Morgunblaðið - 06.07.1993, Qupperneq 10
10
MORGUKBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1993
MENNING/
LISTIR
TONLIST
Sumartón-
leikar í Skál-
holtskirkju
Sumartónleikar Skálholtskirkju
eru að hefjast í nítjánda sinn.
Næstu fimm helgar, með einu hléi,
verður boðið
upp á tónlist
fyrir gesti og
gangandi.
Boðið verður
upp á bar-
rokktónlist
frá Italíu og
perlur Jó-
hanns Sebast-
ians Bachs
auk nýsmíða J“n Nordal
eftir Jón Nor-
dal og Hafliða Hailgrímsson.
Tvennir tónleikar eru jafnan á
laugardögum kl. 15 og 17. og aðr-
ir þeirra endurteknir á sunnudög-
um kl. 15. Messa er síðan kl. 17
með þáttum úr tónverkum helg-
arinnar. Á undan laugardagstón-
leikunum kl. 14 eru alltaf haldin
erindi um tónlistarleg efni.
10. og 11. júlí leikur Helga Ing-
ólfsdóttir á sembal svokölluð Gold-
bergtilbrigði eftir Bach og kl. 17
verður flutt nýsamið tónverk eftir
Jón Nordai, tileinkað Skálholts-
kirkju. Tónsmíð Jóns verður endur-
tekin á sunnudaginn kl. 15. Jón
Þórarinsson tónskáld flytur erindi
á laugardaginn kl. 14 og talar um
tónlist í Skálholti fyrr og nú.
17. og 18. júlí. Margrét Bóas-
dóttir sópran og Bjöm Steinar Sól-
bergsson oranisti flytja trúarleg
verk eftir íslensk tónskáld á þess-
ari öld kl. 15 en kl. 17 leikur Manu-
ela Wiesler á flautu verk eftir
C.Ph.E. Bach og nútímaskáld og
endurtekur þann leik daginn eftir
kl. 17.
31. júlí og
1. ágúst.
Þessa helgi
eru einkum
flutt tónverk
Hafliða Hall-
grímssonar
sem kemur
frá Edinborg
með þrjár nýj-
ar tónsmíðar
í farteskinu
og tekur þátt
í flutningi þeirra auk sönghópsins
Hljómeykis o.fl.
7. og 8. ágúst. Þessir dagar eru
helgaðir ítalskri barokktónlist,
kammerverkum eftir Corelli og
Vivaldi. Bachsveitin í Skálholti
leikur en hún hefur lagt sig eftir
flutningi á barokkverkum sem eru
trú upprunalegum anda og stfl. Sér
til aðstoðar fær sveitin hollenskan
fiðluleikara, Jaap Schröder.
14. og 15. ágúst leikur Bac-
hsveitin í Skálholti barokkverk;
kantötur og „Fúgulistina" eftir
Bach og Buxtehude. Með sveitinni
verður gömbuleikarinn Laurence
Dreyfus sem áður hefur léð Sumar-
tónleium Skálholtskirkju krafta
sína.
MYNDLIST
Olíukrítar-
og pastel-
Myndir í Eden
Kári Sigurðsson sýnir oiíukrítar-
og pastelmyndir í Eden dagana
5.-18. júlí. Á sýningunni eru um
40 myndir unnar á sl. þremur árum.
Þetta er 25. einkasýning Kára.
Hafliði
Hallgrimsson
Norrænn dinneijass
Jass
Guðjón Guðmundsson
TRÍÓ sænska baritón- og tenór-
saxófónleikarans Peters Gullins
hefur leikið undanfarna daga hér
á landi, hélt m.a. tónleika á jasshá-
tíðinni á Egilsstöðum og lék fyrir
fullu húsi á veitingastaðnum
Duggunni í Þorlákshöfn við góðar
undirtektir.
Hljóðfæraskipun tríósins er
óvenjuleg, Gullin á saxófóna,
Morten Kargaard á gítar og Ole
Rasmussen á kontrabassa, og
markast tónlist tríósins nokkuð af
því. Segja má að þeir flytji dinnerj-
ass af betra taginu, gamlir stand-
ardar var uppistaðan í prógramm-
inu og leið tónlistin áfram átaka-
laust og sviplaust. Ekki margt
nýtt sem þeir félagar höfðu fram
að færa og fyrir utan feillausan
leik og sérviskulegar útsetningar,
Morgunblaðið/Einar Falur
Tríó Peters Gullin
Tríó Svíans Gullin, f.v. Peter Gullin, Ole Rasmussen og Morten Kargaard.
(The Girl from Ipanema), var ekki
margt til fanga hugann þessa
kvöldstund.
Tríóið flutti tvö frumsamin lög,
Tenderness eftir Gullin af sam-
nefndum verðlaunadiski sem kom
út í Svíþjóð í fyrra, og Understand
it eftir Rasmussen. Bæði lögin eru
af meiði tregaljóða (ballaða) eins
og hann gerist hvað norrænastur.
Gamla bítlalagið Here, There and
Everywhere var því sem næst
óbreytt en baritónsólóið var fal-
legt. Gullin hefur þó alla burði sem
saxófónleikari til að gera frjórri
og kraftmeiri hluti en þetta.
í pistli um tónleika. Svend As-
mussen á Rúrek í maí var því
haldið fram að Benny Goodman
hafði leikið með danska fiðlaran-
um í Kaupmannahöfn á stríðsár-
unum. Þetta er alrangt og hefði
aldrei getað gerst því Goodman
var gyðingur sem iðkaði sína trú
og Kaupmannahöfn hersetin Þjóð-
veijum. Hins vegar reyndi Good-
man ítrekað að fá Asmussen til
Bandaríkjanna til að svinga með
sér, en það er önnur saga.
Diasstónleikar
í fyrsta skipti
í Þorlákshöfn
Þorlákshöfn.
TRÍÓ sænska saxófónleikarans Peters Gullin, eitt besta djasstríó
Norðurlanda, lék fyrir nær fullu húsi í Duggunni í Þorlákshöfn
fyrir skömmu.
Gullin-tríóið lék á Djasshátíðinni
á Egilsstöðum og mun einnig leika
í Vestmannaeyjum og á Plúsnum í
Reykjavík. Norræni menningarsjóð-
urinn veitti styrk til þessarar ís-
landsferðar en án hans hefði þessi
ferð ekki verið möguleg.
Sænski baritónsaxófónleikarinn
Peter Gullin hefur verið atvinnu-
djassari síðan hann var sextán ára.
Hann fæddist í Mílanó á ítaííu árið
1959 en þar lék faðir hans, Lars
Gullin, um þær mundir. Lars Gullin
er fremsti djassleikari í sænskri
djasssögu og gagnrýnandi nokkur
sagði: „Peter erfði ekki bara saxó-
fóninn hans pabba síns, heldur einn-
ig hæfileikana." Meðal þeirra djass-
leikara sem Peter Gullin hefur Ieik-
ið með í Svíþjóð eru Brent Rosen-
gren og Pétur Öslund.
Með Gullin leika Danirnir Morten
Kargaard gítarleikari og Ole Ras-
mussen bassaleikari. Morten hefur
m.a. samið tónlist fyrir stórsveit
Thad Jones og Ole lék um tíma
með stórsveit Duke Ellington. Ole
hefur oft áður leikið á íslandi, m.a.
með Contempo-tríóinu á Djasshá-
tíðinni á Egilsstöðum í fyrra.
Það var Vernharður Linnet sem
hafði veg og vanda af ferð þeirra
félaga til Þorlákshafnar.
Á efnisskránni, sem var mjög
fjölbreytt, voru mest létt kammer-
verk. Mörg verkanna voru eftir þá
félaga sjálfa svo sem Tenderness
af samnefndum geisladisk tríósins,
sem valinn var djassdiskur ársins
1992 í Svíþjóð. Áheyrendur kunnu
greinilega vel að meta þessa heim-
sókn og var tríóið klappað upp og
lék aukalög.
- JHS
Nýtt tímarit
NÝTT tímarit, Níu nætur, tímarit
um heiðinn sið, er komið út.
Ritið er ársrit ásatrúarmanna.
í því eru fræðilegar og almennar
greinar, viðtöl, skáldskapur og
myndlist. Fjallað er um trúmál,
fjölkynngi, sjamanisma, heiðinn
sið í nútíð og fortíð og fleira sem
tengist hinum forna menningar-
arfi.
Meðal efnis er myndasaga eftir
Hauk Halldórsson, skáldskapur
eftir Sveinbjörn Beinteinsson, Ey-
vind og Steinar Vilhjálm, viðtal
við Hilmar Örn Hilmarsson, grein-
ar eftir Dag Þorleifsson og Helga
Þorláksson, vangaveltur Magnús-
ar Þorkelssonar um skort á fom-
leifarannsóknum á Þingvöllum og
skrif Matthíasar Viðar Sæmunds-
sonar.
Auk fyrrgreindra skrifa einnig
Ólafur Engilbertsson, Hans
Plomp, Jaquline Da Costa og rit-
stjórar.
Ritstjórar eru Þorri Jóhanns-
son og Jón Þorvaldur Ingjalds-
son. Blaðið er 84 bls.
Tímarit um heiðinn
sið, Níu nætur,
er komið út.
Mona Sandström.
Einleikstónleikar
1 Listasafni Islands
SÆNSKI píanóleikarinn Mona Sandström heldur einleikstónleika í
Listasafni íslands að Fríkirkjuvegi 7 í Reykjavík, fimmtudaginn 8.
júlí og hefjast þeir kl. 20.
Mona Sandström lauk einleikara-
prófi frá Sibeliusar-akademíunni í
Helsinki og stundaði síðan fram-
haldsnám í Frakklandi, Sviss og á
Ítalíu, hjá m.a. Claude Helfer, Mar-
ia Tipo og Michelle Campanella.
Hún er nú búsett í Stokkhólmi
og kemur reglulega fram bæði sem
einkleikari og í kammertónlist.
Á efnisskrá tónleikanna verða
verk eftir Brahms, Beethoven, Pro-
koffiev og Rachmaninof.
íslenska húsið
í FÁKAFENI 9 í Reykjavík hefur Óskar Jónsson opnað listagallerí
sem heitir íslenska húsið. í versluninni eru einungis íslenskar gjafavör-
ur og listmunir til sýnis og sölu. Flestar listgreinar sjást þar, t.d. leir-
list, glerlist og myndlist. Á boðstólum eru bæði smærri listmunir, skúlp-
túrar og málverk og einnig inni- óg útiljós. 1 íslenska húsinu eru list-
mundir eftir marga starfandi listamenn. Meðal þeirra eru Þóra Sigur-
þórsdóttir, Inga Elín, Magnús Kjartansson, Tolli, Óli Már, Kolbrún
Kjarval, Ragna Ingimundardóttir, Steinunn Marteinsdóttir, Eydís Lúð-
víksdóttir, Margo Renner og Hjördís Frímann.
íslenska húsið er opið alla virka daga og kl. 10-14 á laugardögum.
Óskar Jónsson í verslun sinni.