Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993 7 Skipulagður dósastuldur úr skátakúlum fer í vöxt Lifnar yfir Laxá í Asum Nýjar kúlur verða líklega hannaðar MIKIÐ hefur borið á því að undanförnu, að sögn Þorsteins Sig- urðssonar framkvæmdastjóra Þjóðþrifa, að skipulega sé stolið úr dósasöfnunarkúlum skátahreyfingarinnar. Þessi faraldur er að mati Þorsteins ein ástæða þess að dósum, sem skilað er í skátakúlurnar, hefur fækkað um helming. Þorsteinn segir að lögregluyfirvöld geti lítið aðhafst og vill hvetja almenning til að vera á varðbergi og tilkynna lögreglu um grunsamlegar mannaferðir við kúlurnar. Hann segir að nýjar rammgerðari kúlur verði mjög liklega hannaðar svo að söfnunarverkefnið borgi sig. Þorsteinn sagðist í samtali við „Eins og málin standa er erfitt að Morgunblaðið hafa heyrt af því halda svo víðtækri söfnun sem margar sögur að fólk hafi séð til þessari áfram.“ Hann segir það flokka fullorðinna manna ganga í kúlurnar og hreinlega hreinsa þær. Hann viðurkennir að kúlurnar séu veikbyggðar og að auðvelt sé að veiða dósir upp úr þeim en segist jafnframt þekkja þess dæmi að lásar, sem settir hafa verið í ör- yggisskyni, séu sprengdir upp. Aðspurður sagði hann það hafa verið rætt innan skátahreyfingar- innar að hætta dósasöfnuninni. Tekinn með þýfi í öskutunnu LÖGREGLUNNI í Reykjavík barst tilkynning um ferðir grunsamlegs manns sem var að burðast með öskutunnu í Kirkjustræti á laugardags- morgunn. Við eftirgrennslan kom í þ'ós að um einn af „góð- kunningjum" lögreglunnar var að ræða og öskutunnan full af þýfi úr tveimur innbrotum. í öskutunnunni reyndist nokkurt magn af áfengi, fatnaði, geislaplöt- um og ýmsum verkfærum sem maðurinn hafði stolið í innbrotum í tvo veitingastaði í miðborginni. Maðurinn hefur ítrekað komið við sögu lögreglunnar. Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir að líklegt megi teljast að þessi maður haldi áfram fyrri iðju, það er þjófn- aði. „Það vaknar því sú spurning afhveiju yfirvöld geti ekki sinnt einstaklingum sem þessum betur en raun ber vitni þannig að al- menningur þurfi ekki að verða fórnarlamb þeirra aftur og aftur,“ segir Ómar. -----» ♦ ♦---- 2JL) pVJ J£J2J rv/d JisJ/JriiJ/ því vera í athugun að hanna nýjar kúlur sem yrðu mun rammgerðari. Þær yrðu hannaðar með sérstöku loki sem torveldaði dósaveiðar. Fólk verði á varðbergi „Ég tel aftur á móti brýnt að fólk gangi til liðs við okkur og sé á varðbergi gagnvart dósaþjófum. Skátahreyfingin hvetur það til að tilkynna lögregluyfirvöldum verði það vart við þjófa en það er trú mín að tiltölulega þröngur hópur manna standi að dósastuldinum.“ Þjófar láta kúlurnar ekki í friði AÐ UNDANFÖRNU hefur borið á því að umtalsverðu magni dósa hefur verið stolið úr dósasöfnunarkúlum skátahreyfingarinnar. Oííli //aJjJJJj-J SÍÐUSTU 4 daga hafa veiðst á tvær stangir í Laxá í Ásum sam- tals 83 laxar. Samkvæmt upplýsingum Jóns ísbergs hefur lifnað mjög yfir veiði í ánni, sem var treg fyrst framan af. Veiðimaður, sem var í ánni rétt um mánaðamótin fékk 13 laxa á einum degi og þeir, sem voru í ánni 1. til 3. júlí fengu alls 40 laxa. Þeir, sem komu í ána 3. júlí hafa og fengið 30 laxa, þannig að heild- arveiðin á fjórum dögum er orðin 83 laxar. btti & I .u-' v#vJár á ISIANDI 20 Ford Ranger á ótrúlegu afmælistilboði í tilefni þess að nú eru 80 ár liðin frá því fyrsti Fordinn kom til landsins bjóðum við 20 Ford Ranger á meiriháttar afmælistilboði. Komdu í dag því það eru aðeins 20 bílar á afmælistilboðinu! Það fylgir því sérstök frelsistilfinning að eiga Ford Ranger - þú ferð þangað sem þú vilt, þegar þú vilt. Á þessum öfluga ameríska pallbíl, sem hefur verið mest seldi pallbíllinn í Bandaríkjunum í áratug, eru þér allar leiðir færar. Ford Ranger er frábær fyrir íslenskar aðstæður og hann er þýður sem fólksbíll. Þótt vélin sé mjög öflug er þetta ótrúlega sþarneytinn bíll. Aksturseiginleikarnir hafa aldrei verið betri, hann er sterkbyggður og þú getur valið um margskonar aukabúnað og útfærslu. Ford Ranger - hvert sem er, hvenær sem er Hefur þú ekiö Ford... nýlega? G/ObUSP - heitnur gœða! Lágmúla 5, sími 91- 68 15 55

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.