Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 13 Lækkun matarskatts - ómark- viss aðferð til tekjujöfnunar eftir Rannveigu Sigurðardóttur Ráðamönnum hefur orðið tíðrætt um það að undanförnu að verka- lýðshrejrfinguna skorti veruleika- tengsl. Margvísleg tillögugerð af hálfu samtaka launafólks að undan- fömu gerir þessar síendurteknu fullyrðingar hjákátlegar, þar sem ljóst er að verkalýðshreyfingin ger- ir sér ákaflega vel grein fyrir þeim efnahagslega raunveruleika sem við búum við í dag: Þjóðartekjur drag- ast saman, og því er minna til skipt- anna. Þess vegna snúast kröfur verka- lýðshreyfingarinnar um breytta tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. í þessu ljósi verður að skoða kröfu ASÍ um lækkun virðisaukaskatts á matvæli úr 24,5% í 14%. Það telur að með þessu móti megi auka veru- lega ráðstöfunartekjur atvinnu- lausra, barnafjölskyldna og lág- launafólks. Kostnaður og fjármögnun Áætlað er að lækkun matar- skatts kosti ríkissjóð 2,6 til 3 millj- arða á ári. Rætt hefur verið um að fjármagna þessa aðgerð með 10% skatti á nafnvexti einstaklinga sem skilaði um 700 milljónum í ríkis- sjóð, og með 7% hátekjuskatti á mánaðartekjur yfir 160 þúsund krónur sem gæti skilað öðrum 700 milljónum. Sá böggull fylgir þó skammrifi að ríkisstjórnin er ekki reiðubúin að fallast á frekari há- tekjuskatt. Það er því ljóst að til þess að ijármagna lækkun matarskatts, að ógleymdum kostnaði við aðrar að- gerðir sem voru uppi á borðinu í viðræðum ASÍ og VSÍ við ríkis- stjómina, vantar að minnsta kosti tvo milljarða á næsta ári. Til að setja þessar tölur í samhengi má minna á að á síðasta ári tókst ríkis- stjórninni einungis að skera niður rekstrargjöld ríkisins um tvo millj- arða og kom sá niðurskurður þó illa við marga. Á fundi BSRB með þremur af ráðherrum ríkisstjórnarinnar skömmu fyrir páska kom fram að til að brúa þetta gap ætlar ríkis- stjórnin sér að beita niðurskurðar- hnífnum. Það getur haft í för með sér stórfelldan niðurskurð á þjón- ustu ríkisins; skerðingu á tilfærsl- um, svo sem barna-, vaxta- og at- vinnuleysisbótum, og/eða aukna gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og ráðstafanir á borð við hækkun skólagjalda í menntakerfinu. Því virðist ljóst að þær krónur sem skila sér í vasa láglaunafólks vegna lækkunar matarskatts verði fjármagnaðar með aðgerðum sem geta bitnað mjög harkalega á lág- launafólki og þeim hópum sem verst standa að vígi, sjúklingum og bóta- þegum. Tekjujöfnun Það er staðreynd að matvörur eru mjög dýrar hér á landi og mik- ið til þess vinnandi að lækka matar- kostnað heimilanna. En áður en farið er út í svo róttæka skattkerfis- breytingu sem lækkun virðisauka- skatts á matvæli er, skattkerfis- breytingu sem ljóst er að verður fjármögnuð með stórfelldum niður- skurði í velferðarkerfinu, þurfum við að vera sannfærð um að lækkun matarskatts feli í raun í sér þá tekjujöfnun sem henni er ætlað. Mér vitanlega voru engar athugan- ir gerðar á því hvernig þessar að- gerðir gagnist þeim tekjulægstu áður en slitnaði upp úr viðræðum ASÍ og VSÍ við ríkisstjórnina. Ein helsta röksemdin fyrir því að lækkun matarskatts hafi áhrif til tekjujöfnunar er sú að talið er að stærri hluti tekna láglaunafólks fari til kaupa á matvælum en hinna tekjuhærri. Engar opinberar tölur eru tiltækar um matarútgjöld fólks með mismunandi tekjur. Þó ætti neyslukönnun Hagstofunnar 1990 vegna útreiknings á vísitölu fram- færslukostnaðar að geta gefið ein- hveija vísbendingu um samhengið milli tekna, fjölskyldustærðar og matarútgjalda. En þó að engar athuganir liggi fyrir hér á landi um matarútgjöld mismunandi tekjuhópa, eða raun- veruleg tekjujöfnunaráhrif lækkun- ar matarskatts, getum við nýtt okk- ur niðurstöður rannsókna annarra þjóða um þessi mál.1 Meginniðurstöður þeirra athug- ana sem gerðar hafa verið á áhrif- um breytinga á matarskatti eru mjög á einn veg: 1. Mishá skatthlutföll í virðisauka- skatti eru dýr í framkvæmd fyr- ir verslunina, gera skatteftirlit erfitt og auka möguleika á skatt- svikum. 2. Óvíst er að hve miklu leyti lækk- un virðisaukaskatts skilar sér til neytenda. Talið er að alltaf megi reikna með að hluti lækkunar- innar verði eftir hjá framleiðend- um og í versluninni. Vert er í þessu sambandi að rifja upp að í haust lækkuðu bændur verð á nautakjöti, án þess að séð yrði að lækkunin skilaði sér í lægtfa verði til neytenda. 3. Mishá skatthlutföll gefa rangar upplýsingar um raunverulegt verð vöru og geta því breytt neysluvenjum. 4. Lækkun matarskatts gagnast betur barnafjölskyldum en barn- lausum fjölskyldum með sömu tekjur. 5. Sem leið til tekjujöfnunar er lækkun matarskatts ómarkviss. í krónum talið er hagnaður af lækkun matarskatts meiri hjá tekjuhærri íjölskyldum en þeim tekjulægri. Bent er á að aðrar aðferðir séu í senn ódýrari og markvissari. Dæmisaga frá Noregi Nýjasta athugunin um breyting- ar á virðisaukaskatti á matvöru var unnin af norskri sérfræðinganefnd fyrir fjármálaráðuneytið þar í landi og kom hún út í febrúar sl.2 Nefnd- inni var sérstaklega falið að athuga áhrif lækkunar matarskatts á tekju- dreifinguna í þjóðfélaginu. Niðurstöður nefndarinnar eru, eins og annarra á undan henni, að lækkun matarskatts sé lítt skilvirk tekjujöfnunaraðgerð. Til að skýra þessa niðurstöðu má taka sem dæmi útreikninga nefndarinnar um áhrif lækkunar matarskatts á ráðstöfun- artekjur „norsku meðalfjölskyld- unnar" (þ.e. fjölskyldu með 1,4 full- orðna og 0,9 börn). Útreikningarnir sýna að fjöl- skylda með 100 þúsund norskar krónur í neysluútgjöld (neysluút- gjöld eru tekjur að frádregnum skatti og sparnaði) á ári sparaði 2.200 nkr. væri matarskattur lækk- aður um helming, en fjölskylda með 300 þúsund nkr. í neysluútgjöld um 3.300 nkr. á ári. Sparnaður tekju- hærri fjölskyldunnar yrði um 1.100 nkr. meiri en þeirrar tekjulægri.3 í krónum talið er sparnaðurinn meiri eftir því sem tekjurnar eru hærri. Prósenturnar segja ekki alla söguna Það sem gerir að menn telja að lækkun matarskatts gagnist lág- launafólki er að þegar sparnaðurinn er skoðaður sem hlutfall af tekjum er hagnaðurinn í prósentum meiri hjá láglaunafólki. I dæminu hér að ofan aukast ráðstöfunartekjur tekjulægri fjölskyldunnar um 2,2% en þeirrar telquhærri aðeins um 1,1%. Ráðstöfunartekjurnar aukast meira hjá þeim tekjulægri, en í krónum talið fer meira til hátekju- fjölskyldunnar. Breskar niðurstöður sýna að 63% af sparnaði vegna lækkunar matarskatts fellur í hlut þeirra sem hafa tekjur yfir meðal- tekjum. Hagfræðingur ASÍ kemst að svipaðri niðurstöðu um prósentu- hækkun ráðstöfunartekna í grein í Pressunni 21. apríl 1993. Þar segir hann: „... ráðstöfunartekjur hjóna með tvö börn og rúmlega 100 þús. kr. í mánaðartekjur mundu aukast um 2,3% ef matarskatturinn yrði lækkaður með þessum hætti, en um rúmlega 1% hjá hjónum með yfir 400 þús. kr. mánaðartekjur sem jafnframt þyrftu að greiða hátekju- skatt.“ Þetta er svipuð niðurstaða og í norska dæminu, ráðstöfunar- tekjurnar aukast meira hjá þeim lægst launuðu. Sé dæmið reiknað út frá gróða fjölskyldnanna í krón- um talið, þá er 2,3% af 100 þúsund- um 2.300 krónur, en 1% af 400 þúsund krónum er 4.000 krónur. Hagnaður hátekjufjölskyldunnar er því 1.700 krónum meiri en lágtekju- fjölskyldunnar. Niðurstaðan er því ótvíræð; lækkun matarskatts er óskilvirk sem telqujafnandi aðgerð. Aðgerðin er dýr miðað við árangur þar sem allt of margar krónur falla i hlut þeirra tekjuhærri. Aðrir kostir En hvað er til ráða? Ef ríkissjóð- ur á að fjármagna kjarasamninga á annað borð þá eru til ýmsar skil- virkari og jafnframt ódýrari aðgerð- ir til tekjujöfnunar í gegnum skatta- og tilfærslukerfið en lækkun matar- skatts. í norsku athuguninni var athug- að hvað gerðist ef sömu upphæð- inni — allri skattalækkuninni — væri dreift jafnt á allar fjölskyldur. Við þetta fengju allar fjölskyldur 2.700 nkr. Þessi upphæð er 500 nkr. hærri fyrir tekjulægri fjöl- skylduna en í matarskattsdæminu, en 600 krónum lægri fyrir tekju- hærri fjölskylduna. Þessi aðferð er því skilvirkari sem tekjujöfnunarað- ferð en lækkun matarskatts, en tekjutap rikissjóð er þó hið sama. Þetta er svipuð aðferð og hækkun persónuafsláttar, þ.e. sömu upphæð er dreift jafnt á alla fullorðna ein- staklinga í þjóðfélaginu, nema hvað þeir sem eru undir skattleysismörk- um nytu ekki góðs þar af. Rannveig Sigurðardóttir „Enginn mælir á móti því að verð á matvöru er óheyrilega hátt hér á landi og full ástæða er til að leita leiða til að ná niður matar- kostnaði. En í þeirri kröppu stöðu sem við erum í er rétt að leita heildstæðari lausna, svo að við getum verið þess fullviss að krón- urnar leiti þangað sem þeirra er mest þörf.“ Skilvirkt en ódýrara Eins og vikið var að hér að ofan benda flestar rannsóknir til þess að lækkun matarskatts gagnast betur barnafjölskyldum en bam- lausum fjölskyldum með sömu tekj- ur. í norsku rannsókninni var gerð- ur samanburður á tekjujöfnunar- áhrifum lækkunar matarskatts og hækkunar barnabóta. Niðurstaðan var sú að ná mætti þrisvar sinnum meiri tekjujöfnunaráhrifum í þjóð- félaginu með hækkun barnabóta en með lækkun matarskatts. Með öðr- um orðum: Það er hægt að ná sömu tekjujöfnunaráhrifum með þrisvar sinnum minni tilkostnaði með hækkun barnabóta í stað þess að lækka matarskatt. Á svipaðan hátt eru færð fyrir því rök að hækkun bóta — atvinnu- leysisbóta, elli- og örorkubóta — sé markvissari aðgerð til að bæta hag þessara hópa en lækkun mátar- skatts. Lokaorð Eins og rakið hefur verið hér að framan er lækkun virðisaukaskatts á matvæli ómarkviss aðgerð til tekjujöfnunar. Sýnt er að í krónum talið vex sparnaður fjölskyldna vegna lækkunar matarskatts með tekjum — þvert á sett markmið. Eðlilegt er að fjármálaráðuneytið kanni áhrif lækkunar matarskatts á tekjudreifinguna í þjóðfélaginu með matarútgjöld mismunandi tekjuhópa með úrtakskönnun Hag- stofunnar sem grunn, áður en það gengst inn á svo stórfellda skatt- kerfisbreytingu sem lækkun virðis- aukaskatts á matvæli er, skattkerf- isbreytingu sem þar að auki á að fjármagna með stórfelldum niður- skurði til velferðarmála. Enginn mælir á móti því að verð á matvöru er óheyrilega hátt hér á landi og full ástæða er til að leita leiða til að ná niður matarkostnaði. En í þeirri kröppu stöðu sem við erum í er rétt að leita heildstæðari lausna, svo að við getum verið þess fullviss að krónurnar leiti þangað sem þeirra er mest þörf. Heimildir: 1 Sjá m.a. Noregur: Bör merverdiavgiften differensi- eres? Norges offentlige utredninger, NOU 1993:8. Svíþjóð: Översyn av skattesystemet. Statens offentliga utredningar, SOU 1977:91, Skall matmomsen slopas. Statens offentliga utredn- ingar, SOU 1983:54, og Reformerad mervarde- skatt. Statens offentliga utredningar, SOU 1989:35. Bretland: Extending the VAT Base: Probl- ems and Possibilities (1985) og Tax Reform for the Fourth Term (okt 1992) báðar unnar af Institute for Fiscal Studies í London. Þar sem t.d. matvará og barnaföt eru undan- þegin skatti þá fjalla bresku rannsóknimar um hvað gerist ef lagður er skattur á þessar vömr — þ.e. ef skattstofninn er breikkaður og tekj- umar nýttar til annarra tekjujafnandi aðgerða svo sem hækkum barnabóta, skattleysismarka. 2 Bör merverdiavgiften differensieres? Norges offentlige utredninger, NOU 1993:8. 8 Sambærilegt dæmi er reiknað fyrir fleiri Qöl- skyldugerðir, s.s. einstætt foreldri með eitt bam, fjölskyldu með tvö börn, en það breytir ekki þeirri staðreynd að í krónum talið eykst hagnaðurinn með tekjum. Höfundur er hagfræðingur BSRB. Auglýsendur athugíð! Ekkert sunnudagsblað kemur út 2.maí vegna frídags verkalýðsins 1. maí Við viljum vekja athygli á að síðustu forvöð til að panta auglýsingu í laugardagsblaðið er fyrir kl. 16 fimmtudaginn 29. apríl. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.