Morgunblaðið - 15.04.1993, Síða 47
ÚRSLIT
Knattspyrna
HM í Evrópu
1. RIÐILL:
Trieste, Ítalíu:
Ítalía - Eistland..................2:0
Roberto Baggio (20.), Giuseppe Signori
(87.)
Staðan:
Ítalía...............6 4 2 0 15: 5 10
Sviss................5 3 2 0 15: 4 8
Skotland.............4 12 1 4: 3 4
Portúgal.............4 12 1 3: 4 4
Eistland.............3 0 1 2 0: 8 1
Malta................6 0 1 5 2:15 1
3. RIÐILL:
Vilnus, Litháen:
Litháen - Albanía..................3:1
Virginijus Baltusnikas (20.), Viaceslavas
Sukristovas (25.), Stasys Baranauskas (53.)
- Sulejman Demoilari (88.). 5.000.
Kaupmannahöfn, Danmörku:
Danmðrk - Lettland.................2:0
Kim Vilfort (68.), Mark Strudal (77.).
29.088.
Staðan
Spánn................7 3 3 1 13: 1 9
Danmörk..............6 3 3 0 4: 0 9
írland...............5 3 2 0 9: 0 8
N-írland.............6 2 2 2 7: 7 6
Litháen..............6 1 3 2 5:10 5
Lettland.............8 0 4 4 3:15 4
Albanía..............6 1 1 4 3:11 3
4. RIÐILL:
Búkarest, Rúmeniu:
Rúmenía - Kýpur....................2:1
Ilie Dumitrescu 2 (35., 55.) - Andros Sotiri-
ou (23.). 17.000.
Staðan
Belgia...............7 6 0 1 12: 3 12
Rúmenia..............6 4 11 19: 5 9
Wales................5 3 0 2 10: 7 6
Tékkósl..............4 12 1 7: 4 4
Kýpur................7 1 1 5 5:12 3
Færeyjar.............5 0 0 5 0:22 0
5. RIÐILL
Luxemborg:
Luxemborg - Rússland...............0:4
- Sergej Kiijakow 2 (12., 46.), Igor Sha-
limov (57.), Vasily Kulkov (90.). 3.180
Staðan:
Grikkland............5 4 1 0 5: 0 9
Rússiand.............3 3 0 0 7: 0 6
Ungveijaland.........4 1 1 2 4: 3 3
ísland...............4 1 0 3 2: 4 2
Luxemborg............4 0 0 4 0:11 0
6. RIÐILL
Vín, Austurríki:
Austurríki - Búlgaría........-.....3:1
Heimo Pfeiffenberger (11.), Dietmar Ku-
hbauer (25.), Toni Polster (89.) - Zlatko
Ivanov (63.). 19.500.
Staðan
Frakkland...............5 4 0 1 9: 3 8
Svíþjóð............... 3 3 0 0 6: 1 6
Búlgaría................5 3 0 2 8: 5 6
Austurríki............ 4 2 0 2 8: 6 4
Finnland................3 0 0 3 1: 6 0
ísrael...............4 0 0 4 3:14 0
Vináttulandsleikur
Bochum, Þýslanadi:
Þýskaland - Ghana..................6:1
Ulf Kirsten (69.), Stefan Effenberg (70.),
Jiirgen Klinsmann 2 (71., 86.), Effenberg
(81.), Andy Möller (88.) - Prince P. Polley
(44.). 37.000.
Holland
Fortuna Sittard - PSV Eindhoven....1:5
Etienne Barmentloo (85.). - Wim Kieft 2
(3., 86.) Edward Linskens (42. - vítasp.),
Mitchel van der Gaag (60.), Romario (63.).
Staða efstu liða:
Feyenoord........28 18 8 2 64:26 44
PSV Eindhoven...27 19 5 3 67:24 43
Ajax.............27 16 8 3 70:22 40
FCTwente.........28 15 6 7 53:31 36
Erakkland
Montpellier - Marseille...........1:1
Ferhaoui (75.) - Boksic (80.). 15.000.
Lille-Mónakó......................1:1
Frandsen (87.) - Tihy (54. - sjálfsm.).
6.000.
Caen - Bordeaux...................1:0
Paris St. Germain - Le Havre......1:0
Metz-Auxerre......................0:1
Staða efstu liða:
Marseille.........32 18 9 5 55:29 45
Mónakó............32 17 9 6 43:21 43
París-SG..........32 16 10 6 52:23 42
Bordeaux..........32 15 11 6 33:18 41
England
Norwich - Leeds.................4:2
Sutton 3 (11., 14., 79.), Phillips (15. -
vítasp.) - Chapman (3.), Wallace (47.).
18.613.
Skotland
Hearts - Rangers................2:3
Portúgal
Boavista tryggði sér í gærkvöldi rétt til að
leika í bikarúrslitum annað árið í röð -
með því að vinna Sporting, 1:0. Félagið
mætir annaðhvort Guimaraes eða Benfica
I úrslitum.
Spánn
Seinni leikir í 8-liða úrslitum bikarkeppninn-
ar í gærkvöldi — samanlögð úrslit innan
sviga:
Valencia-Villarreal............6:0 (8:1)
Real Sociedad - Real Madrid....4:1 (4-5)
Real Oviedo - Real Zaragoza....1:2 (2:3)
Barcelona-Valladolid...........3:0 (6:1)
■Spennan [ 1. deild. Helstu úrslit um sl.
helgi:
Bilbao - Barcelona..................1:0
Espanol - Real Madrid...............1:3
I D. Coruna - Albecete....................3:2
Staða efstu liða:
Barcelona............29 18 8 3 71:28 44
Real Madrid..........29 19 6 4 58:23 44
D. Coruna............29 18 7 4 55:24 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
KNATTSPYRNA / HM-KEPPNIN
Peter Schmelchel, markvörður Manchester United, hefur haldið marki Dana hreinu í sex leikjum í röð í undan-
keppni HM. Danir beijast um farseðil til Bandaríkjanna 1994 við Spánveija og íra.
Tréverkið nötraði í
Kaupmannahöfn
Frá
Hergeiri
Etíassyni
i Danmörku
DANIR, sem gerðu markalaust
jaftefli við Lettland í fyrri leik
liðanna í undankeppni HM í
Riga, voru staðráðnir í að gera
betur á heimavelli sínum fyrir
framan 30 þúsund áhorfendur
í gærkvöldi og unnu 2:0.
Það gekk þó brösuglega að koma
knettinum í netið því fjórum
sinnum áttu Danir skot í tréverkið
á marki andstæð-
inganna áður en
Kim Vilfort náði að
brjóta ísinn. Brian
Laudrup átti þá skot
á markið en markvörðurinn náði
ekki að halda knettinum sem barst
til Vilfort sem átti auðvelt með að
skora á 68. mínútu. Mark Strudal,
sem kom inná sem varamaður bætti
öðru marki við með viðstöðulausu
skot af 25 metra færi eftir fyrirgjöf
frá Laudrup, sem var yfirburða-
maður á vellinum.
Danir höfðu mikla yfirburði og
fór leikurinn aðallega fram á vallar-
helmingi Lettlands. Til marks um
FELAGSLIF
Lokahóf. 2. deildar
Lokahóf 2. deildar karla ( handknattleik
verður haldið annað kvöld, föstudaginn 16.
apríl, i veitingahúsinu Firðinum, Strandgötu
30 Hafnarfirði og hefst með borðhaldi kl.
20. Þetta er f fyrsta sinn, sem slíkt hóf er
haldið í 2. deild, en m.a. verða veittar viður-
kenningar til leikmanna og þjálfara. Húsið
verður opnað aimenningi á miðnætti og leik-
ur Stjómin fyrir dansi, en nánari upplýs-
ingar í sima 6533'83.
yfirburðina áttu gestimir ekki eitt
einasta skot á mark Dana. Peter
Schmeichel markvörður kom tvisv-
ar við boltann í síðari hálfleik, fékk
hann frá samheija í bæði skiptin.
„Það var ótrúleg óheppni að ná
ekki að skora í fyrri hálfleik. En
það var dásamleg tilfínnig er bolt-
inn fór loks í netið,“ sagði Strudal,
sem gerði síðara markið aðeins sjö
mínútum eftir að hann kom inná
fyrir Frank Pingel. Danski þjálfar-
inn Richard Möller Nielsen sagði:
„Leikurinn var eins erfíður og ég
hafði búist við fyrirfram.“
Lið Dana: Peter Schmeichel; Lars Olsen,
Marc Rieper, Jakob Kjeldbjerg, Kim Vilf-
ort, John Jensen (Henrik Larsen 61. ),
Bjame Goldbaek, Brian Steen Nielsen,
Brian Laudrup, Lars Elstmp, Frank Pingel
(Mark Strudal 70.).
Kivjakow
hetja Rússa
SERGEJ Kirjakow, sem leikur
með Karlsruher í Þýskalandi,
gerði tvö fyrstu mörkin í 4:0
sigri Rússa gegn Lúxemborg í
5. riðli undankeppni HM í Lúx-
emborg í gærkvöldi. Þessi lið
eru í sama riðli og íslendingar
og hafa Rússar þar með unnið
alla þrjá leiki sína í riðlinum.
Kiijakow gerði fyrsta mark
leiksins á 12. mínútu af stúttu
færi eftir að Paul Koch, markvörðru
Lúxemborgara, hafði hálfvarið skot
frá Sergej Júran. Þeir voru aftur á
ferðinni á upphafsmínútum síðari
hálfleiks. Kiijakow fékk þá fyrirgjöf
frá Júran á vinstri vængnum og
setti knöttinn í bláhornið. ígor Sha-
límov kom Rússum í 3:0 með því
að vippa yfir markvörðinn af 10
metra færi og varamaðurinn Vasily
Kulkov bætti því þriðja við á síð-
ustu mínútu leiksins.
Rússar standa vel að vígi í riðlin-
um, hafa sex stig eftir þijá leiki
eru þremur stigum á eftir Grikkjum
sem eru efstir en hafa leikið fímm
leiki. Paul Philipp, þjálfari Lúxem-
borgar, sagði eftir leikinn að Rúss-
ar væru með eitt af fimm bestu lið-
um heims. Liðið fann sig þó ekki
alveg í í fyrri hálfleik, en í síðari
hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum
— Rússland.
faöm
FOLK
HÖRÐUR Magnússon úr FH
var kallaður inní landsliðshóp ís-
lands í knattspymu sem mætir
Bandaríkjamönnum á laugardag-
inn. Hann var valinn í stað Eyjólfs
Sverrissonar sem gaf ekki kost á
sér í ferðina. Landsliðið hélt utan í
gærkvöldi.
MARCO van Basten verður
varla tilbúinn til að leika með Hol-
lendingum gegn Englendingum á
Wembley 28. apríl eins og vonast
hafði verið til. Basten hefur verið
frá keppni síðan í desember og verð-
ur ekki tilbúinn í slaginn fyrr en
fyrstu vikuna í maí að sögn þjálfara
AC Milan.
HOLLENDINGAR vilja ólmir
fá hann í leikinn á Wembley en
„landsleikur við Englendinga er ekki
besti leikurinn til að reyna sig í eft-
ir svona erfið meiðsli," segir þjálfari
AC Milan.
\ALBANÍUMENN léku aðeins tíu
í 51 mín. gegn Litháen í Vilnius,
eftir að varnarmaðurinn Gjergji
Dema var rekinn af leikvelli á 39.
mín. eftir gróft brot.
ROBERTO Baggio skoraði sitt
sautjánda mark í 28 landsleikjum,
þegar hann skoraði fyrra mark Ital^r
íu í sigurleik, 2:0, gegn Eistlandi í
gærkvöldi. Baggio lagði upp hitt
markið.
LEIKURINN fór fram í Trieste
og var þetta jafnframt fyrsti lands-
leikur Itala í borginni.
ÍTALÍA hefur ekki tapað lands-
leik undir stjórn Arrigo Sacchi, sem
hefur stjórnað ítalska liðinu í fimmt-
án leikjum.
MARSEILLE gaf Abedi Pele
ekki leyfi til að leika vináttulands-
ieik með Ghana gegn Þýskalandi (
gærkvöldi og hefur knattspyrnusam-
band Ghana ákveðið að kæra Mar-
seille fyrir alþjóða knattspyrnusam-
bandið FIFA vegna þess. Það var
svo nokkrum klukkutímum fyrir
leikinn að Marseille gaf Pele frí og
flaug hann þá til liðs við félaga sína.
ÁSTÆÐAN fyrir því að Mar-
seille var á móti því að Pele færi,
var að landsleikurinn var aðeins vin-
áttuleikur, sem fór fram á sama tíma
og félagið lék gegn Montpellier í
deildarkeppninni í Frakklandi.
FRANSKA liðið Metz, sem lék
einnig í gærkvöldi, gaf Ghanamann-
inum Anthony Baffoe frí á síðustu
stundu og fór hann með Pele til
Þýskalands.
JÚRGEN Klinsmann, miðheiji
Mónakó, fékk sig aftur á móti laus-
an um páskana til að fara í æfinga-
búðir með þýska liðinu.
GHANAMENN veittu Þjóð-
verjum harða keppni í Bochum. Það
var ekki fyrr en á 70 mín. að Þjóð-
verjar brutu ísinn og skoruðu þijú
mörk á þremur mín. - Ulf Kirsten,
Stefan Effenberg og Jiirgen
Klinsmann.
■ TVEIR leikmenn voru reknir af
leikvelli þegar Marseille og Montp-
ellier mættust í Frakklandi.
Heimamaðurinn Jean-Jacques
Eydelie og gesturinn Thierry Lau-
rey.
■ BORDEAUX tapaði, 0:1, fyrir
Caen og var það fyrsta tap liðsins
í fimmtán leikjum.
■ MARK Strudal, sem skoraði
annað mark Dana gegn Lettlandi,
var rekinn frá FC Kaupmannahöfn
um sl. helgi.
■ STRUDAL, sem er þekktur fyr-
ir að láta allt flakka - krafðist þess
að leika alla leiki FC Kaupmanna-
höfn og var með ýmsar yfírlýsing-
ar. Forráðamenn félagsins sögðu þá;
„Hingað og ekki lengra“, og sögðu
kappanum að taka pokann sinn.
■ CHRIS Sutton, sem hefur leikiO"
sem varnarleikmaður með Norwich
í síðustu tíu leikjum, var settur í
fremstu víglínu gegn Leeds í gær-
kvöldi og skoraði þijú mörk í sigur-
leik Norwich, 4:2.
■ ROMARIO frá Brasilíu, skoraði
sitt átjánda mark fyrir Eindhoven
í vetur, þegar félagið vann Fortuna
Sittard, 5:1, í gærkvöldi.