Morgunblaðið - 15.04.1993, Side 4

Morgunblaðið - 15.04.1993, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FLMMTUDAGUIl 15. APRÍL 1993 VEÐUR Ungir dansarar slógu í gegn í Blackpool Signr í al- þjóðlegri keppni BERGLIND Ingvarsdóttir og Benedikt Einarsson, dan- spar frá Nýja dansskólanum, fóru með sigur af hólmi í alþjóðlegri danskeppni í Blackpool á Englandi í fyrrakvöld. Berglind og Benedikt sigruðu í suður- amerískum dönsum fyrir 11 ára og yngri. Að sögn Ester Ingu Níelsdótt- ur danskennara hjá Nýja dans- skólanum er þessi meistaratign í Blackpool ein mesta viðurkenn- ing, sem dönsurum getur hlotn- ast. Ekkert heimsmeistaramót er í dönsum af þessu tagi fyrir þennan aldursflokk. Meistararnir BERGLIND Ingvarsdóttir og Benedikt Einarsson taka sporið. Heímild: Veöurstofa íslands (Byggt á veðurspó W. 16.15 í gær) VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 6 úrkomaígrennd Reykjavfk 2 slydda Björgvin 7 léttskýjaö Helsinki 5 skýjsð Kaupmannahöfn 9 hálfskýjaö Narssarssuaq •r6 skýjaö Nuuk +10 snjókoma Ósló 9 léttskýjað Stokkhólmur 10 léttskýjað Þórshöfn 6 skúr Algarve 14 skúr Amsterdam 13 mistur Barcelona 16 skýjað Beritn 14 skýjað Chicago 7 aiskýjað Feneyjar 16 skýjað Frankfurt 14 skýjað Glasgow 8 skýjað Hamborg 10 akýjað London 9 skýjað LosAngeles 12 skýjað Lúxemborg 8 skúr Madríd 11 sknað Malaga 18 skýjað Mallorca 11 rigning Montreal 4 hélfskýjað NewYork 7 léttskýjað Orlando 17 léttskýjað París 10 skúr Madeira 17 skýjað Róm 16 skýjað Vín 14 skýjað Weshlngton 9 1 1 Winnipeg 1 skýjað Brunaviðvörun í grunnskólum Reykjavíkur Tvö fyrirtæki skiptu með sér 18 skólum BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tæplega 14 milljón króna tilboði lægstbjóðanda Securitas hf., í brunaviðvörunar- kerfi og uppsetningu í níu gnmnskóla í Reylgavík og rúm- lega 7,3 milljón króna tilboði lægstbjóðanda Sívaka hf., í aðra níu grunnskóla. Sex fyrirtæki áttu tilboð í hluta eða all'a Skólanna og frávikstilboð kom einnig. frá Securitas hf. Auk lægstbjóðenda buðu Hátækni hf., Sívaki, og Vari hf. í alla hluta útboðsins en Rafiðn hf. bauð ein- ungis símboða og Heimilistæki hf. buðu í einn skóla. Skólarnir átján Securitas hf. átti lægsta boð í Austurbæjarskóla, Árbæjarskóla, Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Haga- skóla, Hagaskóli íþróttahús, Lang- holtsskóli, Melaskóli og Réttar- holtsskóli. Sívaki hf., átti lægsta boð í Álftamýrarskóla, Breiðagerðis- skóla, Foldaskóla, Fossvogsskóla, Hvassaleitisskóla, Laugarlækjar- skóla, Laugarnesskóla og Voga- skóla. Kaldur landgöngnliði sóttur að Skjaldbreiði ÞYRLA varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sótti í gær kaldan og hrakinn landgönguliða úr varnarliðinu á svæðið norðaustur af Þing- völlum í grennd við Skjaldbreiði. Þangað hafði maðurinn verið flutt- ur í fyrradag ásamt þremur félögum sínum sem áttu þar að stunda æfingar. í gærmorgun heyrðu starfs- menn Landhelgisgæslunnar send- ingar frá neyðarsendi á hernaðart- íðni sem reyndust koma frá svæð- inu norðaustur af Þingvöllum. Haft var samband við vamarliðið og kom þá í ljós að á vegum þess voru þarna fjórir landgönguliðar við æfíngar, sem hófust í fyrrdag. Upphaflega hafði þyrla átt' að sækja mennina í fyrrakvöld en þá gaf ekki tii flugs. Því hafí ætlunin verið að sækja þá um hádegi í gær en fyrir þann tíma bárust neyðar- sendingarnar. Var þá einn fjór- menninganna orðinn svo kaldur og hrakinn að félagar hans töldu brýnt að koma honum til byggða. Hann var fluttur á sjúkrahús á Keflavíkurflugvelli en útskrifaður þaðan síðdegis í gær. Tilboðum í umferðar- skilti tekið UMFERÐASKILTI og veg- vísar voru boðin út fyrir skömmu þjá Vegagerð ríkis- ins og hefur tilboðum frá Bergnes - Álskiltum sf. í Reykjavík og B.B. skiltum í Keflavík verið tekið. Bergnes - Álskilti sf. áttu lægsta boð í vegvísunar- og þéttbýlismerki, 6.250.000 kr. Tilboði í umferðarmerki frá B.B. skiltum í Keflavík var tek- ið og var það 1.570.000 kr. Svartsilfri TEIKNING af svartsilfra, en fiskurinn er af silfraætt og sama ætt- bálki og búrfiskur. Ovenjulegur fiskur finnst á Islandsmiðum Svartsilfri kom í veið- arfæri á Vestmannaey SKIPVERJAR á Vestmannaey fengu í marsmánuði óvenjulegan feng í veiðarfærin, svonefndan svartsilfra. Fiskurinn, sem er af silfraætt og sama ættbálki og búrfiskur, hefur ekki áður veiðst á íslandsmið- um og heldur sig aðallega á hlýsjávarsvæðum. Gunnar Jónsson, fiski- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, telur hugsanlegt að þessi fisk- ur sé ný tegund á íslandsmiðum. Gunnar sagði að hugsanlegt væri að svartsilfri yrði jafnalgengur hér við land og búrfískur. I Fiskabók- inni segir um silfraættina: „Há- vaxnir og þunnvaxnir miðsævisfísk- ár með stór augu og stóran skásett- an kjaft. Tennur eru örsmáar. Eng- ir gaddar í bak- né raufarugga. Hreistur er kambhreistur." Fékkst á 640 metrum Fremur litið er vitað um þennan físk, að sögn Gunnars. Fullvaxinn heldur hann sig aðallega neðan 500 metra, en yngri fiskar fara allt upp að 200 metra dýpi. Vestmannaeyin fékk svartsilfrann á 640 metra dýpi í Berufjarðarál. „Það getur vel verið að svart- silfri eigi eftir að finnast í torfum í köntunum. Alveg eins og með búrfískinn, hann var að fínnast einn og einn- á stangli þangað til hann kom í torfum," sagði Gunnar. i > > >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.