Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C 94.tbl. 81. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rannsókn vegna meintra mafíutengsla Þingnefnd vill að Andreotti verði sviptur þinghelgi Róm. Reuter. NEFND ítalskra öldungadeildarþingmanna ákvað í gær að mæla með því að Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráð- herra, yrði sviptur þinghelgi til að unnt yrði að ákæra hann fyrir samstarf við mafíuna. Andreotti sagði um niðurstöðuna að hún væri árangur „ótrúlegs samsæris" og hét að sanna sakleysi sitt. Búist var við, að Carlo Azeglio Ciampi, sem falin hefur verið sljórnarmyndun á Italíu, legði fram ráðherra- lista sinn innan sólarhrings. Andreotti Þingnefndin samþykkti að leggja til, að Andreotti yrði sviptur þinghelgi með 11 atkvæð- um en 11 fulltrú- ar kristilegra demókrata, flokksbræðra Andreottis, sátu hjá og einn var á móti. Málið verð- ur nú tekið fyrir í öldungadeild- inni, sem er skipuð 325 mönnum, og komist hún að sömu niðurstöðu verður unnt að ákæra Andreotti. „Ótrúlegt samsæri“ Andreotti segir í yfírlýsingu sem hann birti í gær að hann ótt- ist ekki sannleikann og muni gera allt til að afhjúpa „þetta ótrúlega samsæri“ en ásakanirnar gegn honum um samvinnu við mafíuna eru byggðar á framburði mafíósa sem hafa snúist gegn fyrrverandi glæpafélögum sínum. Talið er að tekið geti nokkur ár að fá niður- stöðu verði höfðað mál gegn Andreotti. í málaferlum gegn Sal- vatore „Tóto“ Riina, sem talinn er æðsti mafíuforingi landsins, verður stuðst við sams konar vitn- isburð fyrrverandi félaga glæpa- samtakanna. Segni vill ekki í sljórn Ciampi, fyrrverandi seðla- bankastjóri, sem falið hefur verið að mynda 52. ríkisstjórnina á ítal- íu eftir stríð, vonast til að geta lagt fram ráðherralistann í dag en í gær varð hann fyrir nokkru áfalli þegar Mario Segni, sem verið hef- ur framarlega í baráttunni gegn spillingu, neitaði að taka við ráð- herraembætti. Að öðru leyti er búist við, að Giuliano Amato, fráf- arandi forsætisráðherra, verði ut- anríkisráðherra og Beniamino Andreatta fjárlagaráðherra verði fjármálaráðherra. Ciampi hefur rætt beint við þá, sem hann hefur áhuga á, en ekki við stjórnmála- flokkana. Hamstrað í Serbíu Reuter SERBAR í borginni Ursac fylla tunnu með bensíni er þeir keyptu á svartamarkaði í borginni sem er við rúmensku landamærin. Samein- uðu þjóðirnar hafa samþykkt hert viðskiptabann á Serbíu og Svart- fjallaland og má búast við að nágrannaþjóðirnar verði byijaðar að framfylgja því eftir nokkra daga. Búlgarar og fleiri þjóðir segjast tapa milljörðum dollara á því að taka þátt í refsiaðgerðunum. Rússlandsf orseti Þingi veitt enn eitt tækifæri Moskvu. Reuter. SERGEJ Sakhraj, aðstoðar- forsætisráðherra og náinn aðstoðarmaður Borísar Jelts- íns, Rússlandsforseta, sagði í gær að forsetinn hygðist gefa fulltrúaþinginu eitt tækifæri til viðbótar til að eiga við sig samstarf. I þjóðaratkvæða- greiðslu um helgina hlaut Jeltsín stuðning 58% þeirra sem greiddu atkvæði. Sakhraj sagði niðurstöður at- kvæðagreiðslunnar veita forset- anum umboð til að knýja fram breytingar á stjórnarskránni. Tillögurnar yrðu kynntar lýð- veldum og héruðum Rússlands og hlytu þær samþykki þar yrðu þær loks lagðar fyrir fulltrúa- þingið. „Málamiðlun kemur til greina en einungis á grundvelli niðurstaðna þjóðaratkvæða- greiðslunnar." Konstantín Zoblín, talsmaður Rúslans Khasbúlatovs, forseta fulltrúaþingsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann teldi hverfandi líkur á að þingið myndi geta sætt sig við tillögur Jeltsíns. Sagði hann áform for- setans eiga betur við í banana- lýðveldi en Rússlandi. Sjá frétt á bls. 21. Owen lávarður segír lofthernað ekki munu nægja í Bosníu Bandaríkin leggi fram landher gegn Serbum París, Brussel, Belgrad Moskvu, Washington, Karachi. Reuter, The Daily Telegraph. OWEN lávarður, sáttasemjari Evrópubandalagsins í styijöldinni í Bosníu, segir að þótt Bandaríkjamenn hæfu loftárásir á stöðvar Serba í landinu myndi það ekki duga til að binda enda á átökin. I viðtali við franska dagblaðið Liberation sagði Owen að loftárás- ir myndu heldur ekki geta tryggt flutninga hjálpargagna til þurf- andi fólks; Bandaríkin yrðu einnig að senda landher á vettvang. Díana prinsessa fjallar um lystarstol á ráðstefnu um matarvenjur „Dulin örvænt- ing“ í bamæsku London. The Daily Telcgrapli. DÍANA prinsessa, sem er skilin að borði og sæng við Karl, ríkisarfa Breta, flutti í gær ræðu um lystarstol og rakti það til „dulinnar örvæntingar" og þeirra erfiðleika unglingsins, sem geta fylgt því að verða fullorðinn. Kom þetta fram á ráð- stefnu um óhollar matarvenjur. Því hefur verið haldið fram, að Díana hafi þjáðst af lystarstoli allan þriðja áratug ævi sinnar. Ræddi Díana um sjúkdóminn af augljósri þekkingu og sagði, að hann mætti oft rekja til lítillar sjálfsvirðingar ög jafnvel andúðar unglinga á sjálfum sér. í ræðu sinni sagði Díana einnig, að glíman við „óbærilegar aðstæð- ur“ gæti átt sinn þátt í sjúkdómnum en haft var eft- ir breskum sjónvarpsfréttamanni í gær, að Iíklega féllu þau ummæli lítt í kramið hjá Karli prins. Reuter Harðánægð DÍANA prinsessa veifar aðdáendum sínum í gær. Owen telur að léttvopnaðir frið- argæsluhermenn Breta, Frakka og fleiri þjóða á jörðu niðri gætu orðið illa úti vegna loftárásanna. Heimildarmenn í Bosníu telja hættu á að Serbar muni hefna sín á friðargæsluliðum ef til loftárása komi. Formaður hermálanefndar Atl- antshafsbandalagsins (NATO), Sir Richard Vincent marskálkur, var ómyrkur í máli í gær. „Ég er full- ur efasemda og tel það skynsam- legt. . . Vilduð þið gera svo vel að segja okkur hvaða markmiði þið viljið að við náum? Hervald er aðferð en ekki markmið í sjálfu sér,“ sagði hann á blaðamanna- fundi eftir að fundi forseta herráða aðildarríkjanna lauk í Brussel. Um þessa afstöðu sagði Sir Richard hafa ríkt algera einingu á fundin- um. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði í yfirlýsingu í gær að Rúss- land myndi ekki vernda þá sem streittust á móti vilja umheimsins. Var þessum orðum beint til Bos- níu-Serba er neita að undirrita friðarsamkomulag um skiptingu landsins milli múslima, Króata og Serba. Forsetinn mælti þó ekki með hernaðaríhlutun en hann hef- ur reynt að koma til móts við sjón- armið rússneskra þjóðernissinna er vilja styðja Serba sem lengi voru skjólstæðingar Rússa, eru sömu trúar og mjög tengdir þeim menningarlega. Talsmaður þjóð- ernissinna hótaði í gær NATO- borgurum í Rússlandi öllu illu ef ráðist yrði á Serba. Múslimar vilja vopn Haris Silajdzic, utanríkisráð- herra Bosníustjórnar, þar sem múslimar eru mest ráðandi, ávarp- aði ráðstefnu íslamskra ríkja í Pakistan í gær. Hann hvatti þjóðir heims til þess að brjóta vopnasölu- bann á Bosníu svo að múslimar gætu varist Serbum er fá vopn frá þjóðbræðrum sínum handan landamæranna. Bosníu-Serbar gerðu í gær árás- ir á múslimabyggðir við borgina Bihac í vesturhluta landsins og tóku þrjú þorp. Yfirstjórn hers Bosníu-Serba sagði árásina verk vopnaðra flokka sem hún hefði engin völd yfír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.