Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
Svava Ingvars-
dóttir - Minning
Fædd 16. nóvember 1959
Dáin 31. mars 1993
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum,
það yrði margt, ef telja skyldi það.
I lífsins bók það lifír samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helgu tryggð og vináttunnar ljós,
er gerir jafnvel dimma daga bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
í dag er kvödd hinstu kveðju frá
Garðakirkju elskuleg mágkona okk-
ar, Svava Ingvarsdóttir, er lést í
Akademiska sjúkrahúsinu í Uppsöl-
um 31. mars.
Hún var dóttir hjónanna Svan-
borgar Daníelsdóttur og Ingvars
Herbertssonar.
Það var mikið gæfuspor fyrir
bróður okkar, Pál Arnar Árnason,
þegar þau Svava giftu sig hinn 10.
janúar 1981. Fyrstu árin bjuggu þau
í Svíþjóð og þar fæddist dóttir þeirra
Helga Svanborg í desember 1981.
Sonur þeirra Ingvar Árni fæddist
haustið 1984, er þau voru flutt heim
til íslands.
Svava var yndisleg móðir, það var
unun að sjá hana með bömunum
sínum, samband þeirra var svo náið
og hlýtt. Þeirra missir er mikill, en
það veganesti sem hún gaf þeim
mun endast þeim um ókomin ár.
Svava var falleg og elskuleg kona.
Hlýleg og stillt framkoma gerði það
að verkum að öllum leið vel í návist
hennar. Fallega brosið sem alltaf var
svo stutt í yljaði.
Fyrir rúmum þremur árum
ákváðu Addi og Svava að flytjast
aftur til Svíþjóðar. Full bjartsýni
hófust þau handa við að koma sér
fyrir á nýjum stað. Það var sama
hvar heimili þeirra stóð, smekkvísin
og snyrtimennskan var einstök. Eitt
var það sem Svövu fannst ómiss-
andi, það var að hafa dýr á heimil-
inu, enda var hún einstakur dýravin-
ur frá barnæsku.
Mennirnir álykta en guð ræður.
Örstuttu eftir komu þeirra til Sví-
þjóðar kom reiðarslagið; Svava
greindist með krabbamein. Þar með
hófst barátta Svövu og ástvina fyrir
lífi hennar.
Hetjulund hennar, bjartsýni og sá
ótrúlegi kjarkur sem hún sýndi í
veikindunum er ógleymanlegur. En
Svava stóð ekki ein, með henni börð-
ust eiginmaður og móðir til hinstu
stundar af aðdáunarverðri fómfýsi
og óeigingimi.
Við skiljum ekki hvers vegna ung
eiginkona og móðir er tekin burt frá
ástvinum sinum, hún hafði svo mik-
ið að lifa fyrir.
Við kveðjum nú elsku Svövu,
þökkum samfylgdina og biðjum al-
góðan guð að gæta hennar og
geyma.
Elsku Addi, Helga, Ingó, Bobba,
Ingvar, systur og amma, guð gefi
ykkur styrk í sorg ykkar. Þið eigið
alla okkar samúð.
Blóm eru ódauðleg. Þú klippir þau
í haust og þau vaxa aftur í vor —
einhvers staðar.
(H.K.L.)
Björk, Hildur, Svala,
Sif, Eiður og Gréta.
í morgun saztu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
hátt uppí geislunum
minn gamli vinur
en veizt nú, í kvöld
hvemig vegimir enda
hvemig orðin nema staðar
og sljömumar slokkna.
(Hannes Pétursson)
Lífsganga Svövu Ingvarsdóttur
var stutt og endaði með svipulum
hætti. Stjörnur slokkna og orð nema
staðar. Gömul atvik, samtöl og
minningar frá liðinni tíð nema staðar
í huga mínum. Minningar frá Álfta-
nesi spretta fram: Svava og fjöl-
skylda hennar búa í næsta húsi,
börn okkar eru á líku reki, sam-
skipti okkar þróast í áralanga vin-
áttu.
Ég minnist gönguferða okkar í
yndislegu umhverfí á Álftanesi, ég
man eftir samtölum okkar og rök-
ræðum þar sem Svava gat verið svo
föst fyrir að henni varð ekki haggað.
Samt haggaðist vinátta okkar
aldrei. Jafnvel eftir að hún var horf-
in í annað land ræktuðum við vin-
áttusamband okkar með símtölum
og gagnkvæmum heimsóknum.
Andlát Svövu kemur að vissu leyti
ekki á óvart. Hún átti við erfíðan
sjúkdóm að stríða um nokkurt skeið.
Samt er dauðinn alltaf eins og þungt
högg.
Skyndilega er vegferðinni lokið,
lífsstjömur slokkna og vanmáttug
orð mín nema staðar — um stund.
Ég votta eiginmanni, bömum og
öðrum ástvinum mina innilegustu
samúð.
Kristín Garðarsdóttir.
Hún Svava mín er dáin. Ég hrökk
við þegar amma hennar færði mér
þá sorgarfregn því að innst inni trúði
ég því aldrei að svo myndi fara. í
þrjú ár barðist hún hetjulega við ill-
kynja sjúkdóm, en hefur nú beðið
lægri hlut. Það er sárt að sjá eftir
henni í blóma lífsins. Burt frá böm-
unum sínum, eiginmanni og fjöl-
skyldu sem vom henni svo kær.
Fyrir þremur árum fluttist hún
búferlum til Svíþjóðar með eigin-
manni sínum, Ádda, og bömum
þeirra Helgu Bobbu og Ingvari Árna.
Um sama leyti kenndi hún sér þess
meins sem siðar bar hana ofurliði.
Þar með hófst hennar þrautaganga
með nokkrum hléum. Þessi þijú ár
lagði eiginmaður hennar, móðir og
fjölskylda allt til hliðar til að geta
verið við hlið hennar og stutt hana
i veikindum sínum. Hafði Svava oft
á orði að hún ætti bestu fjölskyldu
í heimi. Þegar amma Svövu átti 85
ára afmæli gerði Svava sér ferð til
íslands þótt veik væri til að gleðjast
með henni. Það var mikill ánægju-
og undrunarsvipur á Hrefnu þegar
hún tók upp stærsta afmælispakk-
ann og út úr honum steig Svava.
Betri afmælisgjöf gat Hrefna ekki
hugsað sér._ Svona var Svava, hlý
og einlæg. Ávallt var stutt í brosið
og geisluðu augun af glettni og
kærleika. Svava leitaði styrks í
trúnni og fundum við þar samhljóm
hún, mamma hennar og ég.
Margs er að minnast, en orð mega
sín lítils á stundu sem þessari. Kæri
Addi Palli, Helga Bobba og Ingvar
Árni. Ég bið Guð að styrkja ykkur
og hugga á þessum erfíðu tímum.
Elsku Bobba mín, Yngvar og fjöl-
skylda, missir ykkar er ekki síður
mikill en „þegar þú ert sorgmædd-
ur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og
þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.“
(Spámaðurinn)
Ég kveð þig, elsku Svava mín,
með þessum orðum:
Hví er lífíð stundum svona stutt,
og stormur rauna hvasst um hjartað næðir,
og í skjótu bragði burtu flutt
hið bjarta ljós, er tilveruna glæðir?
Já, þú ert horfín héðan, svona fljótt
í heimi lokið þínum starfadegi.
En okkur finnst hér ríki niðdimm nótt,
en nísti hugann söknuður og tregi.
Við dveljum hér við hvílurúm þitt klökk
og kveðjum þig í hinsta sinni, vina.
En til þín streymir heitust hjartans þökk
fyrir horfna tíð og kæru samfylgdina.
Þín endurminning eins og geisli skín
á okkar leið og mýkir hjartans sárin.
Já, vertu sæl, við sjáumst, vina mín,
í sælu guðs, er þerrar harmatárin.
(Höf. óþekktur)
Nanna frænka.
Miðvikudaginn 31. mars barst
mér sú harmarfregn að frænka mín
Svava hefði látist á Ak'ademíska
sjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð,
aðeins 33 ára.
Mann setur hljóðan og spyr sig
hvers vegna svo ung kona í blóma
lífsins skuli vera hrifin brott frá eig-
inmanni og börnum.
Það er víst ekki spurt um aldur,
ætt eða aðstæður þegar veikindi ber
að höndum, en máltækið segir að
þeir sem guðimir elska deyja ungir.
Svava var dóttir hjónanna Svan-
borgar Daníelsdóttur og Ingvars
Herbertssonar. Hún var næst elst
fjögurra systra, fædd 16. nóvember
1959 í Reykjavík.
Barnsskónum sleit hún í Álfta-
mýrinni og gekk í Álftamýrarskóla.
Svava var sem ung stúlka ósköp
hæglát og lét ekki mikið fara fyrir
sér, þótt hún vissi hvað hún vildi.
Samt sem áður var alltaf stutt í
glettnina. Hún bar aldrei á torggleð-
ina eða sorgir.
Tónlist var henni mikið hjartans
mál og gleymdi hún bæði stund og
stað þegar hennar var notið. Var
það ósjaldan sem hún fór á tónleika
með Hrefnu ömmu hin síðari ár, því
að einkar kært var á milli þeirra.
Nftján ára flyst Svava til Svíþjóð-
ar í leit nýrra ævintýra. Kynntist
hún þá eftirlifandi manni sínum,
honum Páli Arnari Árnasyni frá
Akureyri.
Giftu þau sig hinn 10. janúar
1981. Þá var mikil gleðistund, enda
var þar ungt fólk að bindast böndum
og að skipuleggja framtíð sína.
Hún Svava var mikil fjölskyldu-
manneskja og lagði mikið upp úr
að eiga fallegt heimili, enda hafði
hún glöggt auga fyrir fallegum hlut-
um.
Var hún mjög nákvæm í eðli sínu
svo að allir hlutir þurftu að vera á
sínum stað. Bjuggu þau í Svíþjóð í
þijú ár og ráku þar veitingastað.
Árið 1981 eignuðust þau eldra bam
sitt Helgu Svanborgu sem nú er 11
ára. En heimþráin var alltaf sterk
og það dugði ekki að fá ættingja í
heimsókn annað slagið.
Árið 1982 flytjast þau heim og
búa sér fallegt heimili á Álftanesi.
Árið 1984 eignuðust þau seinna
barn sitt Ingvar Áma sem nú er 8
ára.
Fyrir þremur árum flytjast þau
Svava og Addi aftur til Svíþjóðar,
því að þrátt fyrir hversu sannir ís-
lendingar þau vom þá líkaði þeim
vel þar.
Um svipað leyti komu upp veik-
indi Svövu, sem reyndust vera
krabbamein. Það þarf sterk bein til
að bugast ekki þegar svona kemur
upp, en það gerðu hún og fjölskylda
hennar ekki. Að takast á Við veik-
indi og það af þesum toga er erfítt
fjarri öllum ættingjum. Má segja að
þá komi í ljós hversu sterkum fjöl-
skylduböndum maður er tengdur,
og fengu þau Svava og Addi að
reyna það.
Heima og á sjúkrahúsi barðist hún
vikum og mánuðum saman við hinn
illvíga sjúkdóm, sem útheimti mjög
erfíða og sársaukafulla læknismeð-
ferð. Meðan á veikindunum stóð
dvaldist mamma hennar, hún Bobba,
langtímum saman hjá þeim og veitti
ómælda aðstoð og styrk. Það var
mjög náið samband á milli þeirra
mæðgna.
Einnig voru þær ófáar ferðirnar
sem systur Svövu áttu til þeirra til
að veita aðstoð og gleði.
Eftir tveggja og hálfs árs baráttu
virtist birta yfír og komu þau heim
síðastliðið sumar. Það var sæl og
velútlítandi frænka sem var hér þá
og allir samglöddust yfir þeim
árangri sem náð var. Svo var það í
haust sem sjúkdómurinn tók sig upp
aftur, og urðu nú orustumar lengri
og grimmari.
Maður getur ekki annað en dáðst
að æðruleysi og þrautseigju þeirra
Svövu, Adda og Bobbu í þessari
baráttu og má segja að mótlætið
hafí eflt þau og þjappað saman.
Þegar maður hringdi og spurði
frétta þá gerði hún frekar lítið úr
sínum málum, en spurði þeim mun
meir hvort ekki væri allt í lagi heima.
Undir það síðasta gerði Svava sér
Ijósa grein fyrir að hveiju stefndi
og tók sínum hlut með slíkri hug-
prýði að ótrúlegt mátti kallast. Hún
vissi að það er ekki allt búið þegar
þessu jarðlífí lýkur.
En hetja þessarar baráttu er
Svava sjálf, því að hún hughreysti
sína nánustu á ögurstundu og gaf
þeim styrk og kraft til að komast í
gegnum þessa erfiðleika.
Það er ljóst að mikill er missir
þeirra Adda, Helgu Bobbu og Ing-
vars Árna, svo og allrar hennar fjöl-
skyldu.
Elsku Svava mín, nú hefur góður
Guð leyst þig frá þrautum þínum,
og munt þú fá að hvíla við hlið Immu
frænku þinnar.
Ég bið Guð að blessa minningu
þína og styrkja og leiðbeina Adda
og börnum þínum um ókomin ár.
Ég bið einnig góðan Guð að styrkja
foreldra þína, systur og ömmur í
sorgum sínum. Hafðu þökk fyrir all-
ar góðu minningarnar, elsku frænka.
Þín er sárt saknað.
Ég kveð þig því með vísu sem
faðir minn tileinkaði móður þinni og
hún tileinkaði þér:
Vertu Ijós á vegum þinna
vafín hrósi, mærin svinn,
indæl rós sem allir hlynna
að og Iq'ósa í garðinn sinn.
Þinn frændi,
Páll Bj. Hilmarsson.
t
Frænka okkar,
SIGDÍS G. JÓNSDÓTTIR,
Marargötu 1,
lést í Landakotsspítalanum 13. apríl.
Hanna Guðfinnsdóttir,
Sigurður P. Sigurjónsson.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTJANA HAFDÍS BRAGADÓTTIR,
Krummahólum 2,
sem lést á heimili sínu 7. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 16. apríl kl. 13.30.
Vignir Grétar Jónsson,
Svava Blomsterberg, Steinþór Einarsson,
Steinvör Gísladóttir, Sveinn Eyþórsson,
Kristján Gíslason
og barnabörn.
t
Ástkær sonur okkar og bróðir minn,
EGGERT FREYR KRISTJÁNSSON,
Básahrauni 7,
Þorlákshöfn,
sem lést þann 11. apríl, verður jarðsunginn frá Þorlákshafnar-
kirkju laugardaginn 17. apríl kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Slysavarnafélag
íslands njóta þess.
Kristján Friðgeirsson, Guðrún Eggertsdóttir,
Jórunn Kristjánsdóttir.
t
Eiginkona mín,
IDA GUÐRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR,
Laxárbakka,
sem lést aðfaranótt 10. apríl, verður jarðsungin frá Skútustaða-
kirkju laugardaginn 17. apríl kl. 14.00.
Árni Gislason.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN ÁSGEIRSDÓTTIR,
Víðilundi 24,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni
í Reykjavík föstudaginn 16. apríl
kl. 13.30.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ALBERT MAGNÚSSON
(Alli krati),
Stapahrauni 2,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju,
Hafnarfirði, föstudaginn 16. apríl
kl. 13.30.
Valgerður Valdimarsdóttir,
Tómas V. Albertsson,
Albert Valur Albertsson, Alda Larsen.