Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 149. tbl. 81. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vaxandi ófriður í Kákasuslöndum Tbilisi, Agdam. Reuter. EDUARD Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, slapp naumlega lífs þegar sprengikúla sprakk rétt við bíl hans í Abkhazíu á sunnudag. Miklir bardagar geisa þar nú milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna, sem krefjast sjálfstæðis héraðsins. í Azerbajdzhan virðist sem borg- in Agdam sé að falla í hendur Armenum. Hundruð eða þúsundir manna hafa fallið í átökunum í Abkhazíu, sem staðið hafa í tæpt ár, og stjórn- arherinn í Georgíu kvaðst í gær hafa ^hrundið nýjustu gagnsókn uppréisnarmanna. Sagði talsmaður hans, að tvær þyrlur hefðu verið skotnar niður en Georgíustjórn sak- ar Rússa um að sjá uppreisnar- mönnum fyrir vopnum. Andrei Koz- yrev, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina, að yrði ekki sam- inn friður fljótlega myndi Moskva grípa til harðra efnahagsþvingana. Armenar í Nagorno-Karabakh sækja nú að azersku borginni Agd- am, sem er utan héraðsins, og ráða öllum hæðum umhverfis hana. Armenar ráða nú ekki aðeins Nag- orno-Karabakh, heldur einnig veru- legu landi utan þess og hefur az- erski stjórnarherinn farið miklar hrakfarir fyrir þeim. Sjá „Þjóðernis ...“ á bls. 27. Atvinnu- leysið 10% Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. ATVINNULEYSIÓ í Svíþjóð er nú í fyrsta skipti frá síðari heims- styrjöld komið í tveggja stafa tölu. 445.000 Svíar voru atvinnulausir í lok júní, eða 10% af vinnuaflinu. í lok maí voru 337.000 Svíar án at- vinnu, eða 7,9%. Yfirvöld segja helstu skýringuna á þessari miklu aukningu þá að mörg ungmenni ljúki námi í júní og komi þá á vinnumarkaðinn. Þriðjungur hinna atvinnulausu, 153.000 manns, er á aldrinum 18-24 ára. Þetta þýðir að um fímmtungur ungmenna á þessum aldri er án at- vinnu. 100.000 Svíar hafa verið at- vinnulausir í hálft ár eða lengur. Sjálfsbjargarviðleitni í Sómalíu ADDAM, fjögurra ára gamall sómalskur drengur, hefur sína aðferð við að verða sér úti um mat og annað munn- gæti frá gæsluliðum Sameinuðu þjóðanna í Mogadishu í Sómalíu. Hann á þjóðfána alira hermannanna og flagg- ar þeim e'ftir því, sem við á. Hér hefur hann brugðið ítalska fánanum á loft enda er ítalskur herflokkur að fara hjá. Mafían á Ítalíu Peter Sutherland, nýr framkvæmdastj óri GATT-viðræðnanna Eignir „fátæka bóndans“ upptækar Palermo. Reuter. ÞEGAR Salvatore „Toto“ Riina var handtekinn í jan- úar, sakaður um að vera einn illræmdasti mafíufor- ingi á Italíu, sagðist hann bara vera fátækur bóndi sem vissi ekkert, um maf- íuna. En eitthvað virðist hann hafa auðgast á land- búnaðinum því í gær gerði ítalska lögreglan upptækar eignir Riina, fjölskyldu hans og meints aðstoðarmanns. Nam verðmæti eignanna um 60 milljónum dollara eða tæplega 4,3 milljörðum ís- lenskra króna. Aldo Gianni, lögreglustjóri í Palermo, sagði að eignaupptak- an væri árangur margra mán- aða rannsóknar á íjármálum Corleonesi-fjölskyldunnar sem laut stjórn Riina. Eignirnar sem gerðar voru upptækar voru fasteignir, bankareikningar og hlutabréf í 11 fyrirtækjum. Gianni sagði að líklega væru þessar eignir bara toppurinn á ísjakanum, en líkur bentu til að búið væri að flytja stærstan hluta þeirra úr landi. Riina var búinn að fara huldu höfði í 23 ár þegar hann var handtekinn. Hann er sakaður um að hafa fyrirskipað hundruð morða sem einn helsti yfirmað- ur mafíunnar. Varað við tilhneigingu til meiri vemdarstefnu Reuter Flugeldasýning á þjóðhátíð ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Bandaríkjanna var á sunnudag, 4. júlí, og var þá efnt til flugeldasýningar við þinghúsið í Washington. Er áætlað, að 450.000 manns hafí komið saman til að njóta ljósa- og litadýrðarinnar. Milljónir starfa geta tapast ef þróun til frjálsrar heimsverslunar tefst PETER Sutherland, nýr framkvæmdastjóri almennu við- ræðnanna um tolla- og viðskiptamál (GATT), hvetur leið- toga sjö helstu iðnríkja heims til að koma í veg fyrir að svonefnd Uruguay-lota viðræðnanna um aukið frelsi í heimsviðskiptum bíði skipbrot. „Ætli leiðtogarnir í alvöru að ráðast gegn langtíma atvinnuleysi, hleypa krafti í hag- vöxt og auka velmegun, er rétta leiðin sú að ljúka Urugu- ay-lotunni með árangri," sagði Sutherland á blaðamanna- fundi í Sviss í gær. Sutherland sagði að þess væri vænst að leiðtogarnir létu ekki duga orðagjálfur og yfirlýsingu um að „stefnt yrði að“ markmiðum en tækju þess í stað ákvarðanir. Þriggja daga leiðtogafundur sjöveldanna, G-7, verður í Japan í vikunni. Sérfræðingar GATT hafa sent frá sér skýrslu þar sem sýnt er fram á að milljónir starfa í iðnríkjunum muni fara forgörð- um fari svo að þróun í átt til frjálsrar heimsverslunar verði snú- ið við. Aukin heimsviðskipti eru talin hafa verið undirstaða efna- hagslegra framfara frá lokum seinni heimsstyijaldar. Verndarstefna í sókn Stjórnmálaskýrendur telja að Sutherland hyggist hefja gagn- sókn vegna vaxandi áhrifa sem talsmenn verndarstefnu í alþjóða- viðskiptum njóta nú í Frakklandi og Bandaríkjunum. Þar er fullyrt að vernda beri störf í heimalandinu með því að sporna við innflutningi frá rikjum þriðja heimsins þar sem laun eru lægri. Hefur Francois Mitterrand Frakklandsforseti m.a. tekið undir þessi sjónarmið. Nlðurgreiðslukapphlaup gæti grafið undan EB Karel van Miert, sem situr í framkvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins (EB), varaði við því í gær að vegna slæms efnahagsástands gætu aðildarríkin farið að berjast innbyrðis með því að auka niður- greiðslur og ríkisstyrki til atvinnu- vega sem ættu í erfiðri samkeppni á alþjóðamarkaði. Slíkt kapphlaup myndi grafa undan sjálfum undir- stöðum bandalagsins. Miert nefndi sem dæmi ótæpilega notkun ríkis- styrkja í stáliðnaði EB-þjóðanna; framkvæmdastjórnina skorti völd til að draga úr þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.