Morgunblaðið - 15.04.1993, Síða 24

Morgunblaðið - 15.04.1993, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1993 * pioúfpimMaMfo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Frumskógnr eignar- haldstengslanna Upplýsingar um eignarhalds- tengsl sjö af stærstu al- menningshlutafélögum landsins, sem birtar voru í viðskiptablaði Morgunblaðsins á skírdag, hljóta að vekja athygli. Um er að ræða Eimskipafélagið, Flugleiðir, ís- landsbanka, Skeljung, Sjóvá- Almennar, Granda og Sameinaða verktaka, fyrirtæki sem öll eru áberandi og umsvifamikil í at- vinnulífí landsmanna. Eignar- haldstengsl þeirra eru flókinn frumskógur. Sem dæmi má nefna, að Eimskipafélagið á stór- an hlut, í fjórum af hinum fyrir- tækjunum sex og sex félaganna eiga í því sjöunda, íslandsbanka. í mörgum tilfellum hefur eign- araðild eins fyrirtækis í öðru í þessum hópi orðið til eða aukizt verulega á síðustu árum. Eimskip jók til dæmis hlut sinn í Flugleið- um úr 23% í 34% á skömmum tíma og fyrir nokkrum misserum áttu sér stað veruleg gagnkvæm hlutabréfakaup Eimskips og Sjó- vár-Almennra. Sjóvá hefur verið að auka hlut sinn í Eimskipafélag- inu, Flugleiðum og Skeljungi. Skeljungur keypti á síðasta ári 2,6% hlut í Sjóvá o.s.frv. Ekki er síður athyglisvert, að skoða lista yfir stjórnarmenn í þessum sjö öflugu fyrirtækjum. Tíu menn eiga sæti í stjóm tveggja eða fleiri af félögunum, þar af einn í stjóm fjögurra fé- laga og þrír í stjórn þriggja. For- stjóri Eimskips er stjórnarformað- ur Flugleiða og situr í stjórn Skelj- ungs, en forstjóri Skeljungs er í stjórn Eimskips. Þannig mætti áfram telja. Það er tæplega við því að búast, að ráðgjöf stjórnar- manna í þessum fyrirtækjum ein- kennist af ijölbreyttum viðhorfum og sjónarmiðum, þegar sömu ein- staklingar eiga sæti í stjómum þessara fyrirtækja. Sú spuming hlýtur að vakna hvaða tilgangi öll þessi gagn- kvæmu eignarhalds- og hags- munatengsl eiga að þjóna. Þjóna þau hagsmunum allra hluthafa í almenningshlutafélögunum, sem um ræðir? Þjóna þau hagsmunum íslenzks atvinnulífs sem slíks? Er ýtt undir nýsköpun og vaxtar- brodd með því, að þessi öflugu fyrirtæki fjárfésti hvert í öðru? Morgunblaðið hefur margoft bent á ákveðnar hættur, sem fel- ast í samþjöppun eignarhalds og hagsmunatengslum milli fyrir- tækja og stjómenda þeirra. Meðal annars hefur blaðið bent á, að ein forsenda þess, að öflugur og virk- ur hlutafjármarkaður verði til hér á landi sé að almenningur hafí traust á honum. Slíkt gerist seint, ef litlir hluthafar í almennings- hlutafélögum fá þá mynd af við- skiptum á markaðnum, að þeir séu leiksoppar í valdatafli fáeinna aðila. Minni hluthafar hljóta að spyija, hvort fjárfestingar af þessu tagi verði til þess að auka ávöxtun hlutafjár þeirra eða hvort þær séu fyrst og fremst tæki í valdabaráttu. Slíkar spurningar em ekki sízt skiljanlegar í ljósi verðfalls á hlutabréfum undanfar- ið. Þannig rýmaði til dæmis eign- arhlutur Eimskipafélagsins í Flugleiðum um 700 milljónir króna að verðmæti á tveimur ámm og hluthafar Eimskipafé- lagsins urðu að sama skapi fyrir missi. Innbyrðis tengsl þeirra fyrir- tækja, sem um ræðir, em við- kvæm í ljósi sterkrar markaðsað- stöðu sumra þeirra. Þannig eru Eimskipafélagið og Flugleiðir, sem í sameiningu eru nánast alls- ráðandi í sjó- og loftflutningum til og frá landinu, bundin sterkum böndum. Þessi fyrirtæki hafa enn styrkt stöðu sína á undanförnum árum er samkeppnisaðilar á borð við Hafskip og Arnarflug hafa helzt úr lestinni. í fyrra jókst markaðshlutdeild Flugleiða í sölu orlofsferða til útlanda í tæplega 50% er Úrval-Útsýn, sem er dótt- urfyrirtæki Eimskips og Flug- leiða, yfirtók Ferðaskrifstofuna Sögu og utanlandsferðir Atlantik. Flugleiðir og Eimskip liggja undir stöðugum ásökunum frá smærri samkeppnisaðilum, neytendum og fleirum um að þessi fyrirtæki reyni að halda niðri heilbrigðri samkeppni og_ tryggjá sér einok- unaraðstöðu. í þessu ljósi er ekki að furða, að menn spyrji hvort eðlilegt sé, að þessi fyrirtæki séu samtengd eins og raun ber vitni. Er eðlilegt að eitt markaðsráð- andi fyrirtæki fjárfesti í öðru í svo miklum mæli, í stað þess að fjárfesta í smærri arðvænlegum fyrirtækjum, sem eru í sókn og samkeppni? Nýir tímar kunna að fara í hönd hjá íslenzkum stórfyrirtækj- um. Með aðild íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu opnast þeim ný tækifæri, en jafnframt munu þau verða undir strangara eftirliti en þau hafa búið við fyrr. Aðild að EES fylgir meiri áherzla á virka samkeppni en áður. Sam- keppnisreglur svæðisins beinast gegn hvers konar hringamyndun, samtryggingu og samráði. Ný samkeppnislög, sem meðal annars voru sett með hliðsjón af væntan- legri EES-aðild, eru í þessum anda. í bráðabirgðaákvæði, sem Alþingi bætti inn í lögin, er kveð- ið á um, að á árunum 1993 og 1994 skuli samkeppnisráð gera úttekt á stjórnunar- og eigna- tengslum fyrirtækja á íslenzkum markaði til að kanna hvort þar sé að fínna alvarleg einkenni hringamyndunar, óæskilegra tengsla eða valdasamþjöppunar, sem geti hindrað samkeppni eða fijálsa þróun viðskipta. Þessi út- tekt þarf að verða rækileg og nákvæm, til þess að svör fáist við þeim áleitnu spurningum, sem margir spyija, þegar þeir skoða frumskóg eignarhalds- og hags- munatengslanna. Tillögur um mótun sjávarútvegsstefnu kynntar Hlustað af athygli Fjölmenni mætti á fund sem sjávarútvegsráðuneytið boðaði til á Grundarfirði til kynningar á tillögum um mótu Almenn andstaða ^ lögnr tvíhöfðanef Flestir fundarmanna fordæmdu kvótakerfið mjög harkalega RÚMLEGA 150 manns mættu á fund sem sjávarútvegsráðu- neytið boðaði til á Grundarfirði á þriðjudagskvöldið til kynn- ingar á tillögum nefndar um mótun sjávarútvegsstefnu, en fundurinn var sá fyrsti sem ráðuneytið hefur boðað til í þessu skyni. Á fundinum sem var all líflegur gerðu formenn tví- höfðanefndarinnar svokölluðu, þeir Vilhjálmur Egilsson og Þröstur Ólafsson, grein fyrir helstu tillögum nefndarinnar sem settar eru fram í drögum að skýrslu til sjávarútvegsráð- herra, og áður hefur verið greint frá í Morgunblaðinu. Að lokinni kynningunni gafst fundarmönnum kostur á að lýsa afstöðu sinni til tillagnanna, og af þeim sem til máls tóku lýstu nánast allir yfir mikilli andstöðu við tillögurnar og sér- staklega þær hugmyndir að festa aflamarkskerfið í sessi. í upphafí fundarins gerði Vil- hjálmur Egilsson grein fyrir þeim hluta skýrslunnar sem_ lýtur að stjórnkerfí fískveiðanna. í máli hans kom m.a. fram að grundvöllurinn fyrir því að verið væri að ræða ein- hverskonar stjórnkerfí fiskveiða væri sá að talið væri að fijálsar veiðar gengju ekki upp þar sem þær leiddu til ofveiði og óhagkvæmni. Því snerist málið um að fínna hvaða leið skilaði mestum verðmætum í þjóðarbúið og leiddi af sér minnsta sóun. Hann sagði niðurstöðu nefnd- arinnar vera þá að aflamarkskerfið væri skásta leiðin til að stjóma veið- unum ef þess á annað borð þyrfti, og það hefði því verið sá útgangs- punktur sem nefijdin hefði gengið út frá. „Ef við ætlum okkur að lifa á sjávarútvegi þýðir það að við verð- um að reka greinina þannig að hún skili sem allra mestum verðmætum inn í þjóðarbúið, þannig að aðrar greinar lifi af sjávarútveginum en styrki hann ekki. Við þurfum að lifa á sjávarútveginum og hann þarf að skila arði inn í þjóðfélagið, og því hljótum við að setja okkur það markmið að leita þeirra leiða sem eru hagkvæmastar,“ sagði hann. Þröstur Ólafsson gerði því riæst grein fyrir þeim tillögum nefndar- innar sem fjalla um annað en bein- línis stjóm fískveiðanna sjálfra, en lögum samkvæmt hafði nefndinni m.a. verið falið að skoða hagkvæm- ustu samsetningu fískiskipaflotans, meta reynslu annarra þjóða og hag- kvæmni einstakra stjórnunarað- ferða miðað við íslenskar aðstæður, hagsmuni einstakra byggðarlaga og atvinnuöryggi fiskverkunar- fólks. Rauði þráðurinn að finna arðsömustu leiðina Þröstur sagði að þegar farið væri í gegnum nefndarálitið væri ljóst að um drög væri að ræða sem ætti eftir að ræða við hagsmuna- aðila og sjávarútvegsnefnd Alþing- is, en þær umræður væru reyndar þegar hafnar. „Þetta eru drög sem eru niður- staðan af hálfu nefndarinnar en rauði þráðurinn í skýrslunni er að reyna að fínna hagkvæmustu skýr- ingu og þá hagkvæmustu leið sem við getum fundið til þess að sjávar- útvegurinn geti skilað sem mestum arði í þjóðarbúið, til byggðarlag- anna og til þeirra sem við hann vinna. Sjávarútvegurinn er undir- staða velferðarríkis á íslandi, og þess vegna er meiri þörf á því að hann sé hagkvæmar rekinn en nokkur önnur atvinnugrein á Is- landi,“ sagði Þröstur. Markmið kvótakerf- isins ekki staðist Að loknum framsöguræðum þeirra Vilhjálms og Þrastar var orð- Formenn tvíhöfðanefndarinnar, þei tillögum nefndarinnar sem birtar ið gefið laust, og tók Skúli Alexand- ersson fyrstur til máls. Hann sagði að nefndin hefði átt að athuga hvort ekki væru til aðrar færar leiðir til þess að stjóma fiskveiðum við ís- landsstrendur en núgildandi kerfí, þar sem það hefði sýnt sig að mark- mið kvótakerfisins hefðu ekki stað- ist þau níu ár sem kerfið hefur ver- ið við líði. Hann nefndi nokkra þætti sem hann teldi sýna að kerfið hefði verið mislukkað, og meðal annars það, að nú þegar minnka yrði sókn í þorskstofninn stæðu menn frammi fyrir því að skilin hefðu verið eftir í hafinu um 15% af aflaheimildum í loðnu. „Þetta er vegna þess að kerfið hefur þróast þannig að skipaflotinn sem sækir þennan veiðistofn er kominn úr því að vera 50-60 skip niður í 36 skip. Þama er hag- kvæmninni stillt upp, en spurningin er hins vegar hveiju þjóðarbúið er að tapa um leið. Ef þessi þróun heldur áfram á fleiri sviðum þá stöndum við allt í einu frammi fyrir því að íslenskur fiskiskipafloti og íslenskar vinnslustöðvar hafa ekki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.