Morgunblaðið - 15.04.1993, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1993
Ifc ■ A f V/C/K l/^A P
■ w ■ ■^■■^■■^/-\L>,0^7L / O// N/LJ7/-\/\
Fataframleiðsla
Óskum eftir að ráða vanan starfskraft í sér-
sníðingar á sníðastofu.
Upplýsingar á staðnum.
FASA • ÁRMÚLA 5 V/HALLARMÚLA
108 REYKJAVÍK • SÍMI 687735
Hlutafélagaskrá
Laust er til umsóknar starf löglærðs fulltrúa
hjá Hlutafélagaskrá. Möguleiki er á hluta-
starfi. Launakjör skv. kjarasamningi BHMR
og ríkisins.
Upplýsingar um starfið gefur Benedikt Þórð-
arson, forstöðumaður Hlutafélagaskrár.
Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu
fyrir 30. þ.m.
Skrifstofustarf
Stéttarfélag óskar eftir að ráða starfskraft á
skrifstofu sína. Um hálfsdagsstarf er að
ræða fyrir eða eftir hádegi. Bókhaldskunn-
átta nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf nú þegar.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl., merktar:
„Áreiðanleg - 14886", fyrir 18. apríl.
Hafnarfjörður
- húsvörður
Öldrunarsamtökin auglýsa eftir húsverði,
konu eða hjónum, til að annast húsvörslu í
þjónustuíbúðum aldraðra á Sólvangssvæð-
inu í Hafnarfirði.
Æskilegt er að hjón veljist til starfans. íbúð
fylgir starfinu. Ráðið verður í starfið til
reynslu til næstu áramóta.
Upplýsingar veitir Kristján Guðmundsson,
Strandgötu 4, sími 53444, sem jafnframt
veitir umsóknum móttöku. .
Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk.
Öldrunarsamtökin Höfn.
Svæðisskrifstofa máiefna
fatlaðra, Reykjavík
Lausar stöður
Svæðisskrifstofur málefna fatlaðra í Reykjavík
auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar.
Stöður deildarþroskaþjálfa og meðferðarfull-
trúa til að vinna að þjálfun og umönnun íbúa
á sambýli fyrir ungt og þroskaheft fólk.
Hér er um að ræða nýtt sambýli og gefst
fólki kostur á að taka þátt í uppbyggingu
heimilisins. Unnin er vaktavinna og mögu-
leiki er á heilum stöðum og hlutastörfum.
Nánari upplýsingar gefur Kristrún Sigurjóns-
dóttir, forstöðumaður, í síma 621388.
Staða yfirfélagsráðgjafa á Svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra í Reykjavík.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af
störfum í þágu fatlaðra og geti hafið störf
sem fyrst.
Upplýsingar gefur Ásta M. Eggertsdóttir,
framkvæmdastjóri, í síma 621388.
Umsóknarfrestur er til 23. apríl og ber að
skila umsóknum til Svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra, Nóatúni 17, 105 Reykjavík.
RADA UGL YSINGAR
Atvinnuhúsnæði
Atvinnuleyfi til leiguaksturs
Óskum eftir að taka á leigu ca 150-200 m2
snyrtilegt húsnæði undir matvælaframleiðslu
og/eða léttan iðnað.
Upplýsingar í síma 685513, fax 685464.
Húsbyggjendur - verktakar
Doka-undirsláttur
Doka-borð 100 x 600 cm 350 m2.
Doka-bitar 590 cm 85stk.
Doka-stoðir 80 stk.
Doka-turnar 80 m.
Upplýsingar gefur Úlfar Hróarsson í síma
671833 eftir kl. 19.00.
Á næstunni verður úthlutað atvinnuleyfum
til leiguaksturs fólksbifreiða á félagssvæði
Bifreiðastjórafélagsins Frama í samræmi við
ákvæði 2. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 12. gr. reglu-
gerðar nr. 308/1989. Þeir einir koma til álita
við úthlutun, sem fullnægja skilyrðum 1.-6.
tl. 8. gr. laga nr. 77/1989 um leigubifreiðar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Bifreiðastjórafélagsins Frama, Fellsmúla
24-26, Reykjavík, þar sem allar frekari upp-
lýsingar eru veittar.
Umsóknum skal skila á skrifstofu félagsins
eigi síðar en 11. maí 1993.
Umsjónarnefnd fólksbifreiða.
KÓPAVOGSBÆR
Landeigendafélag Sléttu-
og Grunnavíkurhrepps
heldur aðalfund sinn laugardaginn 17. apríl
1993 kl. 13.30 í félagsheimili Seltjarnarness
við Suðurströnd.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Félagsmenn eru hvattirtil að mæta á fundinn.
Útboð -
frágangur lóðar
Húsnæðisnefnd Kópavogs óskar hér með
eftir tilboðum í frágang lóðar vegna 50 íbúða
við Lautasmára 25-41, Kópavogi.
Verkið felst í að grófjafna lóð, malbika bíla-
stæði og gangstíga, steypa kantsteina, hellu-
leggja gangstíga og ganga frá tyrfðum svæð-
um og gróðurbeðum.
Verklok eru 15. júlí 1993.
Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu
Guðmundar Magnússonar, Hamraborg 7,
Kópavogi, 3. hæð, gegn 15.000 kr. skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 29. apríl
1993 kl. 15.00 í Félagsheimili Kópavogs,
2. hæð.
mJXBjg / Verkfræðistofa
Guðmundar Magnússonar
/ Vorkfrmðiráög/afar Hamraborg 7.200Kópavogi. S. (91) 42200.
Stjórnin.
FJORÐUR
ÍÞRÓTTAFÉLAG
Aðalfundur Fjarðar,
íþróttafélags fatlaðra, Hafnarfirði, verður
haldinn laugardaginn 24. apríl kl. 14.00 í
Alþýðuhúsinu við Strandgötu.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Breiðablik
Áríðandi félagsfundur verður í kvöld, fimmtu-
daginn 15. apríl, kl. 20.30.
Dagskrá:
íþróttahús Breiðabliks í Kópavogsdal.
Onnur mál.
Stjórnin.
Hafnarfjörður
- matjurtagarðar
Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði til-
kynnist hér með að þeim ber að greiða leig-
una fyrir 1. maí nk.
Bæjarverkfræðingur.
Tilkynning
frá félagsmálaráðuneytinu
varðandi sumardvalarheimili/
sumarbúðir barna
Athygli er vakin á því, að sækja þarf um leyfi
til félagsmálaráðuneytisins til að mega
stofna og reka sumardvalarheimili/sumar-
búðir fyrir börn, sbr. 52. gr. laga um vernd
barna og ungmenna nr. 58/1992 og reglur
um sumardvalarheimili barna og sumarbúðir
nr. 160/1993.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu
félagsmálaráðuneytisins, Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu, 4. hæð.
Umsóknir þurfa að hafa borist félagsmála-
ráðuneytinu fyrir 1. maí 1993.
Félagsmálaráðuneytið í apríl 1993.
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Ólafsvegi 3, Ólafsfirði,
á skipinu Árna ÓF-43, skskrnr. 2127, þinglýstri eign Árna hf., eftir
kröfu A/S Fiskerikreditt, Noregi, þriðjudaginn 20. apríl 1993 kl. 14.00.
Ólafsfirði, 13. apríl 1993.
Sýsiumaðurinn í Ólafsfirði.