Morgunblaðið - 15.04.1993, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.04.1993, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 Aprílgöbb ekkert fyndin OPINBERT dagblað í Kína seg- ir að aprílgöbb fjölmiðla séu hættulegur, vestrænn siður er hafi það markmið að dreifa ósannindum og blekkingum. Göbbin hefðu „mjög slæm áhrif“ að sögn Guangming, helsta menntamannadagblaðs- ins í Peking, þau gætu auk þess eyðilagt orðstír viðkom- andi ijölmiðils. Blaðið lagði áherslu á nauðsyn þess að halda fast í hefðbundna, kín- verska hátíðisdaga sem hefðu „djúpa, innri merkingu". Ýmsir kínverskir íjölmiðlar tóku þátt í glensinu 1. apríl sl. en hefðin er löngu orðin alþjóðleg. Vill losna við Rútskoj BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti gaf í skyn í gær að hann myndi ef til vill reyna að þvinga Alex- ander Rútskoj varaforseta til afsagnar. Varaforsetinn hefur verið andvígur stefnu Jeltsíns í mörgum atriðum í meira en ár. Jeltsín sagðist myndu skýra Rútskoj frá ákvörðun sinni aug- liti til auglitis ef af yrði. Sósíalistar öflugir AÐEINS um 40% spænskra kjósenda eru á því að sósíalista- flokkur Felipe Gonzales forsæt- isráðherra muni sigra í þing- kosningunum sem boðaðar hafa verið í júní. Fyrir mánuði spáðu 62% sósíalistum sigri. Verkfalli aflýst SAMNINGAR hafa tekist milli grænlensku landstjórnarinnar og SIK, samtaka launafólks, og verður því ekkert af boðuðu allsheijarverkfalli. Alls fá um 9.000 launþegar kaup sam- kvæmt samningum SIK og var samið um 3,8% kauphækkun, Covent Garden í endumýjun STJÓRNENDUR hins fræga breska óperuhúss, Covent Garden, vörðu í gær áætlanir um að lagfæra og endumýja húsakynnin fyrir sem svarar nær 15 milljörðum króna. „Það er ekki hægt að vera með hag- kvæman og að öðru leyti góðan rekstur í þessu 19. aldar húsi sem við unnum svo mjög en er orðið mjög lasburða," sagði Jeremy Isaacs forstjóri. A-Evrópu- menn kvarta RÁÐAMENN í Austur-Evrópu- ríkjum kvarta nú sáran undan því að Evrópubandalagið og Austurríki banni innflutning á kjöti frá löndunum. Þetta sé í reynd ekki gert vegna sjúk- dómahættu eins og í veðri sé látið vaka heldur sé um inn- flutningstakmarkanir til vernd- ar eigin framleiðslu að ræða. Nunnur yfir- gefi klaustur JÓHANNES Páll II páfí hefur beðið nunnur að yfirgefa um- deilt klaustur í Póllandi en vera nunnanna hefur vakið reiði gyðinga er telja klaustrið van- helgun við staðinn. Klaustrið er í Auschwitz þar sem nasistar reistu einhveijar illræmdustu útrýmingarbúðir sínar. ítalskir fjölmiðlar um Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Fórnarlömbin MYND af Aldo Moro, sem var tekin þegar hann var í haldi hjá Rauðu herdeildunum. Hann fannst síðar myrtur. Carlo Alberto Dalla Chiesa, sem stjórnaði baráttunni gegn mafíunni. Hann var myrtur í Palermo 1982. , •• Orlagaríkur fundur ANDREOTTI kemur á fund þingnefndarinnar í Sapienza-höllinni. Kom hann í brynvörðum bíl og varð að ryðja honum braut í gegn- um fréttamannaskarann, sem beið hans. I hægri hendi hefur hann 100 síðna vamarskjal, sem hann ætlaði að lesa upp úr. Lét hann myrða Aldo Moro og Dalla Chiesa? Fyrrverandi mafíósi segir Andreotti hafa átt fundi með „gnðföður“ mafíunnar Róm. Reuter. LÖGMAÐUR Giulio Andreottis, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, vísaði í gær á bug ásökunum um, að skjólstæðingur sinn hefði skip- að fyrir um morðin á Aldo Moro, fyrrverandi forsætisráðherra, og mafíuandstæðingnum Carlo Alberto Dalla Chiesa. Koma ásakanirn- ar fram í vitnisburði tveggja fyrrverandi mafíuforingja í Bandaríkj- unum. Nefnd skipuð samþingsmönnum Andreottis í öldungadeild- inni hóf í gær að ræða um þá kröfu dómara á Sikiley, að Andre- otti verði sviptur þinghelgi. „Ég heyri nú, að skjólstæðingur minn sé sakaður um að hafa fyrir- skipað morðið á Dalla Chiesa, blaðamanninum Mimo Pecorelli og jafnvel á Aldo Moro. Þetta er hrein- asta svívirða," sagði Odoardo Asc- ari, lögfræðingur Andreottis, í við- tali við ítalska ríkisútvarpið en Gio- vanni Pellegrino, formaður þing- nefndarinnar, sem rannsakar mál Andreottis, kvaðst vona, að hann afsalaði sér sjálfur þinghelgi til að unnt yrði að skera úr málinu fyrir rétti. „Pólitískur guðfaðir“ Andreotti, sem hefur gegnt for- sætisráðherraembættinu sjö sinn- um, segir ásakanimar vera hefnd mafiunnar vegna þess, að hann hafi barist gegn henni alla tíð. Nokkrir fyrrverandi mafíósar, sem leyst hafa frá skjóðunni, segja hins vegar, að hann hafí verið pólitískur guðfaðir mafíunnar eða Cosa Nostra „frá 1978 að minnsta kosti og örugglega til 1992“. Þá hafa nýjar upplýsingar frá tveimur mafí- ósum í Bandaríkjunum verið kynnt- ar þingnefndinni og eru þær sagðar enn alvarlegri en áður hefur komið fram. Að því er segir í ítölskum fjölmiðlum munu þær verða til að vekja upp aftur nokkur kunnustu morðmál á Ítalíu eftir stríð, þar á meðal morðin á Aldo Moro, sem liðsmenn Rauðu herdeildanna rændu og myrtu 1978, og morðið á Dalla Chiesa hershöfðingja, sem mafían myrti 1982. í ítalska ríkissjónvarpinu hefur komið fram, að Tommaso Buscetta, sem vitnað hefur gegn fyrrverandi félögum sínum í mafíunni og er annar mafíósanna í Bandaríkjun- um, fullyrði, að Andreotti hafí skip- að mafíunni að drepa Dalla Chiesa en hann var sendur til Paiermo á Sikiley til að stjórna baráttunni gegn glæpasamtökunum eftir að hafa lagt Rauðu herdeildirnar að velli. Blaðamaðurinn Pecorelli var myrtur á götu í Róm 1979 þegar Andreotti var forsætisráðherra en hann starfaði fyrir fréttastofu, sem var í tengslum við helsta andstæð- ing Andreottis innan leyniþjón- ustunnar, Vito heitinn Micheli hers- höfðingja. Notaði Micheli sér fréttastofuna til að leka út ýmsum ríkisleyndarmálum. Vissu um Gladio? ítalskir fjölmiðlar segja, að Peco- relli og Dalla Chiesa hafi verið myrtir vegna þess, að þeir hefðu haft undir höndum afrit með upp- lýsingum, sem Aldo Moro lét liðs- menn Rauðu herdeildanna fá, um leynilega hersveit, sem átti að ræna völdum á Ítalíu kæmust kommún- istar til valda þar í kjölfar kosn- inga. Andreotti sjálfur skýrði frá tilvist þessa leynihers, sem kallaður var „Gladio“, 1990 en þá var Ber- línarmúrinn fallinn og engin hætta talin stafa af kommúnistum lengur. Leituðu ráða hjá. Andreotti ítölsku blöðin segja og hafa eft- ir Buscetta, að Andreotti hafi verið „stjórnmálamaðurinn, sem mafían leitaði til áður en hún afréð morð á háttsettum mönnum". Hinn „bandaríski" mafíósinn, Francesco Marino Mannoia, heldur því fram, að Andreotti hafi tvisvar sinnum átt fund með „guðföður“ mafíunn- ar, Don Stefano Bontade, í annað sinnið 1979 þegar hann var forsæt- isráðherra. Andreotti, sem er öldungadeild- arþingmaður fyrir lífstíð og nýtur þar með þinghelgi, segir, að engar sannanir séu gegn sér og ásakan- irnar eingöngu byggðar á fleipri dæmdra glæpamanna. Ef nefndin snýst hins vegar gegn honum mun mál hans verða tekið fyrir í öld- ungadeildinni allri, sem er skipuð 326 mönnum, og þá verður skorið úr um hvort hann verður sviptur þinghelginni. Ef nefndin snýst á sveif með honum getur ekkert orð- ið af lögsókn. Réttarhöld hefjast yfir valdaræningjunum tólf í Moskvuborg Vefengja vald- svið dómstóla Moskvu. Reuter. RÉTTARHÖLD hófust í gær yfir tólf af valdamestu mönnum Sovétríkj- anna fyrrverandi, en þeir hafa verið ákærðir fyrir valdaránstilraunina misheppnuðu í Moskvu í ágúst árið 1991. Réttarhöldunum var frestað hálfri klukkustund fyrr en ráðgert var eftir að einn hinna ákærðu, Alexander Tízjakov, 67 ára, veiktist skyndilega. Herdómstóll innan hæstaréttar Rússlands fjallar um ákærumar á hendur fyrrverandi varaforseta, for- sætisráðherra, þingforseta, varnar- málaráðherra og átta öðrum hátt- settum embættismönnum Sovétríkj- anna sem eru sakaðir um „föður- landssvik". Herdómstóll fjallar um málið vegna þess að fyrrverandi vamarmálaráðherra Sovétríkjanna, Dmítríj Jazov, og fyrrverandi yfír- maður landhersins, Valentín Varenn- íkov, eru á meðal hinna ákærðu. Tólfmenningamir eiga yfír höfði sér dauðadóm eða 15 ára fangelsisvist verði þeir fundnir sekir. „Þessir menn hafa engan rétt til að dæma okkur,“ sagði Anatolíj Lúkjanov, fyrrverandi forseti Æðsta ráðs Sovétríkjanna, brosandi og sig- urviss við um 100 kommúnista og þjóðernissinna sem söfnuðust saman fyrir utan dómhúsið. Veijandi Lúkjanovs hélt því fram við réttarhöldin að rússneskur dóm- stóil gæti ekki fjallað um málið þar sem Rússland væri ekki formlegur arftaki Sovétríkjanna fyrrverandi. „Annaðhvort verða öll fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna að stofna sér- stakan dómstól til að fjalla um málið eða að fela einhveijum ákveðnum dómstóli að gera það.“ Sakaðir um föðurlandssvik GENNADÍJ Janajev, fyrrverandi varaforseti Sovétríkjanna (t.v.), geng- ur inn í réttarsal í Moskvu þar sem fjallað er um misheppnaða valda- ránstilraun hans og ellefu annarra fyrrverandi embættismanna Sovét- ríkjanna. Tólfmenningarnir eru sakaðir um „föðurlandssvik".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.