Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 13
M0.RGUNBLAÐ1Ð FIMMTUDAGURIŒS, 1AFRÍLÆ99.3 Utför farmennsk- unnar á Islandi eftir Jónas Ragnarsson Hinn 6. janúar 1993 barst Stýri- mannafélagi íslands, sem er stétt- anfélag stýrimanna á farskipum, samrit af bréfi frá SÍK (Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða). Þar er rakin þróun íslenskra kaupskipa- útgerða síðastliðin fimm ár. Ekki dylst neinum að þróunin hefur ver- ið niður á við hvað skipafjölda varð- ar og þá um leið í stöðugildum ís- lenskra farmanna. Þó er ekki ein- göngu fækkun skipa um að kenna því í dag siglir talsvert af skipum við og til íslands mönnuð útlending- um í þjónustu íslensku kaupskipaút- gerðanna. Telst mér til að staðan sé eftirfarandi: ísl. Útl. Skipstjórar 26 4 Stýrimenn 44 14 Vélstjórar 50 17 Loftskeytamenn 1 0 Brytar/matsv. 18 12 Bátsmenn/hásetar 92 28 Vélaverðir/u.menn 17 13 Þernur/messar 5 0 Fjöldi atvinnulausra íslenskra stýrimanna er nú 14. í bréfinu kem- ur einnig fram að SÍK fínnst of- mannað á íslenskum skipum. Með bréfinu fylgdi skrá yfir íslensk kaupskip og kaupskip í eigu og á vegum íslensku kaupskipaútgerð- anna. virðist mér skráning vera svipuð hvort sem skipin eru mönnuð útlendingum eða íslendingum. Leyfi ég mér að efast um sannleiks- gildi þessara orða og bendi því til sönnunar á að þegar Bakkafoss var mannaður Islendingum fækkaði áhafnarmeðlimum um 3, voru 14 en eru nú 11. Eins og margir vita sigla hér við land skip ýmissa þjóða þar sem mönnunarkröfur eru ekki miklar. Stór hluti þessara skipa siglir með sjávarafurðir okkar, nán- ar tiltekið fiskimjöl og lýsi og aðra stórflutningafarma, fyrir Síldar- verksmiðjur ríkisins. Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með þessum málum að talsvert af skipum þessum hefur legið uppi í fjöru, sveitarfélögum og öðrum til tjóns, eða jafnvel farist með manni og mús. Hvort þetta er vegna van- mönnunar eða einhvers annars skal ég láta ósagt en óneitanlega læðist að mér grunur um að svo geti verið. í lok bréfsins segir: „íslensku kaupskipaútgerðunum er, m.a. með aðild íslands að EES, tryggður að- gangur að skráningum skipa undir opnum alþjóðaskráningum í eigin vali, því munu útgerðirnar ná fram sambærilegum kjörum í gjöldum, álögum og mönnun kaupskipa sinna og gilda í helstu samkeppnislöndun- um, með skráningum skipa sinna undir þægindafána og opnar alþjóð- legar skráningar. íslenski fáninn á kaupskipum mun því innan tíðar heyra sögunni til. Miðað við óbreytt ástand má fast- lega búast við frekari samdrætti í atvinnutækifærum íslenskra far- manna á næstu misserum. Þegar er vitað um nokkur skip í kaup- skipaflotanum sem eru til sölu, án þess að gert sé ráð fyrir að ný skip komi í þeirra stað. Ef ekki kemur til breytinga á kröfum íslenskra farmanna um vinnufyrirkomulag, mönnun og þátttöku erlendra far- manna í rekstri skipanna ogjöfnun- araðgerða stjórnvalda, verður engin nýsköpun í íslenskri kaupskipaút- gerð um fyrirséða framtíð. Útgerð- irnar munu leita á „fjarlægari mið“ um slíka nýsköpun." Svo mörg voru þau orð. Ég get ekki sagt að orð þessi komi mér á óvart. í langan tíma hafa sum félög farmanna ásamt talsmönnum SÍK bent stjórnvöldum á þær leiðir sem nágrannalöndin hafa farið til að skapa kaupskipaút- gerðum sínum samkeppnisaðstöðu og tryggja farmönnum sínum at- vinnu. Er skemmst frá því að segja að 11.000 danskir farmenn hafa nú atvinnu af millilandasiglingum og fer þeim fjölgandi. Þarna var ríkisstjóm sem vildi taka á vandan- um en þar var verið að flagga skip- unum út líkt og er að gerast hér nú. Þeir tóku á vandanum. Dæmið var einfalt; atvinnulausir farmenn fengu vinnu og ekki þurfti lengur að borga þeim atvinnuleysisbætur; laun þeirra komu inn í landið og ríkið fær neysluskattana þegar mennirnir eyða launum sínum í landinu, sem ekki hefði fengist ef um útlendinga hefði verið að ræða. Þetta dæmi gæti litið eins út fyrir okkur en sjálfsagt fá hagfræðingar og spekingarnir í Ijármálaráðuneyt- inu eitthvað annað út úr þessu dæmi því nú gildir ekki lögmálið 2+2=4. Útkoman hjá þeim er undir því komin með hvaða aðferð er reiknað. Ég hef tekið þátt í tveimur viðtölum við Halldór Blöndal sam- gönguráðherra og leyfi ég mér að efast um að hann hafi haft meiri hugmynd um hvað verið var að ræða í seinna viðtalinu en í því fýrra. En hann er ekki eini sofandi sauðurinn í ríkisstjórninni því þeir eru svo sannarlega fleiri og skyldi því engan undra þó SIK hafi gefist upp í viðleitni sinni til bættrar rekstraraðstöðu fyrir útgerðirnar. Allir þeir sem eitthvað þekkja til kaupskipaútgerðar vita að skrán- ingar og stimplagjöld á íslandi eru svo há að enginn óvitlaus maður lætur sér til hugar koma að skrá kaupskip undir íslenskum fána ótil- neyddur, sem dæmi má nefna að ef Dettifoss hefði verið skráður undir íslenskum fána hefði það kostað 12.000.000 ÍSK en með því að skrá hann á Kýpur varð heildar- kostnaður 1.000.000 ÍSK. Launa- tengd gjöld á íslandi eru líka mjög há hjá íslenskum fyrirtækjum en þar hafa íslensku kaupskipaútgerð- irnar þann plús að nú geta þær fært skip sín undir alþjóðaskrán- ingu og missir þá ríkið spón úr aski sínum. Ekki nóg með það, heldur eru nú allar líkur á að út- gerðirnar manni skip sín útlending- Jónas Ragnarsson „ Af framanskráðu má ljóst vera að atvinnu- tækifærin sem koma eiga Islendingum til góða með inngöngunni í EES eru ekki fyrir íslenska farmenn, held- ur þvert á móti. At- vinnuöryggi þeirra hef- ur alltaf verið slæmt en nú virðist það ekki neitt.“ um og má ætla að tekjur til ríkis- sjóðs minnki eitthvað við það að missa launatengd gjöld plús skatta íslenskra farmanna auk virðisauka- skatts sem fengist af þeim tekjum sem farmaðurinn kemur með inn í landið. Nú þarf að borga sumum þessum mönnum atvinnuleysisbæt- ur og þeim mun fara Ijölgandi ef svo fer sem horfir nú. Það er ekki svo að ég vilji kenna stjórnvöldum einum um hvernig komið er með rekstrarafkomu ís- lenskra kaupskipaútgerða þó svo að sinnuleysi þeirra eigi stærstu sökina á vandanum. Útgerðirnar hafa á undanförnum árum undirboðið hver aðra svo að öll skynsemi hefur verið látin lönd og leið. viðkvæðið er jú að það komi neytandanum til góða. Neytandi góður, þetta eru léleg rök; það erum við sem borgum öll stóru gjaldþrot- in; það erum við sem eigum almenn- ingshlutafélögin sem kallast ríkis- fyrirtæki og núverandi ríkisstjórn er að setja á hausinn svo hægt sé að selja þau fyrir slikk eða gefa hinum og þessum pótintátum úti í bæ sem skrapa til sín auð á ógæfu annarra. Ég horfði á háttvirtan utanríkis- ráðherra í sjónvarpi í umræðum um EES. Lítill fannst mér sómi að fúk- yrðum og skítkasti í ræðu blessaðs mannsins. En eftir að Sviss felldi samninginn var eins og himinn og jörð væru að farast, slíkur var fyrir- gangur hans í þessari dýrustu dag- vistarstofnun landsins. En hann og aðrir sem þar eru ættu að vera minnugir þess að það eru kjósendur sem ákveða hveijir fá vistun þar. Margir segja eflaust að þetta bréf frá SÍK sé einungis til að draga kjarkinn úr mönnum vegna kom- andi samninga. Að einhveiju leyti mun svo vera en því miður óttast ég að mikil alvara sé þarna á bak- við. En þær kjaraskerðingar sem yfir okkur hafa dunið undanfarið getum við ekki sótt nema eitt. Ég hélt að sjómenn ættu einn fulltrúa á dagvistinni við Austur- völl og ætti Guðmundi Hallvarðs- syni sem ijöldi íslenskra farmanna studdi fyrir seinustu kosningar að renna blóðið til skyldunnar. Það var ekki bara til að vera á takkanum þegar flokksforustan segir til, held- ur til að huga að okkar málum. Ræs ef þú vilt halda stólnum næsta kjör- tímabil. Þú ert þama til að gæta hagsmuna okkar en ekki til að dingla með hinum. Af framansk'ráðu má ljóst vera að atvinnutækifærin sem koma eiga íslendingum til góða með inn- göngunni í EES eru ekki fyrir ís- lenska farmenn, heldur þvert á móti. Atvinnuöryggi þeirra hefur alltaf verið slæmt en nú virðist það ekki neitt. Ungi maður/kona, hefur þú hugsað þér að fara í Stýrimanna- skólann og leggja farmennsku fyrir þig? Snú þú frá villu þíns vegar, þar er engin framtíð. Kannski verð- ur Stýrimannaskólanum það til lífs að nú stendur til að fara að mennta fólk frá þróunarlöndunum. Það þarf að manna skipin eftir sem áður. Kannski verður okkar minnst á sjó- mannadaginn í framtíðinni þegar ráðamenn og aðrir skemmta skratt- anum með fagurgala og fleðulátum í ræðum sínum. Höfundur er formaður Stýrimannafélags Islands. Tvískinnungur Alþýðuflokksins eftir Elsu B. Valsdóttur í fréttum undanfarið hefur mátt fylgjast með furðulegum viðbrögð- um þingflokks Alþýðuflokksins við frumvarpi menntamálaráðherra um að rýmka heimild Háskóla íslands til að beyta ijöldatakmörkunum við inntöku nýnema í skólann. Hveijum þykist Alþýðuflokkurinn vera að gera greiða með þeirri ákvörðun sinni að styðja frumvarpið ekki? Háskólinn sveltur Háskóli íslands hefur ekki farið varhluta af samdrætti eða niður- skurði frekar en aðrar opinberar stofnanir. Fjárframlög ríkisins til hans hafa á undanförnum tveimur árum verið skorin niður sem nemur hundruðum milljóna. Þessum niður- skurði hefur m.a. verið mætt með fækkun valfaga innan skora, Ijölgun nemenda í einstökum tímum og stórfelldri hækkun skólagjalda. Sultarólin hefur verið hert eins og hægt er án þess að það komi niður á gæðum kennslunnar. Auk þess hefur Háskólinn leitað leiða til að auka tekjur sínar á annan hátt, að frumkvæði fulltrúa stúdenta frá Vöku. Frumvarp að ósk HÍ Þrátt fyrir sparnað og hagræð- ingu eru ekki nægilegir fjármunir til staðar til að reka Háskólann á viðunandi hátt. í ljósi þeirrar sorg- legu staðreyndr samþykkti Háskóla- ráð, sem er æðsta stjórn skólans, að fara fram á það við mennta- málaráðherra að lagt yrði fram frumvarp á Alþingi þar sem heimild Háskólaráðs til að beita ijöldatak- mörkunum við inntöku nýnema yrði rýmkuð. Við þeirri málaleitan varð ráðherra að sjálfsögðu. Viðbrögð þingflokks Alþýðuflokksins við því frumvarpi hljóta að vekja furðu, svo ekki sé meira sagt. Þingflokkurinn, sem kinnroðalaust hefur stutt nið- urskurð til menntamála, telur sig nú þess umkominn að neita þeim stofnunum, sem fyrir barðinu á nið- urskurðinum verða, um leiðir til að bjarga sér fyrir horn meðan á þrengingunum stendur. Sú lítils- virðing sem Háskólaráði og ákvörð- unum þess er þarna sýnd er hroll- vekjandi. Hvenær koma peningarnir? Eina rökrétta skýringin á þessu framferði Aiþýðuflokksins hlýtur að vera sú að fyrir honum vaki að rétta við fjárhag Háskólans þannig að hann þurfi ekki á því að halda að takmarka inntöku nýnema við ákveðinn fjölda. Það væri að sjálf- sögðu mikið ánægjuefni, því fjölda- takmarkanir eru andstyggðarúr- Elsa B. Valsdóttir „Eina rökrétta skýring- in á þessu framferði Alþýðuflokksins hlýtur að vera sú að fyrir hon- um vaki að rétta við fjárhag Háskólans þannig að hann þurfi ekki á því að halda að takmarka inntöku ný- nema við ákveðinn fjölda.“ ræði, sem allir vildu helst komast hjá að beita. Því spyr ég formann þingflokks Alþýðuflokksins: Hvenær koma peningarnir? Höfundur er nemi í Háskóla Islands. Fyrirlestur í tilefni 7 5 ára afmæli LI í FRAMHALDI af umræðum um stjórnun í heilbrigðiskerfinu og í tilefni af 75 ára afmæli Lækna- félags íslands á þessu ári hefur stjórn félagsins boðið prófessor Mats Brommels frá Helsinki til að halda tvo fyrirlestra hér á landi og segja frá rannsóknum sínum, samanburði og úttektum á mis- munandi heilbrigðiskerfum. Fyrri fyrirlesturinn verður fluttur á Hótel Loftleiðum fímmtudaginn 15. þessa mánaðar kl. 20.30. Hann er öllum opinn. Fyrirlesturinn veruðr fluttur á ensku og ber heitið: „Like Taming the Natural Forces: Activity and Resource Control in Healthcare an International Uppdate“. i 12, sími 44433. Síðari fyrirlesturinn verður fluttur á þingi skurðlækna á Hótel Holiday Inn föstudaginn 16. apríl kl. 17. Heiti hans er: „Through Pain to Recovery? The Ethics of Healthcare Cost Cutting". Sá fundur er opinn öllum læknum. fótboltaskór -r ÚTILÍFr GLÆSIBÆ • S/Mf 812922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.