Morgunblaðið - 15.04.1993, Síða 22
22
. MOKGUNBUVDIÐ FIMMl'UDAGUR 15. APItÍL Í993
Menntamálaráðherra um útboð á ræstingu í framhaldsskólunum
Ekkí sjálfgefið að hag-
ræðing sé kjaraskerðing
ÚTBOÐ á ræstingu í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu var
til umræðu utan dagskrár í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-
Rv) taldi einsýnt að kjör ræstingarkvenna yrðu skert. Olafur G.
Einarsson menntamálaráðherra sagði að verkfræðistofa Stefáns
Ólafssonar teldi að unnt væri að ná fram 15-20% kostnaðarlækkun
með útboði. Hann sagði alls ekki hægt að gefa sér það að verið
væri að skerða almenn laun ræstingarfólks. Honum þótti þessi
umræða bera vott um „dæmalaust forneskjutaut“.
Morgunblaðið/Kristinn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
rifjaði upp að útboðið hefði verið
auglýst á vegum Innkaupastofnun-
ar ríkisins um mánaðamótin janú-
ar/febrúar. Alls bárust 13 tilboð
sem námu allt frá 56% af kostnað-
aráætlun upp í 190% Þessi tilboð
væru nú til skoðunar hjá Innkaupa-
stofnun og enn hefði ekkert verið
gert f þessu máli sem ekki væri
afturkræft.
Boðið stórt
Ingibjörg Sólrún vakti athygli á
því í hversu stórum verkhlutum
þessi verk væru boðin út. I fyrsta
hluta væru 17 framhalds- og sér-
skólar í Reykjavík með rúmlega
61 þúsund fermetra. í öðrum verk-
hluta væru 5 framhaldsskólar í
nágrannasveitarfélögum með tæp-
lega 11 þúsund fermetra og þriðji
hlutinn væri Iðnskólinn í Reykja-
vík, u.þ.b. 12 þúsund fermetrar.
Það segði sig nánast sjálft að við
slík verk réðu tæpast aðrir en
hreingemingarfyrirtæki með
þekkingu og reynslu bæði af ræst-
ingu og útboðum. Umfang slíkra
útboða gerði t.d. ræstingarkonun-
um sjálfum illmögulegt að bjóða í
verkið þótt þær gjarnan vildu.
Ræðumanni sýndist að markmið
útboðsins væri beinlínis að auka
miðstýringu í ræstingum.
Málshefjandi taldi rétt að geta
þess að nokkrir vamaglar hefðu
verið slegnir í útboðsgögnum um
hag þeirra kvenna sem sinnt hefðu
ræstingum fram að þessu, um að
„óski núverandi starfsmenn verk-
kaupa eftir því að vinna við þrif
áfram sé verktaka skylt að ráða
þá til starfa við ræstingar eða í
önnur sambærileg störf“. Og einn-
ig varðandi að starfsmaður njóti
áunninna réttinda miðað við starfs-
aldur hjá verkkaupa. En hún vildi
benda á að nokkuð eða kannski
alveg væri það undir hælinn lagt
hvað væri sambærilegt í ræsting-
unum, t.d. hvort konunni yrði boð-
in ræsting við sama skóla og áð-
ur. Það mætti ætla að slíkt skipti
miklu máli fyrir margar konur sem
hefðu böm og væm oft bíllausar.
Skert lyör
Það væri engin trygging fyrir
því að konumar yrðu ekki að sæta
skertum kjömm. Þvert á móti
væri kjaraskerðing nánast fyrir-
séð. Vinnulaunin við ræstingu
væm um 85-90% af kostnaði og
ef menn ætluðu sér að spara með
útboði hlytu menn að gera það á
þessum útgjaldalið. Ingibjörg Sól-
rún sagði reynsluna vera þá af
útboði ræstinga við Háskóla ís-
lands að verktakar hefðu þegar í
stað hafíð endurskoðun verklýs-
inga með tilheyrandi kjaraskerð-
ingu. Ýmist hefði tímamælingunni
verið breytt eða stykkin stækkuð.
„Laun fyrir ræstingu era hins
vegar ekki svo há að hægt sé að
ætla þeim konum sem þessi störf
vinna að fóma sér í þágu spamað-
aráforma ríkisins," sagði Ingibjörg
Sólrún. Ræstingarkonur fengju
fyrir hveija tímaeiningu í eftir-
vinnu 393 krónur og í næturvinnu
474 krónur. Hver kona hefði stykki
sem tæki u.þ.b. 3-4 tíma. Væm
þá launin um 27-32 þúsund krónur
á mánuði. Henni var því engin
undmn í því að ræstingarkonur
létu í sér heyra og hefðu afhent
menntamálaráðherra mótmæli.
Málshefjandi taldi sig þurfa að fá
nokkur svör hjá ráðherra við sínum
aðfínnslum og einnig nokkmm
spurningum m.a hvaða rök væra
fyrir því hafa fyrsta hlutann í út-
boðslýsingunni eins stóran og raun
bæri vitni? Hver yrði ávinningur
einstakra skóla af hugsanlegum
spamaði í kjölfar útboðs af ræst-
ingu? Hvort einstökum skólum sem
þetta útboð næði til væri heimilt
að draga sig úr útboðinu? Hvort
verktaka yrði heimilt að ráða ein-
staklinga til starfa við ræstingu
sem undirverktaka?
Spara í stoðstarfsemi
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra sagði að í sambandi
við þær aðhaldsaðgerðir sem hefðu
verið ákveðnar í skólakerfínu við
gerð fjárlaga fyrir síðasta ár hefði
verið ákveðið í menntamálaráðu-
neytinu að athuga sérstaklega þá
þætti sem flokkuðust undir stoð-
starfsemi, þ.e. þá starfsemi sem
ekki sneri beint að því að vejta
börnum og ungmennum fræðslu.
Ráðuneytið fékk verkfræðistofu
Stefán Ólafssonar til liðs við sig.
Gerð var nákvæm kostnaðargrein-
ing á stoðstarfsemi í skólunum
1991 sem leiddi í ljós að kostnaður
við ræstingar var 32% af stoðstarf-
seminni eða tæp 5% af heildar-
rekstrarkostnaði skólanna. Það var
mat verkfræðistofunnar að ná
mætti 15-20% lækkun kostnaðar
með útboði á ræstingum.
Hugsað um ræstingarkonur
Menntamálaráðherra sagði að
talið hefði verið heppilegast að
bjóða ræstinguna út í fáum stómm
einingum m.a. vegna þess að
vænta mætti lægstu tilboða þar
sem hagkvæmni stærðarinnar
fengi notið sín hjá verktaka. Þá
hefði og verið unnt að gera þá
kröfu til verktaka að hann endurr-
éði það starfsfólk sem þess ósk-
aði. Ráðherra sagði að þegar frum-
vinnu við útboðsgögn hefði verið
lokið hefði verið haft samband við
þau verkalýðsfélög sem gættu
hagsmuna ræstingarfólks. Haldnir
vora fundir með félögunum þar
sem fram komu athugasemdir við
útboðsgögn og reynt var að taka
tillit til flestra ábendinga sem fram
komu. Menntamálaráðherra sagði
samstarfíð við verkalýðshreyfíng-
una hafa verið í alla staði ánægju-
legt og viðræður hreinskilnar á
báða bóga. Það hefði frá upphafi
verið markmið ráðuneytisins að
tryggja sem best hagsmuni þess
fólks sem starfaði við ræstingar í
skólunum. í útboðsgögnum hefði
verið kveðið á um að starfsfólkið
ætti rétt á endurráðningu og at-
vinnuöryggi yrði með sama hætti
hjá nýjum atvinnuveitanda og ver-
ið hefði, enda væm þeir ráðnir sem
launþegar en ekki undirverktakar.
Ef verktakar kysu að hafa undir-
verktaka í sinni þjónustu yrði verk-
kaupi að samþykkja þá. Mennta-
málaráðherra sagði að alls ekki
væri hægt að gefa sér að verið
væri að skerða almenn laun ræst-
ingarfólks. Vissulega væri ekki
hægt að neita því að í sumum til-
vikum kynnu laun að breytast en
það gæti orðið hvort heldur til
hækkunar eða lækkunar.
Það kom einnig fram í ræðu
ráðherra að menntamálaráðuneyt-
ið væri ekki beinn aðili að þessu
útboði. Ráðuneytið hefði haft for-
göngu um samstarf þeirra skóla
sem væm þátttakendur en Inn-
kaupastofnun ríkisins hefði annast
útboðið. Skólamir hefðu sjálfs-
ákvörðunarrétt í þessum efnum
enda væri sjálfstæði þeirra tryggt
í lögum. Einstakir skólar gætu
ákveðið að ganga ekki til samninga
við verktaka ef þeir teldu sig geta
náð sama árangri með öðmm að-
ferðum.
Hvað kostar útboð?
Finnur Ingólfsson (F-Rv) sagði
sinn gran að útboðum hefði verið
Olíumengun
Ríkisstjómin hefur nú óskað eftir
að: „Alþingi ályktar að heimila rík-
isstjóminni að fullgilda fyrir íslands
hönd alþjóðasamning um viðbúnað
og viðbrögð gegn olíumengun og
samstarf þar um, 1990, sem gerður
var í Lundúnum 30. nóvember
1990.“
Helstu skuldbindingar þessa
samnings em:
Þess er krafíst að sérhver samn-
ingsaðili hafí á að skipa áætlunum
og lágmarksútbúnaði, þ.á m. fjar-
skiptabúnaði, til að bregðast við
olíumengunaróhöppum.
í samningnum em ákvæði um til-
kynningaskyldu í aðildarríkjum
um atvik sem hafa eða geta haft
í för með sér Iosun olíu í hafíð.
Ennfremur hefur samningurinn
að geyma ákvæði um með hvaða
þannig hagað að einhveijum stór-
um aðilum væri ætlað að bjóða í
og fá þessi verk. Finnur nefndi
orðið „einkavinavæðing". Hann
taldi að nær hefði verið að gefa
starfsfólkinu kost á því að bjóða
sjálft í þau verk sem það ynni.
Margréti Frímannsdóttur (Ab-
Sl) lék forvitni á að fá upplýst
hvað þessi undirbúningsvinna öll
hefði kostað sem henni skildist að
verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar
hefði annast. Á fjárlögum hefðu
verið 6,2 milljónir undir fjárlagal-
iðnum „rekstrarhagræðing“ en
auk þess hefðu farið í þetta verk-
efni veralegar fjárhæðir af ráðstöf-
unarfé ráðuneytisins. Guðrúnu
Helgadóttur (Ab-Rv) var það for-
vitnisefni hver hlutur verklýðsfé-
laga væri í þessum málum. Henni
var óskiljanlegt hvernig menn ætl-
Stuttar þingfréttir
hætti samningsaðilar skuli bregð-
ast við mengunaróhöppum er
stafa af olíu og hvenær eðlilegt
sé að tilkynna slík óhöpp til ann-
arra ríkja.
í samningnum em ákvæði um
samstarf samningsaðila á sviði
rannsókna og þróunar í því skyni
að draga úr áhrifum olíumengun-
ar og óhappa.
í athugasemdum með þings-
ályktunartillögunni er þess látið
getið að unnið sé að því að auka
tæknibúnað og þjálfa mannafla til
að mæta mengunaróhöppum í ís-
lenskri lögsögu í samræmi við
ákvæði samningsins, og yrði því
lokið á næstu árum.
Leggjabijótur
Framsóknarmennimir Ingibjörg
Pálmadóttir (F-Vl) og Guðni Ág-
ústsson (F-Sl) hafa lagt fram tillögu
til þingsályktunar um að „fela sam-
gönguráðherra að kanna möguleika
á gerð varanlegs vegar á hinni
uðu sér að spara og hagræða án
þess að hafa um það samvinnu við
verklýðsfélögin. Þórhildur Þor-
leifsdóttir (SK-Rv) sagðist hafa
heyrt menn í svonefndum ábyrgð-
arstöðum lýsa sínum tekjum þann-
ig að þeir hefðu miðað við fyrir-
höfn „varla hafa meira upp úr sér
en skúringakonan." Þórhildur
undraðist að þessir herrar skyldu
ekki vilja vinna þessi störf. Þeirra
áhugi beindist hins vegar að því
að hagnast af vinnu þessarra
kvenna.
Þórhildur las upp mótmæli fé-
lagskvenna- í Verkakvennafélaginu
Framsókn þar sem mótmælt var
„þeirri lítilsvirðingu við launafólk
sem felist í áformum menntamála-
ráðuneytisins um niðurskurð á
launum starfsfólks við ræstingar í
ríkisskólum. Félagið minnir á að
kostnaður við ræstingu í skólum
er um 5% af heildarkostnaði við
skólahaldið. Engin áform eru um
skerðingu á launum annarra eða
hagræðingu í skólunum. Eingöngu
er vegið að launum ræstingar-
fólks.“ Guðrúnu Helgadóttur
þótti þessi mótmæli stangast á við
ummæli ráðherra um gott sam-
starf við verklýðsfélögin.
Leiðréttingar
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra sagði að hann hefði
átt persónulega fundi með fulltrú-
um verkalýðshreyfíngarinnar og
þar hefði verið sérstaklega þakkað
fyrir með hvaða hætti mennta-
málaráðuneytið hefði staðið að
þessu verki. Menntamálaráðherra
sagði mótmæli ræstingarkvenna,
sem lesin hefðu verið upp, byggj-
ast öðram þræði á misskilningi og
sumt væri rangt. Það hefðu ýmsar
hagræðingaraðgerðir átt sér stað
í skólakerfinu allt frá haustinu
1991, þ. á m. hefði kennarastöð-
um fækkað og aukagreiðslur til
kennara minnkað. Það væri líka
rangt að spamaður næðist einung-
is með launalækkun. Það væri ver-
ið að breyta vinnutilhögun sem
e.t.v. í fyllingu tímans leiddi til
fækkunar starfsfólks. Hann vildi
benda á að ræstingarfólkið væri
ekki fastir ríkisstarfsmenn og það
hefði þar að auki komið fram í
þessari umræðu að sumt af þessu
fólki væri ekki ráðið nema til 9
mánaða í senn. Það væri ekki ver-
ið að skerða atvinnuöryggi frá því
sem verið hefði. Menntamálaráð-
herra vísaði og til þess að í útboð-
slýsingu hefði verið gerð krafa um
að þetta fólk héldi sínum störfum.
Menntamálaráðherra sagði ljóst að
sá spamaður sem myndi nást fram
myndi a.m.k. fyrstu 1-2 árin ekki
koma fram hjá þeim fyrirtækjum
sem tækju ræstingamar að sér.
Menntamálaráðherra varð að segja
að honum fannst það sem hann
hafði orðið að hlusta á við þessa
umræðu „bera vott um alveg
dæmalaust fomeskjutaut“.
Auk fyrrgreindra töluðu einnig
Anna Ólafsdóttir Bjömsson (SK-
Rn) og Jón Kristjánsson (F-Al).
gömlu þjóðleið um Leggjabijót milli
Þingvalla og Hvalfjarðar."
í greinargerð með tillögunni
segja flutningsmenn að allt frá upp-
hafí íslandsbyggðar og fram á
þessa öld hafí verið fjölfarin leið
milli Þingvalla og byggðanna norð-
an Hvalfjarðar. Var þessi leið kennd
við Leggjabijót sem er urðarkast á
miðjum flallveginum. Flutnings-
menn benda á að um Leggjabijót
séu aðeins 20 km frá Botnsskála í
Hvalfírði að Þingvöllum og sé hér
um afar fagra og söguríka leið að
ræða. Þeir segja að vegur á þessari
leið hefði geysimikla og jákvæða
þýðingu í sambandi við ferðamál
og ferðamannaþjónustu. Með til-
komu vegar myndi opnast nýr Þing-
vallahringur sem væntanlega yrði
vinsæll og flölfarinn. Þeir visa einn-
ig til þess að fram hafi komið hug-
myndir um framtíðarútivistar og
skíðasvæði í Botnssúlum og for-
senda slíks sé bættar samgöngur
og akfær vegur um Leggjabijót.