Morgunblaðið - 15.04.1993, Page 1

Morgunblaðið - 15.04.1993, Page 1
72 SIÐUR B/C 84. tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Endurreisnar- o g þróunarbanki Evrópu gagnrýndur Rekstrarkostnaður er tvöföld útlán bankans íslendingar hafa greitt 80 milljónir af 228 milljóna framlagi sínu Breskar hagtölur Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaösins. ENDURREISNAR- og þróunarbanki Evrópu, öðru nafni Evrópubank- inn, sem stofnaður var af iðnríkjunum til að stuðla að efnahags- legri uppbyggingu í kommúnistaríkjunum fyrrverandi og íslending- ar eiga aðild að, er sakaður um taumlaus sérgæði. Af 750 milljarða króna stofnfé Evrópubankans er hlutiir íslands 0,1%, eða 750 milljón- ir króna. 30% hlutafjárins, eða um 228 milljónir, ber íslendingum að leggja fram í jöfnum árlegum greiðslum á árunum 1991-95. Samkvæmt upplýsingum dagblaðsins Financial Times hafði bankinn um síðustu áramót ráðstafað sem svarar 10,1 milljarði íslenskra króna til uppbyggingar í Mið- og Austur-Evrópu frá því hann hóf starfsemi i apríl 1991. A sama tíma eyddi bankinn hins vegar jafn- virði um 20 milljarða íslenskra króna til eigin þarfa. Þar ber hæst kostnað við húsnæði bankans i London, rúmlega fimm milljarðar íslenskra króna, og risnu- og rekstrarkostnað. Forseti . bankans, Frakkinn Jacques Attali, er sagður hafa meiri áhuga á að láta bera á sér og bank- anum í félagslífi vestrænna stór- borga en að leggja sig fram við að sá fræjum fijálsrar samkeppni og fjármagnshyggju í kommúnistaríkj- unum fyrrverandi. Jólaboð bankans fyrir 650 starfsmenn og velunnara kostaði fímm milljónir króna. Sam- kvæmt frásögn breska blaðsins In- dependent hefur bankinn greitt 60 milljónir króna vegna ferðalaga Attali með einkaþotum en sjálfur hefur hann sem svarar 15 milljónum íslenskra króna í árslaun. Attali, sem áður var sérlegur ráðgjafi Francois Mitterrands Frakklands- forseta, var einn helsti frumkvöðull- inn að stofnun bankans fyrir þrem- ur árum. Bankinn kom í staðinn fyrir nýja Marshall-áætlun fyrir Efnahags- lífið er á batavegi London. Reuter. BRESKA hagstofan skýrði í gær frá því að iðnaðarfram- leiðsla hefði aukist um 1,6% í febrúarmánuði og verksmiðju- framleiðsla um 1,2%. Þetta er mun meiri aukning en spáð hafði verið af hagfræðingum og talin skýr vísbending um að breskt efnahagslíf sé komið á bataveg eftir langa kreppu. Norman Lam- ont, fjármálaráð- herra Bretlands, sagði þetta vera „frábærar frétt- ir“. Að auki voru í gær birtar end- urskoðaðar tölur um framleiðslu- aukningu í jan- úarmánuði og kom í ljós að aukningin hafði verið vanmetin í fyrri tölum. Jókst verksmiðjufram- leiðsla um 1,3% í janúar en ekki 0,8% líkt og fyrri áætlun sagði til Lamont um. kommúnistaríkin fyrrverandi. Bankinn er stofnaður að frum- kvæði Evrópub'andalagsins og er að meirihluta í eigu bandalagsins og fjárfestingabanka þess. Öðrum ríkjum var einnig boðin aðild að bankanum og eiga Bandaríkin 10% og önnur ríki, þ. á m. ísland, minna. íslenska ríkisstjórnin ákvað að þiggja boð um aðild í desember árið 1989 en alþjóðasamningur um stofnun bankans var undirritaður í maí 1990. Næsti aðalfundur bank- ans verður í London eftir hálfan mánuð. Svo sem að framan segir ber íslendingum að leggja fram 30% af hlutafé sínu á tímabilinu 1991-95, eða röskar 40 milljónir á ári. Afganginn getur bankinn inn- heimt, þ.e. um 500 milljónir, ef hann þarf á auknu fé að halda. Samkvæmt upplýsingum Finns Sveinbjörnssonar hjá viðskiptaráðu- neytinu hafa þegar verið greiddar rúmlega 80 milljónir króna til bank- ans, þ.e. vegna áranna 1991 og 1992. Síðar í vor verða 40 milljónir til viðbótar borgaðar. Talsmenn bankans hafa vísað gagnrýninni á bug og í yfirlýsingu þeirra segir að bankinn sé hreykinn af þeim árangri sem náðst hafi í Mið- og Austur-Evrópu við erfiðar aðstæður. Sjá einnig bls. B3. Reuter Vígreifur valdaræningi ANATÓLÍ Lúkjanov, fyrrverandi forseti þings Sovétríkjanna gömlu, gerir hér sigurmerkið með tveim fingrum er hann brýtur sér leið um þröng stuðningsmanna í gær á leið til húsakynna herdómstóls í Moskvu. Lúkjanov var æskuvinur Míkhaíls Gorbatsjovs er gegndi embætti Sovétforseta síðastur manna. Margir telja að þingforsetinn hafi verið aðalmaðurinn að baki valdaráninu misheppnaða í ágúst 1991. Hann verður ákærður fyrir landráð og á yfir höfði sér líflátsdóm. Sjá einnig bls. 18. Bandaríkjastjórn freistar þess að auka þrýstinginn á Serba Hóta að aflétta vopna- sölubanninu á Bosníu Sanýevo, Zagreb. Reuter. SEX óbreyttir borgarar særðust þegar tvær fallbyssukúlur féllu á miðbæ múslímska bæjarins Srebrenica í Bosníu síðdegis í gær. A þriðjudag létust átta manns og nokkrir tugir særðust í sprengjuárás á Srebrenica. Á mánudag féllu 56 í sprengjuárás á bæinn. Sérstakur sendimaður Bandaríkjastjórnar segir, að fallist Serbar ekki á friðar- samninga innan skamms muni hún beita sér fyrir, að banninu við sölu vopna til Bosníu verði aflétt. Ómjúk lending Reuter BREIÐÞOTU af gerðinni Douglas DC-10 frá banda- ríska flugfélaginu American Airlines hlekktist á í lendingu og rann af flugbrautinni á alþjóðaflugvellin- um í Dallas-Fort Worth í gær. Fjórir farþegar slösuð- ust í óhappinu en mikil rigning var þegar það átti sér stað og olli bleytan því að þotan varð stjórnlaus. John MacMillan, talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo, sagði í gær, að Serbar hefðu hafið stórskotaliðs- árás á Srebrenica eftir miðjan dag á þriðjudag og væri vitað um átta fallna og 20-30 særða. í gærkvöldi bárust svo fregnir af enn einni árás- inni á bæinn. Friðaráætlun í hættu Ríkisstjórn Bosníu sagði í yfirlýs- ingu í gær að ef Srebrenica félli í hendur Serba væri friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna fyrir fyrrver- andi Júgóslavíu úr sögunni. Reginald Bartholomew, sérstakur sendimaður Bandaríkjastjórnar í Júgóslavíu, sagði í gær, að ekki væri hægt að bíða endalaust eftir að Serbar féllust á fyrirliggjandi drög að friðarsamningum í Bosníu. Þess vegna ætlaði Bandaríkjastjórn að beita sér „mjög fljótlega" fyrir afnámi vopnasölubannsins á Bosníu. Lýsti hann yfir þessu áður en hann fór til viðræðna við Slobodan Milo- sevic Serbíuforseta í Belgrad en búist var við, að hann ræddi einnig við leiðtoga Bosníu-Serba. Færeysku frystihúsin verða seld Þórshöfn. Frá Grækaris D. Magnus- sen, fréttaritara Morgunblaðsins. RICHARD Mikkelsen, for- maður fjárfestingarsjóðs, sem stofnsettur var í tengsl- um við efnahagsaðstoð Dana til Færeyinga á síðasta ári, sagði í viðtali við blaðið Dimmalætting í gær að flest ef ekki öll frystihús í Færeyj- um yrðu seld. Færeyska landstjórnin lýsti því yfir á fundi með dönsku ríkisstjórninni rétt fyrir páska að hún væri andvíg áformum fjárfestingarsjóðsins um að selja frystihúsin. Mikkelsen sagði í viðtalinu að viðræður við banka og fjár- mögnunarfyrirtæki vegna kaupanna væru nú á lokastigi. Sagðist hann eiga von á að flest frystihús í Færeyjum yrðu keypt af einu móðurfyrirtæki í eigu bankanna sem myndi setja þeim frystihúsum, sem opnuð verða á ný, starfsreglur en ekki taka við daglegum rekstri. Hann tók sérstaklega fram að áformin næðu einungis til frystihúsa en ekki fiskiskipa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.