Morgunblaðið - 15.04.1993, Page 2
2
MÓRGUNBLABIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
Kaupfélag
Strandamanna
Rekstur
erfiður
ERFIÐUR rekstur hefur verið á
verslun Kaupfélags Stranda-
manna á síðasta ári og það sem
af er þessu ári. Um er að ræða
einu verslun íbúa í Arneshrepp
og næsta verslun er á Hólmavík í
um 100 km fjarlægð, leið sem lok-
uð er yfir vetrarmánuðina. Gunn-
steinn Gíslason kaupfélagsstjóri
segir að þótt reksturinn hafi verið
erfiður blasi gjaldþrot ekki við og
verið sé að leita lausnar vandans.
Kaupfélag Strandamanna rekur
auk verslunarinnar sláturhús og litla
fiskverkun en hvorugur sá rekstur
skilaði hagnaði í fyrra. Velta kaupfé-
lagsins nam um 100 milljónum króna
á síðasta ári og þótt tölur um tapið
iiggi ekki fyrir segir Gunnsteinn ljóst
að það nemi milljónum króna.
Rekstur kaupfélagsins hefur verið
mjög erfiður á undanfömum árum
enda eru aðeins um 100 manns í
Ámeshrepp. Gunnsteinn segir að
verslun verði að vera á þessum stað
sökum þess hve langt er að fara í
næsta byggðarkjama. Því verði leit-
að allra leiða til að leysa vanda kaup-
félagsins.
Bifreiða-
’ón námu
363 millj.
á6 vikum
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Sambandi íslenskra tryggingafé-
laga námu bifreiðaljón í umferð-
inni á tímabilinu 22. febrúar til
2. apríi, eða á sex vikum, samtals
363 milljónum króna. Alls voru
umferðaróhöpp á þessu tímabili
3.220 talsins.
Samband tryggingafélaga hefur
að undanförnu tekið saman reglu-
lega, í samvinnu við bifreiðatrygg-
ingafélögin, tölur um fjölda
skemmdra bfla í umferðinni. Þessar
tölur eru mun hærri en heyrast títt
í fjölmiðlum sökum þess að þær upp-
lýsingar byggist á tölum frá lög-
reglu. Sem kunnugt er hafí lögreglan
hinsvegar afskipti af tiltölulega litl-
um hluta umferðaróhappa því flestir
fylla út tjónaskýrslur sjálfír.
Morgunblaðið/Sverrir
Að hjálpa afa
ÞESSI ungi Siglfirðingur, Sævar Öm Kárason, hjálpaði afa sínum þegar hann kom úr róðri á mánudaginn.
Hannaði forrit fyrir
20 sænsk sjúkrahús
ISLENSKUR læknir, Stefán Kristjánsson, sem starfar á
röntgendeild Huddinge-sjúkrahússins í Stokkhólmi, hefur
gert tölvuforrit vegna hjartaþræðinga og hefur það verið
tekið í notkun á öllum sænskum sjúkrahúsunm, þar sem
slíkar aðgerðir eru gerðar. Með notkun forritsins er auð-
velt að fá yfirlit yfir einkenni sjúklingsins, eðli aðgerðanna
og síðari meðferð. Stefán segir að til standi að kynna notk-
un forritsins víðar en í Svíþjóð.
Stefán er 33
ára. Hann lauk
námi frá lækna-
deild Háskóla ís-
lands árið 1987, en
flutti til Svíþjóðar
ásamt eiginkonu
sinni, Ólöfu
Bjamadóttur, end-
urhæfingarlækni
og tveimur bömum
þeirra og hóf störf
sem röntgenlæknir á Huddinge-
sjúkrahúsinu í ágúst 1989. „Ég
byijaði á að skrá allar upplýsingar,
sem tengjast hjartaþræðingum og
hannaði sérstakt forrit til þess, sem
við tókum í notkun í desember
1991,“ sagði hann. „Þegar notkun
forritsins fréttist bámst fyrirspum-
ir frá öðmm sjúkrahúsum og fljót-
Stefán
Kristjánsson
lega tók Karolinska-sjúkrahúsið
það í notkun. Sosialstyrelsen, sem
sinnir eftirliti með sænska heil-
brigðiskerfinu, ákvað að styrkja
verkefnið fjárhagslega til að hægt
væri að einfalda forritið, svo það
nýttist án sérstakrar tölvuþekking-
ar notandans. Nú hafa öll sjúkrahús
í Svíþjóð, þar sem gerðar em hjarta-
þræðingar, tekið grannforritið í
notkun og um þessar mundir er ég
að semja handbók til að þau geti
unnið úr þeim upplýsingum, sem
þau hafa þegar safnað saman. Þessi
sjúkrahús em 20-25 talsins."
Allar uplýsingar
Stefán sagði að forritið væri
matað með öllum upplýsingum
vegna þræðingarinnar. „Við setjum
inn þau einkenni, sem sjúklingur
hefur og gera hjartaþræðingu nauð-
synlega, önnur einkenni er benda
til hjartasjúkdóms, upplýsingar sem
fram koma við þræðingu og síðan
hvaða meðferð sjúklingurinn fær
eftir þræðinguna, þ.e. hvort nauð-
synlegt er að gera á honum aðgerð
eða hvort hann fer í lyfjameðferð.
Með þessu móti safnast á einn stað
fjöldi nýtilegra upplýsinga, sem
auðveldar til dæmis gæðastjórnun
og rannsóknir. Sosialstyrelsen get-
ur til dæmis fengið heildaryfirlit
yfír ýmislegt, sem að hjartaþræð-
ingum lýtur.“
Er Stefán var inntur eftir því
hvort forritið færi víðar svaraði
hann að til stæði að kynna það í
fleiri Evrópulöndum.
Kuldatíð
í vændum
VEÐURSTOFAN spáir norð-
anátt um land allt fram á
sunnudag. Gert er ráð fyrir
næturfrosti norðanlands og
að hitinn komist mest í 5 til
6 gráður yfir daginn sunnan-
lands.
Spáð er fremur köldu veðri
um allt land næstu daga. Á
föstudag snýst í norðanátt og
á laugardag verður komin stíf
norðanátt með éljum norðan-
lands. Léttskýjað verður sunn-
anlands og vestan en fremur
kalt, eða það sem stundum
hefur verið kallað „gluggaveð-
Við frostmark
Hitinn verður við frostmark
norðanlands en meiri á landinu
sunnanverðu. Á sunnudag er
spáð hvassri norðaustanátt og
fer þá heldur hlýnandi. Líklega
verður skýjað að mestu um allt
land og slydda norðan- og aust-
anlands.
Útgerðarfélagið Óðirni á
Eyrarbakka endurvakið
Afsalaðar eignir félagsins eru nú veðsettar fyrir 12 milljónir
Fundahöld
í dag
Sjávarútvegsráðuneytið stendur nú
fyrir fundaherferð um sjávarút-
vegsstefnuna. Um 150 manns
mættu á fyrsta fundinn á Grundar-
firði 24
Bmkarsund
Um 60% Borgnesinga eru fylgjandi
verndun Brákarsunds 25
Mafíutengsl_____________________
ítalskir fjölmiðlar segja að Andre-
otti hafi fyrirskipað morðin á Aldo
Moro og Dalla Chiesa 18
Leiðarí__________________________
Frumskógur eignarhaldstengsl-
anna 24
Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá
► Þreifingar um stjómarkjör í
Sameinuðum verktökum - Verð-
lækkun skilaði 100% söluaukningu
á steikum - John Fenger stofnar
fyrirtæki í Bandaríkjunum
HLUTHAFAR í Útgerðarfélaginu Óðni á Eyrarbakka hafa verið
boðaðir til fundar í kvöld til að ræða málefni félagsins og endur-
vekja það, jafnvel til að efla atvinnustarfsemi á Eyrarbakka. Eins
og fram kom í Morgunblaðinu fyrir skemmstu höfðu óviðkomandi
menn, án samráðs við eigendur Oðins, tilkynnt hlutafélagaskrá um
breytingar högum félagsins í þvi skyni að eignast hlutafélag með
„rótgróna kennitölu“ og spara sér að auki umtalsverðar fjárhæðir
í skráningargjöld. Sá gemingur hefur nú verið ógiltur.
Að því er fram kom í samtali
Morgunblaðsins við Eirík Guð-
mundsson, einn upphaflegu hlut-
hafanna í Óðni og þann sem undir-
búið hefur fundinn í kvöld, var hús-
eignum félagsins afsalað til annarra
aðila fyrir 2-3 árum og í dag hvíla
á þessum húsum 12 milljóna króna
veðbönd.
Eiríkur vildi ekki svara nánari
spumiiigum um þessa eignatil-
færslu og það endurgjald sem fyrir
kom. Hann kvaðst ekki telja ljóst
að hún yrði rædd á fundinum í
kvöld. Þar kveðst hann eiga von á
að á félaginu verði kosin bráða-
birgðastjórn, sem falið verði að
undirbúa aðalfund.
Eiríkur kvaðst vænta þess að á
fundinn kæmu a.m.k. á annan tug
manna, bæði heimilisfastir og brott-
fluttir Eyrbekkingar. Hann sagði
að þótt félagið, sem stofnað var
árið 1944, hefði ekki starfað um
langt árabil virtist nokkur áhugi á
► Hvarf Amelíu Earhart árið
1939 - Alveg einstök tilfinning -
Ég hefði átt að depla þeim - Flytj-
ast bflaþættimir yfír á sjónvarpið
- Taka þeir niður fyrir sig
að kanna hvort unnt sé að hefja í
nafni þess einhveija atvinnustarf-
semi í kauptúninu.
Óðinn endurreisi
Eyrarbakka öðru sinni
í máli Eiríks _kom fram að á sín-
um tíma hefði Útgerðarfélagið Óð-
inn átt mikinn þátt í uppbyggingu
sjávarútvegs á Eyrarbakka með
bátaútgerð sem síðar hafi tengst
Hraðfiystihúsi Eyrarbakka. Hvort
tveggja félagið hafi í raun verið
almenningshlutafélag í eigu Eyr-
bekkinga. Undanfarin ár hafi mál
þróast á þann veg að störfum við
sjávarútveg hafi stórfækkað á Eyr-
arbakka, þar sem hafnaraðstaða er
léleg. Fátt hafi komið í staðinn.
Bakkafískur, sem keypti hraðfrysti-
húsið, hefur rekstur í Þorlákshöfn
en ekki á Eyrarbakka.
Eiríkur sagði að umræður um
endurreisn Óðins hefðu ekki verið
bundnar við starfsemi í sjávarút-
vegi, frekar en t.d. þjónustu eða
iðnað, né heldur hefðu neinar
ákvarðanir verið teknar um að
stefna að hlutafjáraukningu eða
einhveijum ákveðnum aðgerðum á
vegum Óðins. Aðeins væri rætt um
að nota þðtta gamla félag enn á
ný til að byggja upp atvinnulíf á
Eyrarbakka.