Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
31
Minning
Helgi Kristinn
Jónsson prentari
Fæddur 27. maí 1932
Dáinn 3. apríl 1993
Þó að aðeins tvennt sé öruggt í
þessu lífi, fæðingin og dauðinn, þá
kemur það alltaf jafnilla á mann
að frétta af andláti einhvers nákom-
ins. Þannig var það einnig aðfara-
nótt 3. apríl sl. er tengdafaðir minn
kvaddi skyndilega þetta líf. Það var
erfiðara en orð fá lýst að segja
börnunum mínum að afi þeirra,
þeirra góði félagi og vinur, væri
dáinn. Hann sem hafði verið svo
hress og kátur þegar þau hittust
síðast, nokkrum dögum fyrir andlát
hans.
Helgi Kristinn Jónsson var fædd-
ur í Reykjavík 27. maí 1932, sonur
hjónanna Jóns Sigurðssonar renni-
smiðs, f. 1908, d. 1982, og konu
hans Sesselíu Hannesdóttur hús-
móður og fiskverkakonu, f. 1913,
d. 1955. Helgi var eldri sonur þeirra
hjóna en yngri bróðir hans er Óskar
vélvirki, fæddur 1937, nú starfs-
maður Hitaveitu Reykjavíkur. Árið
1957, eftir lát Sesselíu móður
Helga, eignaðist Jón faðir hans
dótturina Eddu.
í æsku bjó ijölskylda hans við
Grettisgötu og Njálsgötu í Reykja-
vík og átti hann margar endurminn-
ingar þaðan. Á unglingsárum sínum
stundaði hann mikið skíðaíþróttina
uppi í Jósefsdal með skíðadeild Ár-
manns og þaðan átti hann stóran
hóp kunningja og vina og margar
góðar endurminningar. Með honum
í skíðahópnum var tilvonandi eigin-
kona hans, Þóra Guðmundsdóttir,
sem átti eftir að verða jafnframt
hans besti vinur í blíðu og stríðu
alveg til æviloka. Þóra er dóttir
hjónanna Guðmundar Þórðasonar
skipstjóra, f. 1897, d. 1952, og
konu hans Guðrúnar Sigríksdóttur
húsmóður, f. 1906, d. 1943.
Þóra og Helgi giftu sig 2. janúar
1955 og létu um leið skíra tvö elstu
bömin. Börn þeirra eru Guðmund-.
ur, f. 1950, kvæntur Bryndísi Birni;
Þórdís, f. 1952, gift Jóni Á. Eg-
gertssyni; Sigurður, f. 1954; Berg-
lind, f. 1956, gift undirrituðum; og
Kristín, f. 1963, gift Jakobi Viðar
Guðmundssyni. Bamaböm eru tíu
og eitt barnabamabarn. Eins og
geta má nærri var það enginn dans
á rósum að koma öllu þessum
barnahópi til vits og ára, en með
samhentu átaki þeirra hjóna tókst
það. Árið 1960 fluttist flölskyldan
í Auðbrekku 7 í Kópavogi, en með-
fram vinnu og aukavinnu hafði
Helgi að mestu byggt það hús sjálf-
ur með aðstoð vina og vandamanna.
Hinn 1. ágúst 1948, þá aðeins
16 ára gamall, hóf Helgi nám í
prentiðn hjá Björgvini Benedikts-
syni í Prentsmiðjunni Odda. Helgi
starfaði lengst sinnar starfsævi við
prentun, lengst af, eða í 25 ár, hjá
Prentsmiðjunni Odda, en hin síðari
ár hjá Prentsmiðju Guðjóns Ó. Starf
hans hjá Prentsmiðjunni Odda var
nátengt fjölskyldunni, því frá 1952
til 1960, þegar flutt var í Kópavog-
inn, bjó fjölskyldan á hæðunum
fyrir ofan prentsmiðjuna við Grett-
isgötu og þaðan eiga elstu fjögur
bömin fyrstu endúrminningar sín-
ar. Þegar börnin voru að vaxa úr
grasi fór fjölskyldan oft saman
austur í Miðdal, land prentara. Þá
var annaðhvort tjaldað eða fenginn
að láni sumarbústaður Jóns Ágústs-
sonar. Jón Ágústsson var mikill vin-
ur og velgjörðarmaður Helga og
fjölskyldu hans. Það var stutt á
milli andláts þeirra vina, því Jón
lést 1. mars síðastliðinn.
Þegar aftur fór að róast og börn-
in vom uppkomin reyndu Þóra og
Helgi að njóta lífsins eins og hægt
var og létu þau vanheilsu Helga
hin síðari ár lítið aftra sér. Þau
tóku fram skíðin eftir áratuga hvíld,
léku mikið golf og stunduðu ýmiss
konar útiveru, ásamt því að ferðast
um heiminn.
Síðustu tíu árin starfaði Helgi
mikið innan frímúrarareglunnar og
er ég viss um að það gaf honum
mikið. Frá skyndilegu fráfalli Helga
hefur hugurinn oft hvarflað aftur í
liðna tíð. Nú þegar komið er að
leiðarlokum vil ég þakka fyrir 18
ára samfylgd sem ég minnist með
þakklæti.
Megi góður guð varðveita hann
og veita hans nánustu styrk nú á
þessum sorgartímum.
Björn Hermannsson.
Með nokkrum fátæklegum orð-
um langar mig að minnast mikils
vinar míns og tengdaföður, Helga
Kristins Jónssonar prentara, er lést
langt um aldur fram 3. apríl sl.
Hann verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 15.
apríl, kl. 15.
Helgi Kristinn fæddist í Reykja-
vík 27. maí 1932, sonur hjónanna
Sesselju Hannesdóttur og Jóns Sig-
urðssonar rennismiðs. Hann ólst
upp ásamt yngri bróður sínum,
Óskari, á Njálsgötu 3, í húsi föður-
afa og ömmu.
Sem barn þessara miklu um-
brotatíma þekkti hann fátækt.
Hann sagði þó oft að hann hefði
aldrei liðið skort. Hann minntist oft
þeirra er verr höfðu staðið, og sagði
að í ljósi þess samanburðar hefði
hann haft það gott. Þó kom fyrir
er við ræddum æsku hans, að mér
fannst sem hann segði ekki allt.
Er ég innti hann eftir því, svaraði
hann jafnan: „Ja, sumt á maður
bara fyrir sjálfan sig.“ Best fannst
mér ég finna æsku hans og uppeldi
í stjórnmálalegum viðhorfum hans.
Hann var sannfærður jafnaðarmað-
ur, þó að honum fyndist hann fátt
eiga sameiginlegt með þeim mönn-
um sem i dag taka sér þá nafngift.
Engu að síður vék jafnaðarmennsk-
an aldrei úr huga hans.
Helga Kristni var mjög annt um
fjölskyldu sína og vini. Æskuvinirn-
ir, hvort heldur voru úr „hverfinu
heima“ eða úr Jósepsdal, voru hon-
um ævinlega ofarlega í huga. Ung-
ur að árum kynntist hann fallegri
og elskulegri stúlku af Lindargöt-
unni, Þóru Guðmundsdóttur, sem
síðar átti eftir að vera eiginkona
hans og besti vinur í rúma fjóra
áratugi. Þau áttu sameiginlega vini,
sömu áhugamálin og sama bak-
grunn í lífinu. Þau voru ótrúlega
samrýnd í öllu sem þau gerðu. þau
göntuðust oft með þetta og sögðu
þá að þau hefðu nánast alist upp
saman svo að engin furða væri þó
að þau væru lík í hugsun. Þóra,
börnin, tengdabömin, barnabörnin
og nú síðustu ijögur árin barna-
barnabarnið stóðu ætíð næst hjarta
hans. Hann vildi taka þátt í lífi
okkar og vera okkur góður félagi.
Skipti þá engu hvort um var að
ræða gleði, sorg eða hversdagslegar
áhyggjur, tómstundir eða andleg
málefni. Alltaf átti hann tíma af-
lögu handa okkur. Ást hans og
umhyggja fyrir okkur var honum
eðlislæg og sjálfsögð.
Helgi Kristinn hóf nám í prent-
iðn, hjá prentsmiðjunni Odda árið
1948. Þar vann hann síðan næstu
25 árin. Hann var til dauðadags
virtur í iðn sinni sem afbragðs fag-
maður og þótti sérlega vandvirkur.
Sem ungur maður vann hann hin
ýmsu aukastörf, sem .títt var um
unga menn á þeim árum. Vann
hann m.a. í prentsmiðju Alþýðu-
blaðsins. Mun þá vinnudagurinn oft
hafa verið ærið langur, en ekki var
rætt um það, því að á þessari vinnu
var full þörf og nauðsyn. Þau voru
á þessum árum að byggja sér hús
í Kópavogi, og nú stækkaði fjöl-
skyldan ört. Fljótlega eftir að þau
fluttust í Laufbrekkuna voru börnin
orðin fimm talsins: Guðmundur
prentari, kvæntur Bryndísi Birnir,
Þórdís fulltrúi, gift Jóni Ág. Egg-
ertssyni, Sigurður bókagerðarmað-
ur, Berglind sjúkraþjálfari, gift
Birni Helgasyni, og Kristín bóka-
gerðarmaður, gift Jakobi Viðari
Guðmundssyni. Nú eru barnabörnin
orðin tíu og eitt barnabarnabarn.
Er undirritaður kom fyrst á heim-
ilið í Laufbrekku 7 var mér strax
tekið sem einum af fjölskyldunni.
Ég var fyrsta tengdabarn Þóru og
Helga Kristins, eða eins og þau
sögðu, frumraunin á því sviði. í dag
sé ég hve miklir áhrifavaldar þau
hafa verið á líf mitt, og fyrir það
verð ég alla tíð mjög þakklátur.
Helgi Kristinn hafði þá sjaldgæfu
eiginleika að geta rætt við menn á
öllum aldri, og alltaf verið jafnaldri
þeirra. Hann átti auðvelt með að
setja sig í spor annarra. Hann gat
sest niður og rætt við okkur á þann
hátt að við hlustuðum, ekki alltaf
sammála, en við hlustuðum. hann
átti til að verða sár, ef honum
fannst sér ekki svarað af hrein-
skilni. En orða var ekki alltaf þörf.
Oft og tíðum var nóg að hann horfði
til manns, og það var eins og mað-
ur vissi hvað hann hugsaði.
Oft sátum við og ræddum menn
og málefni. Oftar en ekki bárust
þá umræðurnar að eilífðarmálun-
um. Við áttum okkur sömu trúna.
Trúna sem okkur var kennd í æsku.
Með honum gat ég hugsað upphátt
um bamstrúna, um hvort lífinu lyki
við líkamsdauðann, hvort örlögin
væru ásköpuð eða áunnin og margt
fleira. í raun var sama hvert mál-
efnið var, hvort þörfin fyrir að ræða
málið væri sýnileg eða ósýnileg.
Fyndi maður þörf að ræða það, var
það rætt og reynt að komast að
niðurstöðu. Á eftir leið mér alltaf
vel, því eins og fyrr segir átti hann
einstaklega gott með að ræða við
okkur án tillits til aldurs, alltaf til-
búinn að miðla af reynslu sinni í
hvaða efni sem var, og alltaf sem
vinur og félagi. Á seinni árum höfð-
um við síðan eignast sameiginlegt
áhugamál sem batt okkur enn nán-
ari böndum en fyrr. Ég hef ekki
enn áttað mig fyllilega á því að ég
geti ekki lengur farið „suður í Kópa-
vog að ræða við Didda“.
Eg sakna mikils vinar og góðs
tengdaföður, manns sem enginn
kynntist án þess að bera mikla virð-
ingu fyrir honum. Ég sakna sam-
ræðnanna, græskulausrar glettn-
innar, leiðbeininganna og föðurlegr-
ar umhyggju þess manns sem ég
hef verið svo lánsamur að vera sam-
ferða í 23 ár.
Um Ieið og ég kveð hann óska
ég honum velfarnaðar á þeirri leið,
sem hann hefur nú lagt út á, og
bið almáttugan Guð að vemda hann
og leiða.
Blessuð sé minning Helga Krist-
ins Jónssonar. __
Jón Ág. Eggertsson.
Kær samferðafélagi hefur kvatt
þessa jarðvist, langt um aldur íram.
Helgi Kristinn Jónsson var borinn
og barnfæddur í hjarta höfuðborg-
arinnar á vordögum 1932 og því
tæplega 61 árs gamall er kallið kom
okkur kunnugum mjög óvænt.
Kynni okkar Didda, eins og við
nefndum hann, bar fyrst að um
fermingaraldur er leiðir okkar lágu
í skíðadeild Ármanns í Jósepsdal.
Skíðaland Ármenninga í Jósepsdal
heillaði mörg ungmennin er lögðu
stund á útivist og íþróttir og mynd-
uðu stóran og sterkan hóp félaga
er hafa haldið saman upp frá því.
Þar kynntust margir verðandi eigin-
konu sinni. Þóru Guðmundsdóttur
valdi Diddi úr þessum hópi glæsi-
legra kvenkosta. Jafnaldra og ung
að árum hófu þau búskap og tók-
ust á við tilveruna. Diddi lærði
prentnám í prentsmiðjunni Odda
strax og aldur leyfði og starfaði við
þá iðn til hinstu stundar.
Aftur lágu leiðir okkar saman
er við liðlega tvítugir að árum tók-
um okkur land í Kópavogi. Þar
byggðu þau sitt einbýlishús á hönd-
um tveim sem þau hafa búið í alla
sína hjúskapartíð og alið upp fímm
börn sín. Á þessum árum var vinnu-
dagurinn oftast langur, það voru
viss hlunnindi að mega vinna mik-
ið. Með því tókst það sem að var
stefnt, öðruvísi ekki. Flest var gert
með eigin höndum en þær hafði
Diddi ásamt góðu verklagi.
Já, hratt flýgur stund er litið er
til baka, liðnar margar góðar stund-
ir og árin liðið allt of hratt, stundum
gleymst að rækta kunningsskapinn
sem skyldi því að enginn veit sína
ævina fyrr en öll er, en eitt sinn
verða allir að deyja.
Við hjónin kveðjum samferða-
mann og vottum Þóru og fjölskyldu
hennar samúð okkar.
Sigurður R. Guðjónsson.
Fundarboð
Sjálfstœðisfélag Gerðahrepps heldur opinn fund með Þorsteini Páls-
syni og Árna Ragnari Árnasyni í samkomuhúsinu Garði fimmtudag-
inn 15. apríl kl. 20.30.
Stjórnin.
ÍIFIMWU Ult
Á ríkið að reka fjöl-
miðla?
Ernauðungaráskrift að
RÚV réttlætanleg?
Heimdallur efnir til
fundar um þátt ríkis-
ins í útvarps- og
sjónvarpsrekstri,
föstudaginn 16.
apríl kl. 21 i Valhöll,
Háaleitisbraut 1.
Frummælendur
verða Ólafur Hauks-
son blaðamaöur og
Stefán Jón Hafstein
útvarpsmaður.
Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.
Smá auglýsingar
I.O.O.F. 11 = 17404158'/2=9.lll.
St.St. 5993041519 VIII
I.O.O.F. 5 = 1744158V2 = XX
VEGURINN
Kristiö samféiag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Lækningasamkoma í kvöld kl. 20.
Kennsla um guðlega lækningu
og fyrirbænir.
Allir velkomnir.
„Þökk sé Guði fyrir sína óum-
ræðinlegu gjöf."
Svigmót Víkings
30 ára og eldri
Sunnudaginn 18. apríl verður
haldið svigmót á skíðasvæði Vík-
ings, Sleggjubeinsskarði.
Mótið er opið öllum skíðamönn-
um 30 ára og eldri.
Dagskrá: Brautarskoðun kl.
11.30. Keppni hefst kl. 12.00.
Skráning keppenda á staönum
til kl. 11.00.
Upplýsingar á sunnudagsmorg-
un á símsvara 684805.
Stjórnin.
Góðtemplarahúsið,
Hafnarfirði
Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn
15. apríl. Byrjum að spila kl.
20.30 stundvíslega.
Allir velkomnir.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
( kvöld kl. 20.30, almenn sam-
koma. Pálína Imsland og Hilmar
Símonarson stjórna og tala.
Velkomin.
Flóamarkaðsbúðin í Garða-
stræti 2 er opin á milli
kl. 13 og 18 í dag.
fomhjólp
I kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma i Þríbúöum. Mikill söngur.
Þorvaldur og Rósa gefa vitnis-
burði. Ræðumaður Þórir Har-
aldsson.
Kaffi að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Reykjavikurmeistaramót
í 30 km skíðagöngu verður hald-
ið í Skálafelli laugardaginn 17.
apríl kl. 13.00. Skráning i síma
75971 fyrirkl. 22.00 föstudaginn
16. apríl 1993.
Skiðadeild Hrannar.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 •simi 614330^
Undirbúnings- og
kynningarfundur
fyrir gönguferð um austurrísku
Alpana verður haldinn í kvöld kl.
20.00 á skrifstofu Útivistar, Hall-
veigarstíg 1. Allir, sem áhuga
hafa á ferðinni, eru velkomnir.
Útivist.
Hvítasunnukirkjan
Vöivufelli
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Allir hjartanlega velkomnir!