlagningu launatekna, taka upp tveggja þrepa virðisauka- skatt (helstu nauðsynjavörur heimil- anna verði í lægra skattþrepi), herða skattaeftirlit og tryggja heilbrigðis- þjónustu án tillits til efnahags. Raunvextir lækki Framsóknarmenn telja brýnt að Morgunblaðið/Sigurður Sverrisson Drottning krýnd HREFNA Björk Gylfadóttir, feg- urðardrottning Vesturlands 1992, krýnir arftaka sinn Hólm- fríði Einarsdóttur s 1. laugar- dagskvöld. Skagamað- ur fegurðar- drottning Vesturlands Hólmfríður Einarsdóttir frá Akranesi var kjörin Fegurðar- drottning Vesturlands á hátíð, sem haldin var í íþróttahúsi IA á Akranesi s.l. laugardagskvöld. Hólmfríður var einnig kjörin ljós- myndafyrirsæta Vesturlands en Halldóra Björk Friðjónsdóttir í Borgarnesi var kjörin vinsælasta stúlkan. Hólmfríður verður full- trúi Vesturlands í Fegurðarsam- keppm íslands sem fram fer á Hótel íslandi 30. apríl. Tíu stúlkur tóku þátt keppninni og hafa þær stundað markvissar æfingar síðan um miðjan janúar. Þær komu tvisvar fram á úrslita- kvöldinu, í sundfötum og síðum kjól- um. Framkvæmdastjóri keppninnar var Silja Allansdóttir. raunvextir útlána verði ekki hærri en 6%. Því segja þeir að megi ná með því að lækka vexti af skulda- bréfum ríkissjóðs um þriðjung, lækka innlánsvexti banka, lækka verulega bindisskyldu í Seðlabank- anum, dreifa afskriftum bankanna á lengri tíma og draga úr vaxtamun. Þeir telja að hraða eigi opinberum framkvæmdum með auknum fjár- veitingum, leggja jöfnunargjald á niðurgreiddar og ríksstyrktar er- lendar iðnaðarvörur, aðstoða við fjárhagslega endurskipulagningu arðvænlegra fyrirtækja, fella niður álögur á sjávarútveg og ferðaþjón- ustu, bjóða umframraforku fyrir- tækjum á lágu verði, auka vinnsla sjávarafurða innanlands og lækka bundið fjármagn í Seðlabankanum verulega. Hvað langtímaaðgerðir varðar er rík áhersla lögð á rannsókna- og þróunarstarfsemi sem sagt er að sé of lítið hér á landi. Þannig kemur fram að framlag íslendinga hafi verið um 1% þegar Norðurlöndin hafi varið til þessara mála 1,5% til 2,8%. Framsóknarmenn segja að ef til vill hafi lág framlög komið minna að sök en ella meðan unnt hafi ver- ið að sækja stöðugt meiri afla úr hafinu. Nú sé sá tími liðinn og að- eins um tvær leiðir að ræða,.þ.e. að vera fyrst og fremst hráefnisfram- leiðendur eða leggja áherslu á háþró- aða framleiðslu. Af öðrum langtímaaðgerðum er nefnt að leggja beri áherslu á bætta og markvissa menntun, starfsþjálfun og endurmenntun, stefnumörkun á sem flestum sviðum atvinnulífsins, eflingu markaðsleitar og rannsókna, komið verði á fót öflugri þróunar- stofnun til nýsköpunar í atvinnulíf- inu og gengi íslensku krónunnar verði haldið eins stöðugu og frekast er unnt en sé jafnframt rétt skráð. Framsóknarmenn segja að halli á ríkissjóði hafi verið notaður til að afsaka aðgerðarleysi ríkisstjórnar- innar en hann sé ekki minni hér á landi en í flestum öðrum löndum OECD. Tæknival býður ríkisstofnunum, sveitarfélögum landsins, starfsmönnum ríkis og bæja, kennurum, nemendum á háskólastigi og í framhaldsskólum vildarkjör á tölvum og tölvubúnaði. Sölumenn Tæknivals eru til þjónustu reiðubúnir og veita allar uppíýsingar um ný og lækkuð verð. Pantanir vegna 7. hluta þurfa að berast í síðasta lagi 30. mars n.k. til Agnesar Vilhelmsdóttur hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sími 91-26844, fax 91-626739, eða til Tæknivals hf., sími 91-681665, fax 91-680664. rcu íIibTí er lokadagur pantana í 7. hluta ríkissamnings VERÐDÆMI: HYUNDAI PE486S/2S * HUÓÐLÁT OG NETT BORÐTÖLVA * 4MB vinnsluminn: * 14" SUPER VGA LÁGGEISLA LITASKJÁR * 1 SAMSÍÐA- 2 RAÐTENGI *LYKLABORÐ * MS-DOS 5.0 * WINDOWS 3.1 OG MÚS IR verð m/vsk. kr. 93.600.- stgr. IR verð m/vsk. kr. 117.800.- stgr. * ml8S MB HÖRÐUM DISKI HgTæknival Skeifan 17, sími 68 16 65 10 ár í fremstu röö Tæknival 1983 -1993

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.