Morgunblaðið - 15.04.1993, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÖÁGUR Í5. APRÍL 1993
43
Friðlýstur fólkvangur
á Selljarnarnesi
Rotary gefur til landgræðslu
UM NOKKURT skeið hefur á vegum Rotary á íslandi starfað um-
hverfisnefnd sem hefur það að markmiði að safna fé til landgræðslu-
mála. Alls hefur safnast tæp ein milljón króna meðal Rotary-félaga
og hefur Landgræðslunni verið afhent fé þetta til uppgræðslu á Hauka-
dalsheiði. Uppgræðslusvæðið verður auðkennt Rotary-hreyfingunni.
Myndin sýnir Arna Gestsson, formann umhverfisnefndar, afhenta Sveini
Runólfssyni landgræðslustjóra ávísun fyrir upphæðinni.
A einu máli á Akur-
eyri og Húsavík
Á FJÖLMENNUM borgarafundi,
sem haldinn var á Seltjarnarnesi
5. nóvember 1992, var samþykkt
eftirfarandi tillaga með nær öllum
greiddum atkvæðum: „Við íbúar á
Seltjarnamesi óskum eftir breyting-
um á aðalskipulagi Seltjamarness,
þannig að óbyggða svæðið vestan
við núverandi byggð verði skipulagt
sem fólkvangur og bæjarstjóri leiti
leiða til að kaupa þetta land fyrir
hönd bæjarbúa."
Tillagan byggist á skýrslu um
náttúrufar á Seltjamarnesi, sem er
unnin af þeim Ævari Petersen,
Sveini Jakobssyni, Kristbirni Egils-
syni og Jóhanni Óla Hilmarssyni frá
Náttúmfræðistofnun íslands. Þar
koma fram ýmis rök um sérstöðu
svæðisins og meðal annars segir i
lokaorðum skýrslunnar: „Mjög hef-
ur þrengt að opnum svæðum síð-
ustu áratugi, enda byggð og önnur
umsvif manna þanist út. Sem betur
fer em þýðingarmestu svæðin enn
að mestu óskert á Seltjarnarnesi.
Skortur á landrými til bygginga-
framkvæmda er fyrirsjáanlegur á
Seltjamarnesi áður en langt um líð-
ur. Flest óbyggð svæði önnur verða
fullnýtt innan fárra ára. Engu máli
skiptir hvort landrými sé fyrir nokk-
ur hundruð manns færri eða fleiri.
Ef Framnesinu verður fórnað undir
mannvirki yrðu núverandi íbúar
Seltjarnarness töluvert fátækari.
Ekki má gleymast, að ánægju-
stundir og sú lífsfylling sem fólgin
er í útivist verður seint metin til
fjár. Útivist er m.a. fólgin i fjöl-
breyttri náttúru og án hennar yrði
Seltjarnarnes snöktum svipminna."
Frá því að þessi skýrsla birtist í
Frá Kristni Björnssyni:
í MORGUNBLAÐINU 31. mars er
ágæt frásögn um áhugaverða áætl-
un um sumarveg uppá Esjuna um
Blikdal, en jafnframt er skýrt frá
því að Náttúruverndarráð mæli á
móti þessu. Nú er það ekki öllum
fært að nota Esjuna sem gönguland
eða njóta þaðan hins fagra útsýnis
nema þangað sé vegur. Þetta á
sérstaklega við um fatlaða, eldri
borgara og fjölmarga aðra sem
ekki hafa getu eða þrek til að ganga
nokkra klukkutíma uppá 900 metra
hátt fjall. Vegur yrði þessu fólki
handriti snemma árs 1991 hefur
þeirri ósk mörgum sinnum verið
komið á framfæn við bæjarstjóra
og bæjarstjórn, að gefa skýrsluna
út svo almenningi gefist kostur á
að kynna sér innihald hennar. Við
þessari ósk hefur ekki verið orðið
enn.
í þessum mánuði fer fram skoð-
anakönnun meðal bæjarbúa um
skipulag vestursvæðisins, sem sam-
þykkt var að gangast fyrir á borg-
arafundinum. Vandséð er hvernig
bæjarbúar eiga að gera upp hug
sinn til þessa máls án þess að hafa
séð skýrsluna. Skýrslan er mjög
faglega unnin og tekur á öllum
þáttum sem varða náttúrufar á
Seltjarnarnesi, t.d. jarðsögu, gróð-
urfari, dýralífi og náttúruvernd.
Samkvæmt skýrslunni er vestur-
svæðið á Seltjarnarnesi, þ.e. svæðið
fyrir vestan núverandi byggð, mjög
sérstakt vegna hins fjölbreytta
fuglalífs, sem setur mestan svip á
umhverfið. Þetta á við um allt er
snýr að fuglalífi, t.d. setstaði fugla,
viðkomustaði farfugla, vetursetu
farfugla o.fl.
Er það orðið einstakt er tekur
til fjölda tegunda og ekki aðeins á
sumrin eins og í öðrum fuglabyggð-
um heldur allt árið. Ef byggð held-
ur áfram að teygja sig vestur eftir
þrengist mjög að þessu einstaka
fuglalífi og er hætta á að það glat-
ist og verður það ekki aftur tekið.
Gróðurfar er fjölbreytt og meðal
plantna er ein sjaldgæf jurt, gylja-
flækja, en hún finnst aðeins á þrem-
ur öðrum stöðum á íslandi. Auk
þess má finna flölda annarra
plantna sem eru skráðar í skýrsl-
sérlega mikils virði og nyti það þá
sama réttar og svipaðra möguleika
og aðrir til að skoða landið. Svipað
á raunar við um fleiri sérstæð land-
svæði á íslandi, t.d. Ódáðahraun
þar sem sumarvegur væri æskileg-
ur.
Getur nú ekki Náttúruverndarráð
fallist á að þessu fólki; fötluðum,
öldruðum og fleirum, verði gert
kleift að komast á sem flesta fagra
staði eins og öðrum með því að
stuðla að nauðsynlegri vegagerð til
að komast þangað?
KRISTINN BJÖRNSSON
Espigerði 4, Reykjavík
unni.
Bakkatjörn og umhverfi hennar
er talið eitt viðkvæmasta svæðið
vegna mikils fuglalífs og gróðurs.
Rás tjarnarinnar og síðasta ósnorta
votlendið á Nesinu nær einmitt að
núverandi byggð og myndu mann-
virkjagerð og hvers konar jarðrask
skaða óspillta náttúru og hindra
aðstreymi jarðvatns í Bakkatjörn
en hún er nú í stórhættu vegna
uppþornunar. Vegur frá suðri að
Nesstofu myndi raska þessu við-
kvæma svæði.
Forkönnun á mannvistarleifum
fór fram árið 1989 á bæjarhólntim
við Nesstofu. Talið er að þarna
megi finna mannvistarleifar allt frá
því fyrir Landnám og ef svo er þá
er þessi staður einn sá mikilvæg-
asti við Norður-Atlantshaf. Þessi
mannvistarlög geta orðið frábær
vettvangur nánari kerfisbundinna
rannsókna og ætti að varðveita þau
heil og óskert uns unnt er að fram-
kvæma vísindarlegar rannsóknir af
þessu tagi.
Stjórn Náttúrugripasafns Sel-
tjarnarness mælir með því að ítar-
legar fornleifarannsóknir verði
framkvæmdar við Nesstofu og í
nágrenni hennar áður en jarðvegur
verður hreyfður á svæðinu.
í skýrslunni er lagt til að Nes-
stofa verði ekki afgirt með byggð
heldur haldist frá henni opin og
óskert sjónlína yfir allt svæðið milli
suður- og norðurstrandar án trufl-
unar frá mannvirkjum.
Óspillt náttúra verður ekki aftur
fengin ef byggt verður á vestur-
svæðinu en alltaf er hægt að byggja
ef brýna nauðsyn ber til.
Stjórn Náttúrugripasafns Sel-
tjarnarness er mótfallin hvers konar
jarðraski, vegagerð eða byggingum,
vestan núverandi byggðar.
Stjórn . Náttúrugripasafns Sel-
tjarnaness.
ANNA B. JÓHANNSDÓTTIR.
KARL B. GUÐMUNDSSON.
SIGURÐUR KR. GUÐMUNDS-
SON.
LEIÐRÉTTIN G AR
Nýi dansskólinn
Mistök urðu í frásögn af ungu
dansfólki, sem fór utan um páskana
til danskeppni í Blackpool. Hóparn-
ir tveir voru frá Nýja dansskólan-
um, en til liðs við hvorn hópinn kom
par frá Dansskóla Jóns Péturs og
Köru og par frá Dansskóla Auðar
Haralds. Lesendur eru beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
90% af unglinga-
taxta Dagsbrúnar
RANGAR tölur birtust er getið
var samþykktar borgarráðs á
launatöxtum unglinga í Vinnuskóla
borgarinnar í sumar í Morgunblað-
inu 8. apríl síðastliðinn. Borgarráð
samþykkti að taxtinn yrði 90% af
unglingataxta Dagsbrúnar eins og
sagt var í fréttinni.
Taxtarnir eru þá þannig að 14
ára unglingar fæddir 1979 fá
167,90 krónur á klukkustund, en
15 ára unglingar, fæddir 1978 fá
190,30 krónur á klukkustund. 16
ára unglingar eða þau, sem fædd
eru 1977, eru hins vegar yngsti
hópurinn, sem ráðinn er í aðra vinnu
hjá Reykjavíkurborg og lágmarks-
laun þeirra verða 248,75 krónur
fyrir hverja klukkustund.
Nafn fermingar-
barns féll nidur
Þau mistök urðu í skírdagsblaði
að nafn eins fermingarbarnsins féll
út af lista. Það var nafn Andra
Steins Guðjónssonar, sem fermdur
var í Dómkirkjunni annan dag
páska. Hann er búsettur í Dan-
mörku en var til heimilis að Hlíðar-
gerði 21, Reykjavík.
AÐALSTEINN Ásberg og Anna
Pálína ásamt jazztríóinu Skipað
þeim halda tvenna tónleika með
yfirskriftinni Á einu máli á
Norðurlandi um næstu helgi.
Tríóið Skipað þeim skipa þeir
Gunnar Gunnarsson á píanó, Árni
Ketill á trommur og Jón Rafnsson
á kontrabassa. Tónleikamir á
Akureyri verða haldnir í Tilrauna-
salnum í Grófargili (Listagilinu)
föstudagskvöldið 16. apríl og hefj-
ast kl. 20.30 en á Húsavík verða
þeir í Húsavíkurbíói sunnudaginn
18. apríl kl. 17.
(Úr fréttatilkynningu)
VELVAKANDI
TAPAÐ/FUNDIÐ
Týnd kíkistaska
SVÖRT leðurtaska utan af Pen-
tax-kíki tapaðist í
Elliðaárdalnum á föstudaginn
langa. Finnandi vinsamlega
hafi samband í síma 611068.
Úlpa tapaðist
BLÁ úlpa tapaðist í rútu frá
Njálsbúð til Reykjavíkur 2. í
páskum. Finnandi vinsamlega
hafí samband í síma 36310.
Týnd númeraplata
ÖKUMAÐUR á á leið til
Blönduóss tapaði númeraplötu
af bílnum sínum sl. miðvikudag
á leiðinni frá Reykjavík til
Blönduóss. Númerið á plötunni
er Y-2902. Finnandi
vinsamlega hafi samband í síma
42365.
Týnt úr
KVENÚR með þéttri
silfurkeðju og ferhyrndri
silfur/koparlitri skífu tapaðist
við Sundlaug Seltjarnarness
eða við Bollagötu 14 2. í
páskum. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 678500 milli kl. 9
og 16 eða í síma 625362 eftir
kl. 18.
GÆLUDÝR
Týndur kettlingur
BLANDAÐUR norskur skógar-
köttur, ca. fjögurra mánaða
gamall, hvítur á bringu,
dökkröndóttur á baki, tapaðist
frá Grettisgötu 31. Hafi einhver
orðið hans var er hann
vinsamlega beðinn að hringja í
síma 21961.
fikeypis logtræðiadstað
á hverju fimmtudagskvöldi milli
kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012.
ORATOR, félag laganema. I
Prjónanámskeið
Síðustu námskeið vetrarins verða haldin á
mánudagskvöldum frá 19/4 til 24/5,
þriðjudagskvöldum frá 20/4 til 25/5 og
miðvikudagskvöldum frá 21/4 til 26/5.
Innritun stendur yfir.
STORKURINN
gaSumCw
Laugavegi 59, sími 18258
Fyrirspum til
Náttúmvemdarráðs