Morgunblaðið - 15.04.1993, Side 32

Morgunblaðið - 15.04.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 Friðjón Ástráðs- son - Minning Fæddur 25. maí 1926 Dáinn 6. apríl 1993 Eftir langa og erfíða baráttu afa okkar við ólæknandi sjúkdóm langar okkur bræður að minnast hans með fáeinum orðum og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gefíð okk- ur. Núna þegar afí hefur kvatt rifj- ast upp ótal minningar um ánægju- legar stundir, um einstaklega Ijúfan og þolinmóðan afa sem vildi allt fyrir okkur bræður gera. Allar þess- ar minningar munum við varðveita í hjarta okkar um ókomin ár. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. Nú ertu af þeim borinn hin alira síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. I æðri stjómar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. Guð blessi lífs þíns brautir, þitt banastríð og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum tii þín hljóðir. Að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veitir frið. (Einar Ben.) Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt og við biðjum góðan guð að geyma þig. Birgir Friðjón, Egill Rúnar og Stefán. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú, og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (MJoch.) í dag 15. apríl verðurjarðsunginn mágur minn Friðjón Ástráðsson, sem lést á heimili sínu 6. apríl sl. eftir erfíða baráttu við sjúkdóm sem engu eirir. Eg tel það sérstakt lán að hafa fengið tækifæri til að kynnast þeim öðlingsmanni sem Friðjón var. Minningamar um lífsgleði og ánægju hinna fjölmörgu samveru- stunda verða mér enn dýrmætari nú þegar ljóst er orðið að þær vera ekki fleiri. Kynni okkar hófust þegar Friðjón kvæntist systur minni Sigríði fyrir sjö árum, en hún var síðari eigin- kona hans. Samheldnari og ham- ingjusamari hjón held ég að hafí verið vandfundin. Þau stóðu þétt saman andspænis erfíðleikum og mótlæti, en voru jafnframt samtaka í að njóta alls þess besta sem lífíð hefur upp á að bjóða. Ég minnist ótal matarboða á heimili þeirra hjóna, þar sem Friðjón hafði sér- stakt lag á því að skapa hátíðar- stemmningu í kringum borðhaldið, án þess endilega að tilefnið væri annað en gott veður þann daginn. Ég hef ekki tölu á öllum þeim ferða- lögum og styttri gönguferðum sem við fórum saman þar sem létt skap Friðjóns og það hve auðvelt var að fá hann til að hlæja setti svip sinn á ferðina. Ég minnist þess ekki að hann hafí nokkum tíma skipt skapi þau ár sem ég þekkti hann og aldr- ei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni, sama hvað á dundi. Gerði einhver á hans hlut varð hann frem- ur sorgmæddur en reiður og virtist alltaf reiðubúinn til að fyrirgefa og skilja. Friðjón vann fljótt hylli innan §öl- skyldu okkar systra með prúðmann- legri framkomu sinni og vinsemd sem hann sýndi öllum. Hann lét sér hag allra varða og eftirtektarvert hve góður hann gat reynst þeim sem minna máttu sín. Hann varð til dæmis fljótt góður vinur og sérstak- ur velgjörðarmaður Jennýjar mág- konu sinnar sem átti við geðsjúkdóm að stríða allt sitt líf, en hún lést fyrir rétt rúmum tveimur mánuðum. Reyndar var það eitt af síðustu verk- um Friðjóns að sjá um jarðarför þessarar vinkonu sinnar, þá sjálfur orðinn mikið veikur. Þrátt fyrir mikil veikindi trúði Frið- jón því fram til hins síðasta að það myndi rofa til. Eins og honum I æsku tókst með hjálp móður sinnar að sigrast á berklum þá trúði hann því nú að honum tækist að sigrast á krabbameini með hjálp eiginkonu sinnar. í þetta sinn fór þó á annan veg. Megi algóður guð geyma þenn- an góða mann og líkna þeim sem syrgja hann. Erna Marteinsdóttir. Elskulegur stjúpfaðir okkar, Friðjón Ástráðsson, er látinn. Þann tíma sem hann barðist við sjúkdóm- inn var hann ákveðinn í því að hafa betur og miðað við hve vel hann bar sig komu endalokin á óvart. Þau ár sem móðir okkar og Frið- jón bjuggu saman á Kjarrmóum voru góð og eftirminnileg ár. Það var alltaf gott að koma á heimsókn til þeirra hvort sem það var til lengri eða skemmri tíma. Friðjón tók á móti öllum með sömu hlýlegu kveðj- unni: „Verið hjartanlega velkomin," og alltaf hlýnaði mönnum um hjartaræturnar því að þessi orð voru sögð af einlægni. Notalegt umhverfið í litla húsinu og í garðinum gerði það að verkum að við sátum oft langt fram eftir kvöldi og höfðum það gott saman. Friðjón og móðir okkar nutu þess að hugsa um garðinn sinn og það var yndislegt að fylgjast með gróðr- inum þeirra þegar hann tók við sér á vorin, sjá plönturnar stækka frá ári til árs. Furan sem við krakkam- ir gáfum Friðjóni þegar hann varð sextugur hefur nú breitt úr sér og runnarnir hækka frá ári til árs. Það er gott að eiga góða vini og Friðjón var okkur systkinunum sannarlega góður vinur. Við gátum leitað til hans með það sem okkur lá á hjarta og hann var alltaf tilbú- inn til að hlusta og styðja okkur þegar það átti við og börnunum okkar reyndist hann góður afí. Guð gefur og guð tekur. Hann gaf mömmu yndisleg ár með manni sem hún elskaði og sem var þess virði að vera elskaður. Þess vegna er missirinn sár. Ég lifi í Jesú nafni. I Jesú nafni ég dey. Þó heilsa og líf mér hafni hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. I Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Inga Maria, Svanhildur og Marteinn. í dag er kvaddur hinstu kveðju Friðjón Ástráðsson aðalféhirðir. Hann var fæddur árið 1926 og var því 66 ára þegar hann lést. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Friðjóni náið um 35 ára skeið, ekki síst meðan við vomm kvæntir systmm og bjuggum í samliggjandi húsum. Má segja að börnin okkar Dóm hafí notið þeirra forréttinda að eiga tvenna foreldra meðan þau þurftu mest á umhyggju að halda. I hlut- verki varapabba kom sér oft vel hve Friðjón var lítið smámunasamur, skapið létt og stefnan sveigjanleg. Meðfæddur virðuleiki hjálpaði hon- um aftur á móti við að halda uppi nauðsynlegum aga. Friðjón var mörgum kostum bú- inn, þótt ég telji að hans stærsti kostur hafí verið hve bóngóður hann var og nutu þess ótrúlega margir ekki síst á meðan hann starfaði sem mótttökustjóri um borð í Gullfossi, en í því starfí var hann brautryðj- andi. Oft reyndust smápakkarnir sem hann var beðinn fyrir ótrúlega stórir þegar komið var með þá um borð. Ætíð held ég þó að hann hafi tekið við þeim og oftast urðu einu viðbrögðin góðlegt grín þótt pakkarnir tækju stærsta rýmið í herberginu hans, þegar látið var úr höfn. Aldrei reiknaði hann með annarri greiðslu en ánægjunni af að gera öðrum greiða. Friðjón var ákaflega þægilegur í allri umgengni, sem ég komst að raun um í þeim ferðum sem við fórum saman. Þægilegri ferðafé- laga var vart hægt að hugsa sér. Hann var lítið fyrir að ýta öðrum til hliðar sjálfum sér til framdrátt- ar, en komst þó í þær ferðir sem hann hafði hug á. Friðjón hóf ungur störf hjá Eim- skip og starfaði þar mest alla starfs- ævi. Um tíma var hann þó fram- kvæmdastjóri Bifreiðastöðvar ís- lands og skrifstofustjóri í áhalda- húsi Vegagerðar ríkisins. Hann var mjög félagslyndur og starfaði mikið fyrir Frímúrararegl- una og á yngri árum fyrir ÍR. Árið 1949 kvæntist hann Elísa- betu Jóhannsdóttur og eignuðust þau eina dóttur, Ástu. Ásta er gift Erlendi Jóhannssyni fóðurfræðingi og eiga þau þijá syni, Birgi Frið- jón, Egil Rúnar og Stefán. Friðjón og Elísabet skildu. Árið 1986 kvæntist Friðjón Sig- ríði Marteinsdóttur og lifir hún mann sinn. Fjölskylda mín sendir aðstand- endum Friðjóns innilegustu samúð- arkveðjur um leið og við kveðjum góðan dreng. Magnús R. Gíslason. „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur, þú kemur til hans svangur og í leit að friði. (Kahlil Gibran) ísland hefur eignast marga góða sonu. Einn þeirra kveðjum við í dag. Ég er þess fullviss að þegar að því kemur að leið okkar liggur yfír víkina mun Friðjón standa á bakkanum hinum megin með út- breiddan stóra, hlýja, faðminn og heilsa eins og honum einum var lagið. „Sæl elskan og velkomin.“ Enginn þarf að kvíða heimkomu sem á von á þeim móttökum. Það er erfítt að setjast niður og skrifa um vin sem allt of fljótt er kallaður burt. Núna þegar vorið er að koma og við fínnum hlýjuna frá sólinni og náttúran er að vakna af vetrardvalanum. Friðjón var maður birtunnar og hlýjunnar. Hann naut þess að vinna í garðinum sínum, hlúa að blómunum og trjánum eða ganga um Heiðmörkina og fínna ilm náttúrunnar. Ég kynntist Friðjóni er ég hóf störf hjá Eimskipafélagi íslands 1978. Strax á fyrsta degi fann ég að þar fór traustur og Ijúfur mað- ur. Við störfuðum saman í íjórtán ár og þó að við vissulega værum ekki alltaf sammála féll aldrei skuggi á samstarf okkar. En við urðum meira en vinnufélagar því að með okkur þróaðist sterk og innileg vinátta. Áð öðrum ólöstuð- um hef ég ekki eignast betri og traustari vin um ævina en Friðjón. Við göntuðumst stundum með það að við hefðum lifað saman súrt og sætt, gleði og sorg og alltaf var hann sami trausti vinurinn. Það er margs að minnast frá liðn- um árum. Ég minnist gönguferða okkar í hádeginu í mörg ár. Þá lét- um við hvorki rok né rigningu hindra okkur í að ganga kringum Tjömina. Við ræddum þá um vinn- una, lífið og tilveruna eða bara nutum þess að vera úti. Ég minnist ferðalaganna og sum- arbústaðadvalar með honum og Siggu. Það voru góðar og skemmti- legar stundir þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Ekki síst minnist ég allra góðu samveru- stundanna sem ég naut á heimili þeirra í Garðabæ. Friðjón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elísabet Jóhanns- dóttir. Þau eignuðust eina dóttur, Ástu, sem gift er Erlendi Jóhanns- syni. Eiga þau þijá syni, Birgi Frið- jón, Egil Skúla og Stefán. Elísabet og Friðjón slitu samvistum. Seinni konu sinni, Sigríði Marteinsdóttur, giftist hann 31. maí 1986. Friðjón var einstakur maður. Hann var glæsilegur á velli, svo að eftir honum var tekið. Hann var léttur í lund og stutt í kímnina. En hans bestu mannkostir voru hlýjan og góðmennskan sem frá honum streymdi. Enda laðaði hann að sér jafnt börn sem fullorðna. Meiri öðl- ingur en hann er vandfundinn. Sigga og Friðjón voru yndisleg hjón. Hjá þeim fór saman ást, traust og gagnkvæm virðing. Varla er hægt að hugsa sér betri homstein fyrir hjónaband. Þau eignuðust fallegt heimili í Kjarrmóum 29, sem stóð ætíð opið ættingjum og vinum. Það fór ekki fram hjá þeim sem þarna komu að þar réð hlýjan og vináttan ríkjum. Þau ræktuðu garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu. Friðjón veiktist af krabbameini fyrir rúmu ári. Þennan erfíða tíma kom enn betur í ljós hversu sam- stiga og traust"þau voru hvort öðru. Óþreytandi og ákveðin í að beijast við þennan vágest. En því miður var maðurinn með ljáinn sterkari nú eins og svo oft áður. Ég vil þakka Friðjóni fyrir allt sem hann var mér. Þakka fyrir að hafa verið svo lánsöm að kynnast honum og eiga fyrir vin. Það er fjársjóður sem ég mun geyma og varðveita. Elsku Sigga, sorg þín og missir er mikill en minningin um yndisleg- an mann og árin sem þið áttuð saman er ljósið sem mun leiða þig áfram. Ég votta Ástu og öðrum aðstand- endum samúð mína. Blessuð sé minning góðs drengs. Sigrún Villyálmsdóttir. í dag verður lagður til hinstu hvíldar Friðjón Ástráðsson sem andaðist 6. apríl á sextugasta og sjöunda aldursári, eftir harða bar- áttu við óvæginn sjúkdóm. Hann var fæddur í Reykjavík 25. maí 1926, sonur hjónanna Lilju Guð- mundsdóttur og Ástráðs Jónssonar, sem um áratugaskeið var verkstjóri við vöruafgreiðslu Eimskipafélags- ins. Með Friðjóni er genginn hug- ljúfur vinur, vænn og traustur sem hefur verið samferðamaður minn um langt árabil. Á kveðjustund góðs og einlægs vinar er sem bregði birtu. Sáran trega setur að. En þegar flett er bók minninganna og litið yfir liðnar stundir vakna dýrmætar endur- minningar á ný. Þær streyma fram skýrar og bjartar og eru þakkar- verðar. Það var á vordögum árið 1942 að leiðir okkar lágu fyrst saman. Það var á skrifstofu Eimskipafé- lagsins. Þar höfðum við valið okkur starf, ungir menn, nýkomnir úr skóla. Þetta var á stríðsárunum. Nýr áfangi var að hefast. á ævi- braut okkar. Framundan lá vett- vangur starfsins, fyrirboði nýrrar reynslu, nýrra tækifæra, meiri ábyrgðar. Við horfðum björtum augum fram á veginn, fullir eftir- væntingar. Áður höfðu kynni okkar ekki verið náin, en fundum okkar borið saman innan íþróttahreyfíng- arinnar. Iþróttir voru okkur hug- leiknar og við tókum þátt í þeim með einum eða öðrum hætti í frí- stundum, okkur til ánægju og upp- byggingar. Síðan eru fímmtíu ár liðin. Á þeim tíma hefur margt gerst og kynni okkar orðið náin. Með okkur mótaðist samstarf, sem smám sam- an leiddi til þeirrar vildarvináttu sem við höfðum báðir uppskorið af auðlegð og gleði góðra stunda. Langur starfsdagur Frijóns hjá Eimskipafélaginu verður ekki rak- inn til hlítar í fáum kveðjuorðum. En þess vil ég minnast hér og nú, að honum voru falin ábyrgðarmikil trúnaðarstörf hjá félaginu. Hann var um skeið aðstoðarmaður bryta á Gullfossi og síðar forstöðumaður farþegadeildar félagsins um árabil. Það starf var vandasamt og gerði tilkall til elju og árverkni. Á þeim árum var samstarf okkar mjög ná- ið. Þá kynntist ég af eigin raun hversu vel hann skilaði verkum og vann af mikilli trúmennsku. Þá áttu samskipti við hann fjölmargir sem ferðuðust með Gullfossi og veit ég að enn eru þeir ófáir sem minnast ánægjulegra samskipta og Ijúf- mannlegrar framkomu hans. Á árunum 1955 til 1964 hafði Friðjón kynni af öðrum störfum en hjá Éimskipafélaginu, er hann veitti um skamman tíma forstöðu sérleyf- isferðum BSÍ og vann um skeið hjá Vegagerð ríkisins. Hann öðlaðist þá gagnlega starfsreynslu, sem væntanlega hefur reynst honum nokkurs virði síðar. Að öðru leyti var starfsdagur hans allur helgaður Eimskipafélaginu og hafði náð röskum fjórum áratugum er hann féll frá. Þegar Gullfoss var seldur úr landi árið 1973 drógust farþegaflutning- ar Eimskipafélagsins eðlilega sam- an og farþegadeild félagsins var lögð niður. Þá voru Friðjóni falin gjaldkerastörf hjá félaginu og fáum árum síðar, árið 1978, tók hann við starfi aðalféhirðis. Það er afar krefj- andi og vandasamt ábyrgðarstarf hjá fyrirtæki mikilla fjármuna. Ber það vott um það traust, sem for- ráðamenn félagsins báru til hans, að hann var valinn í þetta starf. Og víst er um það, að gildra sjóða var gætt vel og örugglega í vörslu hans. Þar varð einskis vant. Friðjón var föngulegur og fríður sýnum. Fas hans auðkenndist af fijálsmannlegri reisn. Hann var gæddur ákjósanlegum mannkostum og er hófstilling hans og jafnlyndi mér einkum eftirminnilegt. Einatt var hann fús og skjótur til að gefa það sem hann átti best til liðs þeim sem til hans leituðu og hjálpar voru þurfí. Þannig er minningin sem hann eftirlætur okkur samstarfs- mönnunum. Öllum er okkur að hon- um sár eftirsjá og þökkum honum að leiðarlokum ljúfar minningar um vináttu og góð kynni. Allt hefur sitt upphaf og allt sín endalok. Síðasti áfangi Friðjón reyndist brattur. Lokagangan varð þung. En hann beið með stillingu hins hugprúða manns þess sólseturs sem allir eiga í vændum á ævi- kveldi. í trausti til forsjár hins hæsta bjóst hann til brottfarar og kvaddi. Árið 1986 gekk Friðjón að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Jónu Sigríði Marteinsdóttur. Hann hafði áður verið í hjónabandi og átti frá því eina dóttur, Ástu. Jóna Sigríður reyndist Friðjóni traust stoð í erfið- um veikindum. Aðdáunarvert er hve hún studdi hann og styrkti af mik- illi alúð og umhyggju uns yfír lauk. Á ég von á því að við fráfall hans hafi þau eigi fjarlægst heldur færst nær hvort öðru en nokkru sinni fyrr. Ég votta eftirlifandi eiginkonu og öðrum aðstandendum Friðjóns innilega samúð mína. Megi minn- ingin um góðan dreng vera þeim líkn og Ijós. Vin minn og bróður fel ég alföð- ur á ferð inn í húm nætur á leið til nýrrar dögunar. Friður sé með honum. Þökk fyrir allt og allt. Sigurlaugur Þorkelsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.