Morgunblaðið - 28.04.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993
17
Ráðstefna haldin um konur og reykingar á reyklausum degi
Fræðst um reyking-
ar og kvenímynd
KONUR og reykingar er yfirskrift opinnar ráðstefnu Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur í Gyllta sal Hótel Borgar fimmtudaginn
29. apríl milli kl. 14 og 17. María Héðinsdóttir, formaður fræðslu-
nefndar félagsins, segir að fjallað verði um málefnið á breiðum
grundvelli og m.a. fræðst um reykingar í tengslum við kven-
ímynd og tísku. Hún býður allar konur velkomnar á ráðstefnuna
svo lengi sem húsrúm leyfi. I tilefni af reyklausa deginum, sem er
á morgun, ákvað Tóbaksvarnanefnd í gær að greiða kostnað við
ráðstefnuna og er því aðgangur ókeypis.
María segir að erfiðara hafi
reynst að fá konur en karla til að
hætta að reykja og um 30% kvenna
á aldrinum 18-69 ára stundi reyk-
ingar. „Með ráðstefnunni og lok-
aðri ráðstefnu um sama efni síðast-
Iiðið haust freistum við þess að
varpa ljósi á ástæðurnar fyrir
þessu. Þannig kom t.d. fram á
fyrri ráðstefnunni að það er lögð
meiri áhersia á það í markaðssetn-
ingu á sígarettum að höfða til
ungra stúlkna en pilta. Við fjöllum
aðeins um það og hvernig reyking-
ar tengjast kvenímynd og tísku,
og reynum að skoða þessa þætti
í víðu samhengi," sagði María. Hún
minnti þó á að læknisfræðilega
þættinum væri ekki alveg sleppt
og má í því samhengi benda á að
Rannveig Pálsdóttir, húð- og kyn-
sjúkdómalæknir, heldur fyririestur
þar sem hún spyr hvort reykingar
hafi áhrif á starfsemi húðar og
slímhúðar, Guðrún Þorbjarnardótt-
ir, snyrtifræðingur, fjallar sömu-
leiðis um áhrif reykinga á húðina,
Einar Ragnarsson, tannlæknir, tal-
ar um reykingar og tannheilsu og
Ingileif Ólafsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur, um hvað sé til ráða.
Önnur áhrif á konur en karla
Nýjustu rannsóknir hafa leitt í
ljós að reykingar hafa önnur og í
sumum tilfellum meiri áhrif á kon-
ur en karla, að sögn Maríu. „Guð-
mundur Þorgeirsson, læknir, hélt
því t.d. fram á síðustu ráðstefnu
að kona sem reykti 25 sígarettur
á dag sjöfaldaði líkurnar á því að
fá kransæðasjúkdóma en karl sem
reykti 25 sígarettur á dagþrefald-
aði líkurnar á því að fá sömu sjúk-
dóma. Þannig að þrátt fyrir allt
jafnrétti er þetta staðreynd," sagði
hún.
María sagði að gjarnan hefði
verið beitt öðrum aðferðum til að
fá konur til að hætta að reykja en
karla. „Mikið hefur verið reynt að
fá þær til að hætta vegna ein-
hverrra annarra, t.d vegna þess
að þær ættu von á barni, væru
mæður, fyrirmyndir o.s.frv. En nú
hefur sýnt sig, samkvæmt innlend-
um og erlendum könnunum, að
þegar konur eru t.d. barnshafandi
og hætta að reykja bytja þær í
um 80% tilfella aftur að reykja
eftir fæðinguna," sagði María og
benti þannig á að ástæða væri til
að leggja meiri áherslu á að konur
hættu að reykja sjálfra sín vegna.
Reykingar á leiksviði
Af öðrum fyrirlestrum en hér
hafa verið taldir upp má nefna
fyrirlestra Valgerðar Dan, leik-
konu, og Súsönnu Svavarsdóttur,
leiklistargagnrýnanda, um reyk-
ingar í leiksýningum og fyrirlestra
Önnu Gunnarsdóttur, lista- og
fatastílfræðings, um reykingar og
fatastíl. Þá heldur Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, alþingiskona, fyrirlest-
Forvarnir í bættri
sjálfsmynd
MARÍA Héðinsdóttir segir að
oft séu tengsl á milli lélegrar
sjálfsímyndar unglingstúlkna
og reykinga. Þannig felist for-
varnir í að bæta sjálfsímynd
þeirra.
ur undir yfirskriftinni: Hvernig
konum er haldið reykjandi.
Konur í fræðslunefnd Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur og
fræðslufullrúar félagsins hafa und-
irbúning ráðstefnunnar með hönd-
um.
Umfangsmesta könnun sem gerð hefur verið á högum atvinnulausra
Fólk með minni menntun en
grunnskóla 62% atviimulausra
Félagsvísindastofnun hefur
sent frá sér niðurstöður könnun-
ar á högum og aðstæðum at-
vinnulausra hér á landi en könn-
unin var unnin fyrir félagsmála-
ráðuneytið. Könnunin náði til
1.000 manna úrtaks atvinnu-
lausra og segir Jóhanna Sigurð-
ardóttir félagsmálaráðherra að
um sé að ræða umfangsmestu
könnun sem gerð hefur verið á
þessum vettvangi. Meðal athygl-
isverðari niðurstaðna er sá mikli
munur á fjölda atvinnulausra
eftir menntun þeirra. Þannig
reyndist fólk sem hafði grunn-
skólapróf eða minni menntun
vera 62% atvinnulausra en fólk
með háskólamenntun reyndist
aðeins 3% atvinnulausra.
Jóhanna Sigurðardóttir kynnti
niðurstöður könnunarinnar og sagði
að sér fyndist athyglisvert hve stór
hluti atvinnulausra hefði litla
menntun. Þetta kallaði á aðgerðir
til að auka starfsmenntun fólks og
myndi ráðuneytið beita sér á þeim
vettvangi. Enda kæmi fram í könn-
uninni mikill áhugi hjá atvinnulaus-
um að afla sér starfsmenntunar.
Almennt um niðurstöður könnunar-
innar sagði Jóhanna að ljóst væri
að skoða þyrfti stoð- og bótakerfi
þeirra sem væru atvinnulausir og
sérstök ástæða væri til að skoða
réttindamál þeirra sem stæðu fyrir
utan bótakerfið.
Um 55% atvinnulausra eru
fyrirvinnur
Meðal þess sem fram kemur í
fyrrgreindri könnun er að um 55%
atvinnulausra eru aðalfyrirvinnur
fjölskyldu og um 70% þeirra hafa
fyrir tveimur eða fleiri einstakling-
um að sjá. Meðalrýrnun fjölskyldu-
tekna vegna atvinnuleysis er um
54 þúsund krónur á mánuði.
Hvað varðar tímabil frá vinnu
kemur í ljós að um 22% atvinnu-
lausra um áramótin höfðu verið án
vinnu í innan við mánuð, rúmlega
Atvinnuleysi og menntun
Samanburður á menntun atvinnulausra og þjóðarinnar
1
I
O)
Ö)
il
60
%
50
40
30
20
10
0
50% í einn til sex mánuði, 15% í
sex til tólf mánuði og um 7% höfðu
verið atvinnulausir í meira en eitt
ár. Langtímatvinnuleysi er því orðið
umtalsvert hérlendis en er þó með
minna móti samanborið við önnur
OECD-lönd. Hinsvegar kemur fram
að mikil umskipti eru í hópi atvinnu-
lausra og hafa þannig 43% þeirra
sem voru atvinnulausir um áramót
fengið vinnu í marz. Um 40% þeirra
fóru aftur í sama starfið. Fram kom
í kyuningu félagsmálaráðherra að
stór hluti þessa hóp væri fisk-
vinnslufólk og sjómenn.
Breyttar neysluvei\jur
Svipað og aðrar kannanir á
vinnumarkaðinum sýnir þessi könn-
un að atvinnuleysi er áberandi
meira meðal yngra fólks en eldra.
Nýmæli í þessari könnun nú er hins-
vegar að spurt var um breytingar
á neysluvenjum, kannaðir voru sál-
rænir erfiðleikar þess að vera at-
vinnulaus og sérstök könnun var
gerð á þeim hópi sem ekki uppfyll-
ir skilyrði til atvinnuleysisbóta.
Hvað neysluvenjur varðar kemur
fram að um 58% aðspurðra hafa
breytt neysluvenjum sínum og dreg-
ið við sig í ýmsu sem áður þótti
sjálfsagt. Um 40% hafa þurft að
ganga á eignir og sparifé vegna
atvinnuleysis og um 30% hafa tekið
neyslulán til framfærslu.
Þó atvinnulausir kvarti fyrst und-
an'fjárhagserfiðleikum og atvinnu-
ástandinu sýna þeir einnig mark-
verð einkenni um sálræna erfið-
leika. Á bilinu 15-35% aðspurðra
segja ýmsa þætti andlegs ástands
hjá sér verri en venjulega. Þannig
segir til dæmis þriðjungur að þeir
eigi erfiðara með svefn en áður og
um 26% segjast finna til þess að
þeir hafi minna sjálfstraust.
Hvað varðar þann hóp fólks sem
stendur utan við félagskerfi laun-
þegahreyfingarinnar og ekki njóta
bótaréttinda kemur fram að bæði
fjárhagslegar og andlegar þreng-
ingar þeirra eru sérstaklega miklar.
Þá er beint samband á milli lengdar
atvinnuleysis og erfiðleikamælinga
þeirra sem notaðar voru. Þeir sem
lengur hafa verið atvinnulausir eiga
í mun meiri erfíðleikum bæði fjár-
hagslegum og heilsufarslegum.
17 þúsund
nemar lásu
yfir sextíu
þús. bækur
ÞESSA dagana er verið að
senda út um eitt þúsund viður-
kenningarskjöl til þeirra
bekkjardeilda sem tóku þátt í
Lestrarkeppninni miklu.
Nú þegar hafa þær bekkjar-
deildir sem sigruðu í sínum áfanga
fengið verðlaunin; veglegar bóka-
gjafir frá öllum helstu útgáfufyrir-
tækjum landsins.
Alls tóku 17.000 nemendur
þátt í keppninni og lásu rúmlega
60.000 bækur á þeim ellefu dög-
um sem keppnin stóð. Keppnin
tókst í heild með miklum ágætum
sem hinn góði árangur sýnir og
var hugmyndinni að þessari
keppni víðast mjög vel tekið. Þó
komu fram hugmyndir að betur
færi að keppni sem þessi færi fram
innan ramma kennsluáætlunar
hjá grunnskólum.
Keppnin naut góðs af velvilja
skólamanna en jafnframt lögðu
nokkrir aðilar fé til keppninnar
og styrku hana. Það voru Olís,
Penninn sf., Félagsbókbandið Bó-
fell hf., Eymundsson, Prentbær
hf., Samútgáfan Korpus hf. og
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis. Lestrarkeppnin var
skipulögð af aðildarfélögum
Bókasambands Islands í samvinnu
við menntamálaráðuneytið, Morg-
unblaðið, Ríkisútvarpið og DV.
Skipuleggjendur vilja þakka öll-
um þeim sem lögðu hönd á plóg,
en sérstaklega óska duglegum
lestrarhestum um land allt til
hamingju með góðan árangur.
(Fréttatilkynning)
Borgarbúar kvarta meira
Atvinnulausir íbúar höfuðborgar-
innar kvarta meira undan byrðum
vegna atvinnuleysis en íbúar lands-
byggðarinnar. Þar kann að skipta
máli að langtímaatvinnuleysi er al-
gengara í borginni og að sveiflur í
atvinnulífi eru snarari þáttur mann-
lífs á landsbyggðinni. Fólk úr verka-
lýðsstétt kvartar að jafnaði minna
undan byrðum vegna atvinnuleysis
en fólk úr verslunar- og skrifstofu-
stétt kvartar mest.
Sem fyrr segir var könnun þessi
unnin af Félagsvísindastofnun fyrir
félagsmálaráðuneytið. Hún var
unnin í samráði við Samtök at-
vinnulausra, ASÍ og fleiri aðila.
Tekið var 1.000 manna úrtak úr
atvinnuleysisskrám en í sérkönnun
meðal þeirra sem ekki eru á at-
vinnuleysisskrá var tekið úrtak 100
manna úr skrám Samtaka atvinnu-
lausra.
Með 300
• •
gromm
af hassi
KONA á fertugsaldri var
handtekin á Keflavíkur-
flugvelli á mánudag með
300 grömm af hassi innan
klæða.
Konan, sem er af Reykja-
víkursvæðinu, var að koma frá
meginlandi Evrópu. í gær var
konan úrskurðuð í farbann
fram yfir miðjan maí. Fíkni-
efnadeild lögreglunnar í
Reykjavík fer með frekari
rannsókn málsins.
Til sölu er einn hlutur í skútunni UGLU-1754, sem er
af geróinni STOREBRO ROYAL, 33 fet, árgeró 1984.
UGLA er mjög vel útbúin tækjum og seglum. Þá eru
innréttingar allar hinar vönduðustu. Eigendur eru nú
sex. Til greina kæmi einnig aó fjölga eigendum um einn.
Allar upplýsingar í síma 621197 og 686972 á kvöldin.