Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 5 Stórvaxin en meinlaus Krosskóngulóin er algengust á sunnanverðu landinu, en sjald- gæft er að kvendýrið lifi af vetur- inn eins og líklega hefur átt sér stað á Djúpavogi. Stórvaxin kónguló á Djúpavogi Líklega um krosskóng- uló að ræða KÓNGULÓIN sem hreiðrað hef- ur um sig í beitingaskúr á Djúpa- vogi, og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær, er að sögn Erlings Ólafssonar skordýrafræðings að öllum líkindum krosskónguló, eða fjallakónguló eins og hún hefur löngum verið köliuð. Krosskóngulóin er algengust um sunnanvert landið, t.d. á Reykja- vikursvæðinu þar sem hún hefur oft og tíðum valdið fólki hugar- angri. „Lýsingin á stærðinni er kannski svolítið ævintýraleg, en hún getur þó alveg orðið svona stór. Yfirleitt koma krosskóngulær fram á vorin sem ungviði og eru þá örlitlar. Þær eru síðan allt sumarið að vaxa og ná þessum mikla vexti í ágúst. Það eru þá kvendýrin sem eru svona sérdeilis stór, og skilja þær við sig ungastóð að hausti og drepast þá venjulega sjálfar. En það kemur hins vegar fyrir að þær lifa áfram yfir veturinn ef þær eru á vel skýld- um stöðum þar sem þær lenda ekki í frostum. Mér sýnist að það sé ein- mitt það sem átt hefur sér stað í þessu tilfelli á Djúpavogi," sagði Erling. Að sögn Erlings stafar fólki eng- in hætta af krosskóngulónni, en hún getur þó bitið ef tekið er á henni. Því fylgir nokkur sársauki en engin önnur óþægindi. -------------- Janúar og febrúar Vöruskipta- jöfnuðurinn hagstæður um 1,3 milljarða FYRSTU tvo mánuði ársins var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæð- ur um 1,3 mil^arða króna, en þá voru fluttar út vörur fyrir 11,9 milljarði króna en inn fyrir 10,6 milljarði króna. Sama tímabil í fyrra voru vöruskiptin í jafn- vægi. Verðmæti vöruútflutningsins var 1% minna á föstu verðlagi fyrstu tvo mánuði ársins en sama tímabil í fyrra. Sjávarafurðir voru 73% alls útflutningsins og voru 6% minni en sama tímabil í fyrra. Útflutningur á áli var um fjórðungi minni, en útflutningur kísiljárns um helmingi meiri á föstu gengi en árið áður, að því er kemur fram í fréttatil- kynningu Hagstofunnar. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu tvo mánuði ársins var 12% minna á föstu gengi, en að frátöld- um breytilegum liðum var innflutn- ingurinn 9% minni en sama tíma í fyrra. Undirbuningur fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Irlandi Stefnt að lokaæfingu í næstu viku SENN fer að líða að hinni árlegu Söngvakeppni evrópskra sjónvarp- stöðva og fer keppnin að þessu sinni fram í bænum Millstreet skammt frá Cork á írlandi 15. maí. Jon Kjell Seljeseth, höfundur íslenska lags- ins Þá veistu svarið, segir að allt varðandi flutninginn sé að skríða saman og sér lítist bara vel á horfurnar. Hann ætlar sjálfur að stjörna hljómsveitinni þegar hún leikur íslenska lagið. Um sönginn sjá Ingi- björg Stefánsdóttir og þrír bakraddasöngvarar og Einar Bragi Braga- son leikur á saxafón. Jakob Magnússon verður kynnir fyrir íslands hönd. Texti lagsins er eftir Friðrik Sturluson. Jon sagði að verið væri að æfa flutning lagsins og væri stefnt að lokaæfingu á Hótel íslandi í næstu viku. Hann sagði að búningahönnun stæði yfir. „Búningarnir verða allt öðruvísi en í sjónvarpinu. Hins vegar verður lagið voðalega svipað endur- unnu útgáfunni sem spiluð hefur verið síðustu vikurnar á Rás 2. Því var breytt frá því í sjónvarpinu t.d. hraðað til þess að betra væri að syngja það. Svo hefur Simon Kuran, fiðluleikarinn snjalli, skrifað tónlist fyrir strengi og blásturshljóðfæri en eitthvað verður spilað af bandi,“ sagði Jon en hópurinn heldur til ír- lands 9. maí. Hin lögin Aðspurður sagði Jon að honum litist vel á keppnina. „Maður fer ekki út í svona lagað án þess að lít- ast á það. Annars kemst maður ekki neitt,“ sagði hann. Jon segist vera búinn að sjá hin keppnislögin og lít- ast ágætlega á, þ.e. að þau séu ekki betri en þau séu. „En þau eru auðvit- að misjöfn. Sum eru mjög fín og önnur óspennandi," sagði hann. Eins og áður sagði ætlar Jon sjálf- ur að stjórna hljómsveitinni á írlandi en hann stjórnaði hljómsveitinni einnig þegar Stjómin kom fram fyr- ir íslands hönd í Júgóslavíu. Því seg- ist hann hafa ágæta reynslu og eng- inn kvíði hafi enn læðst að sér. „Maður fær aðeins hreyfingu í lík- amann fyrir útsendinguna úti en ég býst ekki við spennu fyrir þann tírna." Hagkvæmt bflalán! Staðgreióslulán er heildarlausn vió kaup á nýjum bíl Þúfœrð staðgreiðsluafsláttinn Þegar þú kaupir þér nýjan bíl, greiðir Glitnir það sem á vantar. Þannig er hægt að nýta staðgreiðsluafsláttinn og fá bíl á bestu fáanlegu kjörum. Lánstími allt að 3 ár Nú býðst verðtryggt Staðgreiðslulán til Bja ára sem gefur þér kost á léttari greiðslubyrði. Ef þú vilt greiða lánið hraðar niður er í boði óverðtryggt lán til allt að 30 mánaða. Pú velur tryggingarfélagið Tryggja þarf bílinn með kaskótryggingu á lánstímanum og að sjálfsögðu ræður þú hvar hann er tryggður. r Oskertir lánamöguleikar Þú rýrir ekki lánamöguleika í bankanum þínum sem er afar heppilegt ef þú þafft að mæta óvæntum útgjöldum á lánstímanum. Allt að 100%fjármögnun kaupverðs Lánshlutfall getur orðið 100% af staðgreiðsluverði bíls fyrir allt að 24 mánaða lánstíma. Kynntu þér hagstœð kjör Staðgreiðslulána og gerðu jafnframt samanburð á þeim lánsformum sem bjóðast. Sölufulltrúar bifreiða- umboðanna veita þér nánari upplýsingar og útbúa tilheyrandi skjöl á skjótan og einfaldan hátt. GHtnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7 108 Reykjavík Sími 608800 Myndsendir 608810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.